Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

248. fundur

11. ágúst 2025 kl. 13:00 - 14:30

á skrifstofu byggingarfulltrúa


Nefndarmenn

Sæmundur Óskarsson - byggingarfulltrúi
Kara Lau Eyjólfsdóttir - verkefnisstjóri

Starfsmenn

Fundargerð ritaði: Sæmundur Óskarsson - Byggingarfulltrúi

Dagskrá

1. Hlíðabyggð 18 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2506309

Umsækjandi: Dawid Kowalczyk

Erindi: Sótt er um að byggja sumarhús ásamt stakstæðri geymslu með yfirbyggðu þaki yfir bílastæði og smáhýsi. Sumarhúsið er á einni hæð. Sumarhús,mhl-01, stærð 171m2. Geymsla og saunahús, mhl-02, Stærð:26,2m2.

Húsin eru byggð úr timbri á steyptar undirstöður.

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Mardís Malla Andersen

Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.

Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.



2. Skúlagata 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2507057

Umsækjandi: Pétur Geirsson

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir breytingu á þaki á núverandi húsum. Sett verður lágreist valmaþak á húsin í samráði við Minjastofnun.

Fylgigögn: Aðaluppdrættir. Jákvæð umsögn Minjastofnunar

Hönnuður: Einar Ingimarsson.

Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.

Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.



3. Síðumúlaveggir 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2507192

Umsækjandi: Gunnhildur Gísladóttir

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir íbúðarhúsi með innbyggðum bílskúr á einni hæð. Byggt er úr forsteyptum einingum með léttu timburþaki. Mhl-01, stærð:239.9m2.

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Ómar Pétursson

Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.

Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.



4. Grjóteyrartunga - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2507080

Umsækjandi: Erlendur Jónsson

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir frístundahúsi,mhl-03. Húsið er byggt úr timbri á einni hæð. Stærð: 149.6m2.

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Sæmundur Eiríksson

Ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag af svæðinu. Erindið þarf að grenndarkynna



Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.

Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.

Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:

- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.

- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.

- Leyfisgjöld hafa verið greidd.



5. Laugarás 134666 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2507079

Umsækjandi: Villingur ehf

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir geymsluhúsi á einni hæð. Stærð 200m2. Húsið er byggt úr timbri á steyptar undirstöður. Mhl-02.

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Jón Magnús Halldórsson

Ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag af svæðinu. Erindið þarf að grenndarkynna



Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.

Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.

Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:

- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.

- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.

- Leyfisgjöld hafa verið greidd.



6. Langavatnsland 134991 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2508011

Umsækjandi: Borgarbyggð

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir stækkun á núverandi gangnamannahúsi í Langavatnsdal. Stækkun:43.7m2. Húsið er byggt út timbri á steyptar undirstöður. Mhl-01.

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Nýhönnun ehf

Verið er að vinna að stofnun og skráningu á lóð undur núverandi hús í samráði við Óbyggðanefnd.

Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.

Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.



Fundi slitið - kl. 14:30