Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar

30. fundur

29. júlí 2025 kl. 20:00 - 22:30

Stóri-Ás


Nefndarmenn

Kolbeinn Magnússon - aðalmaður
Ingimundur Jónsson - aðalmaður
Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir - aðalmaður

Starfsmenn

Fundargerð ritaði: Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir - Ritari

Dagskrá

1. Fjallskil haustið 2025
2508004

Lögð á fjallskil 2025

Hækkun á dagsverki um 1.000 kr.

Fjárgjöld þau sömu og í fyrra

Hækkun á fæði um 500 kr/dag.



Verk færast á milli eftirtalinna bæja:

- Seinni leit færist frá Grímsstöðum yfir á Kjalvararstaði.

- Heiðarleit færist frá Giljum yfir á Deildartungu.

- Geitlandsleit færist frá Geirshlíð yfir á Kópareyki.

- Skilamaður í Nesmelsrétt færist frá Stóra-Ási yfir á Kópareyki.

- Bætum við manni í Húsafellsleit sem leggst á Hrísar.

- Fækka um einn mann í seinni leit.

- Marklýsing í Fljótstungurétt færist frá Hrísum á Deildartungu.

- Trúss og matráður verða Ingi Þór Magnússon í Heiðarleit,

Friðbjörn Rósinkar Ægisson og Eiríkur Jónsson Í Dragraleit og Þorsteinn Bjarki Pétursson og Eiríkur Jónsson í seinnileit.



Samþykkt samhljóða.



2. Kaup á talstöðvum
2508005

Rætt um kaup á talstöðvum.

Ákveðið að kaupa talsstöðvar fyrir leitarmenn til að auðvelda samskipi í leitum.



Samþykkt samhljóða.



3. Girðingarmál - Lambatungur
2508006

Rætt um girðingarmál.

Nú þegar Hvítsíðungar hafa fellt niður sína þriðju leit þá eru engir leitarmenn sem smala samsíða okkur niður af heiðinni í okkar annari leit, og því brýnt að endurnýja girðinguna í Lambatungum til að koma í veg fyrir að fé fari á milli afrétta.



Samþykkt samhljóða.



4. Réttardagar
2508007

Rætt um möguleika á að færa réttardaga.

Farið yfir kosti og galla þess að færa réttardaga, en fundarmenn sammála um að það yrði að ræða á fundi með fjáreigendum.



Samþykkt samhljóða.



5. Fljótstungurétt
2508008

Rætt um sundurdrátt í Fljótstungurétt.

Ákvörðun tekin um að réttað verður eingöngu á sunnudegi, og hætt verði alfarið að draga fé í dilka á laugardagskvöldi þegar safn kemur niður.



Samþykkt samhljóða.



Fundi slitið - kl. 22:30