Byggðarráð Borgarbyggðar

715. fundur

24. júlí 2025 kl. 08:15 - 09:00

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Davíð Sigurðsson - formaður
Guðveig Eyglóardóttir boðaði forföll og Sigrún Ólafsdóttir - sveitarstjórnarfulltrúi sat fundinn í hans stað
Thelma Dögg Harðardóttir - áheyrnarfulltrúi
Sigurður Guðmundsson - aðalmaður
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir - áheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

Stefán Broddi Guðjónsson - sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Broddi Guðjónsson - sveitarstjóri

Dagskrá

1. Snjómokstur í dreifbýli- Útboð 2025
2401233

Farið yfir stöðuna á útboði vegna snjómoksturs í dreifbýli. Logi Sigurðsson umhverfisfulltrúi situr fundinn undir þessum dagskrárlið.

Ljóst er að formgalli var á útboðinu og er sveitarfélaginu því ekki stætt á að ganga til samninga á grundvelli þeirra tilboða sem bárust og ljóst að nýtt útboð þarf að fara fram og fenginn verði nýr ráðgjafi til verksins. Beðist er velvirðingar á mistökunum og felur byggðarráð sveitarstjóra að hefja þegar í stað vinnu við nýtt útboð.



Samþykkt samhljóða.



Byggðarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í leyfi sveitarstjórnar sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.



2. Heimild til frestunar á greiðslu gatnagerðargjalda
2503021

Í samræmi við heimild í 7. gr. reglna Borgarbyggðar um gatnagerðargjöld er óskað eftir því við byggðarráð að veittur verði greiðslufrestur vegna lóðanna við Hrafnaflöt 1, 3 og 5 á Hvanneyri.

Gjaldskrá Borgarbyggðar um gatnagerðargjöld felur í sér að 50% gatnagerðargjalds sé greitt innan eins mánaðar frá lóðarveitingu og eftirstöðvar við veitingu byggingarleyfis (7. gr.).

Samkvæmt 7. gr. er byggðarráði heimilt að veita sérstakan greiðslufrest á gatnagerðargjaldi "þegar byggt er atvinnuhúsnæði eða húsnæði til endursölu, samkvæmt sérstökum greiðslusamningi sem kveður á um skilmála og greiðslukjör."

Með afgreiðslu 706. fundar byggðarráðs dags. 30. apríl 2025 var Grímar ehf. úthlutað lóðum við Hrafnaflöt á Hvanneyri. Byggðarráð samþykkir að veita greiðslufrest í samræmi við eftirfarandi skilmála og greiðslukjör.

Í samræmi við gjaldskrá gatnagerðargjalda skulu 50% greiðast innan mánaðar frá lóðarveitingu. Eftirstöðvar skulu greiðast í síðasta lagi við endursölu en þó eigi síðar en innan 24 mánaða frá úthlutun lóðar. Eftirstöðvar skulu bundnar byggingarvísitölu. Borgarbyggð er heimilt að skilyrða lokaúttekt þess húsnæðis sem reist verður við að fullnaðaruppgjör á gatnagerðargjöldum hafi farið fram.



Samþykkt samhljóða.



Fundi slitið - kl. 09:00