Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa

59. fundur

16. júlí 2025 kl. 13:00 - 13:15

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Drífa Gústafsdóttir - skipulagsfulltrúi
Ásgerður H Hafsteinsdóttir - verkefnisstjóri
Kara Lau Eyjólfsdóttir - starfsmaður

Starfsmenn

Elín Davíðsdóttir - verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Gústafsdóttir - Skipulagsfulltrúi

Dagskrá

1. Tómasarhagi 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2504266

Á 57. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 12. júní 2025 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi á 200m² vélageymslu að Tómasarhaga 2 (L220201). Grenndarkynnt var fyrir landeigendum Hofstaða og Tómasarhaga og óskað eftir umsögnum í gegnum skipulagsgátt. Kynningartíminn var frá 13. júní til og með 13. júlí 2025. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



2. Iðunnarstaðir L134341. - umsókn um framkvæmdarleyfi -
2505002

Á 55. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 15.05.2025 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugaða framkvæmd á skógrækt í landi Iðunnarstaða, Lundarreykjardal í Borgarbyggð.

Grenndarkynnt var í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í gegnum skipulagsgátt fyrir landeigendum aðliggjandi jarða og óskað var umsagna lögbundinna umsagnaraðila, Umhverfis- og Orkustofnunar, Lands og skógar, Náttúrufræðistofnunar og Minjastofnunar. Kynningartími var 21.05.2025-22.06.2025. Samþykki eins hagsmunaaðila var skilað inn og umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands. Framkvæmdaaðili hefur brugðist við umsögn Náttúrufræðistofnunar með svarbréfi sem birt verður í skipulagsgátt.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi vegna skógræktar í landi Iðunnarstaða með vísan í framlögð gögn. Leiðbeiningar og skilyrði varðandi framkvæmdina sem sótt er um og eru á valdi skipulagsfulltrúa munum koma fram í framkvæmdaleyfi.

Fylgiskjöl


Fundi slitið - kl. 13:15