Fundargerð
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa
59. fundur
16. júlí 2025 kl. 13:00 - 13:15
í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
Starfsmenn
Dagskrá
1. Tómasarhagi 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2. Iðunnarstaðir L134341. - umsókn um framkvæmdarleyfi -
Grenndarkynnt var í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í gegnum skipulagsgátt fyrir landeigendum aðliggjandi jarða og óskað var umsagna lögbundinna umsagnaraðila, Umhverfis- og Orkustofnunar, Lands og skógar, Náttúrufræðistofnunar og Minjastofnunar. Kynningartími var 21.05.2025-22.06.2025. Samþykki eins hagsmunaaðila var skilað inn og umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands. Framkvæmdaaðili hefur brugðist við umsögn Náttúrufræðistofnunar með svarbréfi sem birt verður í skipulagsgátt.