Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

247. fundur

16. júlí 2025 kl. 11:15 - 12:00

á skrifstofu byggingarfulltrúa


Nefndarmenn

Sæmundur Óskarsson - byggingarfulltrúi
Kara Lau Eyjólfsdóttir - verkefnisstjóri

Starfsmenn

Fundargerð ritaði: Sæmundur Óskarsson - Byggingarfulltrúi

Dagskrá

1. Sigmundarstaðir 134748 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
2506286

Umsækjandi: Hrjónur ehf.

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir uppsetningu á rannsóknarmastri á Sigmundarstöðum við Grjótháls. Uppsetning er í samræmi við gildandi deiliskipulag (Sigmundarstaðir - mælimastur á Grjóthálsi Nr. 677/2025).

Hámarkshæð rannsóknarmastursins er 98 metrar frá yfirborði lands, en það er í um 267 metra hæð yfir sjávarmáli. Rannsóknarmastrið er stálgrindarmastur, þríhyrnd grind með 48 cm breiðum hliðum.

Rannsóknarmastrið er fest niður með stálstögum sem ná allt að 55 metra útfrá mastrinu.

Gert er ráð fyrir að rannsóknarmastrið standi í 24 mánuði, á meðan rannsóknum stendur og verði fjarlægt að því loknu og að jarðrask sem framkvæmdinni fylgir verði lagfært.



Fylgigögn: Samþykkt deiliskipulag af svæðinu.

Aðaluppdrættir og greinargerð hönnuðar um frágang svæðis eftir að mælitíma er lokið.

Samningur um afhendingu gagna milli Isavia ANS og framkvæmdaraðila.

Bankatrygging frá framkvæmdaraðila sem á að tryggja frágang svæðis og niðurrif mastursins að loknum mælitíma.

Samþykki Samgögnustofu fyrir framkvæmdinni.

Hönnuður: Cowi

Uppsetning á rannsóknarmastri er tilkynningarskyld framkvæmd samkvæmt byggingarreglugerð 112/2012 nánar 2.3.6.gr.

Byggingarfulltrúi hefur móttekið umsókn um tilkynningarskylda framkvæmd sbr. gr. 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012.



Erindið er samþykkt.



2. Háreksstaðir L134769 - Umsókn um byggingarleyfi_frístundahús
2401298

Umsækjandi: Jóhanna Björg Hansen

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir að reisa forsmíðað hús úr tveimur 40m2 einingum og 15 m2 tengibyggingu sem inniheldur anddyri, tæknirými og aðalinngang. Samtals 95m2. Einingarnar koma fullsmíðaðar og eru settar á staðsteypta sökkla og festar saman.

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Kristinn Ragnarsson

Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.

Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.

Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:

- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.

- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.

- Leyfisgjöld hafa verið greidd.



3. Seleyri 133911 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2507003

Umsækjandi: Veitur ohf.

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir tveimur dæluhúsum sem eru staðsett á Seleyri. Aðkoma að húsum er frá Borgarfjarðarbraut. Verkið felur í sér virkjun á tveimur nýjum borholum (SE-20 og SE-21) á Seleyri við Borgarnes ásamt byggingu á nýrri dælustöð og borholuhúsi. Fyrirhugað er að fjarlægja núverandi hús sem er yfir borholu SE-5 og byggja nýtt dæluhús yfir veitubúnað og nýja borholu (SE-20) ásamt því að byggja nýtt borholuhús yfir nýja borholu (SE-21). Byggingarnar eru báðar á einni hæð með einhalla þaki. Dæluhúsið verður staðsteypt hús klætt og einangrað að utan.

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Fh.Cowi: Sigurður Lúðvík Stefánsson.

Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.

Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.

Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:

- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.

- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.

- Leyfisgjöld hafa verið greidd.



4. Birkiflöt 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2505260

Umsækjandi:Þóra Margrét Sveinsdóttir

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir sumarhúsi á einni hæð. Mhl-01. Stærð 78.5m2. Húsið er byggt úr timbri á steyptar undirstöður.

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Aldís Gísladóttir

Deiliskipulag af svæðinu er í vinnslu:

Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.

Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um samþykki deiliskipulags og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.

Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:

- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.

- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.

- Leyfisgjöld hafa verið greidd.



Fundi slitið - kl. 12:00