Fundargerð
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
246. fundur
10. júlí 2025 kl. 09:15 - 10:15
á skrifstofu byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
Starfsmenn
Dagskrá
1. Kaðalsstaðaland 134955 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir sumarhúsi, mhl-01. Stærð 64.2m2.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Óli Rúnar Eyjólfsson
Erindinu er frestað.
2. Fíflholt 135995 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu við núverandi hús. Um er að ræða aðstöðuhús, ásamt tengibyggingu sem tengist núverandi skemmu. Burðarvirki gólfs, veggja og þaks er timbur, undirstöður eru steyptar. Þak er mænisþak. Mhl-03. Stærð stækkunar:55.7m2
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður:Jökull Helgason
Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
3. Hvítárholt 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir einbýlishúsi á einni hæð. Burðarvirki veggja, þaks og gólfs er timbur. Undirstöður eru steinsteyptar. Þak er mænisþak. Mhl-02. stærð: 72.6m2.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður:Jökull Helgason
Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
4. Hraunkimi 39 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir frístundahúsi á einni hæð. Mhl-02.
Stærð:52,9m2. Sumarhúsið er byggt úr timbri á steyptar undirstöður.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Lárus Kristinn Ragnarsson
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.3.8. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
5. Þorvaldsstaðir mælibúnaður - Umsókn um byggingarleyfi
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir uppsetningu á mælibúnaði til veður og vindmælinga. Búnaðurinn verður í notkun í eitt ár og verður fjarlægður að þeim tíma loknum. Búnaðurinn er staðsettur í landi Þorvaldsstaða í Borgarbyggð.
Fylgigögn: Samþykki landeiganda Þorvaldsstaða
6. Hæll mælibúnaður - Umsókn um byggingarleyfi
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir uppsetningu á mælibúnaði til veður og vindmælinga. Búnaðurinn verður í notkun í eitt ár og verður fjarlægður að þeim tíma loknum. Búnaðurinn er staðsettur í landi Hæls 320 Reykholti.
Fylgigögn: Samþykki landeiganda