Byggðarráð Borgarbyggðar

713. fundur

3. júlí 2025 kl. 08:15 - 11:00

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Davíð Sigurðsson - formaður
Guðveig Eyglóardóttir - varaformaður
Thelma Dögg Harðardóttir - áheyrnarfulltrúi
Sigurður Guðmundsson - aðalmaður
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir boðaði forföll og Kristján Rafn Sigurðsson - áheyrnarfulltrúi sat fundinn í hans stað

Starfsmenn

Stefán Broddi Guðjónsson - sveitarstjóri
Lilja Björg Ágústsdóttir - Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Broddi Guðjónsson - sveitarstjóri

Dagskrá

1. Félagslegt leiguhúsnæði
1810002

Á 161. fundi Velferðarnefndar 10. júní 2025 var farið yfir stöðu félagslegs húsnæðis í Borgarbyggð. Samtals eru 20 íbúðir í eigu sveitarfélagsins en jafnframt framleigir sveitarfélagið þrjár íbúðir. Flestar íbúðirnar eru 2-3 herbergja að stærð en þrjár íbúðir eru fjögurra herbergja. 18 íbúðir eru í Borgarnesi og er ástand á íbúðum misjafn. 8 íbúðir eru ætlaðir fyrir öryrkja eða 60 ára og eldri. Í bókun Velferðarnefndar kemur fram að nefndin telur mikilvægt að leitað verði hagkvæmra leiða þegar kemur að félagslegu leiguhúsnæði. Ljóst er að fara þarf í töluverðar endurbætur á hluta íbúðanna með tilheyrandi kostnaði. Því leggur velferðarnefnd til að frekari framleiga á húsnæði verði skoðuð til lengri tíma litið og hluti íbúða í mikilli viðhaldsþörf verði seldar þegar þær losna eða leigutaka bíðst annað húsnæði.

Byggðarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í bókun velferðarnefndar og felur sveitarstjóra að leggja fram tillögur um fyrirkomulag á rekstri og eignarhaldi félagslegs húsnæðis í sveitarfélaginu til framtíðar.



Samþykkt samhljóða.



2. Íþróttastefna Borgarbyggðar
2502286

Afgreiðsla frá fundi fræðslunefndar nr. 224:"Guðmunda Ólafsdóttir mætti til fundarins og fer í yfir drög að íþróttastefna Borgarbyggðar. Stefnan hefur nú legið frammi til umsagnar og einnig er hún byggð á ítarlegu og miklu samtali við helstu hagaðila og íbúa í sveitarfélaginu. Fræðslunefnd vill þakka Guðmundu kærlega fyrir hennar vinnu og framsetningu á stefnunni. Fræðslunefnd vísar stefnunni til byggðarráðs til umræðu."

Byggðarráð sem hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í leyfi sveitarstjórnar sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 samþykkir nýja íþróttastefnu Borgarbyggðar.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að hefja samtal við íþróttahreyfinguna um samningsgerð á grundvelli stefnunnar. Á fundinum var upplýst að samtal við UMSB er nú þegar hafið.



Sonja Lind Eyglóardóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Fylgiskjöl


3. Erindi frá körfuknattleiksdeild Skallagríms um samstarf og stuðning
2506257

Framlagt erindi frá Körfuknattleiksdeild Skallagríms þar sem óskað er eftir stuðningi við deildina. LBÁ vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Erindi Körfuknattleiksdeildar felur í sér að óskað er eftir samtali um nokkuð viðamikinn stuðning t.d. á sviði húsnæðis- og starfsmannamála.

Ljóst er að svigrúm sveitarfélagsins til að veita íþróttafélögum stuðning í húsnæðismálum leikmanna og þjálfara hefur breyst til hins verra þar sem húsnæðið við Þorsteinsgötu 5 verður brátt búið undir niðurrif. Byggðarráð felur sveitarstjóra að eiga samtal við deildina um þessar breyttu aðstæður.

Ný íþróttastefna hefur verið samþykkt fyrir Borgarbyggð og framundan er samtal við UMSB og íþróttahreyfinguna um að markmiðum hennar verði náð. Byggðarráð leggur áherslu á að samtal við einstaka deildir sé einnig á grundvelli stefnunnar og markmiða hennar.



Samþykkt samhljóða.



4. Snjómokstur í dreifbýli- Útboð 2025
2401233

Farið yfir niðurstöðu útboðs á vetrarþjónustu fyrir Borgarbyggð sem auglýst var 28. maí en frestur rann út 27. júní s.l. Um er að ræða snjómokstur á sveitavegum og heimreiðum sem eru í umsjón sveitarfélagsins ásamt bílastæðum og plönum við stofnanir sveitarfélagsins og snjómokstur á helmingamokstursvegum.

Opnunarskýrsla framlögð. Byggðarráð samþykkir samhljóða að gengið verði að tilboðum lægstbjóðenda að öllum skilyrðum uppfylltum.



Byggðarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í leyfi sveitarstjórnar sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.







Fylgiskjöl


5. Björgunarsveitin Ok - húsnæðismál
2504059

Framlögð fyrirspurn frá Björgunarsveitinni Ok um hvort sveitarfélagið geti komið með einum eða öðrum hætti til móts við björgunarsveitina en hún skoðar nú kaup á húsnæði á Hvanneyri.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að skoða hvort og með hvaða hætti sveitarfélagið getur komið við björgunarsveitina og leggja fram tillögu til byggðarráðs. Þar verði horft til þess með hvaða hætti stutt hefur verið við sambærileg verkefni af hálfu sveitarfélagsins, þar má t.d. horfa til fjárhæðar sem samsvarar hluta gatnagerðargjalda af slíku húsnæði.



Samþykkt samhljóða.



6. Húsnæði fyrir slökkvilið á Hvanneyri
2502140

Framlagður samningur milli Borgarbyggðar og BV22 ehf. um leigu á atvinnuhúsnæði fyrir slökkvistöð að Melabraut 4a-4b, Hvanneyri sbr. afgreiðslu 264. fundar sveitarstjórnar dags. 8. maí 2025.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan samning og felur sveitarstjóra að undirrita.



Byggðarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í leyfi sveitarstjórnar sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.



7. Fornbílafjelag Borgarfjarðar - samskipti vegna húsnæðismála
2205035

Framlögð drög að samkomulagi milli Borgarbyggðar og Fornbílafjelags Borgarfjarðar um uppgjör á kröfum tengdum leigusamningum milli aðila dags. 11. maí 2011, 28. apríl 2015 og 4. maí 2018 sbr. afgreiðslu 711. fundar byggðarráðs dags. 19. júní 2025.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagt samkomulag við Fornbílafjelag Borgarfjarðar sem felur í sér fullnaðaruppgjör á ágreiningi aðila og heimilar sveitarstjóra að undirrita.

Fjárhagslegum áhrifum verði vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2025.

Byggðarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í leyfi sveitarstjórnar sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Fylgiskjöl


8. Samningur um netöryggi
2506285

Framlögð drög að samningi við Syndis ehf. um kaup á netöryggislausn á grundvelli rammasamnings félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Byggðarráð heimilar sveitarstjóra að ganga til samninga um kaup á netöryggislausn frá Syndis á grundvelli rammasamnings félagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða.

Byggðarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í leyfi sveitarstjórnar sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.



9. Aðalfundur Þróunarfélags Grundartanga 2025
2506169

Framlagður ársreikningur og fundargögn aðalfundar Þróunarfélags Grundartanga sem fram fór 30. júní 2025.

Framlagt.

Fylgiskjöl


10. Þróun stöðugilda og launakostnaðar
2507002

Farið yfir þróun stöðugilda og launakostnaðar á milli ára.

Lagt fram. Farið var yfir þróun síðast liðið ár. Sveitarstjóra falið að gera tillögu að reglulegri skýrslugjöf til byggðarráðs um þróun starfsmannafjölda.

Opinberar tölur og þróun í launakostnaði hjá sveitarfélaginu endurspegla að hækkun launa opinberra starfsmanna, og sérstaklega starfsmanna sveitarfélaga, hefur verið mun meiri en á almennum markaði. Tölur um fjölda starfa hjá sveitarfélaginu gefa til kynna fjölgun í takt við þróun íbúafjölda. Hins vegar er ljóst að kjarasamningar og launaskrið kalla á aðhald.



Samþykkt samhljóða.



11. Öryggissvæði og deiliskipulag við Kárastaðaflugvöll
2506197

Farið yfir stöðu máls í framhaldi af erindi Flugklúbbsins Kára og afgreiðsla 712. fundar byggðarráðs. Til fundarins kemur Drífa Gústafsdóttir skipulagsfulltrúi og Guðný Elíasdóttir sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Skipulagsfulltrúi og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs upplýstu um stöðu mála er snúa að þróun svæðisins. Byggðarráð leggur til að í fjárhagsáætlun í haust verði gert ráð fyrir vinnu við deiliskipulag við flugvöllinn og hvernig uppbygging þess styður uppbyggingu atvinnusvæðisins við Vallarás og öfugt.

Byggðarráð styður það sjónarmið að mikilvægt sé að deiliskipulag og uppbygging á grundvelli þess taki mið af því að framtíðarlega Snæfellsnesvegar verður nærri flugvallarsvæðinu.



Samþykkt samhljóða.



12. Barnafoss fiskvegur - Matsáætlun - ósk um umsögn
2506037

Framlögð matsáætlun, umsagnarbeiðni og drög að umsögn sveitarfélagsins.

Byggðarráð Borgarbyggðar telur að vel sé gert grein fyrir því hvernig staðið verði að mati á þeim þáttum umhverfismatsins sem við kemur sveitarfélaginu og gerir ekki athugasemd við matsáætlunina.



Samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl


Fundi slitið - kl. 11:00