Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa
58. fundur
3. júlí 2025 kl. 14:30 - 15:30
í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
Drífa Gústafsdóttir -
Pétur Már Sigurðsson -
Guðný Elíasdóttir -
Starfsmenn
Elín Davíðsdóttir - verkefnisstjóri
Ásgerður H Hafsteinsdóttir - verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Gústafsdóttir - Skipulagsfulltrúi
Dagskrá
1. Kveldúlfsgata 30 - ums?kn um framkv?mdarleyfi -
2507004
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Eflu fyrir hönd Veitna vegna endurnýjunar og nýlögn lagna fyrir fráveitu, vatn, hitaveitu, rafmagn og fjarskipti við Kveldúlfsgötu 30 og við Þórðargötu 4A og 2A. Einnig verða settir upp brunnar, brunahanar, lokar og spindlar.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi vegna veitulagna með vísan til framlagðra gagna. Leiðbeiningar og skilyrði varðandi þær framkvæmdir sem sótt er um og eru á valdi skipulagsfulltrúa munu koma fram í framkvæmdaleyfi.
Samþykkt.
2. Heyholt 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2506050
Sótt er um leyfi fyrir stækkun á núverandi sumarhúsi.Stækkun 56.9m2. Mhl-01, Stækkunin er einingahús á steyptar undirstöður.
Stækkunin er 60,2 m2 og rúmmálið 200,8.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir eigendum að Heyholti 3, 5, 6 og landeigendum Heyholts (L191813) í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt.
3. Hreðavatn 21 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2501077
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi nr. 262 þann 13. mars 2025 að heimila skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingarleyfi vegna byggingingaráforma að Hreðavatni 21-24. Grenndarkynnt var í gegnum Skipulagsgátt fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og óskað eftir umsögnum. Kynningartími var frá 15.05.2025-15.06.2025. Engar athugasemdir varðandi fyrirhugaða uppbyggingu bárust á kynningartíma.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Samþykkt.
Fundi slitið - kl. 15:30