Fræðslunefnd Borgarbyggðar

244. fundur

26. júní 2025 kl. 14:00 - 16:00

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Eðvar Ólafur Traustason - formaður
Ragnhildur Eva Jónsdóttir - aðalmaður
Guðveig Eyglóardóttir boðaði forföll og Eva Margrét Jónudóttir - varamaður sat fundinn í hans stað
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir - aðalmaður
Bjarni Þór Traustason - aðalmaður

Starfsmenn

Hlöðver Ingi Gunnarsson - sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Hlöðver Ingi Gunnarsson - sviðsstjóri

Dagskrá

1. Mönnun í leik-, grunn- og listaskóla fyrir skólaárið 2025-2026
2506226

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir mönnunaráætlun fyrir leik- grunn- og listaskóla fyrir skólaárið 2025-2026.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir mönnunaráætlunn fyrir leik-, grunn og listaskóla fyrir árið 2026. Stöðugildi byggja á þeim líkönnum sem skólarnir eru að vinna með. Á heildina litið er útlit fyrir fækkun stöðugilda á milli ára en það getur verið mismunandi á milli stofnanna. Unnið er að gerð launaáætlunar fyrir sveitarfélagið og er þessi vinna liður í því.



2. Staðan á leikskólum í Borgarnesi 2025 vor
2504088

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir minnisblað um stöðuna varðandi framkvæmdir á Klettaborg og Uglukletti.

Lagt er fram minnisblað. Gert er ráð fyrir að deildum fækki í Uglukletti um eina haustið 2025 og verða því fjórar deildir næsta vetur. Er það liður í undirbúningi vegna framkvæmda sem hefjast við leikskólann á næsta skólaár. Unnið er að því að fjölga deildum á Klettaborg á næsta skólaári upp í fjórar og gengur sú vinna vel. Umsóknir um leikskólapláss fyrir næsta skólaár liggja að miklu leyti fyrir og er gert ráð fyrir að lítið mál verði að taka öll þau börn inn á réttum tíma. Gott samtal verður á milli leikskólanna ef það bætast við margar umsóknir í haust.



3. Íþróttastefna Borgarbyggðar
2502286

Lögð eru fram drög Lýðheilsustefnu Borgarbyggðar Guðmunda Ólafsdóttir sem unnið hefur að stefnunni fyrir hönd Borgarbyggðar kemur til fundarsins og fer yfir vinnuna.

Guðmunda Ólafsdóttir mætti til fundarins og fer í yfir drög að íþróttastefna Borgarbyggðar. Stefnan hefur nú legið frammi til umsagnar og einnig er hún byggð á ítarlegu og miklu samtali við helstu hagaðila og íbúa í sveitarfélaginu.



Fræðslunefnd vill þakka Guðmundu kæralega fyrir hennar vinnu og framsetningu á stefnunni.



Fræðslunefnd vísar stefnunni til byggðarráðs til umræðu.



4. STEAM Borgarbyggð
2506233

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir stofnun STEAM Borgarbyggð. Í rúmlega ár hefur verið í gangi undirbúningsvinna um að gera og koma á lagirnar STEAM Borgarbyggð sem sækir fyrirmynd að STEAM Húsavík. Í skólastefnu Borgarbyggðar er lögð áhersla á STEAM greinar í kennslu og er þetta því liður í að framfylgja skólastefnunni.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir stöðuna á stofnun STEAM Borgarbyggð. Undirbúningsvinna er kominn vel á veg.

Aðgerðaráætlun fer í gang næsta vetur og Signý Óskarsdóttir ætlar að leiða þá vinnu.

Sem lið í skólastefnu Borgarbyggð mun sveitarfélagið styðja við stofnun STEAM Borgarbyggð.



Fræðslunefnd fangar því að vinna er kominn vel á veg og ánægjulegt að STEAM Borgarbyggð sé að verða að veruleika.



5. Framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna
2505020

Lagt fram til kynningar.

Lagt fram til kynnngar að Borgarbyggð hefur fengið styrk frá Innviðaráðuneytinu fyrir verkefnið Brúin um Borgarfjörð til að styðja við áframhaldandi þróun almenningssamgangna, fjölga sætum og tryggja stöðuleika í akstrinum, þannig að t.d. nemendur við Menntaskólann Borgarfjarðar haldi áfram að nýta sér hann og fleiri geti þannig séð tækifæri í að nýta sér þjónustuna.



Fundi slitið - kl. 16:00