Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

78. fundur

3. júní 2025 kl. 08:30 - 11:00

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Sigrún Ólafsdóttir - formaður
Þórður Brynjarsson - varaformaður
Þorsteinn Eyþórsson - aðalmaður
Kristján Ágúst Magnússon - aðalmaður
Thelma Dögg Harðardóttir - aðalmaður
Kristján Rafn Sigurðsson boðaði forföll og Melkorka Gunnarsdóttir - áheyrnarfulltrúi sat fundinn í hans stað

Starfsmenn

Logi Sigurðsson - umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Guðný Elíasdóttir - Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Logi Sigurðsson - Umhverfisfulltrúi

Dagskrá

1. Gjaldskrá úrgangsþjónustu 2025
2504101

Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, fjármálastjóri og umhverfisfulltrúi leggja fram minnisblað varðandi gjaldskrá Íslenska Gámafélagsins fyrir úrgangsþjónustu á gámastöðinni í Borgarnesi.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitastjórn að tillaga að gjaldskrá frá Íslenska Gámafélaginu á móttökustöðinni í Borgarnesi verði innleidd. Samhliða því verði komið á klippikortum fyrir fasteignaeigendur í sveitafélaginu með tiltekinni inneign og verður kostnaður við rekstur móttökustöðvarinnar áfram innheimtur með fasteignagjöldum. Stefnt er að því að innleiða rafrænt klippikort sem mun taka gildi 1.september á þessu ári.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd vill árétta að þessar breytingar eru óhjákvæmilegar til að koma í veg fyrir að kostnaður vegna úrgangs annarra en fasteignaeigenda sveitarfélagsins falli á greiðendur fasteignagjalda í Borgarbyggð.

Málinu vísað til kynningar í byggðaráði og í kjölfarið til afgreiðslu í sveitarstjórn.



Samþykkt samhljóða.


Lilja Björk Ágústsdóttir sviðstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri mættu undir þessum lið.

2. Söfnun rúlluplasts 2025
2505233

Fyrirkomulag á söfnun rúlluplasts í Borgarbyggð.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsmanni að afla frekari gagna fyrir næsta fund og er málinu frestað.



Samþykkt samhljóða.



3. Umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða
2409080

Yfirferð á umsóknum sem sendar voru til Framkvæmdasjóð ferðamannastaða árið 2024 ásamt hugmyndum að umsóknum fyrir árið 2025.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur umhverfisfulltrúa að yfirfara umsóknir og synjanir, ásamt því að gera drög að nýjum umsóknum fyrir næsta umsóknarferli en umsóknarfresti lýkur í október.



Samþykkt samhljóða.



4. Slýdalstjörn til leigu
1902120

Samningur um leigu á Sýldalstjörn.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur umhverfisfulltrúa að auglýsa tjörnina til leigu á heimasíðu sveitarfélagsins.



Samþykkt samhljóða.



5. Úrgangsmál - undirbúningur fjárhagsáætlunar 2026
2505263

Stefán Gíslason frá Environice kom til fundar að ræða við nefndina um úrgangsmál.

Nefndin þakkar Stefáni Gíslasyni fyrir gott innlegg inn í vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2026.


Stefán Gíslason frá Environice sat undir þessum dagskrálið.

6. Gjaldskrár og samþykktir 2025 - Umhverfis- og landbúnaðarnefnd
2505030

Gjaldskrár og samþykktir sem falla undir verksvið umhverfis- og landbúnaðarnefnd.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur umhverfisfulltrúa að yfirfari allar gjaldskrár og samþykktir sem falla undir umhverfis- og landbúnaðarnefnd, ásamt því að leggja fram tillögur að breytingum fyrir næsta fund nefndarinnar.



Fundi slitið - kl. 11:00