Dagskrá
1. Brákarbraut 25, gamla sláturhúsið - áætlun um niðurrif
2409047
Umræða um stöðu niðurrifs gamla sláturhússins í Brákarey.
Fyrsti áfangi niðurrifs á húsnæði í eigu sveitarfélagsins í Brákarey er hafinn en ráðgert er að honum verði lokið fyrir lok sumars. Byggðarráð felur sveitarstjóra að hefja undirbúning að öðrum áfanga niðurrifs og leggja áætlun fyrir í næsta mánuði.
Samþykkt með tveimur atkvæðum (GLE og DS). Einn fulltrúi sat hjá (SG).
2. Göngustígar - Verðfyrirspurn
2503353
Farið yfir tillögur að stígum við Borgarnes og í átt að Hamri. Verðfyrirspurnargögn lögð fram.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ljúka hönnun á stíg milli þéttbýlisins í Borgarnesi og Hamars, leita tilboða í verkið í framhaldinu og kynna fyrir byggðarráði. Mikilvægt er að vinnan verði í góðu samstarfi við Vegagerðina.
Samþykkt samhljóða.
3. Samfélagsbrúin
2505252
Í byrjun þessa árs hófst tilraunaverkefni Samfélagsbrúin, en um er að ræða akstursþjónustu frá Bifröst - Borgarnes, gegn vægri gjaldtöku. Markmiðið með verkefninu er að tryggja flóttafólki aðgengi að nauðsynlegri þjónustu, menntun, atvinnumöguleikum og félagslífi. Þjónustan hefur verið til reynslu frá 15. janúar og líkur 15. júní 2025 m.v. núerandi forsendur. Komin er smá reynsla á verkefnið en taka þarf ákvörðun um framhaldið. Minnisblað lagt fram. Til fundarins komu Erla Björg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri og Heiðrún Halldórsdóttir verkefnastjóri í málefnum flóttamanna.
Þátttaka í verkefninu hefur því miður verið undir væntingum. Nýting meðal íbúa á Bifröst á akstursþjónustunni hefur ekki staðist þær væntingar sem stóðu til verkefnisins og niðurgreiðsla sveitarfélagsins því talsvert meiri en áætlað var. Lagt er til að akstur verði lagður niður yfir sumartímann. Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja í sumar fram tillögu að nýju fyrirkomulagi á akstri í haust. Lögð verður áhersla á að útfærslan haldist innan þess fjárhagsramma sem er fyrir hendi.
Samþykkt samhljóða.
HH vék af fundi að afloknum þessum dagskrárlið.
4. Félagslegt leiguhúsnæði
1810002
Á fundi velferðarnefndar þann 27.05.25 var farið yfir þær breytingar sem gerðar voru á húsaleigu félagslegra íbuða í Borgarbyggð árið 2022. Í reglum um úthlutun félagslegra íbúða kemur fram að húsaleiga sé bundin vísitölu neysluverðs og breytist því í samráði við hana. Sveitastjórn getur einnig tekið ákvörðun um breytingu á leigufjárhæð og taka þá breytingar gildi á þeim tíma sem mælt er fyrir um í ákvörðun sveitastjórnar. Þar sem húsaleiga hefur ekki hækkað síðan í maí 2023 nemur hækkunin um 7,8% skv. vísitölu neysluverðs (miða við 1. okt 2024). Lagt er til að þessi hækkun taki gildi 01.07.25. Einnig er lagt til að sveitastjórn taki árlega ákvörðun um hækkun á húsaleigu, eða í október ár hvert. Bókun velferðarnefndar var eftirfarandi: Velferðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti hækkun á húsaleigu er nemur vísitölu neysluverðs. Einnig samþykkir nefndin að árleg hækkun sé 1. október ár hvert. Erindi vísað til byggðarráðs til staðfestingar.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti afgreiðslu velferðarnefndar og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
EBK fór af fundi að afloknum þessum dagskrárlið.
5. Upplýsingamiðlun og markaðssetning til ferðamanna
2505229
Umræða um miðlun upplýsinga um ferðaþjónustu innan Borgarbyggðar með áherslu á upplýsingaskilti við þjóðveginn.
Sveitarfélaginu hafa borist erindi frá ferðaþjónustuaðilum þar sem óskað er eftir liðsinni við hönnun og uppsetningu upplýsingaskiltum. Byggðarráð tekur vel i erindið og felur sveitarstjóra að kanna jarðveg fyrir samstarfi sveitarfélagsins, ferðaþjónustuaðila, Vegagerðarinnar, Markaðsstofu Vesturlands og eftir atvikum fleiri aðila um að bæta miðlun upplýsinga við þjóðveginn.
Byggðarráð óskar eftir minnisblaði um niðurstöðu þeirra samtala í næsta mánuði.
Samþykkt samhljóða.
6. Aðalfundur Faxaflóahafna, mið. 4. júní kl. 15
2505108
Framlögð fundargögn og frekari tillögur fyrir aðalfund Faxaflóahafna.
Framlagt og í samræmi við afgreiðslu 708. fundar byggðarráðs mun sveitarstjóri mæta á fund Faxaflóahafna fyrir hönd sveitarfélagsins.
7. Aðalfundur MHR 2025
2505154
Framlagt fundarboð og fundargögn aðalfundar Miðstöðvar héraðsskjalasafna.
Framlagt og mætti Jóhanna Skúladóttir héraðsskjalavörður á aðalfundinn fyrir hönd Borgarbyggðar.
8. Rennsli í Vatnsveitu Varmalands
2505041
Farið yfir þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í til að mæta bráðavanda vegna kaldavatnsrennslis í Vatnsveitu Varmalands.
Byggðarráð samþykkir að ramma fyrir viðhaldskostnað vegna Vatnsveitu Varmalands að fjárhæð 1,5 m.kr. verði vísað til viðauka við fjárhagsáætlun 2025.
Samþykkt samhljóða.
9. Vesturhluti Tvídægru og Hellistungur - stofnun fasteignar (þjóðlendu)
2505248
Framlögð umsókn um stofnun fasteignar (þjóðlendu).
Framlagt og vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
Samþykkt samhljóða.
10. Samningsgerð um rekstur tjaldsvæðis í Borgarnesi
2505074
Framlögð drög að samningi við ÁS rekstur og þjónusta ehf. um rekstur tjaldsvæðisins í Borgarnesi 2025-2026.
Sveitarstjóra falið að vinna drögin áfram í samræmi við umræðu á fundi.
Samþykkt samhljóða.