Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa

56. fundur

27. maí 2025 kl. 09:45 - 10:00

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Drífa Gústafsdóttir - skipulagsfulltrúi
Ásgerður H Hafsteinsdóttir - verkefnisstjóri

Starfsmenn

Fundargerð ritaði: Ásgerður Hafsteinsdóttir - Verkefnastjóri

Dagskrá

1. Borgarvík 17 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2503071

Á 53. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 10. apríl 2025 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi á bílskúr að Borgarvík 17 L135537. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og óskað eftir umsögnum í gegnum skipulagsgátt. Kynningartíminn var frá 15. apríl til og með 15. maí 2025. Enginn hagsmunaaðili gerði athugasemd við framkvæmdina.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Fundi slitið - kl. 10:00