Velferðarnefnd Borgarbyggðar

160. fundur

27. maí 2025 kl. 09:00 - 10:15

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Guðveig Eyglóardóttir - formaður
Kristín Erla Guðmundsdóttir - aðalmaður
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir - aðalmaður
Kristján Ágúst Magnússon - aðalmaður
Sigrún Ólafsdóttir - varamaður

Starfsmenn

Erla Björg Kristjánsdóttir - félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Erla Björg Kristjánsdóttir - félagsmálastjóri

Dagskrá

1. Trúnaðarbók 2025
2501057

Lagðar fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi og afgreiddar umsóknir um fjárhagsstyrk.

Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustu starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.



2. Félagslegt leiguhúsnæði
1810002

Hækkun húsaleigu á félaglegum íbúðum voru gerðar í febrúar árið 2022. Staðfest var í sveitastjórn að hækkun yrði eftirfarandi: 1. herbergja íbúð: kr. 1.800 per fermeter. 2ja herbergja íbúð: kr. 1.700 per fermeter. 3ja herbergja íbúð: kr. 1.600 per fermeter. 4ra herbergja íbúð: kr. 1.500 per fermeter. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að leiguverð á fasteignum utan Borgarness verði 80% af fermetraverði í Borgarnesi. Hækkun hefur ekki átt sér síðan þá. Í reglum um úthlutun félagslegra íbúða kemur fram að húsaleiga sé bundin vísitölu neysluverðs og breytist því í samráði við hana. Sveitastjórn Getur einnig tekið ákvörðun um breytingu á leigufjárhæð og taka þá breytingar gildi á þeim tíma sem mælt er fyrir um í ákvörðun sveitastjórnar. Þar sem húsaleiga hefur ekki hækkað síðan í maí 2023 nemur hækkunin um 7,8% skv. vísitölu neysluverðs (miða við 1. okt 2024). Lagt er til að þessi hækkun taki gildi 01.07.25. Einnig er lagt til að sveitastjórn taki árlega ákvörðun um hækkun á húsaleigu, eða í október ár hvert.

Velferðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti hækkun á húsaleigu er nemur vísitölu neysluverðs. Einnig samþykkir nefndin að árleg hækkun sé 1. október ár hvert. Erindi vísað til byggðarráðs til staðfestingar.



3. Reglur um fjárhagsaðstoð
1401005

Breytingar hafa verið gerðar á reglum um fjárhagsaðstoð, sem fela m.a. í sér að heimilt er að gera kröfu um að umsækjandi sanni á sér deili í eigin persónu og framvísi gildu persónuskilríki í hverri viku. Sé því ekki sinnt missir viðkomandi hlutfallslegan rétt til fjárhagsaðstoðar. Við fyrstu fjarvist er heimilt að skerða fjárhagsaðstoð um helming, í annað skipti skerðist fjárhagsaðstoð um 75% og ef ekki er mætt í þrjú skipti þann mánuð fellur greiðsla fjárhagsaðstoðar niður. Undantekning frá skerðingu er að viðkomandi hafi gilda ástæðu s.s. með framvísun læknisvottorðs eða sambærilegum gögnum. Öllum umsækjendum um fjárhagsaðstoð var sent bréf þar sem þessi tiltekna breyting var kynnt þeim og hvernig fyrirkomulag yrði hátta. Í hverru viku eiga nú umsækjendur að mætta, annað hvort á Bifröst eða í Ráðhús Borgarbyggðar til að uppfylla þetta skilyrði. Meðfylgjandi er tölfræðileg samantekt sem sýnir hvaða áhrif þessi breyting hefur haft.

Lagt er til að haldið verði vel utan um þær tölfræðilegu upplýsingar sem búið er að kynna fyrir nefndinni og þær kynntar með reglubundnum hætti. Með því móti næst að fylgjast ágætlega með þróun og hvaða áhrif ofangreindar breytingar hafa haft.


Guðbjörg Guðmundsdóttir verkefnastjóri í félagsþjónustu sat undir þessum lið.

4. Gott að eldast
2311278

Næstu skref í verkefninu Gott að eldast er að stofna Móttöku- og matsteymi Borgarbyggðar, oftast nefnt MOMA teymi. Hlutverk þess teymis er að auka samþættingu á milli stofnana og tyggja að rétt þjónusta sé veitt af réttum aðila á réttum tíma. Unnið er að sameiginlegu umsóknareyðublaði, þar sem hægt er að óska eftir heimaþjonustu auk þess sem unnið er að sameiginlegu erindisbréfi, sjá meðfylgjandi drög.

Velferðarnefnd telur mikilvægt að sameiginlegt móttöku- og matsteymi verði sett á laggirnar. Það er stefnt að því að teymið taki til starfa með haustinu.



5. Breytingar á barnaverndarlögum og uppbyggingu barnaverndarþjónustu sveitafélaga
2201148

Samhliða umdirbúningi að stofnun barnaverndarþjónustu Vesturlands hefur verið komið á fót sameiginlegri bakvakt fyrir Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit, Snæfellsbæ, Grundafjörð, Stykkishólm og svo Eyja- og Miklaholtshrepp. Frá og með 1. maí sl. er aðeins eitt bakvaktar símanúmer fyrir öll þessi sveitarfélög. Með nýju fyrirkomulagi hefur verið stofnað svokallað bakvaktarteymi, þar sem einn stjórnandi er ávallt á vakt fyrir utan þann starfsmann sem sinnir bakvaktinni auk þess sem einn starfsmaður er á útkallsvakt. Vaktir skiptast svo á milli sveitarfélaga eftir ákveðnu kerfi. Með þessu fyrirkomulegi næst ákveðin hagræðing og betri stuðningur við starfsfólkið sem sinnir bakvöktum auk jafnara álags á allt starfsfólk.

Velferðarnefnd lýstir ánægju sinni með nýtt fyrirkomulag á bakvaktarþjónustu barnaverndar.



Fundi slitið - kl. 10:15