Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

243. fundur

27. maí 2025 kl. 10:00 - 11:15

á skrifstofu byggingarfulltrúa


Nefndarmenn

Sæmundur Óskarsson - byggingarfulltrúi
Kara Lau Eyjólfsdóttir - verkefnisstjóri

Starfsmenn

Fundargerð ritaði: Sæmundur Óskarsson - Byggingarfulltrúi

Dagskrá

1. Ugluflöt 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2505102

Umsækjandi:HIG húsasmíði ehf.

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir parhúsi á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Stærð 138.5m2. Húsið er byggt úr timbri á steyptar undirstöður. L-238201. Mhl-01.

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Nýhönnun ehf.

Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.

Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.



2. Ugluflöt 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2505101

Umsækjandi:HIG húsasmíði ehf.

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir parhúsi á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Stærð 138.5m2. Húsið er byggt úr timbri á steyptar undirstöður.L-238202. Mhl-01.

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Nýhönnun ehf.

Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.

Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.



3. Brennubyggð 48 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
2505096

Umsækjandi:Ásta Gunnlaug Briem

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir stækkun á núverandi gestahúsi. Stækkun alls 5.4m2. Mhl-02.

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: VA. Arkitektar

Senda þarf uppfærða skráningartöflu og uppfæra aðaluppdrætti.

Erindið er samþykkt. Byggingarfulltrúi hefur móttekið umsókn um tilkynningarskylda framkvæmd sbr. gr. 2.3.5. í byggingarreglugerð 112/2012.



4. Jötnagarðsás 36 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2505091

Umsækjandi:Baldur Árnason

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir 35,5 m² gestahúsi byggt úr timbri á steypta botnplötu. Mhl-02.

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður:Birkir Árnason

Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.

Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.

Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:

- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.

- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.

- Leyfisgjöld hafa verið greidd.



5. Grafarkot 134863 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2505090

Umsækjandi:Magnús Ingi Kristmannsson

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir 25,2 m2 geymslu. Byggt úr timbri á einni hæð með steyptum undirstöðum og botnplötu, Mhl-02. L-134863.

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður:Sigurður Rúnar Sigurðsson

Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.

Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.



6. Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Oddsstaðaland 174356
2505015

Sótt er um leyfi fyrir niðurrifi/afskráningu á veitumannvirki.

Um er ræða 9m2 timburhús. Húsið verður fjarlægt í heilu lagi, híft af sökkli á flutningsvagn. Sökklar verða fjarlægðir, lóð jöfnuð og sléttuð í samræmi við ákvæði lóðarleigusamnings.

Sækja þarf um flutningsheimild til lögregluembættis á viðkomandi svæði.

Erindið er samþykkt.



7. Húsafellsland flugskýli - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2505228

Umsækjandi:Ferðaþjónustan Húsafelli ehf.

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir fjórum flugskýlum. Stærð hvers flugskýlis er 300m2. Mhl-01-04. (L-239109).

Húsin verða byggð á steinsteyptum undirstöðum. Gólfplata verður steinsteypt. Burðarvirki veggja og þaks verður stálgrind. Veggir verða klæddir með 80mm PIR-W-ST yleiningum og þak verður klætt með 100mm PIR-R yleiningum.

Fylgigögn: Aðaluppdrættir og staðfesting brunahönnuðar

Hönnuður: Nýhönnun ehf

Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.

Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.



8. Pálstangi L228866 - Umsókn um byggingarleyfi_breyting
2401272

Umsækjandi: Birkir Þór Guðmundsson

Erindi: Sótt er um leyfi til að breyta landbúnaðarbyggingu í íbúðir. Mhl-01. (L-228866).

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Vigfús Halldórsson

Erindið var tekið fyrir á 223. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa og vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Erindið samræmist gildandi aðalskipulagi Borgarbyggðar.

Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.

Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.



Fundi slitið - kl. 11:15