Fræðslunefnd Borgarbyggðar
243. fundur
21. maí 2025 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
Eðvar Ólafur Traustason - formaður
Ragnhildur Eva Jónsdóttir - aðalmaður
Guðveig Eyglóardóttir - aðalmaður
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir - aðalmaður
Bjarni Þór Traustason - aðalmaður
Starfsmenn
Hlöðver Ingi Gunnarsson - sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Hlöðver Ingi Gunnarsson - sviðsstjóri
Dagskrá
1. Umgjörð leikskóla hjá Borgarbyggð
2501035
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir minnisblað.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir minnisblað um tillögur að breytingum á umgjörð leikskóla í Borgarbyggð. Tillögurnar fela í sér að bæta umgjörðina þannig að veruleiki styttingar vinnuviku sé viðurkenndur inn í kerfið. Tillagan felur ekki í sér þjónustuskerðingu eða kostnaðarauka til foreldra. Væntingar eru um að tillögurnar muni bæta starfsaðstæður leikskóla í Borgarbyggð og þeir verði áfram eftirsóknarverðir vinnustaðir þar sem framúrskarandi og faglegt leikskólastarf fer fram.
Fræðslunefnd samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti og einnig tillögur að uppfærðum verklagsreglum fyrir leikskóla. Málinu er vísað áfram til byggðarráðs til umræðu. Áður en málið fer til byggðarráðs er óskað eftir umsögnum frá skólastjórnendum og foreldraráðum leikskóla.
Samþykkt samhljóða.
2. Staðan á leikskólum í Borgarnesi 2025 vor
2504088
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs upplýsir um framvindu málsins frá síðasta fundi fræðslunefndar.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnir stöðuna.
3. Sumarlokun Hnoðraból
2503022
Lagt fram erindi frá foreldrafélaginu á Hnoðrabóli.
Fræðslunefnd þakkar fyrir erindið. Fræðslunefnd bendir á að unnið er að heildarendurskoðun á umgjörð leikskóla og því verður ekki farið í sérstaka útfærslu fyrir Hnoðraból. Ekki er vilji hjá sveitarfélaginu að taka upp heimgreiðslur. Sviðsstjóra er falið að svara erindinu.
Samþykkt samhljóða.
4. Vinnuskóli 2025
2502306
Íþrótta og tómstundafulltrúi kemur til fundarins og kynnir fyrirkomulag vinnuskóla.
Fræðslunefnd þakkar fyrir kynninguna.
5. Starfsemi frístundar í Borgarbyggð
2501036
Sonja Lind Eyglóardóttir íþrótta og tómstundafulltrúi kemur til fundarins og fer yfir starfsemi Sumarfjörs fyrir næsta sumar.
Fræðslunefnd þakkar fyrir kynninguna.
6. Gjaldskrár fjölskyldusviðs 2025
2411036
Farið er yfir gjaldskrár sem tilheyra fræðslu- og íþrótta- og tómstundamálum.
Lagt fram til kynningar.
7. Framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna
2505020
Lagt fram til kynningar.
8. Íslensku menntaverðlaunin 2025 - tilnefningar óskast
2505022
Lagt fram til kynningar.
9. Skóladagatöl fyrir leik-, grunn- og listaskóla Borgarbyggðar
2501033
Lögð er fram ósk leikskóla um viðbótar skipulagsdag vegna námsferðar.
Fræðslunefnd samþykkir að Andabær og Hnoðraból fái viðbótar skipulagsdag. Leikskólarnir munu birta uppfært skóladagatal.
Samþykkt samhljóða.
Fundi slitið - kl. 18:00