Dagskrá
1. Staðan á leikskólum í Borgarnesi 2025 vor
2504088
Farið yfir horfur um fjölda barna í leikskólum í Borgarnesi 2025/2026 og rætt hvernig þeir eru í stakk búnir svo sem m.t.t. framkvæmda við Ugluklett. Kynnt tillaga að endurbótum og stækkun á húsnæði Klettaborgar.
Byggðarráð tekur vel í að vinna að endurbótum og stækkun á Klettaborg í samræmi við framlagða tillögu og hefja vinnu við gerð viðauka við fjárhagsáætlun vegna þess. Tillagan felur í sér stækkun á Klettaborg um eina deild með færanlegum kennslustofum og endurbætur á hluta núverandi húsnæðis. Það er m.a. til að skapa rými vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stækkun á Uglukletti.
Minnisblaðið hefur einnig fengið umfjöllun í fræðslunefnd þar sem sviðsstjora var falið að vinna málið áfram. Byggðarráð tekur undir þá afgreiðslu og felur sveitarstjóra að fullvinna kostnaðaráætlun og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.
Til fundarins komu undir þessum lið Hlöðver Ingi Gunnarsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Dóróthea Elísdóttir, skólastjóri Klettaborgar, Kristín Gísladóttir, skólastjóri Uglukletts, og Guðni Rafn Ásgeirsson umsjónarmaður fasteigna.
Samþykkt samhljóða.
2. Samræmd móttaka flóttafólks
2303023
Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar nr. 264 var eftirfarandi afgreitt: "Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað um orsök mikillar hækkunar á kostnaði vegna fjárhagsaðstoðar við flóttamenn og áhrif á fjárhag sveitarfélagsins. Minnisblaðinu verði komið á framfæri við þingmenn, ráðherra málaflokksins, Samband íslenskra sveitarfélaga, Vinnumálastofnun og eftir atvikum aðra sem hafa með málaflokkinn að gera. Minniblaðið verði einnig lagt fram á næsta fundi byggðarráðs."
Minnisblaðið hefur verið sent á þingmenn Norðvesturkjördæmis, félags- og húsnæðismálaráðherra, dómsmálaráðuneyti, fjármálaráðuneyti, Vinnumálastofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga. Byggðarráð þakkar þingmönnum kjördæmisins fyrir góð viðbrögð og hvetur þá til að fylgja málinu eftir. Þá er ljóst að málið verður tekið fyrir í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í niðurlagi erindis Borgarbyggðar segir: „Þetta er ekki létt umtalsefni og vandmeðfarið. Staðreyndin er samt sú að Borgarbyggð stendur frammi fyrir því að fjárhagsaðstoð til flóttamanna er að breyta verulega til verri vegar forsendum í rekstri sveitarfélagsins. Við komumst ekki hjá því að ávarpa það. Borgarbyggð getur ekki setið undir því að flóttamönnum sé safnað saman á Bifröst á kostnað sveitarfélagsins.
Borgarbyggð óskar eftir því að stjórnvöld mæti þeim áfallna kostnaði sem sveitarfélagið hefur orðið fyrir á yfirstandandi ári. Þá fer Borgarbyggð fram á að ríkið geri ráðstafanir til að stöðva frekari kostnaðarauka hjá sveitarfélaginu vegna fjárhagsaðstoðar við flóttamenn.“
Frá upphafi hefur Borgarbyggð ætíð gengið út frá því að verða ekki fyrir beinum fjárhagslegum skaða af þátttöku í verkefnum er varða móttöku flóttamanna. Nú er annað að koma á daginn."
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fylgja eftir erindi minnisblaðsins og felur sveitarstjóra jafnframt að kanna heimildir sveitarfélagsins til að bregðast við þessari þróun.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl
3. Leyfi fyrir hátíðarhöldum við Hjálmaklett og götulokunum 28. júní 2025
2505071
Framlögð beiðni frá Hinsegin Vesturland og Hollvinasamtökum Borgarness um að leyfi fyrir götulokunum, lokunum bílastæða og leyfi til að halda skemmtidagskrá við Hjálmaklett 28. júní næst komandi vegna hátíðarhalda Hinseginhátíðar Vesturlands og Brákarhátíðar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að samþykkja beiðni Hinsegin Vesturlands og Hollvinasamtaka Borgarness um tímabundna lokun fyrir almenna umferð um hluta Borgarbrautar og Brákarbraut, skemmtidagskrár við Hjálmaklett og timabundna lokun bílastæða meðan á hátíðarhöldum stendur. Aðstandendur hátíðanna vinna greinilega af miklum metnaði og eftirvænting er að byggjast upp fyrir fjölbreyttri dagskrá. Byggðarráð vonast eftir góðri þátttöku bæjarbúa og gesta.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl
4. Umsókn um lóð - Vallarás 10c og 12
2505037
Framlögð umsókn um lóðir nr. 10c og 12 við Vallarás í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkir að úthluta Fornbílafjelagi Borgarfjarðar lóðunum við Vallarás 10c og 12 og að sú úthlutun verði hluti af uppgjöri sem unnið er að við félagið, með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnar. Á fundi byggðarráðs var jafnframt farið yfir stöðu viðræðna Borgarbyggðar við Fornbílafjelagið vegna riftunar á leigusamningi félagsins í Brákarey árið 2021 en þeim viðræðum hefur verið fram haldið eftir að hafa legið í láginni um nokkurt skeið. Byggðarráð felur sveitarstjóra að halda viðræðum áfram í samræmi við umræður á fundi og bindur vonir við að samkomulag náist von bráðar.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl
5. Hafnarfjall Ultra hlaupahátíðin
2505018
Framlögð kynning á hlaupahátíðinni Hafnarfjall Ultra sem fram fer 28. júní 2025 ásamt beiðni frá hlaupahópnum Flandra um styrk vegna skipulagningar og framkvæmdar.
Byggðarráð fagnar fyrirhugaðri hlaupahátið Hafnarfjall Ultra og tekur undir vonir aðstandenda að um árlegan viðburð verði að ræða. Byggðarráð felur sveitarstjóra að leita leiða til að verða við beiðni hlaupahópsins Flandra innan ramma fjárheimilda sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl
6. Norðtungukirkjugarður - vegur og girðing
2503032
Framlögð kostnaðaráætlun vegna endurbóta á aðgengi að Norðtungukirkjugarði.
Byggðarráð samþykkir að ráðstafa til endurbóta á aðgengi að Norðtungukirkjugarði 1,0 m.kr. í samræmi við heimildir í fjárhagsáætlun ársins 2025.
Samþykkt samhljóða.
7. Umsókn um nýtingarleyfi á grunnvatni í landi Steindórsstaða í Borgarfirði - beiðni um umsögn
2505032
Framlögð beiðni frá Umhverfis- og orkustofnun dags. 6. maí 2025 um umsögn sveitarfélagsins um umsókn Orkuveitu Reykjavíkur um leyfi til nýtingar á grunnvatni í landi Steindórsstaða með vísan til 3. mgr. 6. gr. laga, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 57/1998.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að fela skipulagsfulltrúa að vinna umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins í samræmi við framlagða beiðni Umhverfis- og orkustofnunar.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl
8. Kerfisáætlun Landsnets 2025-2034
2504064
Kerfisáætlun 2025-2034 rædd í byggðarráði og kynnt drög að umsögn sveitarfélagsins.
Sveitarstjóra falið að vinna umsögn og leggja fyrir byggðarráð.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl
9. Beiðni frá Golfklúbbi Borgarness um stuðning
2309287
Gerð tillaga um að fallið verði frá sérstakri samningsgerð við Golfklúbbinn. Lagt er til að veittur verði rekstrarstyrkur til klúbbsins líkt og á liðnu ári, sem renna mun t.d. til viðhalds mannvirkja.
Byggðarráð samþykkir að vísa til viðauka í fjárhagsáætlun 2025 að veittur verði rekstrarstyrkur að fjárhæð 6,0 m.kr. til Golfklúbbs Borgarness.
Samþykkt samhljóða.
10. Fjárhagsáætlun 2026
2505064
Farið yfir tímalínu fjárhagsáætlunarvinnu vegna ársins 2026.
Framlagt.
11. Viðauki við fjárhagsáætlun 2025
2502016
Framlögð tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2025.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fullvinna tillögu að viðauka og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.
12. Safnahús og menningarmál 2025
2410048
Farið yfir stöðu mála við endurbætur á Safnahúsinu í Borgarnesi og Barnamenningarhátíð Vesturlands kynnt. Til fundarins kemur undir þessum lið Þórunn Kjartansdóttir forstöðumaður menningarmála.
Byggðarráð þakkar Þórunni fyrir gott samtal. Þórunn kynnti fyrirhugaða Barnamenningarhátíð Vesturlands í október 2025 og aðkomu sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir fjölbreyttri dagskrá sem tekur mið af aðstæðum á hverju svæði innan Vesturlands með áherslu á menningu fyrir börn. Byggðarráð styður eindregið að Borgarbyggð verði virkur þátttakandi í verkefninu.
Þórunn fór jafnframt yfir yfirstandandi endurbætur á safnahúsinu en vonir standa til að þeim ljúki fyrir haustið.
Samþykkt samhljóða.
13. Mál til eigenda Orkuveitunnar
2504108
Í kjölfar kynningar á fundi 705. byggðarráðs er lögð fram til afgreiðslu tillaga.
Afgreiðsla er færð í trúnaðarbók.
14. Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2024
2505029
Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2024 framlagður
Framlagt.
Fylgiskjöl
15. Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2025
2501012
Framlögð fundargerð 978. fundar stjórnar Sambandsins frá 30. apríl 2025.
Framlagt.
Fylgiskjöl
16. Fundargerðir stjórnar SSV 2025
2503051
Framlagðar fundargerðir SSV nr. 187 dags 12. mars 2025 og 188 dags 30.4.2025
Fylgiskjöl
17. Fundargerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2025
2505052
Framlagðar fundargerðir 361, dags 3.mars 2025 og 362 dags. 7. mars 2025 frá stjórnarfundum Orkuveitu Reykjavíkur
18. Skipurit Borgarbyggðar
2504240
Lögð fram tillaga að breyttu skipuriti Borgarbyggðar sbr. afgreiðslu 706. fundar byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu skipuriti Borgarbyggðar og vísar til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn. Byggðarráð felur sveitarstjóra að boða til aukafundar í sveitarstjórn mánudaginn 19. maí kl. 16.
Samþykkt með tveimur atkvæðum (DS, GLE) en einn fulltrúi situr hjá (SG).
Fylgiskjöl
19. Samstarf um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Bjargslandi
1912083
Vinna við gatnagerð í nýju hverfi í Bjargslandi stendur yfir og framundan fyrsta auglýsing og úthlutun lóða. Nafngift gatna í hverfinu tekin til umræðu í byggðarráði.
Byggðarráð samþykkir að götuheiti verði eftirfarandi; Fjóluklettur, Fífuklettur, Birkiklettur og Kveldúlfshöfði.
Samþykkt samhljóða.
20. Fundargerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2025
2505052
Framlögð fundargerð stjórnarfundar OR frá 27.01.2025 Fundur nr. 360.