Fundargerð
Sveitarstjórn Borgarbyggðar
264. fundur
8. maí 2025 kl. 16:00 - 17:15
Hjálmakletti
Nefndarmenn
Starfsmenn
Dagskrá
1. Skýrsla sveitarstjóra
2. Ársreikningur Borgarbyggðar 2024
Ársreikningur Borgarbyggðar 2024 samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.
Sigurður Guðmundsson lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd minnihluta sveitarstjórnar (A lista, D lista og V lista)."Minnihluti sveitarstjórnar Borgarbyggðar lýsir ánægju sinni með rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins árið 2024 og vill nota tækifærið til að þakka starfsfólki sveitarfélagsins og íbúum þess fyrir vel unnin störf. Það er ekki sjálfgefið að það takist að reka sveitarfélag jafnvel og raunin er með rekstur Borgarbyggðar. Þar fer saman góður grunnur sem byggður hefur verið upp seinustu misserin, ásamt dugnaði og hagsýni starfsmanna og íbúa sveitarfélagsins. Til hamingju Borgarbyggð með góðan árangur í rekstri sveitarfélagsins á árinu 2024. Það eru hinsvegar áskoranir framundan í rekstri Borgarbyggðar sem með samhentu átaki starfsmanna og kjörinna fulltrúa, má vænta að þær áskoranir leysist farsællega."
Til máls tók: SG,
3. Kosningar í ráð og nefndir 2022-2026
Velferðarnefnd fagnar að notendaráð fatlaðs fólks er nú fullskipað. Fundargerðir notendaráðs verða kynntar fyrir Velferðarnefnd auk þess sem nenfdin getur óskað eftir að mál séu tekin til umsagnar í ráðinu."
Eins hefur Logi Sigurðsson varamaður í sveitarstjórn óskað eftir lausn frá störfum sínum í sveitarstjórn, ráðum og nefndum sveitarfélagsins en hann hefur auk varamennsku í sveitarstjórn setið sem varaáheyrnarfulltrúi í Byggðaráði
aðalmaður í Skipulags- og byggingarnefnd
Áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og landbúnaðarnefnd
aðalmaðurrmaður í byggingarnefnd GBF á Kleppjárnsreykjum
aðalmaðurmaður í byggingarnefnd Uglukletts
Formaður fjallskilanefndar Oddsstaðaafréttar
aðalmaðurmaður í fjallskilanefnd Borgararbyggðar
Varamaður í Velferðarnefnd
aðalmaður í vinnuhóp um endurskoðun Aðalskipulags.
Sveitastjórn veitir Loga Sigurðssyni lausn frá störfum sínum sem varamaður í sveitarstjórn, varáheyrnarfulltrúi í byggðarráði, aðalmaður í skipulags og byggingarnefnd, áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og landbúnaðarnefnd, aðalmaður í byggingarnefnd GBF á Kleppjárnsreykjum, aðalmaður í byggingarnefnd Uglukletts, Formaður fjallskilanefndar Oddstaðaafréttar, aðalmaður í fjallskilanefnd Borgarbyggðar, varamaður í velferðarnefnd og aðalmaður í vinnuhóp um endurskoðun aðalskipulags. Er honum þakkað kærlega fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.
Kristján Rafn Sigurðsson sem næsti maður á A-lista tekur sæti sem varamaður í sveitarstjórn og varaáheyrnarfulltrúi í byggðarráði.
Sveitarstjórn kýs Kristján Rafn Sigurðsson sem aðalmann í skipulags- og byggingarnefnd og Sólveigu Hallsteinsdóttur sem varamann í nefndina.
Sveitarstjórn kýs Kristján Rafn Sigurðsson sem áheyrnafulltrúa í umhverfis- og landbúnaðarnefnd og Melkorku Gunnarsdóttur sem varaáheyrnarfulltrúa í nefndina.
Sveitarstjórn kýs Sólveigu Hallsteinsdóttur sem varamann í velferðarefnd.
Sveitarstjórn kýs jafnframt Melkorku Gunnarsdóttur sem aðalmann í byggingarnefnd GBF á Kleppjárnsreykjum.
Sveitarstjórn kýs Sólveigu Hallsteindsdóttur sem aðalamann í byggingarnefnd leikskólans Uglukletts.
Sveitarstjórn kýs Unnstein Snorra Snorrason í fjallskilanefnd Oddstaðafréttar og tekur Ragnhildur Eva Jónsdóttir við embætti formanns nefndarinnar. Ragnhildur Eva er því einnig kosin sem aðalmaður í Fjallskilanefnd og Haraldur Sigurðsson varaformaður sem varamaður hennar sbr. 3. tl., C liðar 47. gr. samþykkta Borgarbyggðar.
Samþykkt samhljóða
4. Sigmundarstaðir - Mælimastur á Grjóthálsi - umsókn um deiliskipulag - L134748
Samþykkt með 4 atkvæðum DS, GLE, LS, EÓT. Einn á móti FA.
Friðrik Aspelund lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi VG telur að hér sé um óþarfa rask að ræða sem hefur þann tilgang einan að sannfæra fjárfesta um að leggja peninga í framkvæmd sem ólíklegt er að verði nokkurn tíma af vegna eindreginnar andstöðu allra nágranna.
"
Samþykkt með 6 atkvæðum (DS, EMJ, GLE, SG, KÁM, BLB) á móti 3 atkvæði (TDH, SÓ og EÓT).
Sigurður Guðmundsson lagði eftirfarandi bókun fram fyrir hönd D lista: "Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins teljum að með því að samþykkja deiliskipulagið sem heimilar uppsetningu á mælimastri tímabundið til tveggja ára, með tryggingu um að mastrið verði fjarlægt, erum við að standa vörð um eignarétt og athafnafrelsi jarðeiganda án langvarandi áhrifa á nágranna sína.
Við viljum jafnframt undirstrika það að samþykki okkar á þessu tiltekna deiliskipulagi er ekki á neinn hátt stuðningsyfirlýsing við nýtingu á vindorku á Grjóthálsi. Við teljum þvert á móti að sýnileiki vindmylla og áhrif þeirra á nærumhverfið verði það mikið að staðsetning á vindorkuveri á Gróthálsi verði mjög seint talinn fýsilegt ef horft er til þessara áhrifa við mat á staðsetningu vindorkuvers og áhrifa þeirra á nærsamfélagið."
Til máls tóku: SG, TDH, DS og TDH
5. Húsnæði fyrir slökkvilið á Hvanneyri
Byggðarráð tekur vel í uppfærða tillögu að nýrri slökkvistöð fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar á Hvanneyri. Í henni felst að gerður verður samningur um leigu á liðlega 280 fermetra nýju og vel búnu húsnæði sem mun leysa af hólmi eldra og mun minna húsnæði. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga um langtímaleigu á húsnæðinu í samræmi við framlagða tillögu. Ekki er miðað við að gera þurfi breytingar á fjárhagsáætlun Slökkviliðs Borgarbyggðar náist samningar.
Samþykkt samhljóða og vísað til fullnaðarafgreiðslu sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða
Til máls tóku: DS og SG.
6. Sjóvarnagarðar - umsókn um framkvæmdaleyfi
Byggðarráð samþykkir að vísa til sveitarstjórnar að áætla fjármagn til styrkingar á sjóvarnargörðum í fjárfestingarramma ársins 2026, sérstaklega með íþróttasvæðið í Borgarnesi í huga. Þannig verði tryggð fjármögnun á styrkingu og hækkun varnargarðs við íþróttasvæðið í samræmi við afgreiðslu 700. fundar byggðarráðs frá 6. mars 2025.
Samþykkt samhljóða."
Samþykkt samhljóða
7. Innkaupareglur Borgarbyggðar
Uppfærðar innkaupareglur lagðar fram. Sveitarstjóra falið að fullvinna og leggja fyrir sveitastjórn til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða"
Samþykkt samhljóða
8. Samningsgerð um rekstur tjaldsvæðis á Varmalandi
Byggðarráð samþykkir framlögð drög og felur sveitarstjóra að fullvinna í samræmi við umræðu á fundi og leggja fyrir sveitarstjórn til fullnaðarafgreiðslu.
Samþykkt samhljóða"
Samþykkt samhljóða
9. Fundarboð fyrir aðalfund Nemendagarða MB ehf.
Framlagt og byggðarráð felur sveitarstjóra að mæta á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða"
Samþykkt samhljóða
10. Kleppjárnsreykir skólasvæði - breyting á deiliskipulagi
Málsmeðferð verður skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkominni athugasemd.
Samþykkt samhljóða."
Breytingin tekur til afmörkunar skólalóðar þar sem hún er stækkuð að Snældubeinsstaðavegi og stækkun byggingarreita. Aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags haldast óbreyttir.
Málsmeðferð verður skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
Samþykkt samhljóða
11. Deiliskipulag íbúðabyggðar að Varmalandi - Breyting á deiliskipulagi
Samþykkt samhljóða."
Breytingin tekur til skipulags- og byggingarskilmála og skipulagsuppdráttar. Markmiðið er að skapa ramma utan um heildstæða fjölbreytta íbúðabyggð, að byggingar falli vel inn í umhverfið og að lóðir séu hagstæðar í uppbyggingu. Aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags haldast óbreyttir.
Málsmeðferð verður skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
Samþykkt samhljóða
12. Samskipti við Veitur vegna vatnsveitu á Varmalandi
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd tekur undir með íbúum og atvinnurekendum á starfsvæði veitunnar að núverandi ástand er óviðunandi og brýn nauðsyn er að bæta þjónustuna. Nefndin þakkar þau jákvæðu viðbrögð sem borist hafa frá Veitum í að taka þátt í að leysa vandann en mörg skref eru óstigin.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að óska eftir formlegum viðræðum við Veitur um að taka yfir rekstur og eignarhald á Vatntsveitu Varmalands.
Samþykkt samhljóða."
Samþykkt samhljóða
13. Ugluklettur - Stækkun
Samþykkt samhljóða
14. Byggðarráð Borgarbyggðar - 704
14.1
Byggðarráð samþykkir að gerðar verði breytingar á hönnun húsnæðis GBF á Kleppjárnsreykjum í samræmi við erindi stjórnenda GBF. Þannig er mætt óskum stjórnenda skólans. Byggðarráð væntir þess að breytingarnar muni hafa óveruleg áhrif á kostnað, verklok og að aðrar forsendur standist.Samþykkt samhljóða.
14.2
Byggðarráð leggur áherslu á að hluti af söluandvirði hússins verði nýttur í uppbyggingu á aðstöðu fyrir golfíþróttina enda yrði það hluti af uppgjöri.Samþykkt samhljóða.
14.3
Byggðarráð felur sveitarstjóra að stefna að samningsgerð við aðila um rekstur tjaldsvæða á grundvelli framlagðra hugmynda með hliðsjón af ábendingum sem fram komu á fundinum.Samþykkt samhljóða.
14.4
Framlagt.
14.5
Lagt fram til kynningar en áætlunin hefur verið sett í samráð. Kynningarfundur verður haldinn í Borgarnesi 6. maí næst komandi.
14.6
Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera viðauka við framkvæmdaáætlun 2025 í samræmi við framlagt kostnaðarmat.Samþykkt samhljóða.
14.7
Framlögð niðurstaða af samráðsfundi fulltrúa FSRE og fjármálaráðuneytisins um jarðir og auðlindir ríkisins frá 8. apríl sl. Niðurstaða fundarins var að fallist var á beiðni Borgarbyggðar um að endurskoða gildandi lóðarleigusamning þegar lóðin hefur verið stækkuð þannig að 7.794 fm stækkunin teljist hluti lóðar og lóðarleigusamningsins fyrir íþrótta- og skólasvæðið á Kleppjárnsreykjum.
14.8
Framlagt.
14.9
Framlagt.
14.10
14.11
Framlagt.
14.12
Framlagt.
14.13
Framlagt.
14.14
Framlagt.
14.15
Byggðarráð þakkar gott boð og lýsir vilja til þátttöku. Í verkefninu getur falist afar kærkomið tækifæri t.d. fyrir hina fjölmörgu erlendu íbúa Borgarbyggðar.Samþykkt samhljóða.
14.16
Byggðarráð tekur vel í uppfærða tillögu að nýrri slökkvistöð fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar á Hvanneyri. Í henni felst að gerður verður samningur um leigu á liðlega 280 fermetra nýju og vel búnu húsnæði sem mun leysa af hólmi eldra og mun minna húsnæði. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga um langtímaleigu á húsnæðinu í samræmi við framlagða tillögu. Ekki er miðað við að gera þurfi breytingar á fjárhagsáætlun Slökkviliðs Borgarbyggðar náist samningar. Samþykkt samhljóða og vísað til fullnaðarafgreiðslu sveitarstjórnar.
14.17
Byggðarráð samþykkir að vísa til sveitarstjórnar að áætla fjármagn til styrkingar á sjóvarnargörðum í fjárfestingarramma ársins 2026, sérstaklega með íþróttasvæðið í Borgarnesi í huga. Þannig verði tryggð fjármögnun á styrkingu og hækkun varnargarðs við íþróttasvæðið í samræmi við afgreiðslu 700. fundar byggðarráðs frá 6. mars 2025.Samþykkt samhljóða.
14.18
Byggðarráð Borgarbyggðar telur mikilvægt að jafnrétti til náms, aðgengi að menntun óháð búsetu og öðrum ytri aðstæðum, samhliða ófrávíkjanlegri kröfu um gæði náms og rannsókna, verði leiðarljós þeirra sameiningarviðræðna sem nú standa yfir milli Háskólans á Bifröst og Háskólans á Akureyri. Byggðarráð minnir á að Háskólinn á Bifröst er menntastofnun á gömlum merg sem býr að 100 ára sögu og arfleifð samvinnuhreyfingar í landinu og hefur reynst mikilvægur aflvaki nýsköpunar og þróunar á Vesturlandi. Sem brautryðjandi fjarnáms á Íslandi hefur Háskólinn á Bifröst stutt við byggðafestu og byggðaþróun og stóraukið jafnræði og aðgengi til náms. Markmið Háskólans á Bifröst hefur frá upphafi beinst að því að efla íslenskt atvinnulíf og samfélag með því að mennta fólk til áhrifa og ábyrgðar. Mikilvægt er að gildi Háskólans á Bifröst, framsæknir kennsluhættir og framtíðarsýn um samfélagsábyrgð, frumkvæði og samvinnu verði áfram í heiðri höfð og haldist við lýði, komi til sameiningar Háskólans á Bifröst og Háskólans á Akureyri.Samþykkt samhljóða.
14.19
Framlagt.
14.20
Framlagt og sveitarstjóra falið að kanna tækifæri sem gætu falist í umsókn í sjóðinn.Samþykkt samhljóða.
14.21
Framlagt. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna drög að samningi við Golfklúbb Borgarness sem felur kaup á þjónustu við umhirðu og framlag klúbbsins til markaðssetningar á sveitarfélaginu.Samþykkt samhljóða.
15. Byggðarráð Borgarbyggðar - 705
Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað um orsök mikillar hækkunar á kostnaði vegna fjárhagsaðstoðar við flóttamenn og áhrif á fjárhag sveitarfélagsins. Minnisblaðinu verði komið á framfæri við þingmenn, ráðherra málaflokksins, Samband íslenskra sveitarfélaga, Vinnumálastofnun og eftir atvikum aðra sem hafa með málaflokkinn að gera. Minniblaðið verði einnig lagt fram á næsta fundi byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða
TIl máls tók GLE um lið 10 á dagskrá fundar.
15.1
Byggðarráð heimilar Sögufélagi Borgfirðinga að nýta húsnæði í eigu sveitarfélagsins á Varmalandi sem bókageymslu en telur ekki ástæðu til að gera sérstakan leigusamning þar að lútandi.Samþykkt samhljóða.
15.2
Lagt fram til kynningar.
15.3
Byggðarráð þakkar ítarlega og góða yfirferð á þeim málum sem kynnt voru.
15.4
Framlagt og vísað til umræðu í Umhverfis- og landbúnaðarnefnd. Sveitarstjóra falið að undirbúa endurútreikning á álagningu fasteignagjalda árið 2025, til lækkunar, í tengslum við fyrirhugaða gjaldtöku á móttökustöð.Samþykkt samhljóða.
15.5
Málið kynnt og því vísað til umræðu í Umhverfis- og landbúnaðarnefnd.Samþykkt samhljóða.
15.6
Fundargerð framlögð og tillögu aðalfundar Vatnsveitu A i Hraunhreppi vísað til umfjöllunar i Umhverfis- og landbúnaðarnefnd. Samþykkt samhljóða.
15.7
Sveitarstjóri kynnti stöðu málsins en ekki náðust samningur við Drop Inn um að taka yfir reksturinn eins og stefnt hafði verið að. Sveitarstjóra falið að leita annarra leiða til að tryggja rekstur tjaldsvæðisins í Borgarnesi í sumar.Samþykkt samhljóða.
15.8
Framkvæmdastjóri Borgarverks kynnti hugmyndir að fyrirkomulagi við útboð og úthlutun á lóðum í Birkikletti og tveimur nýjum safngötum í Bjargslandi. Byggðarráð tekur vel í hugmyndirnar og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við Borgarverk.Samþykkt samhljóða.
15.9
Framlagt og Bjarney L. Bjarnadóttur er falið að mæta á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.Samþykkt samhljóða.
15.10
Framlagt
15.11
Framlagt minnisblað frá sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs. Byggðarráð tekur vel í þá tillögu að fresta yfirborðsfrágangi við Vallarás til ársins 2026 þannig að yfirborðsfrágangur tilheyri seinni áfanga verksins. Þess í stað verði stefnt að því að gerð tveggja botnlanga við lóðir nr. 8 og nr. 10 og gerð safngötu við lóðir nr. 5 og nr. 8 verði hluti af fyrri áfanga verksins sem nú stendur yfir og stefnt að því að ljúka í ár. Sveitarstjóra falið að leggja mat á kostnað og gera tillögu að viðauka við fjárfestingaráætlun ef þörf krefur.Samþykkt samhljóða.
16. Byggðarráð Borgarbyggðar - 706
16.1
Uppfærðar innkaupareglur lagðar fram. Sveitarstjóra falið að fullvinna og leggja fyrir sveitastjórn til staðfestingar.Samþykkt samhljóða
16.2
Farið yfir þróun rekstrar og fjárfestinga fyrstu þrjá mánuði ársins. Launakostnaður ársins er kominn fram úr áætlun og ástæða til að fylgjast sérstaklega með þeim þætti. Eiríkur Ólafsson, fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.Samþykkt samhljóða
16.3
Byggðarráð tekur vel í ósk Borgarverks og felur sveitarstjóra að vinna að nánari útfærslu í samstarfi við Borgarverk, með fyrirvara um heimildir sveitarfélagsins, og leggja til staðfestingar hjá sveitarstjórn.Samþykkt samhljóða
16.4
Byggðarráð samþykkir að úthluta raðhúsalóðum við Hrafnaflöt 1, 3 og 5 á Hvanneyri til Jóns Ottesen og Þorvaldar Gíslasonar fyrir hönd óstofnaða einkahlutafélagsins Grímars ehf. Samþykkt samhljóða
16.5
Byggðarráð samþykkir framlögð drög og felur sveitarstjóra að fullvinna í samræmi við umræðu á fundi og leggja fyrir sveitarstjórn til fullnaðarafgreiðslu. Samþykkt samhljóða
16.6
Framlagt og byggðarráð felur sveitarstjóra að mæta á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.Samþykkt samhljóða
16.7
Guðný Elíasdóttir sviðsstjóri mætti til fundarins. Rætt um skipurit skipulags- og umhverfissviðs. Byggðarráð tekur vel í þær breytingar sem lagt er upp með í tengslum við skipulags- umhverfissvið og felur sveitarstjóra að fullvinna útfærslu á breyttu skipuriti. Einnig að taka saman upplýsingar um mögulegan kostnaðarauka vegna breytinganna og leggja fyrir byggðarráð að nýju. Samþykkt samhljóða
16.8
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs fór yfir verkefnastöðu og stöðu framkvæmda. Samþykkt samhljóða
17. Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 242
17.1
Lögð eru fram skóladagatöl í leik- og grunnskólum Borgarbyggðar. Lagt er til að starfsdagar séu sameiginlegir á milli skólastigana. 24.febrúar, 13.nóvember(2024), 5.janúar, 23.febrúar og 22.maí(2026). Þá er einnig lagt til að vetrarfrí verði í grunnskólum vikuna 23. til 27.febrúar 2026. Skólastarf mun hefjast í grunnskólum 25.ágúst 2025 með skólasetningu og líkur 10.júní 2026. Starfsemi leikskóla byrjar 7.ágúst 2025 klukkan 10:00 og líkur 9 júlí 2026. Þá verður barnamenningarhátíðin OK vikuna 4.til 8.maí 2026.Nú munu skólar birta skóladagatöl á heimasíðum sínumFræðslunefnd samþykkir framlög skóladagatöl.
17.2
Máli frestað.
17.3
Álfheiður Sverrisdóttir og Heiðar Mar Björsson koma til fundarins og kynna starfsemi svæðisfulltrúa á Vesturlandi sem byrjaði haustið 2025. Þau eru með starfstöð á Hvanneyri og Akranesi. Helstu verkefni sem þau vinna að samskiptum við íþróttafélög á svæðinu. Styðja við áhersluhópa sem hafa ekki verið að skila sér í íþrótta og tómstundastarf. Þau hafa einnig góða tengingu við ÍSÍ og geta þannig aðstoðað félögin á svæðinu sem hefur stytt boðleiðir.
17.4
17.5
17.6
Lagt fram til kynningar.
17.7
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir minnisblað. Falið að vinna málið áfram.
17.8
Sviðsstjóra fjölskyldusviðs fallið að vinna málið áfram í samstarfi við leikskólastjóra og kynna fyrir fræðslunefnd á næsta fundi.
17.9
Máli frestað.
17.10
Kynntar eru niðurstöður úr hópavinnu í tengslum við íþróttastefnu Borgarbyggðar.
17.11
Máli frestað.
17.12
Máli frestað.
17.13
Máli frestað.
18. Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 159
Til máls tók KÁM um lið 3 á dagskrá
18.1
Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustu starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
18.2
Ljóst er að sveitarfélagið ber töluverðan og fjárhagslegan þunga vegna fjölda flóttafólks sem hefur verið búsett í yfir tvö ár og framlag frá ríkinu, eða réttur sveitarfélaga til endurgreiðslu er ekki lengur til staðar skv. 15. gr. laga um félagsþjónustu nr. 40/1991. Mikilvægt er að fylgjast vel með þessari þróun. Samhliða því verður áfram unnið að því að fækka þeim sem þurfa á fjárhagsaðstoð að halda og markvisst auka þann hóp flóttamanna sem sækir atvinnu og eru virkir þáttakendur í samfélaginu. Erindi er vísað til Byggðarráðs til kynningar.
18.3
Velferðarnefnd fagnar að notendaráð fatlaðs fólks er nú fullskipað. Fundargerðir notendaráðs verða kynntar fyrir Velferðarnefnd auk þess sem nenfdin getur óskað eftir að mál séu tekin til umsagnar í ráðinu.
18.4
Velferðarnefnd leggur mikla áherslu á að stofnað verði samræmt áfallateymi í Borgarbyggð. Nefndin felur félagsmálstjóra að boða fulltrúa frá þeim stofnunum sem gætu komið að slíku teymi til samráðs. Framvinda verður kynnt nefndinni á næsta fundi.
19. Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 76
19.1
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagt deiliskipulag skv. 42. gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.Samþykkt með 4 atkvæðum DS, GLE, LS, EÓT. Einn á móti FA.Friðrik Aspelund lagði fram eftirfarandi bókun:Fulltrúi VG telur að hér sé um óþarfa rask að ræða sem hefur þann tilgang einan að sannfæra fjárfesta um að leggja peninga í framkvæmd sem ólíklegt er að verði nokkurn tíma af vegna eindreginnar andstöðu allra nágranna.
19.2
19.3
19.4
Skipulags- og byggingarnefnd Samþykkir að grenndarkynna áætlaða uppbyggingu í samræmi við 44.gr skipulagslaga nr. 123/2010, kynnt skuli fyrir öllum hagsmunaaðilum við Strýtusel þar sem ekkert deiliskipulag er á svæðinu. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir samtali varðandi skipulag á svæðinu. Samþykkt samhljóða
19.5
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að afla frekari upplýsinga.Samþykkt samhljóða.
19.6
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða deiliskipulagsbreytingu skv. 42. gr. skipulagslaga 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að svara framkominni athugasemd.Samþykkt samhljóða.
19.7
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulagi Kleppjárnsreykja skólasvæðis. Breytingin er sett fram í greinagerð og á uppdrætti dags. DAGS. 11.03.2025.Málsmeðferð verður skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkominni athugasemd.Samþykkt samhljóða.
19.8
Skipulags- og byggingarnefnd telur að það að breyta landnotkun á svæðinu og stofna viðkomandi lóð styðji við þá uppbyggingu sem á sér stað. Þrátt fyrir að landið sem um ræðir sé í flokki 1 um landbúnaðarland þá er ekki um að ræða rof á samfellu á góðu ræktanlegu landi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.Samþykkt samhljóða.
19.9
Skipulags- og byggingarnefnd telur að búið sé að svara með fullnægjandi hætti þeim athugasemdum sem bárust á kynningartíma og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi fyrir skógrækt skv. fyrirliggjandi gögnum. Samþykkt samhljóða.
19.10
19.11
20. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 77
20.1
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur sviðsstjóra og fjármálastjóra á stjórnsýslu- og fjármálasviði að vinna minnisblað um stöðu mála og næstu skref og leggja fyrir á næsta fundi.Samþykkt samhljóða.
20.2
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsmanni á skipulags- og umhverfissviði að ganga frá fyrirliggjandi samningum við refa- og minkaveiðimenn.Samþykkt samhljóða.
20.3
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur sveitarstjóra og lögfræðingi sveitarfélagsins að vinna að framgangi málsins.Samþykkt samhljóða.
20.4
Núverandi fyrirkomulag rekstrar og viðhalds á Vatnsveitu Varmalands er óviðundandi. Í núverandi fyrirkomulagi eru vatnslagnir í eigu sveitarfélagsins sem þó hefur ekki tekjur af nýtingu veitunnar en ber af henni talsverðan kostnað. Sveitarfélagið hefur átt ítrekað samtal við Veitur um að taka að sér viðhald lagna og jafnvel rekstur lagnakerfisins í heild sinni. Í því felast mikil samlegðaráhrif og tækifæri til að tryggja viðunandi þjónustu við notendur sem nú þegar greiða vatnsgjald til Veitna. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd tekur undir með íbúum og atvinnurekendum á starfsvæði veitunnar að núverandi ástand er óviðunandi og brýn nauðsyn er að bæta þjónustuna. Nefndin þakkar þau jákvæðu viðbrögð sem borist hafa frá Veitum í að taka þátt í að leysa vandann en mörg skref eru óstigin. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að óska eftir formlegum viðræðum við Veitur um að taka yfir rekstur og eignarhald á Vatntsveitu Varmalands.Samþykkt samhljóða.
20.5
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsfólki skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram og leggja drög að samningi um grænt svæði í fóstur fram á næsta fundi nefndarinnar.Samþykkt samhljóða.