Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

77. fundur

6. maí 2025 kl. 08:30 - 11:00

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Sigrún Ólafsdóttir - formaður
Þórður Brynjarsson - varaformaður
Þorsteinn Eyþórsson - aðalmaður
Kristján Ágúst Magnússon - aðalmaður
Thelma Dögg Harðardóttir - aðalmaður
Logi Sigurðsson boðaði forföll og Kristján Rafn Sigurðsson - áheyrnarfulltrúi sat fundinn í hans stað

Starfsmenn

Sóley Birna Baldursdóttir - deildarstjóri
Kristján Rafn Sigurðsson - áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Birna Baldursdóttir - deildarstjóri umhverfis- og landbúnaðarmála

Dagskrá

1. Gjaldskrá úrgangsþjónustu 2025
2504101

Afgreiðsla 705. fundar byggðarráðs:"Framlagt og vísað til umræðu í Umhverfis- og landbúnaðarnefnd. Sveitarstjóra falið að undirbúa endurútreikning á álagningu fasteignagjalda árið 2025, til lækkunar, í tengslum við fyrirhugaða gjaldtöku á móttökustöð. Samþykkt samhljóða."

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur sviðsstjóra og fjármálastjóra á stjórnsýslu- og fjármálasviði að vinna minnisblað um stöðu mála og næstu skref og leggja fyrir á næsta fundi.



Samþykkt samhljóða.



2. Samingar við refa- og minkaveiðimenn 2025
2412078

Drög að samningum við refa- og minkaveiðimenn lagðir fram.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsmanni á skipulags- og umhverfissviði að ganga frá fyrirliggjandi samningum við refa- og minkaveiðimenn.



Samþykkt samhljóða.



3. Vatnsveita Hraunhrepps
2106079

Afgreiðsla 705. fundar byggðarráðs: "Fundargerð framlögð og tillögu aðalfundar Vatnsveitu A i Hraunhreppi vísað til umfjöllunar i Umhverfis- og landbúnaðarnefnd. Samþykkt samhljóða."

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur sveitarstjóra og lögfræðingi sveitarfélagsins að vinna að framgangi málsins.



Samþykkt samhljóða.



4. Samskipti við Veitur vegna vatnsveitu á Varmalandi
2405162

Afgreiðsla 705. fundar byggðarráðs: "Málið kynnt og því vísað til umræðu í Umhverfis- og landbúnaðarnefnd. Samþykkt samhljóða."

Núverandi fyrirkomulag rekstrar og viðhalds á Vatnsveitu Varmalands er óviðundandi. Í núverandi fyrirkomulagi eru vatnslagnir í eigu sveitarfélagsins sem þó hefur ekki tekjur af nýtingu veitunnar en ber af henni talsverðan kostnað. Sveitarfélagið hefur átt ítrekað samtal við Veitur um að taka að sér viðhald lagna og jafnvel rekstur lagnakerfisins í heild sinni. Í því felast mikil samlegðaráhrif og tækifæri til að tryggja viðunandi þjónustu við notendur sem nú þegar greiða vatnsgjald til Veitna.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd tekur undir með íbúum og atvinnurekendum á starfsvæði veitunnar að núverandi ástand er óviðunandi og brýn nauðsyn er að bæta þjónustuna. Nefndin þakkar þau jákvæðu viðbrögð sem borist hafa frá Veitum í að taka þátt í að leysa vandann en mörg skref eru óstigin.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að óska eftir formlegum viðræðum við Veitur um að taka yfir rekstur og eignarhald á Vatntsveitu Varmalands.



Samþykkt samhljóða.



5. Grænt svæði í fóstur - Varmaland
2504033

Lögð fram umsókn um grænt svæði í fóstur í Grenihlíð í Varmalandi. Svæðið er ekki deiliskipulagt en er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsfólki skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram og leggja drög að samningi um grænt svæði í fóstur fram á næsta fundi nefndarinnar.



Samþykkt samhljóða.



Fundi slitið - kl. 11:00