Fundargerð
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar
76. fundur
2. maí 2025 kl. 08:30 - 10:30
í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
Starfsmenn
Dagskrá
1. Sigmundarstaðir - Mælimastur á Grjóthálsi - umsókn um deiliskipulag - L134748
Lagður er fram uppdráttur dags. 24.04.2024 og greinargerð dags. apríl 2024 m.s.b dags. apríl 2025 þar sem brugðist hefur verið við þeim umsögnum og athugasemdum sem bárust á kynningartíma.
Auk þess eru lögð fram svör við umsögnum.
Samþykkt með 4 atkvæðum DS, GLE, LS, EÓT. Einn á móti FA.
Friðrik Aspelund lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi VG telur að hér sé um óþarfa rask að ræða sem hefur þann tilgang einan að sannfæra fjárfesta um að leggja peninga í framkvæmd sem ólíklegt er að verði nokkurn tíma af vegna eindreginnar andstöðu allra nágranna.
2. Strýtusel 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Skipulagsfulltrúi vísar málinu til skipulags- og byggingarnefndar.
Samþykkt samhljóða
3. Sæunnargata 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Skipulagsfulltrúi vísar málinu til skipulags- og byggingarnefndar.
Samþykkt samhljóða.
4. Deiliskipulag íbúðabyggðar að Varmalandi - Breyting á deiliskipulagi
Samþykkt samhljóða.
5. Kleppjárnsreykir skólasvæði - breyting á deiliskipulagi
Breytingin tekur til afmörkunar skólalóðar þar sem hún er stækkuð að Snældubeinsstaðavegi og stækkun byggingarreita. Aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags haldast óbreyttir.
Kynnt var frá 27.03.2025-27.04.2025 fyrir hagsmunaaðilum í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. 1 aðili kom með athugasemd á kynningartíma.
Málsmeðferð verður skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkominni athugasemd.
Samþykkt samhljóða.
6. Umsókn um stofnun lóða - Deildartunga 2
Lögð er fram ósk um stofnun nýrrar lóðar Deildartunga 2 spilda úr landi Deildartunga 2 lnr. 134400 í Borgarbyggð. Engin mannvirki eru á lóðinni. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu (sjá merkjalýsingu). Lóðin er 2145 fm að stærð og skilgreind sem landbúnaðarland og verslun og þjónusta í aðalskipulagi.
Óskað var efir mati ráðunautar á landinu þar sem kemur fram að lóðin sé í flokki 1 sem mjög gott ræktunarland.
Meðfylgjandi er merkjalýsing lóðarinnar dags. 14.11.2024 og mat ráðunautar á landinu.
Samþykkt samhljóða.
7. Varmalækur (lnr. 133917)_Umsókn um skógrækt
Grenndarkynnt var í gegnum Skipulagsgátt frá 15.01.2025 til 13.02.2025. Engar athugasemdir komu frá hagsmunaaðilum en umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum, Minjastofnun Íslands, Náttúruverndarstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Landi og skógi.
Framkvæmdaraðili lét vinna minjaskráningu á svæðinu sem skilað hefur verið inn til sveitarfélagsins og tillit tekið til þeirra í ræktunaráætlun.
Náttúruverndarstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands gerðu athugasemdir við áætlaða framkvæmd Lögð eru fram svör framkvæmdaaðila vegna athugasemdanna.
Samþykkt samhljóða.
8. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 53
9. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 54
9.1
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 2755 fm lóð, Brákarbraut 27,úr Borgarneslandi lnr.191985 þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn atvinnuhúsalóð
9.2
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 7.914 fm lóð, Lautin,úr upprunalandinu Snældubeinsstaðri lnr.134462 þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn lóð.
9.3
Skipulagsfulltrúi vísar málinu til skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu.
9.4
Skipulagsfulltrúi óskar eftir frekari gögnum varðandi áætlaða framkvæmd.
9.5
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi vegna sjóvarnargarða með vísan til framlagðra gagna. Leiðbeiningar og skilyrði varðandi þær framkvæmdir sem sótt er um og eru á valdi skipulagsfulltrúa munu koma fram í framkvæmdaleyfi.
9.6
Skipulagsfulltrúi sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi sumarhúsasvæðis í landi Flesjustaða. Breytingin tekur gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
9.7
Skipulagsfulltrúi sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi Bjarnastaða. Breytingin tekur gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
9.8
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.