Byggðarráð Borgarbyggðar

706. fundur

30. apríl 2025 kl. 08:15 - 00:00

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Davíð Sigurðsson - formaður
Guðveig Eyglóardóttir - varaformaður
Sigurður Guðmundsson boðaði forföll og Ragnhildur Eva Jónsdóttir - varamaður sat fundinn í hans stað

Starfsmenn

Lilja Björg Ágústsdóttir - Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Lilja Björg Ágústsdóttir - sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Dagskrá

1. Innkaupareglur Borgarbyggðar
2012005

Framlögð drög að uppfærðum innkaupareglum Borgarbyggðar sbr. afgreiðslu frá fundi byggðarráðs nr. 700. Til fundarins kemur Þórunn Unnur Birgisdóttir verkefnastjóri hjá Borgarbyggð.

Uppfærðar innkaupareglur lagðar fram. Sveitarstjóra falið að fullvinna og leggja fyrir sveitastjórn til staðfestingar.



Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


2. Mælaborð um rekstur Borgarbyggðar
2401059

Farið yfir þróun rekstrar og fjárfestingar Borgarbyggðar á fyrstu þremur mánuðum ársins 2025.

Farið yfir þróun rekstrar og fjárfestinga fyrstu þrjá mánuði ársins. Launakostnaður ársins er kominn fram úr áætlun og ástæða til að fylgjast sérstaklega með þeim þætti. Eiríkur Ólafsson, fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.



Samþykkt samhljóða



3. Fyrirkomlag útboðs og úthlutunar lóða í Bjargslandi
2504238

Framlagt erindi frá Borgarverki með ósk um að Borgarbyggð sjái um útboð og úthlutun lóða í Bjargslandi nánar tiltekið þeim lóðum sem heyra undir samning um uppbyggingu íbúðahverfis í Bjargslandi II frá í október 2022.

Byggðarráð tekur vel í ósk Borgarverks og felur sveitarstjóra að vinna að nánari útfærslu í samstarfi við Borgarverk, með fyrirvara um heimildir sveitarfélagsins, og leggja til staðfestingar hjá sveitarstjórn.





Samþykkt samhljóða



4. Umsókn um stofnun lóðar Hrafnaflöt 1,3,5
2504226

Framlögð umsókn um raðhúsalóðir við Hrafnaflöt 1, 3 og 5 á Hvanneyri.

Byggðarráð samþykkir að úthluta raðhúsalóðum við Hrafnaflöt 1, 3 og 5 á Hvanneyri til Jóns Ottesen og Þorvaldar Gíslasonar fyrir hönd óstofnaða einkahlutafélagsins Grímars ehf.



Samþykkt samhljóða



5. Samningsgerð um rekstur tjaldsvæðis á Varmalandi
2503026

Lögð fram drög að samningi við Hótel Varmaland ehf. um rekstur tjaldsvæðisins á Varmalandi.

Byggðarráð samþykkir framlögð drög og felur sveitarstjóra að fullvinna í samræmi við umræðu á fundi og leggja fyrir sveitarstjórn til fullnaðarafgreiðslu.



Samþykkt samhljóða



6. Fundarboð fyrir aðalfund Nemendagarða MB ehf.
2504084

Framlagt boð á aðalfund Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar sem fram fer 9. maí 2025. Sveitarstjóri mætir á aðalfundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Framlagt og byggðarráð felur sveitarstjóra að mæta á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.



Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


7. Skipurit Borgarbyggðar
2504240

Umræða um skipurit Borgarbyggðar og hvernig það styður við verkefni sveitarfélagsins.

Guðný Elíasdóttir sviðsstjóri mætti til fundarins. Rætt um skipurit skipulags- og umhverfissviðs. Byggðarráð tekur vel í þær breytingar sem lagt er upp með í tengslum við skipulags- umhverfissvið og felur sveitarstjóra að fullvinna útfærslu á breyttu skipuriti. Einnig að taka saman upplýsingar um mögulegan kostnaðarauka vegna breytinganna og leggja fyrir byggðarráð að nýju.





Samþykkt samhljóða





8. Verkefnastaða á skipulags- og umhverfissviði
2504237

Yfirferð um stöðu framkvæmda og fleiri verkefna á skipulags- og umhverfissviði. Til fundarins kemur Guðný Elíasdóttir sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs fór yfir verkefnastöðu og stöðu framkvæmda.



Samþykkt samhljóða



Fundi slitið - kl. 00:00