Fundargerð
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
242. fundur
29. apríl 2025 kl. 13:00 - 00:00
á skrifstofu byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
Starfsmenn
Dagskrá
1. Bjarnastaðir 134637 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir hesthúsi með reiðskemmu. Mhl 19. Stærð 450m2. Byggingin er stálgrindarhús klætt með PIR stálsamlokueiningum á veggjum og þaki á steyptar undirstöður.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Jón Þór Jónsson
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
2. Hraunholt 136058 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir byggingu gistiheimilis sem byggt er úr gámaeiningum. Heildarstærð:179.1m2. Mhl-16.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Jökull Helgason
Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
3. Mávaklettur 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir breyttri notkun á bílskúr í íbúð.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Helgi Kjartnasson
Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum
4. Hítarneskot 136057 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir byggingu tveggja gistiskála.
Mhl-01 og mhl-02. Hvort hús um sig er 42m2. Um er að ræða timburbyggingar á steyptar undirstöður.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Sigursteinn Sigurðsson
Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum
5. Birkiflöt 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir sumarhúsi á einni hæð. Stærð 89m2. Mhl-01. Húsið er timburhús á steyptum undirstöðum.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Jón Logi Sigurbjörnsson
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
6. Brákarbraut 25 - Umsókn um byggingarleyfi (Niðurrif)
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir niðurrifi/afskráningu á húshlutum í Brákarey. Um er að ræða matshluta:
01-frystihús
13-afgreiðsluhús
10-reykhús
12-aðstöðuhús
06-verksmiðjuhús
Fylgigögn: Veðbókarvottorð og niðurrifsáætlun.
7. Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Ársel
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir frístundarhúsi á einni hæð. Stærð 36.9m2. Húsið er byggt úr timbri á steyptar undirstöður. Mhl-01.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Valbjörn Ægir Vilhjálmsson
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum
8. Kiðárbotnar 60 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir gestahúsi (mhl-02) á einni hæð. Húisið er byggt úir timbri á steyptar undirstöður. Stærð:35m2 .
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Helgi S. Ólafsson
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
9. Kiðárbotnar 62 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir geymsluhúsi á einni hæð. Mhl-02. Stærð 28m2. Húsið er byggt úr timbri á steyptar undirstöður.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Helgi S. Ólafsson
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
10. Hvítárvellir 1 133886 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir byggingu húss sem í verður íbúð, bílgeymsla og athafnarými. Húsið er á einni hæð með aðskildum rýmun miðað við fyrirhugaða notkun. Stærð 185m2. mhl-22.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Ómar Pétursson
Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
11. Íþróttasvæði - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir fjölnota íþróttahúsi sem ætlað fyrir æfingar og keppnir í íþróttum, en einnig fyrir stærri samkomur á vegum sveitarfélagsins. Húsið samanstendur af knattspyrnuvelli og frjálsíþróttasvæði ásamt stoðrýmum. Húsið er grundað á forsteyptum rekstaurum sem reknir eru niður á fastan botn. Megin byggingarefni hússins eru steypa, stál og yleiningar. Heildarstærð hússins er 3875.5m2.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Erna Þráinsdóttir
Skipulagsfulltrúi hefur gefið út framkvæmdarleyfi vegna styrkingar og endurbætur á flóðavörnum fyrir svæðið.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar undirritaðir uppdrættir og önnur gögn hafa borist.
12. Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Melur 136020 - Flokkur 1,
Erindi: Um er að ræða endurnýjun á umsókn dags 28.02.2023
Sótt er um leyfi fyrir stækkun á núverandi vélageymslu. stækkun 120.5m2. mhl. 22.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Nýhönnun ehf
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
13. Fjóluklettur 12 L215395 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir íbúðarhúsi á tveimur hæðum. Birt flatarmál er 141.7m2. Húsið er timburhús á steyptum undirstöðum.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: María Guðmundsdóttir
Erindinu er frestað og vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
14. Melabraut 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir byggingu iðnaðarhúss á sameinaðri lóð á Melabraut 4a og 4b. Stærð: 1687m2. Húsið er stálgrindarhús klætt með yleiningum á steyptar undirstöður. mhl-01.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Vigfús Halldórsson
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.