Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa

54. fundur

29. apríl 2025 kl. 11:00 - 12:00

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Ásgerður H Hafsteinsdóttir - verkefnisstjóri
Elín Davíðsdóttir - verkefnisstjóri
Drífa Gústafsdóttir - skipulagsfulltrúi

Starfsmenn

Fundargerð ritaði: Elín Davíðsdóttir - Verkefnastjóri

Dagskrá

1. Umsókn um stofnun lóða - Brákarbraut 27
2503306

Lögð er fram ósk um afmörkun lóðar Brákarbraut 27 L 194759 úr landi Borgarbyggðar lnr. 191985 í Borgarbyggð. Mannvirki eru á lóðinni. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin er 2755 fm að stærð og skilgreind sem lóð í aðalskipulagi.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 2755 fm lóð, Brákarbraut 27,úr Borgarneslandi lnr.191985 þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn atvinnuhúsalóð



2. Snældubeinsstaðir - Umsókn um stofnun lóða
2405269

Lögð er fram ósk um stofnun nýrrar lóðar Lautin úr landi Snældubeinsstaða lnr. 134462 í Borgarbyggð. Engin mannvirki eru á lóðinni. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu . Lóðin er 7914 fm að stærð og skilgreind í aðalskipulagi sem landbúnaðarland.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 7.914 fm lóð, Lautin,úr upprunalandinu Snældubeinsstaðri lnr.134462 þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn lóð.



3. Umsókn um stofnun lóða - Deildartunga 2
2411172

Lögð er fram ósk um stofnun nýrrar lóðar Deildartunga 2 spilda úr landi Deildartunga 2 lnr. 134400 í Borgarbyggð. Engin mannvirki eru á lóðinni. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu (sjá merkjalýsingu). Lóðin er 2145 fm að stærð og skilgreind sem landbúnaðarland og verslun og þjónusta í aðalskipulagi.

Skipulagsfulltrúi vísar málinu til skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu.



4. Fyrirspurn um skipulagsmál - Ölvaldsstaðir 2
2504143

Sótt er um leyfi til að opna skurð á flæðiengjum að Ölvaldsstöðum 2. Skurðurinn er 350m að lengd, 2,5m breiður og 2m djúpur og lokaður í báða enda. 10m öðru megin og 7m hinu megin. Skurðurinn er fullur af vatni og hættulegur mönnum og dýrum og er því sótt um að opna hann og hleypa úr honum.

Skipulagsfulltrúi óskar eftir frekari gögnum varðandi áætlaða framkvæmd.



5. Sjóvarnagarðar - umsókn um framkvæmdaleyfi
2504004

Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna sjóvarna við íþróttasvæði í Borgarnesi. Framkvæmdin er í tengslum við uppbyggingu á fjölnotahúsi á svæðinu. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins, íþróttasvæði, deiliskipulag m.s.br. frá því í febrúar 2025.

Markmið framkvæmdarinnar er að verja svæðið og mannvirki fyrir ágangi sjávar og er frumhönnun, hæð og útfærsla á varnargarðinum, í samræmi við greiningar sem gerðar voru á svæðinu af hönnunaraðila Eflu hf.

Varnagarðurinn er skilgreindur frá mörkum Vesturnesi/Settutanga að mörkum austasta hluta íþróttasvæðisins við Borgarvog, neðan Þorsteinsgötu 5.

Varnargarðinum er skipt upp í þrjá áfanga sem eru eftirfarandi:

1. Stöð 0 - 200

2. Stöð 200 - 400

3. Stöð 400 - 560

Óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna áfanga 1 og 2.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi vegna sjóvarnargarða með vísan til framlagðra gagna. Leiðbeiningar og skilyrði varðandi þær framkvæmdir sem sótt er um og eru á valdi skipulagsfulltrúa munu koma fram í framkvæmdaleyfi.



6. Flesjustaðir_Umsókn um deiliskipulagsbreytingu
2502141

Sveitarstjórn samþykkti þann 13.03.2025 að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi sumarhúsasvæðis í landi Flesjustaða í Kolbeinsstaðahreppi frá árinu 1999.

Breytingin tekur til skilmála en skipulagsuppdráttur helst óbreyttur. Byggingarmagn allra lóða er aukið úr 80fm í 150fm en þegar eru til staðar sumarhús á 3 lóðum. Breytingin er ekki í ósamræmi við þá byggð sem fyrir er 30,8-77,2fm.

Kynnt var frá 26.03.2025-25.04.2025 fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.

Skipulagsfulltrúi sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi sumarhúsasvæðis í landi Flesjustaða. Breytingin tekur gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.



7. Bjarnastaðir - umsókn um deiliskipulag - 134637
2503110

Skipulagsfulltrúi samþykkti á afgreiðslufundi nr. 51 þann 18.03.2025 að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Bjarnastaða. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og óskað eftir umsögnum í gegnum skipulagsgátt frá 27.03.25-27.04.25. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.

Skipulagsfulltrúi sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi Bjarnastaða. Breytingin tekur gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.



8. Melaleiti - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2411092

Á 50. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 18. febrúar 2025 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi á frístundahúsi í landi Melaleitis í Lundarreykjadal L235421. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og óskað eftir umsögnum í gegnum skipulagsgátt. Kynningartíminn var frá 25.02.2025-27.03.2025. Engar athugasemdir varðandi fyrirhugaða uppbyggingu bárust á kynningartíma.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Fundi slitið - kl. 12:00