Velferðarnefnd Borgarbyggðar
159. fundur
22. apríl 2025 kl. 09:00 - 11:00
í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
Guðveig Eyglóardóttir - formaður
Kristín Erla Guðmundsdóttir - aðalmaður
Kristján Ágúst Magnússon - aðalmaður
Logi Sigurðsson - varamaður
Sigrún Ólafsdóttir - varamaður
Starfsmenn
Erla Björg Kristjánsdóttir - félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Erla Björg Kristjánsdóttir - félagsmálastjóri
Dagskrá
1. Trúnaðarbók 2025
2501057
Lagðar fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi og afgreiddar umsóknir um fjárhagsstyrk.
Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustu starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
2. Samræmd móttaka flóttafólks
2303023
Lagt til kynningar fyrir velferðarnefnd hver staða mála er í samræmdri móttöku flóttafólks í Borgarbyggð. Heiðrún Halldórsdóttir verkefnastjóri fer yfir stöðu mála.
Ljóst er að sveitarfélagið ber töluverðan og fjárhagslegan þunga vegna fjölda flóttafólks sem hefur verið búsett í yfir tvö ár og framlag frá ríkinu, eða réttur sveitarfélaga til endurgreiðslu er ekki lengur til staðar skv. 15. gr. laga um félagsþjónustu nr. 40/1991. Mikilvægt er að fylgjast vel með þessari þróun. Samhliða því verður áfram unnið að því að fækka þeim sem þurfa á fjárhagsaðstoð að halda og markvisst auka þann hóp flóttamanna sem sækir atvinnu og eru virkir þáttakendur í samfélaginu. Erindi er vísað til Byggðarráðs til kynningar.
Heiðrún Halldórsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
3. Notendaráð og samráðshópur í málefnum fatlaðs fólks
2003205
Þann 13.03.25 síðastliðinn staðfesti sveitastjórn erindisbréf fyrir notendaráð i málefnum fatlaðra. Kjörnir fulltrúar hafa í tvígang hitt þá einstaklinga sem boðið hafa sig fram til setu í notendaráði. Lagt er til að aðalmenn í ráðinu verði: Ragnheiður Steina Ólafsdóttir, Þórður Káraason og Guðmundur Stefán Guðmundssón sem jafnframt hefur boði sig fram sem varaformann ráðsins. Lagt er til að Unnar Eyjólfur Jensson, Ölver Bjarnason og Guðmundur Ingi Einarsson verði varamenn í ráðinu. Tilnefningar hafa verið kynntar fyrir hópnum og voru þær samþykktar samhljóða.
Velferðarnefnd fagnar að notendaráð fatlaðs fólks er nú fullskipað. Fundargerðir notendaráðs verða kynntar fyrir Velferðarnefnd auk þess sem nenfdin getur óskað eftir að mál séu tekin til umsagnar í ráðinu.
4. Samræmt áfallateymi í Borgarbyggð
2504086
Samræmt áfallateymi tryggir skjót, samhæfð og fagleg viðbrögð þegar áföll dynja yfir. Með samvinnu ýmissa stofnanna í sveitarfélaginu er hægt að auka fagmennsku, létta álag á kerfum og tryggja heildræna og samfellu í þjónustu við eintaklinga og fjölskyldur. Lagt er til að kallaðir verði saman fulltrúar frá: heilbrigðisstofnun Vesturlands, Rauða krossinum, lögreglunni, þjóðkirkjunni og björgunarsveit ásamt fulltrúum frá Borgarbyggð, með það að markmiði að leggja drög að slíkri samvinnu.
Velferðarnefnd leggur mikla áherslu á að stofnað verði samræmt áfallateymi í Borgarbyggð. Nefndin felur félagsmálstjóra að boða fulltrúa frá þeim stofnunum sem gætu komið að slíku teymi til samráðs. Framvinda verður kynnt nefndinni á næsta fundi.
Fundi slitið - kl. 11:00