Dagskrá
1. Sæunnargata 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2503170
Lögð er fram umsókn um leyfi til að breyta skráningu á bílskúr í íbúð. Bílskúrinn er steinsteyptur með timburþaki samtals 44 m² að stærð.
Skipulagsfulltrúi vísar málinu til skipulags- og byggingarnefndar.
2. Strýtusel 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2503095
Lögð er inn umsókn um byggingarleyfi fyrir byggingu frístundarhús, 140 m2, ásamt gestahúsi, 61 m2, að Strýtuseli 9 (L172682).
Byggt er úr timbri á steyptar undirstöður.
Ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag af svæðinu.
Landnotkun er skilgreind frístundarbyggð í aðalskipulagi.
Skipulagsfulltrúi vísar erindinu á fund skipulags- og byggingarnefndar.
3. Borgarvík 17 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2503071
Lögð hefur verið umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr, stærð 42 m2 við hlið einbýlishússins við Borgarvík 17 (L135537). Ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag af svæðinu. Erindið þarf að grenndarkynna.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði í gegnum skipulagsgátt fyrir eigendum að Borgarvík 15, 16, 18, 19 og 20. Skipulagsfulltrúi telur að áætluð uppbygging sé í samræmi við yfirbragð núverandi byggðar.
4. Umsókn um stofnun lóða - Stuttárbotnar 1
2503096
Lögð er fram ósk um breytta stærð lóðar Stuttárbotnar 1 L177264 úr landi Husafells 3 lnr.134495 í Borgarbyggð. Engin mannvirki eru á lóðinni. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin er 1250 fm að stærð og skilgreind sem frístundalóð í aðalskipulagi (sumarbústaðalóð í frístundabyggð NAFN (F#)).
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 1250 fm/ha lóð, Stuttárbotnar 1,úr upprunalandinu Húsafellslandi 3 lnr. 134495 þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn Frístundalóð.
Samþykki landeiganda fyrir breytingu á lóðinni liggur fyrir og umfang og útmörk lóðarinnar er í samræmi við deiliskipulagstillögu fyrir svæðið sem nú er í kynningu. Skipulagsfulltrúi bendir jafnframt á að ef einhver breyting verður á útmörkum lóðarinnar í deiliskipulagsferli getur komið til þess að skila þurfi inn nýrri merkjalýsingu.
5. Laugagörn Safholtsveggjum
2502291
Lögð er fram ósk um stofnun nýrrar lóðar Laugagörn 5 úr landi Stafholtsveggja 2 lnr. 194129 í Borgarbyggð. Engin mannvirki eru á lóðinni. Deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin er 7.096 fm að stærð og skilgreind sem verslunar og þjónustusvæði í aðalskipulagi.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 7.096 fm lóð, Laugagörn 5,úr Stafholtsveggjum 2 lnr. 194129 þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn íbúðarhúsalóð.
6. Umsókn um stofnun lóða Snorrastaðir
2503115
Lögð er fram ósk um stofnun nýrrar lóðar Snorrastaðir Ferðaþjónusta úr landi Snorrastaða lnr. 136084 í Borgarbyggð. mannvirki eru á lóðinni.ekkert deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin er 35.000 fm að stærð og skilgreind sem land.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 35.000 fm lóð, Snorrastaðir ferðaþjónusta,úr upprunalandinu Snorrastaðir lnr. 136084 þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn land.
7. Umsókn um stofnun lóða - Birkiflöt 11
2503323
Lögð er fram ósk um afmörkun lóðar Birkiflöt 11 L 177208 úr landi Húsafells 3 lnr. 134495 í Borgarbyggð. Engin mannvirki eru á lóðinni. Lóðin var 1000 fm en verður 1250 fm að stærð eftir breytingu og skilgreind sem sumarhúsalóð.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 1250 fm lóð, Birkiflöt 11, úr Húsafelli 3 lnr. 134495 þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn sumarhúsalóð.
Samþykki landeiganda fyrir breytingu á lóðinni liggur fyrir og umfang og útmörk lóðarinnar er í samræmi við deiliskipulagstillögu fyrir svæðið sem nú er í kynningu. Skipulagsfulltrúi bendir jafnframt á að ef einhver breyting verður á útmörkum lóðarinnar í deiliskipulagsferli getur komið til þess að skila þurfi inn nýrri merkjalýsingu.
8. Erindi um klettaklifursvæði í Borgarnesi
2503123
Afgreiðsla frá fundi skipulags- og byggingarnefndar nr. 75, klettaklifursvæði í Borgarnesi. "skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa leyfi fyrir klifurleiðum í klettunum."
Skipulagsfulltrúi heimilar Óðali að setja upp 4 klifurleiðir i klett við Landnámssetrið og telur málið ekki framkvæmdaleyfisskilt.
Leyfisbréf verður sent málsaðila.