Fundargerð
Sveitarstjórn Borgarbyggðar
263. fundur
10. apríl 2025 kl. 16:00 - 17:42
í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
Starfsmenn
Dagskrá
1. Skýrsla sveitarstjóra
2. Ársreikningur Borgarbyggðar 2024
Lögð er fram tillaga að vísa ársreikningi Borgarbyggðar 2024 til seinni umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða
Davíð Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirhluta sveitarstjórnar B lista: Rekstur Borgarbyggðar gekk vel á árinu 2024 og heilbrigður afgangur var af rekstri. Samtals var fjárfest fyrir 1,0 ma.kr. og ekki hefur áður verið fjárfest jafn mikið af hálfu sveitarfélagsins. Sjóðstreymi frá rekstri var sterkt og því tókst að fjárfesta án þess að ráðast í lántöku.
Skuldastaða Borgarbyggðar er með hagstæðasta móti samanborið við önnur sveitarfélög. Skuldaviðmið samstæðu Borgarbyggðar er 35% samanborið við 150% lögbundið hámark en meðaltal í landinu upp á 109%. Sveitarfélagið er því afar vel í stakk búið til að halda áfram á braut uppbyggingar.
Það er íbúum, og öðrum sem leið eiga um sveitarfélagið, ljóst að framkvæmdatímabil er hafið. Okkar stærsta fjárfesting á liðnu ári var í endurbyggingu á húsnæði Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og er sú framkvæmd vel á veg komin. Verulega var fjárfest í skólahúsnæði á Varmalandi vegna færslu leikskólans Hraunborgar frá Bifröst að Varmalandi. Þar að auki hefur verið fjárfest umtalsvert í gatnagerð og gangstígum.
Mikið líf hefur færst í uppbyggingu húsnæðis í sveitarfélaginu. Brákarhlíð og Nemendagarðar MB byggja fyrir námsmenn og eldra fólk. Fjölbýlishús rísa í Borgarnesi, sérbýli á Hvanneyri og innan skamms verða auglýstar lóðir til úthlutunar í nýju hverfi í Bjargslandi. Framkvæmdir við nýtt fjölnota íþróttahús eru hafnar og í sumar verður lokið við endurbætur í Grunnskólanum í Borgarnesi. Gert er ráð fyrir að hefja kennslu í nýrri byggingu á Kleppjárnsreykjum fyrir áramót og í sumar verða framkvæmdir við götur og stíga, ásamt því að hafist verður handa við lýsingu frá hesthúsahverfinu í Borgarnesi upp að Einkunnum. Framundan er tímabil framkvæmda og uppskeru.
Rekstur Borgarbyggðar gengur vel, en það eru blikur á lofti. Eins og ársreikningurinn ber með sér er veruleg undirliggjandi hækkun á kostnaði við félagsþjónustu. Kostnaðarþátttaka ríkisins í málaflokknum var minni en áætlað var og mun draga enn frekar úr henni á yfirstandandi ári. Þá munu kjarasamningar kennara leiða til hækkunar á rektrarkostnaði. Loks er ástæða til að hafa áhyggjur af þróun heimsmála.
Byggðarráð hefur ákveðið að ráðast í markvissa vinnu við að rýna fjárhag sveitarfélagsins til að styrkja enn frekar sjálfbærni í rekstri. Mun afrakstur þeirrar vinnu verða kynntur áður en vinna við fjárhagsáætlun 2026 hefst.
Á árinu 2024 var ákveðið að fjárfesta í félagsþjónustu sveitarfélagsins, bætt var í viðhald gatna og annarra mannvirkja, breytingar gerðar á skólamálum, rekstur slökkviliðs, félagslegra íbúða, ljósleiðara og sorpþjónustu tekinn til sérstakrar skoðunar svo dæmi séu tekin. Markmiðin heilt yfir þessa vinnu voru að bæta eða samræma þjónustu og fara betur með fjármuni sveitarfélagsins.
Tilefni er til að vekja sérstaka athygli á afkomu af sorpþjónustu sveitarfélagsins. Vegna mikils hallareksturs og skuldasöfnunar undanfarin ár var ráðist í víðtækar aðgerðir bæði á tekju- og kostnaðarhlið ásamt því að íbúar voru hvattir til dáða í flokkun úrgangs. Þær aðgerðir hafa skilað betri árangri en við þorðum að vona og afkoma í málaflokknum var jákvæð um 51 m.kr. Að hluta skýrist árangurinn af hærri greiðslum frá Úrvinnslusjóði en gert var ráð fyrir, sem koma til vegna betri flokkunar en ekki síst vegna þeirra aðhaldsaðgerða sem höfðu meiri áhrif en reiknað var með. Þessi árangur leiðir til þess að greitt hefur verið inn á skuld málaflokksins við sveitarsjóð. Þessi árangur leiðir einnig til þess að hægt verður að horfa til lækkunar gjaldskrár sorpþjónustu í sveitarfélaginu. Því ber að fagna.
Að lokum er rétt að koma á framfæri þökkum til starfsmanna og stjórnenda innan sveitarfélagsins fyrir þeirra hlut í þeim árangri sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins.
Ragnhildur Eva lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd fulltrúa D lista í sveitarstjórn: Fulltrúar sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Borgarbyggðar lýsa yfir ánægju með rekstrarniðurstöðu Borgarbyggðar fyrir árið 2024. Niðurstaðan sýnir sterkan rekstur og góða fjárhagsstöðu sem tryggir sveitarfélaginu burði til að bæta sína innviði, halda uppi góðri þjónustu við íbúa sveitarfélagsins og möguleika á að lækka álögur á íbúa án þess að það hefði veruleg áhrif á rekstur sveitarfélagsins.
Til máls tóku: DS og REJ
3. Viðauki við fjárhagsáætlun 2025
Samþykkt samhljóða
4. Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga 2025
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Jafnframt er Stefáni Brodda Guðjónssyni, kt. 230771-4649, sveitarstjóra Borgarbyggðar veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Borgarbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Áformað er að lántakan fari fram í skrefum sem samræmast fjárþörf sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða
5. Gjaldskrár 2025
Samþykkt samhljóða
6. Kosningar í ráð og nefndir 2022-2026
Samþykkt samhljóða
7. Aðalskipulag - Endurskoðun - Vinnslutími
Samþykkt samhljóða
Til máls tók: DS og KÁM
8. Snjómokstursreglur í dreifbýli
Samþykkt samhljóða
9. Brákarbraut 25, gamla sláturhúsið - áætlun um niðurrif
Ragnhildur Eva Jónsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd fulltrúa D- lista í sveitarstjórn: Það er skilningur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Byggðaráði að í framhaldi af fundi Byggðaráðs þann 27. mars hafi átt að leita lögfræðiálits á næstu skrefum vegna útoðs niðurrifs í eyjunni og leggja fyrir næsta fund Byggðaráðs þann 3. apríl. Þegar frestur um framlagningu gagna fyrir þann fund rann út kom í ljós að ekkert lögfræðiálit lá fyrir. Á Byggðarráðsfundinum 3. apríl kl 11, eftir að fundur hafði staðið í rúmar tvær klukkustundir, barst síðan lögfræðiálit á stöðu málsins, þar sem fram kom að óskað hefði verið eftir því áliti seinnipartinn 2. apríl eða um það bil 13 klukkustundum fyrir Byggðarráðsfundinn.
Vert er að minna á það að gögn vegna funda skulu berast 48 klukkustundum fyrir fund.
Þetta mál telst þess eðlis að kjörnir fulltrúar þurfa að fá tíma til að kynna sér málið og þau gögn sem eiga að fylgja málinu. Aðdragandi þessa máls og hvernig á því var haldið er algjörlega óásættanlegt að mati fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þessi vinnubrögð af hálfu sveitarfélagsins eru óvönduð og ekki boðleg þeim fulltrúum sem síðan byggja ákvarðanir á fyrirliggjandi gögnum. Af þessum ástæðum situr fulltrúi sjálfstæðisflokksins hjá undir þessum lið.
Samþykkt með 7 atkvæðum (EMJ, GLE, DS, EÓT, LS, SÓ, TDH) tveir sitja hjá (REJ og KÁM)
Til máls tók: REJ, SBG, DS, REJ, REJ
10. Snjómokstur í dreifbýli- Útboð 2025
Samþykkt samhljóða
11. Endurbætur á miðálmu Grunnskólans í Borgarnesi
Samþykkt samhljóða
Ragnhildur Eva Jónsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd fulltrúa D-lista í sveitarstjórn: Þó að fulltrúi sjálfstæðisflokksins hafi hér fyrr á fundi hrósað fyrir vel rekið sveitarfélag síðasta árið, þá er þess virði að við staldra við og athuga hvort ekki sé hægt að gera betur.
Þetta verkefni er annað verkefnið á stuttum tíma sem ekki gengur eftir, hvort sem um ræðir fjárhagslegar áætlanir, tímalegar áætlanir eða verktakaval. Því er nauðsynlegt að velta fyrir sér hvers vegna það reynist sveitarfélaginu svona gríðarlega erfitt að ná þeim markmiðum sem sett eru og fara eftir þeim áætlunum sem samþykktar eru.
Í desember á síðasta ári lýsti minnihlutinn áhyggjum yfir því að meirihlutinn og kerfið réði ekki við stjórnun framkvæmdaverkefna og kostnaðar þeirra. Þar væri um er að ræða mikið áhyggjuefni þar sem fjárfestingaráform meirihlutans eru gríðarleg og mörg verkefni voru opin á þessum tíma.
Framkvæmdir sveitarfélagsins fara alla jafna langt fram úr kostnaði, það ílengist í þeim tímaramma sem samið hefur verið um eða áreiðanleikakönnun á verktökum hefur ekki farið fram sem skildi. Þetta er mjög miður og vil ég brýna mitt samstarfsfólk, meirihlutann, í að leggja á sig enn frekari vinnu til að hafa aga og eftirlit á framkvæmdum sveitarfélagsins okkur öllum til hagsbóta.
Til máls tóku: EÓT, SBG, REJ og DS
12. Uppbygging í Borgarbyggð - kynningar- og markaðsmál
Samþykkt samhljóða
13. Sparkvöllur á Hvanneyri - ástand og erindi um endurbætur
Byggðarráð tekur undir með íbúum á Hvanneyri að tímabært er að endurnýja gervigrasvöllinn á Hvanneyri. Hann er mikið notaður í frístundum, íþróttastarfi og leik barna í tengslum við skólastarf. Kynnt var ítarleg kostnaðaráætlun, lögð fram tillaga að fyrirkomulagi endurbóta. Ljóst er að völlurinn [liggur] undir skemmdum ef ekki verður brugðist við.
Sveitarstjóra falið að láta ráðast í endurnýjun vallarins á þeim grundvelli enda rúmast hún innan fjárheimilda.
Samþykkt samhljóða."
Samþykkt samhljóða
14. Uppbygging íþróttamannvirkja í Borgarbyggð
Byggðarráð fagnar því að framkvæmdir eru nú hafnar við nýtt fjölnota íþróttahús í Borgarnesi. Áætlað er að byggingu hússins verði lokið haustið 2026. Þó svo framkvæmdir séu hafnar við fjölnota húsið þá er verkefnum byggingarnefndar íþróttamannvirkja ekki lokið. Áætlað er að hefja næsta áfanga uppbyggingar íþróttamannvirkja en í honum felst stækkun á íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi með nýjum íþróttasal. Byggðarráð felur byggingarnefnd íþróttamannvirkja að hefja undirbúning að hönnun og skipulagi á nýjum íþróttasal sem tengdur verður íþróttamiðstöðinni.
Samþykkt samhljóða.
Sonja og Kristinn fóru af fundi að afloknum þessum dagskrárlið."
Samþykkt samhljóða
Til máls tóku: EÓT og KÁM
15. Framtíð Hamarsbæjarins
Byggðarráð felur sveitarstjóra að láta stofna sér lóð utan um Hamarsbæinn. Í framhaldinu verði unnið að samkomulagi við Golfklúbb Borgarness um uppgjör á samningi milli aðila. Sveitarstjóra er falið að kynna drög að auglýsingu um sölu hússins fyrir byggðarráði að því loknu.
Samþykkt samhljóða."
Samþykkt samhljóða
16. Hagsmunasamtök landeigenda vegna Holtavörðuheiðarlínu 1
Sveitarstjórn Borgarbyggðar stendur heils hugar með landeigendum eins og öðrum íbúum í sveitarfélaginu. Að sama skapi hefur sveitarstjórn fullan skilning á mikilvægi þess að styrkja flutningskerfi raforku í landinu. Þessi tvö sjónarmið geta auðveldlega farið saman.
Framleiðsla og flutningur á raforku skapar mikil verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Það er óviðunandi að sú verðmætasköpun sé á kostnað landeigenda á línuleið flutningsmannvirkja. Það er sanngirnismál að greitt sé eðlilegt verð fyrir það land sem tekið er undir slík mannvirki. Það verð hlýtur að taka mið af þeim skorðum sem línan setur á nýtingu landsins og þeim miklu verðmætum sem línunni er ætlað að skapa.
Þegar línuleið Holtavörðuheiðarlínu 1 kemur til afgreiðslu á vettvangi á sveitarstjórnar verður eðlilega horft til þess hvort sanngirni hafi verið gætt í viðskiptum við landeigendur í sveitarfélaginu og þeir gangi sáttir frá borði.
Samþykkt samhljóða
Til máls tók: REJ
17. Lagning jarðstrengja í Borgarbyggð 2025
Samþykkt samhljóða
18. Fundir byggðarráðs og sveitarstjórnar á vormánuðum 2025
Fimmtudagur er hefðbundinn fundardagur byggðarráðs. Nú á vormánuðum fellur fimmtudagur í nokkrum tilvikum á lögbundinn frídag. Byggðarráð samþykkir eftirfarandi frávik frá hefðbundnum fundardegi, að fundir verði 16. apríl, 25. apríl, 30. apríl og 28. maí.
Samþykkt samhljóða."
Samþykkt samhljóða
19. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2025
20. Aðalfundur Reiðhallarinnar Vindási ehf.- 2025
Samþykkt samhljóða
21. Endurnýjun á fulltrúum í fulltrúaráði Háskólans á Bifröst
Samþykkt samhljóða
22. Aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur 2025
Samþykkt samhljóða
23. Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar 2025
Samþykkt samhhljóða
24. Aðalfundur Gleipnis 2025
Samþykkt samhljóða
25. Byggðarráð Borgarbyggðar - 701
25.1
Samþykkt samhljóða.
25.2
Framlagt en fulltrúar Borgarbyggðar á Landsþinginu eru Guðveig Eyglóardóttir, Davíð Sigurðsson og Sigurður Guðmundsson.
25.3
Framlagt og byggðarráð felur Lilju Björgu Ágústsdóttur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að mæta á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.Samþykkt samhljóða.
25.4
Framlagt.
25.5
Framlagt.
25.6
Framlagt.
25.7
Framlagt.
25.8
Framlagt.
25.9
Farið yfir rekstur Borgarbyggðar og framkvæmdir sveitarfélagsins árið 2024.
25.10
Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri Borgarbyggðar fór yfir samantekt um áætluð fjárhagsleg áhrif nýs kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Áætlað er að bein áhrif samninganna leiði til hækkunar á áætluðum launakostnaði um 123 m.kr. umfram fjárhagsáætlun en fyrirfram var áætlað að launakostnaður sveitarfélagsins vegna félaga í KÍ yrði 1.460 m.kr. Að teknu tilliti til áhrifa hækkunar útsvars eru hrein áhrif á rekstur áætluð um 105 m.kr. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna viðauka við fjárhagsáætlun til að mæta áætluðum kostnaðaráhrifum. Rekstraráætlun Borgarbyggðar 2025, fyrir áhrif nýrra samninga, gerir ráð fyrir afgangi af rekstri a-hluta að fjárhæð 152 m.kr. og að hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði verði 489 m.kr. Rekstur Borgarbyggðar er traustur og skuldastaða um nýliðin áramót með því hagstæðara sem gerist hjá sveitarfélögum. Mikil uppbygging stendur nú yfir og munu skuldir sveitarfélagsins hækka af þeim sökum. Það er því enn mikilvægara en áður að leita leiða til að efla undirliggjandi rekstrarafkomu Borgarbyggðar til lengri tíma. Byggðarráð leggur til að farið verði í markvissa yfirferð á rekstri sveitarfélagsins og kynntar verði hugmyndir að hagræðingu áður en vinna við fjárhagsáætlun 2026 hefst.Samþykkt samhljóða.Eiríkur og Kristín Lilja fóru af fundi að afloknum þessum dagskrárlið.
25.11
Sveitarstjóra falið að kanna hvort og þá með hvaða hætti sveitarfélagið getur orðið við beiðni Norðtungukirkjusóknar í samráði við sóknarnefnd og landeigendur. Samþykkt samhljóða.
25.12
Byggðarráð fagnar mikilvægu og tímabæru átaki í að efla raforkuöryggi í sveitarfélaginu og þakkar gott samstarf við RARIK. Byggðarráð heimilar sveitarstjóra að undirrita framlagða samninga um Kárastaðaland og Kárastaðaland flugvöll en óskar eftir samtali við RARIK um strengleið í Hamarslandi og í landi Einkunna með samlegðaráhrif í huga. Samþykkt samhljóða.
25.13
Sveitarstjóri kynnti framgang viðræðna sbr. afgreiðslu 699. fundar byggðarráðs.
25.14
Frisbee völlurinn í Borgarnesi hefur fest sig í sessi og laðar að gesti og gangandi. Byggðarráð vísar málinu til umsagnar í skipulags- og byggingarnefnd.Samþykkt samhljóða.
25.15
Byggðarráð tekur vel í erindið og vísar til umsagnar í skipulags- og byggingarnefnd.Samþykkt samhljóða.
25.16
Farið yfir þróun og framgang verksins.
26. Byggðarráð Borgarbyggðar - 702
26.1
Byggðarráð tekur undir með íbúum á Hvanneyri að tímabært er að endurnýja gervigrasvöllinn á Hvanneyri. Hann er mikið notaður í frístundum, íþróttastarfi og leik barna í tengslum við skólastarf. Kynnt var ítarleg kostnaðaráætlun, lögð fram tillaga að fyrirkomulagi endurbóta. Ljóst er að völlurinn stendur undir skemmdum ef ekki verður brugðist við. Sveitarstjóra falið að láta ráðast í endurnýjun vallarins á þeim grundvelli enda rúmast hún innan fjárheimilda. Samþykkt samhljóða.
26.2
Lagt fram og sveitarstjóra falið að mæta á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.Samþykkt samhljóða.
26.3
Framlagt.
26.4
Framlagt og sveitarstjóra falið að mæta á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.Samþykkt samhljóða.
26.5
Framlagt og sveitarstjóra falið að mæta fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.Samþykkt samhljóða.
26.6
Framlagt og sveitarstjóra falið að mæta á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.Samþykkt samhljóða.
26.7
Byggðarráð fagnar því að framkvæmdir eru nú hafnar við nýtt fjölnota íþróttahús í Borgarnesi. Áætlað er að byggingu hússins verði lokið haustið 2026. Þó svo framkvæmdir séu hafnar við fjölnota húsið þá er verkefnum byggingarnefndar íþróttamannvirkja ekki lokið. Áætlað er að hefja næsta áfanga uppbyggingar íþróttamannvirkja en í honum felst stækkun á íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi með nýjum íþróttasal. Byggðarráð felur byggingarnefnd íþróttamannvirkja að hefja undirbúning að hönnun og skipulagi á nýjum íþróttasal sem tengdur verður íþróttamiðstöðinni.Samþykkt samhljóða.Sonja og Kristinn fóru af fundi að afloknum þessum dagskrárlið.
26.8
Byggðarráð felur sveitarstjóra að láta stofna sér lóð utan um Hamarsbæinn. Í framhaldinu verði unnið að samkomulagi við Golfklúbb Borgarness um uppgjör á samningi milli aðila. Sveitarstjóra er falið að kynna drög að auglýsingu um sölu hússins fyrir byggðarráði að því loknu.Samþykkt samhljóða.
26.9
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2025. Í honum felst hækkun á hreinum á rekstrarkostnaði upp á samtals 106,6 m.kr. Þar vega þyngst hrein kostnaðaráhrif af nýjum kjarasamningi við Kennarasamband Íslands. Samþykkt er hækkun á framkvæmda- og fjárfestingaáætlun að fjárhæð 21,2 m.kr. vegna búnaðarkaupa í Grunnskólanum í Borgarnesi að fjárhæð 16,2 m.kr. og Haukagilsgirðingar að fjárhæð 5,0 m.kr.Samþykkt samhljóða og vísað til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn.
26.10
Lagt fram til kynningar.Eiríkur fór af fundi.
26.11
Byggðarráð samþykkir að stofnuð verði 15 fm lóð við Vallarás í samræmi við umsókn RARIK og samþykkir að henni verði úthlutað til RARIK. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.Samþykkt samhljóða.
26.12
Framlagt.
26.13
Fimmtudagur er hefðbundinn fundardagur byggðarráðs. Nú á vormánuðum fellur fimmtudagur í nokkrum tilvikum á lögbundinn frídag. Byggðarráð samþykkir eftirfarandi frávik frá hefðbundnum fundardegi, að fundir verði 16. apríl, 25. apríl, 30. apríl og 28. maí. Samþykkt samhljóða.
26.14
Byggðarráð tilnefnir Thelmu Dögg Harðardóttir í fulltrúaráð Háskólans á Bifröst í stað Helga Eyleifs Þorvaldssonar en skipun hans rennur brátt út í samræmi við reglur. Byggðarráð staðfestir ennfremur að Guðveig Eyglóardóttir verði áfram varamaður í fulltrúaráði skólans.Samþykkt samhljóða.
27. Byggðarráð Borgarbyggðar - 703
27.1
Drög að ársreikningi Borgarbyggðar fyrir árið 2024 lögð fram.Rekstur A-hluta Borgarbyggðar var gerður upp með 319 m.kr. afgangi á árinu 2024 en samstæða A- og B- hluta skilaði afgangi upp á 440 m.kr. Rekstrartekjur A-hluta námu 6.556 m.kr. og samstæðu 7.551 m.kr. og jukust um 10% milli ára. Hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 486 m.kr. af A-hluta og 773 m.kr. af samstæðu. Veltufé frá rekstri A-hluta var jákvætt um 668 m.kr. og handbært fé frá rekstri 728 m.kr. en samstæða Borgarbyggðar skilaði veltufé frá rekstri að fjárhæð 892 m.kr. og handbæru fé frá rekstri upp á 992 m.kr. Afkoma af rekstri er vel viðunandi og sjóðstreymi er sterkt sem endurspeglar góða fjárfestingargetu sveitarfélagsins. Afkoma af rekstri A-hluta er þó ívið lakari en árið áður og framlegð frá rekstri (EBITDA) var lægri en áætlað hafði verið, aðallega vegna meiri hækkunar á hreinum kostnaði við félagslega aðstoð en áætlað hafði verið.Á árinu 2024 fjárfesti sveitarfélagið í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir 1.018 m.kr. og var stærsta fjárfestingin í endurbyggingu Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum. Öll fjárfesting var fjármögnuð með sjóðstreymi frá rekstri og handbæru fé og því án lántöku. Heildareignir A-hluta Borgarbyggðar voru í árslok 2024 bókfærðar á 10,2 ma.kr. og eignir samstæðu á 12,6 ma. Skuldir og skuldbindingar A-hluta námu 3,9 ma.kr. og samstæðu 5,8 ma.kr. Hreinar vaxtaberandi skuldir A-hluta (án lífeyrisskuldbindinga) voru í árslok um 1,4 ma.kr. Skuldaviðmið skv. fjárhagslegu viðmiði sveitarstjórnarlaga var 27% í árslok 2024 fyrir A-hluta og 35% fyrir A- og B-hluta saman sem endurspeglar hagstæða skuldastöðu og gott svigrúm til fjárfestingar. Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningi Borgarbyggðar fyrir árið 2024 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.Samþykkt samhljóða.
27.2
Framlagt.
27.3
Framlagt.
27.4
Framlagt en umsóknin er nú til umfjöllunar hjá Lánasjóði sveitarfélaga en í umsókninni felst að lántaka vegna seinni hluta framkvæmda við endurnýjun húsnæðis GBF á Kleppjárnsreykjum og byggingar fjölnota íþróttahúss - knatthúss í Borgarnesi. Samtals er gert ráð fyrir að lántaka Borgarbyggðar hjá Lánasjóði sveitarfélaga verði 2,0 ma.kr. á árinu 2025.
27.5
Byggðarráð samþykkir framlagt samkomulag við Onno ehf. og vísar til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn.Samþykkt samhljóða.Eiríkur og Kristín Lilja fara af fundi.
27.6
Fyrirkomulagið verður með sama hætti og í fyrra. Markmiðið er að stytta það tímabil er sumarfrí starfsfólks hefur veruleg áhrif á þjónustu ráðhússins. Lagt er upp með að sem flestir starfsmenn taki sumarleyfi á þessum tíma fyrir utan einstaka starfsmenn í störfum þar sem ekki er mögulegt að verði rof á samfelldri þjónustu. Tryggt verður að nauðsynlegri þjónustu verði sinnt.
27.7
Lagður fram úrskurður í máli IKAN gegn Fornbílafjelagi Borgarfjarðar og Borgarbyggð dags. 31. mars 2025. Í úrskurði nefndarinnar er kröfu á hendur Borgarbyggð vísað frá.
27.8
Byggðarráð staðfestir riftun á samningi við Land og verk ehf. 510914-0230 um framkvæmdir við endurbætur á húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi. Verkinu hefur miðað hægt og er langt á eftir áætlun. Stefnt er að því að vinna hefjist á ný sem fyrst og mun vonandi ljúka í sumar. Grunnskólinn í Borgarnesi er stærsti vinnustaður sveitarfélagsins en um 340 börn eru við nám við skólann og starfsfólk ríflega 70 talsins. Þau eru beðin velvirðingar á þeim töfum sem orðið hafa og um leið þakkað fyrir skilninginn og æðruleysið.Samþykkt samhljóða.
27.9
Byggðarráð samþykkir framlögð útboðsgögn og vísar til sveitarstjórnar.Samþykkt samhljóða.
27.10
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði Ó.K. Gámaþjónusta - sorphirðu ehf. að öllum skilyrðum uppfylltum og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn. Samþykkt með tveimur atkvæðum (DS og GLE). Einn fulltrúi (REJ) sat hjá við afgreiðslu.Bókun REJ: Þar sem mikilvæg gögn um málið bárust ekki á tilsettum tíma situr fulltrúi Sjálfstæðisflokksins hjá við afgreiðslu þessa máls.Guðný og Hlynur fóru af fundi að afloknum þessum dagskrárlið.
27.11
Framlagt og mætir sveitarstjóri til aðalfundarins fyrir hönd sveitarfélagsins.
28. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 76
28.1
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir framlögð drög að útboðsgögnum með tilliti til þeirra breytinga sem gerðar voru á fundinum og leggur til við byggðarráð að fram fari útboð á grundvelli þeirra. Samþykkt samhljóða.
28.2
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti nýjar snjómokstursreglur í dreifbýli og leggur til við sveitarstjórn að staðfesta þær.Samþykkt samhljóða.
28.3
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir að verðlaun fyrir veidda refi og minka. Fyrir hlauparef, grendýr eða yrðling verða greiddar kr. 17.800,- og fyrir hvern veiddan mink kr. 12.900,- til samræmis við gildandi fjárhagsáætlun. Innifalið í verðlaunum er akstur og vinnulaun. Samningar við skyttur sveitarfélagsins gilda út árið 2025.Samþykkt samhljóða.
28.4
Gámar fyrir gróðurúrgang og timbur verða aðgengilegir vikuna 23.-29. apríl nk. á eftirfarandi stöðum: Bifröst Varmaland Hvanneyri - BÚT-hús Kleppjárnsreykir - gryfjan við Litla-Berg. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd minnir á ákvæði byggingarreglugerðar sem segir "Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan lóðarmarka. Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa eða runna fer út fyrir lóðarmörk við götur, gangstíga eða opin svæði er veghaldara eða umráðamani svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að undangenginni aðvörun". Samþykkt samhljóða.
28.5
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til að hreinsunarátak í dreifbýli verði með svipuðu sniði og undanfarin ár; gámar fyrir timbur til urðunar verði settir út sem hér segir: 5.-11. júní Bæjarsveit Brautartunga Bjarnastaðir - á eyrinni Síðumúli Lundar 13.-19. júní Lyngbrekka Lindartunga Eyrin við Bjarnadalsá (Norðurárdalur) Högnastaðir Ekki verði boðið upp á gáma fyrir málmúrgang að þessu sinni en stefnt verði að hirðingu málma í haust með svipuðu sniði og undanfarin ár þar sem málmúrgangur hefur verið sóttur heim að bæjum. Umhverfis-og landbúnaðarnefnd felur deildarstjóra umhverfis-og landbúnaðarmála að setja auglýsingu á vefmiðla sveitarfélagsins og hvetur íbúa til að hreinsa rusl í sínu nærumhverfi. Samþykkt samhljóða.
28.6
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsmanni nefndar að fullvinna gjaldskrá vegna Vatnsveitu Varmalands og leggja fyrir á næsta fundi nefndarinnar.Samþykkt samhljóða.
29. Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 75
29.1
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa leyfi fyrir klifurleiðum í klettunum.Samþykkt samhljóða.
29.2
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir að nánari útfærsla verði unnin í samráði við skipulagsfulltrúa.Samþykkt samhljóða.
29.3
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir lýsingu til auglýsingar fyrir Baulu - þjónustumiðstöð skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga 123/2010.Samþykkt samhljóða.
29.4
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði í gegnum skipulagsgátt fyrir eigendum túngötu 9, 10, 11, 14, 17 og 21.Samþykkt samhljóða.
29.5
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að gerð verði breyting á deiliskipulagi Flatahverfis á Hvanneyri í samráði við skipulagsfulltrúa, fyrir lóðirnar Hrafnaflöt 2, 4 og 6. Einnig verða skilmálar deiliskipulagsins uppfærðir í samræmi við ábendingar sem borist hafa.Samþykkt samhljóða.
29.6
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar uppsetningu á auglýsingaskilti þar sem hún telur að skiltið sé þannig úr garði gert og staðsett þannig við hættuleg gatnamót að það fangi athygli ökumanna og ógni umferðaröryggi þeirra sem aka Hringveginn, sbr. 90. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.Samþykkt samhljóða.
29.7
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillögu að Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2025-2037, með þeim lagfæringum sem gerðar hafa verið í kjölfar kynningar, verði vísað í auglýsingu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30. gr. sömu laga.Samþykkt samhljóða.