Fundargerð
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar
75. fundur
4. apríl 2025 kl. 08:30 - 11:50
í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
Starfsmenn
Dagskrá
1. Erindi um klettaklifursvæði í Borgarnesi
Erindið snýst um leyfi til að setja bolta í klettana með reglulegu millibili til að það sé hægt að tengja klifurlínu í þá og þannig klifra á öruggan máta. Efst í leiðunum er svo tveggja bolta akkeri með keðju á milli boltanna, þannig að hægt sé að síga niður úr leiðinni.
Óskað er eftir leyfi til að bolta ca 4 klifurleiðir í klettinn við Landnámssetrið og jafnvel á fleiri stöðum seinna ef þetta gengur vel.
Samþykkt samhljóða.
2. 9 brautir fyrir Frisbee golf í Borgarnesi
Samþykkt samhljóða.
3. Umsókn um deiliskipulag
er 406 m2 þjónustubygging með afgirtu leiksvæði. Einnig eru eldsneytisdælur, þvottaplan og spennihús. Fjórar hraðhleðslustöðvar eru til bráðabirgða. Norðaustur hluti lóðarinnar hefur verið ræktað tún en annar gróður farin að taka yfir þar í dag. Markmiðið með deiliskipulaginu er að gera breytingar innan lóðarinnar til að bæta við hraðhleðslustöðvum og möguleika á að stækka þjónustubygginguna. Lagður er fram uppdráttur og greinargerð dags. 27.03.2025. Hönnuður er á lista Skipulagsstofnunar um samþykkta ráðgjafa.
Samþykkt samhljóða.
4. Túngata 12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lagðir eru fram aðaluppdrættir dags. 12.02.2025.
Samþykkt samhljóða.
5. Fyrirspurn um skipulagsmál
Óskað er eftir að breyta deiliskipulaginu á þá leið að lóðum Hrafnaflatar 2, 4 og 6 verði skipt upp í 4 lóðir í stað þriggja og nýtingarhlutfall lóðanna hækkað, með vísan í meðfylgjandi gögn.
Byggðarráð tók jákvætt í að byggingarskilmálum yrði breytt í samræmi við umsókn um lóðirnar á fundi sínum nr. 699 þann 27.02.2025.
Samþykkt samhljóða.
6. Brúartorg 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Skjárinn er ca. 3m á hæð og 8m á breidd eða um 24 m².
Samþykkt samhljóða.
7. Aðalskipulag - Endurskoðun - Vinnslutími
Lagðar eru fram þær ábendingar og umsagnir sem bárust á kynningartíma en frestur til þess að skila inn ábendingum rann út 14. nóvember 2024. Alls bárust 77 athugasemdir og eru þær aðgengilegar í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar mál nr. 242/2023. Lögð fram samantekt athugasemda vegna vinnslutillögu aðalskipulags Borgarbyggðar ásamt svörum sveitarfélagsins dags 11.02.2025, en minnisblaðið var áður lagt fyrir skipulagsnefnd 7. mars 2025. Tillagan hefur verið uppfærð miðað við svör sveitarfélagsins en í minnisblaðinu eru breytingar sem eru gerðar á tillögu í kjölfar athugasemda undirstrikaðar í svörum sveitarfélagsins. Aðrar helstu breytingar á tillögu eftir kynningu eru:
-Öll umfjöllun um vindorku yfirfarin þannig að það sé skýrt að Borgarbyggð stefnir ekki á neina nýtingu vindorku en mun taka inn þau svæði sem koma í rammaáætlun. Skýrari umfjöllun um að kortalagning takmarkana er þekkingargrunnur til að byggja ákvarðanir á, en segir ekkert til um hvar nýting vindorku er heimil.
-Almennir skilmálar um landbúnaðarsvæði yfirfarnir og tafla 1 felld út. Landbúnaðarsvæðum fjölgað úr 9 í 13.
-Íbúðabyggð, yfirfarin. Ný svæði eru ÍB14 Brekkukot og ÍB15 Ánastaðir.
-Svæði fyrir frístundabyggð yfirfarin. Ný svæði eru F125 Reyðarfellsskógur og F126 Seleyrarland.
-Ný skógræktarsvæði eru SL67 Lundakirkja, SL68 Jarðlangsstaðir, SL69 Dalsmynni, SL70 Varmalækur og SL71 Fannholt, SL72 Lundur.
-Ný svæði fyrir verslun og þjónustu eru VÞ215 Sveinukot, VÞ13 Efra Nes, VÞ15 Eskiholt, VÞ16 Snorrastaðir.
-Virkjanir í Hvítá og Geitá teknar út.
-Viðbót við tillögu: Reiðleiðir fyrir fjárrekstur RL3 og RL4.
-Ný eða stækkuð efnistökusvæði á Arnarvatnsheiði og með Uxahryggjavegi eru E4 Mávahlíð, E6 Stórugil, E7 Fossmelar, og námur E306 - E328 á Arnarvatnsheiði, Kaldadal o.fl. stöðum, sjá greinargerð.
-Stafræn gögn yfirfarin m.a. settar inn tölur um fjölda íbúða og frístundahúsa, stærð og efnismagn fyrir efnistökusvæði o.fl.
-Umhverfismatsskýrsla yfirfarin miðað við breytingar eftir kynningu vinnslutillögu m.a. kafli 8.4.8. til 8.4.11 og samantekt.
Samþykkt samhljóða.