Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

241. fundur

2. apríl 2025 kl. 08:45 - 09:30

á skrifstofu byggingarfulltrúa


Nefndarmenn

Sæmundur Óskarsson - byggingarfulltrúi
Kara Lau Eyjólfsdóttir - verkefnisstjóri

Starfsmenn

Fundargerð ritaði: Sæmundur Óskarsson - Byggingarfulltrúi

Dagskrá

1. Brúartorg 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2411270

Umsækjandi: Lónseyri ehf.

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir byggingu bílaþvottastöðvar á lóðinni Brúartorg 6 (L-135571) Mhl-02.

Byggingin er að hluta stálgrindahús á steyptum undirstöðum. Stærð 112m2.

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Guðmundur Oddur Víðisson

Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.

Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.



2. Fjárhústunga 27 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2503332

Umsækjandi: Kolbeinn Magnússon

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir frístundahúsi á einni hæð. Um er að ræða timburhús á steyptar undirstöður. Mhl-01. Stærð: 102m2.

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Ómar Pétursson

Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.

Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.

Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:

- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.

- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.

- Leyfisgjöld hafa verið greidd.



3. Brúartorg 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2503326

Umsækjandi: N1 ehf.

Erindi: Sótt er um leyfi til að setja upp LED auglýsingaskjá á norðaustur hlið núverandi byggingar (Brúartorg 1). Stærð 24,2m2.

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Össur Imsland

Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umsagnar skipulags og bygginganefndar Borgarbyggðar.



Fundi slitið - kl. 09:30