Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

76. fundur

1. apríl 2025 kl. 09:00 - 11:43

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Sigrún Ólafsdóttir - formaður
Þórður Brynjarsson boðaði forföll og Davíð Sigurðsson - varamaður sat fundinn í hans stað
Þorsteinn Eyþórsson - aðalmaður
Kristján Ágúst Magnússon - aðalmaður
Logi Sigurðsson - áheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

Elín Davíðsdóttir - starfsmaður
Guðný Elíasdóttir - Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðný Elíasdóttir - Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs

Dagskrá

1. Snjómokstur í dreifbýli- Útboð 2025
2401233

Farið yfir uppfærð gögn.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir framlögð drög að útboðsgögnum með tilliti til þeirra breytinga sem gerðar voru á fundinum og leggur til við byggðarráð að fram fari útboð á grundvelli þeirra.



Samþykkt samhljóða.



2. Snjómokstursreglur í dreifbýli
2412077

Lögð eru fram lokadrög af snjómokstursreglum í dreifbýli.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti nýjar snjómokstursreglur í dreifbýli og leggur til við sveitarstjórn að staðfesta þær.



Samþykkt samhljóða.



3. Refa - og minkaveiði 2024
2409280

Lagt er fram fyrirkomulag um verklag, fjölda veiddra dýra og gjald til refa- og minkaveiðimanna í sveitarfélaginu.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir að verðlaun fyrir veidda refi og minka. Fyrir hlauparef, grendýr eða yrðling verða greiddar kr. 17.800,- og fyrir hvern veiddan mink kr. 12.900,- til samræmis við gildandi fjárhagsáætlun. Innifalið í verðlaunum er akstur og vinnulaun. Samningar við skyttur sveitarfélagsins gilda út árið 2025.



Samþykkt samhljóða.



4. Hreinsunarátök 2025 - Þéttbýli
2503209

Lagðar eru fram upplýsingar um fyrirhuguð hreinsunarátök í þéttbýli vorið 2025.

Gámar fyrir gróðurúrgang og timbur verða aðgengilegir vikuna 23.-29. apríl nk. á eftirfarandi stöðum:

Bifröst

Varmaland

Hvanneyri - BÚT-hús

Kleppjárnsreykir - gryfjan við Litla-Berg.



Umhverfis- og landbúnaðarnefnd minnir á ákvæði byggingarreglugerðar sem segir "Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan lóðarmarka. Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa eða runna fer út fyrir lóðarmörk við götur, gangstíga eða opin svæði er veghaldara eða umráðamani svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að undangenginni aðvörun".



Samþykkt samhljóða.



5. Hreinsunarátök 2025 - Dreifbýli
2503209

Lagðar fram upplýsingar um fyrirhuguð hreinsunarátök í dreifbýli sumarið 2025.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til að hreinsunarátak í dreifbýli verði með svipuðu sniði og undanfarin ár; gámar fyrir timbur til urðunar verði settir út sem hér segir:

5.-11. júní

Bæjarsveit

Brautartunga

Bjarnastaðir - á eyrinni

Síðumúli

Lundar



13.-19. júní

Lyngbrekka

Lindartunga

Eyrin við Bjarnadalsá (Norðurárdalur)

Högnastaðir



Ekki verði boðið upp á gáma fyrir málmúrgang að þessu sinni en stefnt verði að hirðingu málma í haust með svipuðu sniði og undanfarin ár þar sem málmúrgangur hefur verið sóttur heim að bæjum. Umhverfis-og landbúnaðarnefnd felur deildarstjóra umhverfis-og landbúnaðarmála að setja auglýsingu á vefmiðla sveitarfélagsins og hvetur íbúa til að hreinsa rusl í sínu nærumhverfi.



Samþykkt samhljóða.



6. Kalt vatn, vatnsveita - Varmaland
2406043

Gjaldskrá vegna kaldavatns.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsmanni nefndar að fullvinna gjaldskrá vegna Vatnsveitu Varmalands og leggja fyrir á næsta fundi nefndarinnar.



Samþykkt samhljóða.



Fundi slitið - kl. 11:43