Byggðarráð Borgarbyggðar

702. fundur

21. mars 2025 kl. 08:15 - 11:15

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Davíð Sigurðsson - formaður
Guðveig Eyglóardóttir - varaformaður
Thelma Dögg Harðardóttir - áheyrnarfulltrúi
Sigurður Guðmundsson - aðalmaður
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir - áheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

Stefán Broddi Guðjónsson - sveitarstjóri
Lilja Björg Ágústsdóttir - Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Broddi Guðjónsson - sveitarstjóri

Dagskrá

1. Sparkvöllur á Hvanneyri - ástand og erindi um endurbætur
2410004

Farið yfir ástand sparkvallar á Hvanneyri. Til fundarins koma Sonja Lind Eyglóardóttir starfandi íþrótta- og tómstundafulltrúi og Kristinn Óskar Sigmundsson forstöðumaður íþróttamannvirkja.

Byggðarráð tekur undir með íbúum á Hvanneyri að tímabært er að endurnýja gervigrasvöllinn á Hvanneyri. Hann er mikið notaður í frístundum, íþróttastarfi og leik barna í tengslum við skólastarf. Kynnt var ítarleg kostnaðaráætlun, lögð fram tillaga að fyrirkomulagi endurbóta. Ljóst er að völlurinn stendur undir skemmdum ef ekki verður brugðist við.



Sveitarstjóra falið að láta ráðast í endurnýjun vallarins á þeim grundvelli enda rúmast hún innan fjárheimilda.



Samþykkt samhljóða.



2. Uppbygging íþróttamannvirkja í Borgarbyggð
2503305

Búið er að taka fyrstu skóflustungu að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi og framkvæmdir að hefjast. Verkefni byggingarnefndar íþróttamannvirkja halda þó áfram og framundan er undirbúningur að stækkun íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi.

Byggðarráð fagnar því að framkvæmdir eru nú hafnar við nýtt fjölnota íþróttahús í Borgarnesi. Áætlað er að byggingu hússins verði lokið haustið 2026. Þó svo framkvæmdir séu hafnar við fjölnota húsið þá er verkefnum byggingarnefndar íþróttamannvirkja ekki lokið. Áætlað er að hefja næsta áfanga uppbyggingar íþróttamannvirkja en í honum felst stækkun á íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi með nýjum íþróttasal. Byggðarráð felur byggingarnefnd íþróttamannvirkja að hefja undirbúning að hönnun og skipulagi á nýjum íþróttasal sem tengdur verður íþróttamiðstöðinni.



Samþykkt samhljóða.



Sonja og Kristinn fóru af fundi að afloknum þessum dagskrárlið.



3. Framtíð Hamarsbæjarins
2411241

Í samræmi við afgreiðslu frá fundi byggðarráðs Borgarbyggðar nr. 690 hefur átt sér stað samtal við Golfklúbb Borgarness um framtíð Hamarsbæjarins. Íbúðarhúsið að Hamri er í eigu Borgarbyggðar en Golfklúbbur Borgarness er með húsið á leigu samkvæmt samningi frá árinu 2003. Sá samningur rennur út í árslok 2028. Lögð er fram tilllaga um að sveitarstjóra verði falið að leita tilboða í húsið og samhliða gera samkomulag við Golfklúbbinn um uppgjör á leigusamingi klúbbsins.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að láta stofna sér lóð utan um Hamarsbæinn. Í framhaldinu verði unnið að samkomulagi við Golfklúbb Borgarness um uppgjör á samningi milli aðila. Sveitarstjóra er falið að kynna drög að auglýsingu um sölu hússins fyrir byggðarráði að því loknu.



Samþykkt samhljóða.



4. Viðauki við fjárhagsáætlun 2025
2502016

Lagt fram undirbúningsskjal fyrir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025. Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri Borgarbyggðar mætir til fundarin.

Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2025. Í honum felst hækkun á hreinum á rekstrarkostnaði upp á samtals 106,6 m.kr. Þar vega þyngst hrein kostnaðaráhrif af nýjum kjarasamningi við Kennarasamband Íslands. Samþykkt er hækkun á framkvæmda- og fjárfestingaáætlun að fjárhæð 21,2 m.kr. vegna búnaðarkaupa í Grunnskólanum í Borgarnesi að fjárhæð 16,2 m.kr. og Haukagilsgirðingar að fjárhæð 5,0 m.kr.

Samþykkt samhljóða og vísað til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn.



5. Fjármögnun framkvæmdaáætlunar
2404136

Kynnt tillaga að fyrirkomulagi fjármögnunar á framkvæmdaáætlun Borgarbyggðar.

Lagt fram til kynningar.



Eiríkur fór af fundi.



6. Umsókn um lóð - Vallarás_spennistöð
2503146

Framlögð umsókn frá RARIK um lóð fyrir spennistöð við Vallarás í Borgarnesi.

Byggðarráð samþykkir að stofnuð verði 15 fm lóð við Vallarás í samræmi við umsókn RARIK og samþykkir að henni verði úthlutað til RARIK. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.



Samþykkt samhljóða.





7. Beiðni um umsögn - Beiðni um skipan raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.
2404256

Framlagt bréf Innviðaráðuneytis dags 19. mars 2025 vegna beiðni Landsnets um skipun raflínunefndar v. Holtavörðuheiðarlínu 1.

Framlagt.



8. Fundir byggðarráðs á vormánuðum 2025
2503230

Lögð fram tillaga um fyrirkomulag á fundum byggðarráðs Borgarbyggðar í dymbilviku og á vormánuðum.

Fimmtudagur er hefðbundinn fundardagur byggðarráðs. Nú á vormánuðum fellur fimmtudagur í nokkrum tilvikum á lögbundinn frídag. Byggðarráð samþykkir eftirfarandi frávik frá hefðbundnum fundardegi, að fundir verði 16. apríl, 25. apríl, 30. apríl og 28. maí.



Samþykkt samhljóða.



9. Fulltrúar Borgarbyggðar í fulltrúaráð Háskólans á Bifröst
2503293

Tilnefning á fulltrúum Borgarbyggðar í fulltrúaráð Háskólans á Bifröst.

Byggðarráð tilnefnir Thelmu Dögg Harðardóttir í fulltrúaráð Háskólans á Bifröst í stað Helga Eyleifs Þorvaldssonar en skipun hans rennur brátt út í samræmi við reglur. Byggðarráð staðfestir ennfremur að Guðveig Eyglóardóttir verði áfram varamaður í fulltrúaráði skólans.



Samþykkt samhljóða.



10. Aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur 2025
2503127

Framlagt boð á aðalfund Orkuveitu Reykjavíkur sem fram fer 11. apríl næst komandi.

Lagt fram og sveitarstjóra falið að mæta á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.



Samþykkt samhljóða.



11. Aðalfundur Veiðifélags Langár 2025
2503139

Framlagt boð á aðalfund Veiðifélags Langár sem fram fer 5. apríl n.k.

Framlagt.



12. Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar 2025
2503178

Framlagt boð á aðalfund Menntaskóla Borgarfjarðar sem fram fer 7. apríl 2025.

Framlagt og sveitarstjóra falið að mæta á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.



Samþykkt samhljóða.



13. Aðalfundur Gleipnis 2025
2503310

Framlagt fundarboð á aðalfund Gleipnis 2025 sem fram fer 31. mars 2025.

Framlagt og sveitarstjóra falið að mæta fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.



Samþykkt samhljóða.



14. Aðalfundur Reiðhallarinnar Vindási ehf.- 2025
2503153

Framlagt fundarboð á aðalfund Reiðhallarinnar Vindási ehf. sem haldinn verður þann 1. apríl 2025.

Framlagt og sveitarstjóra falið að mæta á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.



Samþykkt samhljóða.



Fundi slitið - kl. 11:15