Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa

52. fundur

27. mars 2025 kl. 15:00 - 15:30

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Drífa Gústafsdóttir - skipulagsfulltrúi
Ásgerður H Hafsteinsdóttir - verkefnisstjóri

Starfsmenn

Fundargerð ritaði: Drífa Gústafsdóttir - Skipulagsfulltrúi

Dagskrá

1. Steðji - umsókn um framkvæmdarleyfi - 134467
2503104

Steðji - umsókn um framkvæmdaleyfi frá Veitum

Veitur ohf. óska eftir framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun hitaveitulagna frá Deildartunguhver. Framkvæmdin felst í að gamlar asbest lagnir eru fjarlægðar sem og garður sem hylur þær og ný lögn grafin í jörð. Sá hluti framkvæmdarinnar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi felur í sér endurnýjun á um 1600 m lögnum kafla Deildartunguæðar í landi Steðja, frá bökkum Flókadalsár að austari bökkum Geirsár. Framkvæmdin mun þvera Borgarfjarðarbraut, hjáleið verður um Stóra-Kroppsveg (5158) í samráði við Vegagerðina meðan á framkvæmdum stendur við Borgarfjarðarbrautina. Með umsókninni fylgir samþykki þeirra landeigenda sem framkvæmdasvæðið tekur til, umsagnir hagsmunaaðila og annarra lögbundinna umsagnaraðila er framkvæmdin snertir þ.e. Minjastofnunar, Umhverfisstofnunar, Fiskistofu, Veiðifélags Flóku og Vegagerðarinnar.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi vegna þeirra framkvæmdarþátta sem sótt er um með vísan til framlagðra gagna. Leiðbeiningar og skilyrði varðandi þær framkvæmdir sem sótt er um og eru á valdi skipulagsfulltrúa munu koma fram í framkvæmdaleyfi.



Fundi slitið - kl. 15:30