Dagskrá
1. Dagsetning byggðarráðsfundar
2503154
Lögð fram til samþykktar dagsetning byggðarráðsfundar 19. mars 2025 í samræmi við fundarboð sent 17. mars 2025. Fundur færður fram um einn dag vegna landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fer 20. mars 2025.
Samþykkt samhljóða.
2. Mælaborð um rekstur Borgarbyggðar
2401059
Yfirferð um rekstur og fjárfestingar Borgarbyggðar árið 2024. Eiríkur Ólafsson fjármálstjóri og Kristín Lilja Lárusdóttir aðalbókari mæta til fundarins.
Farið yfir rekstur Borgarbyggðar og framkvæmdir sveitarfélagsins árið 2024.
3. Kjarasamningar við Kennarasamband Íslands 2025
2502295
Lagt fram mat á áhrifum nýgerðra kjarasamninga Kennarasambands Íslands á fjárhagsáætlun Borgarbyggðar sbr. afgreiðslu fundar byggðarráðs nr. 699.
Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri Borgarbyggðar fór yfir samantekt um áætluð fjárhagsleg áhrif nýs kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Áætlað er að bein áhrif samninganna leiði til hækkunar á áætluðum launakostnaði um 123 m.kr. umfram fjárhagsáætlun en fyrirfram var áætlað að launakostnaður sveitarfélagsins vegna félaga í KÍ yrði 1.460 m.kr. Að teknu tilliti til áhrifa hækkunar útsvars eru hrein áhrif á rekstur áætluð um 105 m.kr. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna viðauka við fjárhagsáætlun til að mæta áætluðum kostnaðaráhrifum. Rekstraráætlun Borgarbyggðar 2025, fyrir áhrif nýrra samninga, gerir ráð fyrir afgangi af rekstri a-hluta að fjárhæð 152 m.kr. og að hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði verði 489 m.kr. Rekstur Borgarbyggðar er traustur og skuldastaða um nýliðin áramót með því hagstæðara sem gerist hjá sveitarfélögum. Mikil uppbygging stendur nú yfir og munu skuldir sveitarfélagsins hækka af þeim sökum. Það er því enn mikilvægara en áður að leita leiða til að efla undirliggjandi rekstrarafkomu Borgarbyggðar til lengri tíma. Byggðarráð leggur til að farið verði í markvissa yfirferð á rekstri sveitarfélagsins og kynntar verði hugmyndir að hagræðingu áður en vinna við fjárhagsáætlun 2026 hefst.
Samþykkt samhljóða.
Eiríkur og Kristín Lilja fóru af fundi að afloknum þessum dagskrárlið.
4. Norðtungukirkjugarður - vegur og girðing
2503032
Framlögð beiðni Norðtungukirkjusóknar um framlag til gerðar vegar og girðingar v. kirkjugarðs.
Sveitarstjóra falið að kanna hvort og þá með hvaða hætti sveitarfélagið getur orðið við beiðni Norðtungukirkjusóknar í samráði við sóknarnefnd og landeigendur.
Samþykkt samhljóða.
5. Lagning jarðstrengja í Borgarbyggð 2025
2503102
Lagðir fram samningar milli Borgarbyggðar og RARIK um lagningu jarðstrengs í landi sveitarfélagsins.
Byggðarráð fagnar mikilvægu og tímabæru átaki í að efla raforkuöryggi í sveitarfélaginu og þakkar gott samstarf við RARIK. Byggðarráð heimilar sveitarstjóra að undirrita framlagða samninga um Kárastaðaland og Kárastaðaland flugvöll en óskar eftir samtali við RARIK um strengleið í Hamarslandi og í landi Einkunna með samlegðaráhrif í huga.
Samþykkt samhljóða.
6. Verðfyrirspurn v. tjaldsvæða í Borgarnesi og Varmalandi
2411093
Farið yfir stöðu samningsgerðar vegna reksturs tjaldsvæða á Varmalandi og í Borgarnesi.
Sveitarstjóri kynnti framgang viðræðna sbr. afgreiðslu 699. fundar byggðarráðs.
7. 9 brautir fyrir Frisbee golf í Borgarnesi
2308040
Framlagt erindi um fjölgun á Frisbee golf brautum í Borgarnesi.
Frisbee völlurinn í Borgarnesi hefur fest sig í sessi og laðar að gesti og gangandi. Byggðarráð vísar málinu til umsagnar í skipulags- og byggingarnefnd.
Samþykkt samhljóða.
8. Erindi um klettaklifursvæði í Borgarnesi
2503123
Framlagt erindi til sveitarfélagsins um uppsetningu á klettaklifursvæði í Borgarnesi.
Byggðarráð tekur vel í erindið og vísar til umsagnar í skipulags- og byggingarnefnd.
Samþykkt samhljóða.
9. Endurbætur á miðálmu Grunnskólans í Borgarnesi
2310255
Farið yfir stöðu mála við vinnu við endurbætur á miðálmu húsnæðis Grunnskólans í Borgarnesi.
Farið yfir þróun og framgang verksins.
10. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
2502085
Framlagt fundarboð og tillögur Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fer 20. mars. 2025.
Framlagt en fulltrúar Borgarbyggðar á Landsþinginu eru Guðveig Eyglóardóttir, Davíð Sigurðsson og Sigurður Guðmundsson.
11. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2025
2503128
Framlagt boð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga sem fram fer 20. mars 2025.
Framlagt og byggðarráð felur Lilju Björgu Ágústsdóttur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að mæta á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
12. Umsagnarmál frá Alþingi 2025
2503085
Umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar 147. mál - Skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslög
Framlagt.
13. Umsagnarmál frá Alþingi 2025
2503085
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 101. mál
Framlagt.
14. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vesturlands 2025
2503097
Framlögð 194. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 10. mars 2025.
Framlagt.
15. Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2025
2501012
Framlagðar fundargerðir 964. og 971. fundar stjórnar Sambandsins frá 7. og 28. febrúar 2025
Framlagt.
16. Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2025
2501012
Framlögð fundargerð 972. fundar stjórnar Sambandsins frá 11. mars 2025
Framlagt.