Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa
51. fundur
18. mars 2025 kl. 13:00 - 13:30
í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
Drífa Gústafsdóttir - skipulagsfulltrúi
Guðný Elíasdóttir - Sviðsstjóri
Elín Davíðsdóttir - verkefnisstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði: Guðný Elíasdóttir - Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá
1. Bjarnastaðir - umsókn um deiliskipulag - 134637
2503110
Lög er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Bjarnastaða frá árinu 2021. Breytingin tekur til skilgreiningar á byggingarreit og heimild fyrir uppbyggingu á gripahúsi og vélageymslu, allt að 450 m². Breytingin er talin óveruleg og haldast aðrir skilmálar deiliskipulagsins óbreyttir. Uppdráttur dags 11.03.2025.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. Samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynnt verði óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir landeigendum að Bjarnastöðum 2, Kirkjubóli, Stóra-Ási og Laxeyri. Óskað verður umsagna lögbundinna umsagnaraðila í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
Samþykkt.
2. Fjölnotahús_Umsókn um framkvæmdaleyfi
2503036
Lögð er fram umsókn frá verkefnisstjóra framkvæmdamála hjá Borgarbyggð, dags 03.03.2025, um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdum vegna undirbúnings og aðkomu að verkstað vegna uppbyggingar á fjölnotahúsi á íþróttasvæðinu í Borgarnesi.
Þær framkvæmdir sem sótt er um eru eftirfarandi:
-Umferð og vegagerð. Framkvæmdir er snúa að öryggi gangandi vegfarenda á framkvæmdatíma sem felur í sér bráðabirgða gatnagerð yfir gönguleið frá Skallgrímsgötu og aðkomuvegi innan íþróttasvæðis.
-Girðingar. Uppsetning merkinga, rennihliðs, vinnustaða- og öryggisgirðinga.
-Framkvæmdir innan skilgreinds framkvæmdasvæðis. Fjarlægja og staðsetja jarðveg tímabundið ásamt gámum sem nýttir verða sem aðstaða fyrir verktaka.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi vegna þeirra framkvæmdarþátta sem sótt er um með vísan til framlagðra gagna og gildandi deiliskipulag svæðisins. Skipulagsfulltrúi bendir á að leita þurfi umsagna Heilbrigðiseftirlitsins vegna uppsetningar á starfsmannaaðstöðu innan framkvæmdasvæðisins. Leiðbeiningar og skilyrði varðandi þær framkvæmdir sem sótt er um og eru á valdi skipulagsfulltrúa munu koma fram í framkvæmdaleyfi.
Samþykkt.
Fundi slitið - kl. 13:30