Fundargerð
Sveitarstjórn Borgarbyggðar
262. fundur
13. mars 2025 kl. 16:00 - 17:15
í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
Starfsmenn
Dagskrá
1. Skýrsla sveitarstjóra
2. Samstarf um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Bjargslandi
Framlögð drög að viljayfirlýsingu milli Borgarbyggðar og Kaupfélags Borgfirðinga um lausn ágreinings um veglínu Birkikletts meðfram lóð kaupfélagsins við Egilsholt og skerðingu lóðarinnar vegna framkvæmdar við veglínuna. Í viljayfirlýsingunni felst að Borgarbyggð hyggst bæta KB skerðingu lóðarinnar með greiðslu kostnaðar vegna malbikunar á bílastæði vestanvert við húsnæði KB. Lausn ágreinings kemur í veg fyrir tafir við yfirstandandi framkvæmdir og stuðlar að því að umhverfi íbúðahverfisins verður íbúavænna.
Samþykkt samhljóða."
Samþykkt samhljóða
3. Fjölskyldunefnd Borgarbyggðar
Samþykkt samhljóða."
Samþykkt samhljóða
4. Upplýsingatækniumhverfi Borgarbyggðar - úttekt
Hlöðver Ingi Gunnarsson, sviðsstjóri fjölskyldusvið, og Þórunn Unnur Birgisdóttir, verkefnastjóri sitja fundinn undir þessum lið
Byggðarráð samþykkir samning við Delotte, dags. 12. febrúar 2025 fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að skrifa undir enda rúmast kostnaður vegna úttektarinnar innan fjárheimilda ársins.
Samþykkt samhljóða."
Samþykkt samhljóða
5. Notendaráð og samráðshópur í málefnum fatlaðs fólks
Samþykkt samhljóða
6. Reglur um fjárhagsaðstoð
Samþykkt samhljóða
7. Kleppjárnsreykir skólasvæði - breyting á deiliskipulagi
Grenndarkynnt verður fyrir þeim aðilum sem hagsmuna eiga að gæta.
Samþykkt samhljóða."
Breytingin tekur til afmörkunar skólalóðar þar sem hún er stækkuð að Snældubeinsstaðavegi og stækkun byggingarreita. Aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags haldast óbreyttir.
Málsmeðferð verður skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga 123/2010.
Samþykkt samhljóða
Til máls tók: DS
8. Fyrirspurn um heimild á nýtingu á landi - Ölduhryggur
Samþykkt samhljóða."
Samþykkt samhljóða
9. Hreðavatn 1-1021-32 1-10R - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Samþykkt samhljóða. "
Samþykkt samhljóða
10. Stóru-Skógaland og Stóra-Gröf_Umsókn um stofnun lóða
Samþykkt samhljóða."
Samþykkt samhljóða
11. Eskiholtsskógur L229352_Deiliskipulag
Samþykkt samhljóða."
Samþykkt samhljóða
12. Flesjustaðir_Umsókn um deiliskipulagsbreytingu
Sé frekari uppbygging fyrirhuguð telur nefndin að gera þurfi heildarendurskoðun á deiliskipulaginu þar sem það er unnið skv. eldri skipulagslögum.
Samþykkt samhljóða."
Samþykkt samhljóða
13. Stuttárbotnar - Húsafell 3 L134495 - Deiliskipulag
Samþykkt samhljóða."
Samþykkt samhljóða
14. Vindorkugarður á Þorvaldsstöðum - Umsögn kynning matsáætlunar- SLS
Samþykkt samhljóða."
Samþykkt með 7 atkvæðum (DS, REJ, GLE, LS, SG og BÞ)
sátu hjá 2 (SÓ og ÞB)
Til máls tók: DS
15. Aðalskipulag - Endurskoðun - Vinnslutími
Samþykkt DS og KRS.
2 sátu hjá EMJ og FA.
EMJ og FA bóka eftirfarandi: Því miður fór þessi liður fundarboðs framhjá okkur og gafst okkur því ekki nægur tími til að skoða gögnin nægilega vel til að taka afstöðu."
Samþykkt samhljóða
16. Íþróttasvæðið í Borgarnesi - óveruleg breyting á deiliskipulagi
Málsmeðferð verður skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og 3. mgr. 44. gr. sömu laga.
Samþykkt samhljóða."
Málsmeðferð verður skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og 3. mgr. 44. gr. sömu laga.
Samþykkt samhljóða
Sigurður Guðmundsson lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn (D-lista): "Fyrirhugað framkvæmdasvæði fótboltahússins er á erfiðum stað útfrá öryggissjónarmiðum og þá sérstaklega aðkomuleiðin sem liggur í gegnum leiksvæði og aðal leið frá Grunnskólanum og að íþróttahússins. Þetta kallar á vandasama vinnu byggingaraðila og sveitarfélagisins til að tryggja öryggi á svæðinu. Á 700 fundi Byggðaráðs var lagt fram minnisblað frá Eflu um flóðahættu á íþróttasvæðinu, samkvæmt því er ljóst að ráðast þarf í frekari sjóvarnir í kringum íþróttasvæðið á næstu árum. Þessi staða gefur tilefni til að endurskoða aðkomu að byggingarsvæðinu á þann vega að ráðast strax í að útbúa aðkomuleið fyrir neðan íþróttahúsið og sjávar megin við fótboltavöllinn. Með þessari færslu á aðkomuleiðinni á byggingartímanum eykst öryggi byggingasvæðisins mikið ásamt því að aðgangur verktaka að athafnasvæði eykst mikið þar sem þeir gætu nýtt svæðið fyrir neðan íþróttahúsið sem athafna svæði á byggingatímanum. Með þessari bókun viljum við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hvetja meirihlutann til að skoða þennan möguleika og auka þar með öryggi vinnusvæðisins íbúum til heilla. Einnig viljum við benda á að þessi nýja aðkomuleið mundi síðan nýtist í framhaldinu við þá efnisflutninga sem þarf að ráðast í til að tryggja flóðavarnir íþróttasvæðisins til framtíðar."
Til máls tóku: SG, DS, SG, DS, SG, DS og GLE
17. Lagning jarðstrengja í Borgarbyggð 2025
Samþykkt samhljóða
Til máls tók: DS og SÓ
18. Byggðarráð Borgarbyggðar - 698
Til máls tók SG um lið 18.3
18.1
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti breytingar á samþykktum vegna stofnunar fjölskyldunefndar Borgarbyggðar og vísar þeim áfram til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða.
18.2
Byggðarráð samþykkir samning við Delotte, dags. 12. febrúar 2025 fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að skrifa undir enda rúmast kostnaður vegna úttektarinnar innan fjárheimilda ársins. Samþykkt samhljóða.
18.3
Byggðarráð þakkar fulltrúum Rarik fyrir skjót viðbrögð við ósk um samtal og góða yfirferð. Til fundarins komu frá Rarik: Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Rarik (í gegnum fjarfundarbúnað) ,Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri veitukerfa, Kristín Soffía Jónsdóttir framkvæmdastjóri framtíðar og þróunar, Andri Viðar Kristmannsson sérfræðingur, Daníel Ali Kazmi verkefnastjóri (í gegnum fjarfundarbúnað) og Guðjón Bachmann verkstjóri.Tíðni bilana hefur verið óvenju mikil síðustu misseri, sérstaklega á Mýralínu. Hluti þeirra hefur verið ófyrirsjáanlegur og tengist óveðri sem olli skemmdum á línum, þar sem bindingar losnuðu á köflum og staurar brotnuðu. Síðustu vikur hefur verið farið yfir bindingar á allri Mýralínu og þær endurnýjaðar eftir þörfum. Rarik bindur vonir við að endanlegri viðgerð sé lokið. Áframhaldandi endurnýjun er framundan til að bæta raforkuöryggi. Fyrirhugað er að fjölga rofastöðvum sem auðveldar bilanagreiningu og dregur úr umfangi áhrifa. Þá stendur til að plægja 40-50 kílómetra af streng í jörð í sveitarfélaginu í sumar og ljúka við lagningu varaleiðar inn í Borgarnes.Fulltrúar Rarik fóru þær fjárfestingar sem eru á áætlun hjá Rarik innan sveitarfélagsins. Í framhaldi af viðamiklu rafmagnsleysi síðast liðinn vetur var ráðist í ítarlega greiningarvinnu og mótast fjárfestingaráætlun af þeirri vinnu. Til ársins 2030 eru áherslur Rarik í Borgarbyggð eftirfarandi:1) Áframhaldandi endurnýjun í dreifbýli með strengvæðingu og þriggja fasa rafmagni.2) Endurskipulagning og stækkun aðveitustöðvar á Vatnshömrum. 3) Undirbúningur og framkvæmdir við nýjar 33kv aðveitustöðvar í Borgarnesi og við Kljáfoss.4) Styrking dreifikerfis vegna orkuskipta, t.d sterkari stofnstrengir frá Vatnshömrum í Borgarnes og að Kljáfossi. 5) Endurnýjun kerfa sem koma til af aukinni raforkuþörf við sumarhúsahverfi og uppbyggingu nýrra hverfa.Farið var yfir framkvæmdavefsjá Rarik sem finna má á heimasíðu fyrirtækisins en þar má sjá sundurliðun framkvæmdaverkefna á komandi árum. Fram kom að Rarik áætlar að ljúka lagningu allra strengja í jörð að heimilum eigi síðar en árið 2030.
18.4
Fundarboð framlagt.
18.5
Fundargerð framlögð.
19. Byggðarráð Borgarbyggðar - 699
19.1
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðunum Ugluflöt 1 - 3 til HIG húsasmíði ehf. á grundvelli framlagðrar umsóknar.Samþykkt samhljóða.
19.2
Framlagt.
19.3
Framlagt.
19.4
Byggðarráð Borgarbyggðar fagnar því að samningar hafa loks náðst milli Kennarasambands Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkisins. Byggðarráð felur sveitarstjóra leggja mat á fjárhagsleg áhrif samningsins.Samþykkt samhljóða.
19.5
Byggðarráð felur sveitarstjóra að eiga samtal við Ungmennafélagið varðandi beiðnina sem er til komin vegna þeirra sýninga sem framundan. Búnaðarkaup af þessari stærðargráðu eru ekki innan fjárheimilda en byggðarráð er opið fyrir því að skoða aðrar leiðir til að mæta þörfinni.Samþykkt samhljóða.
19.6
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðunum Hrafnaflöt 2,4 og 6 til PJ bygginga ehf. Byggðarráð tekur jákvætt í að byggingarskilmálum verði breytt í samræmi við umsókn.Samþykkt samhljóða.
19.7
Kynnt tillaga að gerð sérstakrar vefsíðu til markaðssetningar á nýju íbúðahverfi í Bjargslandi sem jafnframt yrði leiðarvísir við markaðssetningu íbúðalóða á Hvanneyri, atvinnusvæðis við Vallarás og fleiri lóða. Stefnt er að því að slík síða yrði tilbúin í loftið í vor. Byggðarráð tekur vel í framlagðar tillögur og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og vinna að samningsgerð á grundvelli þeirra. Samþykkt samhljóða.
19.8
Byggðarráð samþykkir að óska eftir viðræðum við Hótel Varmaland um að taka að sér rekstur tjaldsvæðisins á Varmalandi og Drop Inn um rekstur tjaldsvæðisins í Borgarnesi á grundvelli þeirra hugmynda sem fram koma í erindum þeirra. Samþykkt samhljóða.
19.9
Framlögð drög að viljayfirlýsingu milli Borgarbyggðar og Kaupfélags Borgfirðinga um lausn ágreinings um veglínu Birkikletts meðfram lóð kaupfélagsins við Egilsholt og skerðingu lóðarinnar vegna framkvæmdar við veglínuna. Í viljayfirlýsingunni felst að Borgarbyggð hyggst bæta KB skerðingu lóðarinnar með greiðslu kostnaðar vegna malbikunar á bílastæði vestanvert við húsnæði KB. Lausn ágreinings kemur í veg fyrir tafir við yfirstandandi framkvæmdir og stuðlar að því að umhverfi íbúðahverfisins verður íbúavænna. Samþykkt samhljóða.
19.10
Byggðarráð þakkar kynningu á hugmyndinni. Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir nánari upplýsingum í samræmi við umræðu á fundi.Samþykkt samhljóða.
19.11
Ástand vegamála víða í Borgarbyggð og víðar á Vesturlandi er með þeim hætti að tvísýnt er orðið um öryggi vegfarenda. Brýn þörf er á átaki í viðhaldi vega á svæðinu til þess að draga úr slysahættu og tryggja að vegir í landshlutanum mæti eðlilegum þörfum íbúa og atvinnulífs. Borgarbyggð hefur ritað forsætisráðherra bréf, ásamt öðrum sveitarfélögum á Vesturlandi, þar sem óskað er eftir því að skipaður verði viðbragðshópur af hálfu stjórnarráðsins um aðgerðir hið fyrsta. Að mati byggðarráðs er ástandið þannig að fullt tilefni er fyrir ríkið að leita leiða til að tryggja fjármögnun hið fyrsta og hefur sveitarstjóri kynntar ýmsar hugmyndir í þá veruna fyrir þingmönnum og ráðherrum.Samþykkt samhljóða.
19.12
Kynnt vinna sem nú er nýhafin við gerð nýrrar íþróttastefnu fyrir Borgarbyggð. Framundan eru samráðsfundir við fulltrúa íþróttahreyfingarinnar og aðra íbúa sveitarfélagsins sem áætlað er að fram fari í mars.Samþykkt samhljóða. Sonja Lind Eyglóardóttir og Hlöðver Ingi Gunnarsson sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.Að afloknun dagskrárliðnum var gert hlé á fundi kl. 10.30 og fór fram kynning á Áfanga- og markaðsstofu Vesturlands.
19.13
Framlagt og byggðarráð tekur jákvætt í þær breytingar sem gerðar hafa verið á frumvarpinu. Þær koma til móts við þau sveitarfélög sem eru landstór og dreifbýl, þar sem vaxandi þjónustuskylda er lögð á herðar sveitarfélaganna.Samþykkt samhljóða.
20. Byggðarráð Borgarbyggðar - 700
20.1
Byggðarráð þakkar íbúum fyrir góða þátttöku og gagnlegar ábendingar sem fram komu í könnuninni. Samtals tóku 239 manns þátt í könnuninni sem var opin öllum þeim sem áhuga höfðu. Spurt var um hvernig íbúar sækja upplýsingar um starfsemi sveitarfélagsins, þjónustu og mat á gæðum hennar. Ljóst er að heimasíða sveitarfélagsins gegnir lykilhlutverki í miðlun upplýsinga, íbúar leita mikið til þjónustuvers og oftar en ekki fær fólk þær upplýsingar sem leitað er eftir. Hins vegar telur hluti notenda sig ekki hafa fengið nauðsynlegar upplýsingar. Byggðarráð felur sveitarstjóra að nýta þær upplýsingar sem könnunin veitir í aframhaldandi vinnu við að efla upplýsingamiðlun og þjónustu sveitarfélagsins.Samþykkt samhljóða.
20.2
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna úr þeim tillögum að uppfærslu á innkaupareglum Borgarbyggðar sem fram komu í umræðu á fundi og leggja fram drög að uppfærðum innkaupareglum fyrir byggðarráð. Samþykkt samhljóða.
20.3
Gjaldskrá Borgarbyggðar um gatnagerðargjöld felur í sér að 50% gatnagerðargjalds sé greitt innan eins mánaðar frá lóðarveitingu og eftirstöðvar við veitingu byggingarleyfis (7. gr.).Samkvæmt 7. gr. er byggðarráði heimilt að veita sérstakan greiðslufrest á gatnagerðargjaldi "þegar byggt er atvinnuhúsnæði eða húsnæði til endursölu, samkvæmt sérstökum greiðslusamningi sem kveður á um skilmála og greiðslukjör."Með afgreiðslu 699. fundar byggðarráðs dags. 27. feb 2025 PJ byggingum og HIG húsasmíði úthlutað lóðum í Flatahverfi á Hvanneyri. Bæði fyrirtækin hafa óskað eftir á greiðslu gatnagerðargjöldum í samræmi við ofangreinda heimild.Byggðarráð samþykkir að veita greiðslufrest í samræmi við eftirfarandi skilmála og greiðslukjör.Í samræmi við gjaldskrá gatnagerðargjalda skulu 50% greiðast innan mánaðar frá lóðarveitingu. Eftirstöðvar skulu greiðast í síðasta lagi við endursölu en þó eigi síðar en innan 24 mánaða frá úthlutun lóðar. Eftirstöðvar skulu bundnar byggingarvísitölu. Borgarbyggð er heimilt að skilyrða lokaúttekt þess húsnæðis sem reist verður við að fullnaðaruppgjör á gatnagerðargjöldum hafi farið fram.Samþykkt samhljóða.
20.4
Farið yfir samkomulagið sem taka mun gildi á yfirstandandi ári og lagt mat á fjárhagsleg áhrif á sveitarfélagið. Það fjallar um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga er varðar þjónustu við börn með fjölþættan vanda og kostnaðarþátttöku sveitarfélaga við uppbyggingu hjúkrunarheimila. Við núverandi aðstæður eru jákvæð áhrif af breytingunni afar lítil fyrir Borgarbyggð og vega lítt á móti kostnaðarhækkun vegna nýrra kjarasamninga. Byggðarráð felur sveitarstjóra að halda áfram vinnu við kostnaðarmat og hvort það kallar á viðauka við yfirstandandi fjárhagsáætlun.Samþykkt samhljóða.
20.5
Framlagt. Fulltrúar Borgarbyggðar á aðalfundinum eru Bjarney L. Bjarnadóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Eðvarð Ó. Traustason, Eva M. Jónudóttir og Brynja Þorsteinsdóttir.
20.6
Framlagt.
20.7
Farið yfir stöðu vinnu og byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram í samræmi við umræðu á fundi.Samþykkt samhljóða.
20.8
Um er að ræða landsvæði sem liggur frá knattspyrnuvelli grunnskólans að Snældubeinsstaðavegi. Í fyrirsjáanlegri framtíð sér sveitarfélagið fyrir sér að þar verði eingöngu starfsemi sem lýtur að kennslu og leik, lýðheilsu og almannaþjónustu. Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera FSRE tilboð í lóðina í samræmi við umræðu á fundi.Samþykkt samhljóða.
20.9
Framlagt. Byggðarráð leggur til að hafinn verði undirbúningur að hönnun styrkingar og hækkunar á varnargarði utan um allt íþróttasvæðið í Borgarnesi og felur sveitarstjóra að leggja fram tillögu að áfangaskiptingu og kostnaðaráætlun þegar þeirri vinnu er lokið. Jafnframt er óskað eftir mati á því hvort og þá hvar flóðavörnum er ábótavant í sveitarfélaginu. Samþykkt samhljóða.
21. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 75
21.1
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsmanni að fullvinna útboðsgögnin í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir byggðarráð til samþykktar.Samþykkt samhljóða.
21.2
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsmanni nefndar að sækja um umrædda vegi og upphæð til Vegagerðarinnar.Samþykkt samhljóða.
21.3
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsmanni að fullvinna samninga við refa- og minkaveiðimenn í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.Samþykkt samhljóða.
22. Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 158
22.1
Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustu starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
22.2
Velferðarnefnd samþykkir þær breytingar sem lagðar eru til. Vísað til staðfestingar hjá sveitastjórn.
22.3
Velferðarnefnd samþykkir þær breytingar sem lagðar eru til. Vísað til staðfestingar hjá sveitastjórn.
22.4
Lagt til kynningar.
23. Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 241
23.1
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir minnisblað. Tillögur að skipulagsdögum liggja fyrir og lögð var fyrir skoðannakönnun um langt vetrarfrí í grunnskólunum fyrir eða eftir jól. Tveir þriðju starfsmenn grunnskóla voru hlynntir því að vera með eitt langt vetrarfrí, sem yrði heil vika, fyrir eða eftir jól í stað tveggja vetrarfría. Fræðslunefnd leggur tillöguna um skóladagatöl til umsagnar fyrir skólaráð/foreldraráð leik- og grunnskóla. Einnig er lagt til umsangar fyrir skólaráð grunnskóla afstaða þeirra til þess að hafa eitt langt vetrarfrí.
23.2
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir stöðuna á verkefninu. Stefnt er að því að sameiginleg endurmenntun verði fyrir mötuneytisstarfsmenn í upphafi næsta skólaárs og er samtal við Símenntun á Vesturlandi um að halda utan um daginn.
23.3
Farið yfir stöðu mála.
23.4
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs leggur fram minnisblað. Ráðist var í aðgerðir til að mæta mönnunarvanda sem hefur verið á Hnoðrabóli síðastu ár. Vel hefur gengið í vetur og hafa þær aðgerðir sem ráðist var í virkað. Ennþá þarf þó að fylgjast vel með stöðunni. Það er lagt til að sumarlokun verði minnkuð úr sex vikum í fimm fyrir komandi sumar. Þá er einnig ekki gert ráð fyrir að skólinn verði lokaður um vetrar, jól og Páksafrí eins og var skólaárið 2024-2025
23.5
Sonja Lind íþrótta- og tómstundafulltrúi kemur til fundarins og fer yfir vinnu við Lýðheilsustefnu sveitarfélagsins. Nú er í gangi samráðsfundir með börnum, íbúum og íþróttafélögum. Fyrsta stoðin í Lýðheilsustefnu er stefna um íþróttir og hreyfingu fyrir sveitarfélagið. Til þess að halda utan um vinnuna fékk sveitarfélagið Guðmundu Ólafsdóttur sem hefur viðtæka reynslu af íþróttamálum.Fræðslunefnd fagnar því að vinna með Lýðheilsustefnu sé byrjuð. Nefndin hlakkar til að fylgjast með framhaldinu.
23.6
Hugrún forstöðumaður í frístund kemur til fundarins og kynnir umgjörð sumarfjörsins í sumar. Gert er ráð fyrir að kynningar á sumarfjörin komi til foreldra í næstu viku. Helstu breytingar á sumarfjöri eru að akstursleiðir fyrir sveitina liggja fyrir og lokað verður frá 9.júlí og opnað 5.ágúst í sumarfjöri.
23.7
Farið er yfir starfsemi vinnuskólans fyrir sumarið 2025. Meiri áhersla verður lögð á að semja við fyrirtæki um að taka við hópum úr vinnuskólanum og það verður lögð sérstkalega mikil áhersla á að bjóða miðstigi uppá fjölbreytt námskeið. Kynningarefni á að liggja fyrir í næstu viku.
23.8
23.9
24. Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 74
24.1
Skipulags- og byggingarnefnd vísar afgreiðslu erindis til starfshóps endurskoðunar Aðalskiplags Borgarbyggðar 2025-2037.Samþykkt samhljóða.
24.2
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagt deiliskipulag skv. 42. gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.Samþykkt samhljóða.
24.3
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum sumarhúsanna Votiskógur 1, 2 og 4.Sé frekari uppbygging fyrirhuguð telur nefndin að gera þurfi heildarendurskoðun á deiliskipulaginu þar sem það er unnið skv. eldri skipulagslögum.Samþykkt samhljóða.
24.4
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja til auglýsingar tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Stuttárbotna í Húsafelli. Lagður er fram uppdráttur dags. 18.02.2025. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Samþykkt samhljóða.
24.5
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir lýsingu til auglýsingar fyrir Krumshólapart 2 skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga 123/2010.Samþykkt samhljóða.
24.6
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 42. gr. skipulagslaga 123/2010. Breytingin á við um svo óveruleg frávik að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.Málsmeðferð verður skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og 3. mgr. 44. gr. sömu laga.Samþykkt samhljóða.
24.7
Skipulags- og byggingarnefnd felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að koma með tillögur að breytingum á samþykktum sveitarfélagsins í samræmi við umræður á fundi. Í kjölfarið er samþykktum með áorðnum breytingum vísað til byggðarráðs til umfjöllunar. Samþykkt samhljóða.
24.8
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja viðbrögð og svör við ábendingum og umsögnum sem bárust á kynningartíma vinnslutillögu endurskoðunar aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037.Samþykkt DS og KRS.2 sátu hjá EMJ og FA.EMJ og FA bóka eftirfarandi: Því miður fór þessi liður fundarboðs framhjá okkur og gafst okkur því ekki nægur tími til að skoða gögnin nægilega vel til að taka afstöðu.
24.9
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að fullvinna umsögn um kynningu á matsáætlun vegna vindorkugarðs á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð út frá þeim ábendingum og umræðum sem komu fram á fundinum og vísar til endanlegrar afgreiðslu hjá sveitarstjórn.Samþykkt samhljóða.
24.10
Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar 50 þann 18.02.2025.
24.11
Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 239 þann 28.2.2025.
24.12
Skipulags- og byggingarnefnd vísar afgreiðslu erindis til starfshóps endurskoðunar Aðalskiplags Borgarbyggðar 2025-2037.Samþykkt samhljóða.
24.13
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi með þeim breytingum sem ræddar voru á fundi til auglýsingar. Lagður var fram uppdráttur dags. 26.2.2025. Málsmeðferð verður samkvæmt 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Grenndarkynnt verður fyrir þeim aðilum sem hagsmuna eiga að gæta.Samþykkt samhljóða.
24.14
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í fyrirspurn lóðarhafa og felur skipulagsfulltrúa að láta innmæla lóðina í samráði við lóðarhafa.Samþykkt samhljóða.
24.15
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar leggur til við sveitarstjórn að heimila Borgarverki tímabundna nýtingu á landi sem um ræðir fyrir geymslusvæði. Borgarverk vinnur nú að skipulagi og hönnun lóðar fyrirtækisins þar sem gert verður ráð fyrir að allt lausafé fyrirtækisins verði komið fyrir. Borgarverk skal skila svæðinu þrifalegu og vel frá gengnu. Nýtingu landsins skal vera lokið í síðasta lagi í lok árs 2026.Samþykkt samhljóða.
24.16
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar uppsetningu á auglýsingaskilti þar sem hún telur að skiltið sé þannig úr garði gert að það fangi athygli ökumanna og ógni umferðaröryggi þeirra sem aka Hringveginn sbr. 90. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.Samþykkt samhljóða.
24.17
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að grenndarkynna byggingarleyfin fyrir þeim aðilum sem hagsmuna eiga að gæta í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangengnu samþykki landeiganda. Ef frekari uppbygging á svæðinu eru áformuð skal liggja fyrir deiliskipulag fyrir svæðið.Samþykkt samhljóða.
24.18
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í ósk lóðarhafa um færslu lóðamarka milli Gunnlaugsgötu 4 og 6 um 2 metra inn á lóð 6 eftir að undirrituðu samþykki beggja aðila hefur verið skilað inn til sveitarfélagsins.Nefndin felur skipulagsfulltrúa að láta hnita upp nýjar lóðir og endurnýja lóðaleigusamninga við lóðarhafa Gunnlaugsgötu 4 og 6.Samþykkt samhljóða.
24.19
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að staðfesta fyrir sitt leyti ofangreind landamerki þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins.Samþykkt samhljóða.
25. Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum - 86
25.1
Starfsmanni nefndar falið að kanna möguleika á styrkjum í samræmi við umræður á fundinum og sækja um í þeim styrksjóðum sem koma til greina.Samþykkt samhljóða.
25.2
Umræða um samstarf og næstu skref. Nefndin leggur áherslu á að fara yfir verkáætlun fyrir sumarið með Skógræktarfélagi Borgarfjarðar. Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum felur starfsmanni nefndar að boða SB til næsta fundar. Samþykkt samhljóða.
25.3
Nefndin stefnir á að fara í heimsókn í Heiðmörk í mars og fá kynningu á starfseminni þar.Samþykkt samhljóða.
25.4
Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum óskaði fyrst eftir að rafmagn yrði lagt í salernisaðstöðu við Álatjörn og upp að Litlu-Einkunnum árið 2023 og ítrekaði svo við byggðarráð í bókun sinni 25.09.2024 að rafmagn yrði lagt sem fyrst samhliða lýsingu upp í Einkunnir. Nú er ljóst að verktakinn sem var með verkið hefur sagt sig frá því og nefndin hefur miklar áhyggjur af að nú dragist verkið enn frekar þar sem áform nefndar um eflingu svæðiðsins er töluvert háð raflögn.Því óskar nefndin eftir upplýsingum um stöðu verkefnisins sem allra fyrst.Samþykkt samhljóða.
26. Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum - 87
26.1
Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum felur starfsmanni nefndarinnar að skoða gerð þemakorts við samræmi við umræður á fundinum.Samþykkt samhljóða.
26.2
Drög.. Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum þakkar Skógræktarfélagi Borgarfjarðar fyrir komuna og samtalið.Markmið og vinna ársins 2025 hjá SB er að taka tréin meðfram veginum, hefðbundin þrif og halda áfram að byggja upp göngustíga. Ásamt því að athuga kostnað við gerð kofa/skýlis og hvaða styrki væri hægt að sækja um í tengslum við það.Nefndin og SB stefna á að taka vinnudag í Einkunnum 9. maí. Samþykkt samhljóma.