Fræðslunefnd Borgarbyggðar
241. fundur
10. mars 2025 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
Ragnhildur Eva Jónsdóttir - aðalmaður
Guðveig Eyglóardóttir - aðalmaður
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir - aðalmaður
Bjarni Þór Traustason - aðalmaður
Starfsmenn
Hlöðver Ingi Gunnarsson - sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Hlöðver Ingi Gunnarsson - sviðsstjóri
Dagskrá
1. Skóladagatöl fyrir leik-, grunn- og listaskóla Borgarbyggðar
2501033
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnir vinnu við skóladagatöl fyrir næsta skólaár. Í framhaldi af umræðu á síðasta fræðslunefndarfundi þá var ákveðið að gera skoðanakönnun á meðal starfsfólk grunnskóla um langt vetrarfrí og verða farið yfir niðurstöðuna á fundinum.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir minnisblað. Tillögur að skipulagsdögum liggja fyrir og lögð var fyrir skoðannakönnun um langt vetrarfrí í grunnskólunum fyrir eða eftir jól. Tveir þriðju starfsmenn grunnskóla voru hlynntir því að vera með eitt langt vetrarfrí, sem yrði heil vika, fyrir eða eftir jól í stað tveggja vetrarfría. Fræðslunefnd leggur tillöguna um skóladagatöl til umsagnar fyrir skólaráð/foreldraráð leik- og grunnskóla. Einnig er lagt til umsangar fyrir skólaráð grunnskóla afstaða þeirra til þess að hafa eitt langt vetrarfrí.
2. Starfsemi mötuneyta á Vesturlandi
2502023
Svviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnir stöðuna á málinu.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir stöðuna á verkefninu. Stefnt er að því að sameiginleg endurmenntun verði fyrir mötuneytisstarfsmenn í upphafi næsta skólaárs og er samtal við Símenntun á Vesturlandi um að halda utan um daginn.
3. Staðan á framkvæmdum við grunnskóla Borgarbyggðar
2501038
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir stöðuna á framkvæmdum við Grunnskólann í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar Kleppjánsreykjum.
Farið yfir stöðu mála.
4. Sumarlokun Hnoðraból
2503022
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs leggur fram minnisblað.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs leggur fram minnisblað. Ráðist var í aðgerðir til að mæta mönnunarvanda sem hefur verið á Hnoðrabóli síðastu ár. Vel hefur gengið í vetur og hafa þær aðgerðir sem ráðist var í virkað. Ennþá þarf þó að flygjast vel með stöðunni. Það er lagt til að sumarlokun verði minnkuð úr sex vikum í fimm fyrir komandi sumar. Þá er einnig ekki gert ráð fyrir að skólinn verði lokaður um vetrar, jól og Páksafrí eins og var skólaárið 2024-2025
5. Íþróttastefna Borgarbyggðar
2502286
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kemur til fundarins og fer yfir vinnu við íþróttastefnu Borgarbyggðar.
Sonja Lind íþrótta og tómstundafulltrúi kemur til fundarins og fer yfir vinnu við Lýðheilsustefnu sveitarfélagsins. Nú er í gangi samráðsfundir með börnum, íbúum og íþróttafélögum. Fyrsta stoðin í Lýðheilsustefnu eru stefna um íþróttir og hreyfingu fyrir sveitarfélagið. Til þess að halda utan um vinnuna fékk sveitarfélagið Guðmundu Ólafsdóttur sem hefur viðtæka reynslu af íþróttamálum.
Fræðslunefnd fagnar því að vinna með Lýðheilsustefnu sé byrjuð. Nefndinni hlakkar til að fylgjast með framhaldinu.
6. Starfsemi frístundar í Borgarbyggð
2501036
Farið er yfir starfsemi sumarfjörs 2025.
Hugrún forstöðumaður í frístund kemur til fundarins og kynnir umgjörð sumarfjörsins í sumar. Gert er ráð fyrir að kynningar á sumarfjörin komi til foreldra í næstu viku. Helstu breytingar á sumarfjöri eru að akstursleiðir fyrir sveitina liggja fyrir og lokað verður frá 9.júlí og opnað 5.ágúst í sumarfjöri.
7. Vinnuskóli 2025
2502306
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kemur til fundarins og fer yfir starfsemi vinnuskólans fyrir sumarið 2025.
Farið er yfir starfsemi vinnuskólans fyrir sumarið 2025. Meiri áhersla verður lögð á að semja við fyrirtæki um að taka við hópum úr vinnuskólanum og það verður lögð sérstkalega mikil áhersla á að bjóða miðstigi uppá fjölbreytt námskeið. Kynningarefni á að liggja fyrir í næstu viku.
8. Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum
2502086
Lagt fram til kynningar.
9. Sinfó í sundi ! - samfélagsgleði um allt land í lok ágúst
2503008
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:00