Velferðarnefnd Borgarbyggðar
158. fundur
11. mars 2025 kl. 09:00 - 10:00
í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
Guðveig Eyglóardóttir - formaður
Kristín Erla Guðmundsdóttir - aðalmaður
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir - aðalmaður
Kristján Ágúst Magnússon - aðalmaður
Eva Margrét Jónudóttir - aðalmaður
Starfsmenn
Erla Björg Kristjánsdóttir - félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Erla Björg Kristjánsdóttir - félagsmálastjóri
Dagskrá
1. Trúnaðarbók 2025
2501057
Lagðar fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi og afgreiddar umsóknir um fjárhagsstyrk.
Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustu starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
2. Reglur um fjárhagsaðstoð
1401005
Kynntar uppfærðar reglur um fjárhagsaðstoð Borgarbyggðar.
Velferðarnefnd samþykkir þær breytingar sem lagðar eru til. Vísað til staðfestingar hjá sveitastjórn.
3. Notendaráð og samráðshópur í málefnum fatlaðs fólks
2003205
Lagt til kynningar uppfært erindisbréf fyrir notendaráð í málefnum fatlaðra. Líkt og kom fram á síðasta fundi velferðarnefndar þá var haldinn kynningarfundur á notendaráði þann 13. febrúar sl. Í kjölfar fundarins buðu sex einstaklingar sig fram til setu í notendaráði. Öryrkjabandalag Íslands og Landssamtök Þroskahjálpar hafa verið upplýst um tilnefningarnar.
Velferðarnefnd samþykkir þær breytingar sem lagðar eru til. Vísað til staðfestingar hjá sveitastjórn.
4. Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu
2503027
Lagt til kynningar samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og uppbyggingu hjúkrunarheimila.
Lagt til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:00