Dagskrá
1. Seleyrarland - Fyrirspurn um skipulagsmál
2412025
Lögð var fram fyrirspurn fh. landeiganda Seleyrarlands (lnr. 210362) um breytingu á landnotkun úr landbúnaðarlandi í frístundabyggð. Fyrirspurnin var tekin fyrir á 72. fundi skipulags- og byggingarnefndar og kallaði nefndin eftir fleiri gögnum.
Nú er lögð fram umsögn Land og skóga dags. 30.01.2025 en náttúrulegur birkiskógur er innan fyrirhugaðs frístundasvæðis á Seleyrarlandi.
Skipulags- og byggingarnefnd vísar afgreiðslu erindis til starfshóps endurskoðunar Aðalskiplags Borgarbyggðar 2025-2037.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl
2. Eskiholt II - Umsókn um aðalskipulagsbreytingu
2406005
Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir frístundasvæði í Eskiholti II. Tilgangur breytingar er að breyta landnotkun á 8,5 ha svæði úr frístundabyggð Eskiholts I (F37) í Verslun og þjónusta (VÞ14). Frístundasvæðið fer úr því að vera 153,2 ha í 144,8 ha.
Lýsing aðalskipulagsbreytingarinnar var auglýst skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga 123/2010 frá 22.06.2023 til 10.07.2023.
Uppdráttur og greinargerð er lögð fram þar sem tekið hefur verið tillit til umsagna sem bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd vísar afgreiðslu erindis til starfshóps endurskoðunar Aðalskiplags Borgarbyggðar 2025-2037.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl
3. Kleppjárnsreykir skólasvæði - breyting á deiliskipulagi
2502310
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir Kleppjárnsreyki skólasvæði og opið svæði frá árinu 2024. Breytingin tekur til afmörkunar skólalóðar þar sem hún er stækkuð að Snældubeinsstaðavegi og stækkun byggingarreita. Tillagan samræmist gildandi aðalskipulagi. Hönnuður er á lista Skipulagsstofnunar um samþykkta ráðgjafa.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi með þeim breytingum sem ræddar voru á fundi til auglýsingar. Lagður var fram uppdráttur dags. 26.2.2025. Málsmeðferð verður samkvæmt 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynnt verður fyrir þeim aðilum sem hagsmuna eiga að gæta.
Samþykkt samhljóða.
4. Borgarbraut 25A_Fyrirspurn um skipulagsmál
2501203
Afgreiðslu vísað til skipulags- og byggingarnefndar af 50. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa.
Lögð er fram fyrirspurn lóðarhafa Borgarbrautar 25A í Borgarnesi. Óskað er eftir uppmælingu á lóð og lóðablaði fyrir lóðina undir húsið. Einnig biðja þau um afstöðu sveitarfélagsins um breytta lögun lóðar og stækkun.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í fyrirspurn lóðarhafa og felur skipulagsfulltrúa að láta innmæla lóðina í samráði við lóðarhafa.
Samþykkt samhljóða.
5. Fyrirspurn um heimild á nýtingu á landi - Ölduhryggur
2401101
Heilbrigðiseftirlitið sendi fyrirspurn um hvort sveitarfélagið heimili geymslu og vinnusvæði sem Borgarverk hefur haft til umráða á Ölduhrygg.
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar leggur til við sveitarstjórn að heimila Borgarverki tímabundna nýtingu á landi sem um ræðir fyrir geymslusvæði. Borgarverk vinnur nú að skipulagi og hönnun lóðar fyrirtækisins þar sem gert verður ráð fyrir að allt lausafé fyrirtækisins verði komið fyrir. Borgarverk skal skila svæðinu þrifalegu og vel frá gengnu. Nýtingu landsins skal vera lokið í síðasta lagi í lok árs 2026.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl
6. Vallarás 17 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2501314
Lagt var fram eftirfarandi erindi á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 239 þann 28. febrúar sl. og vísað til umsagnar hjá skipulags og byggingarnefnd.
Atlantsolía sækir um leyfi fyrir umhverfisauglýsingarskilti sem eru tveir LED skjáir festir við stálburðarvirki á steyptri undirstöðu og vísa í norður/suður.
Meðfylgjandi eru uppdrættir af skilti ásamt ásýndarteikningu frá Þjóðvegi 1. Skiltið yrði utan 30m veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar.
Deiliskipulag er á svæðinu, Athafnasvæði Vallarási frá árinu 2023.
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar uppsetningu á auglýsingaskilti þar sem hún telur að skiltið sé þannig úr garði gert að það fangi athygli ökumanna og ógni umferðaröryggi þeirra sem aka Hringveginn sbr. 90. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.
Samþykkt samhljóða.
7. Hreðavatn 1-1021-32 1-10R - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2501077
Lögð er fram umsókn Orlofssjóðs Bandalags Háskólamanna um leyfi til að fjarlægja núverandi hús af lóðunum Hreðavatn 21,22,23 og 24 (L134789). Jafnframt er sótt um leyfi til að byggja ný hús sem staðsett verða þar sem núverandi hús standa. Hin nýju frístundahús eru einnar hæðar timburhús á steyptum grunni. Húsin sem á að fjarlægja eru hvert fyrir sig 51,5m2 en stærð nýju húsanna verður 92,6 m² hvert. Er stækkunin því 41,1m² á hverju húsi.
Ekkert deiliskipulag er á svæðinu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að grenndarkynna byggingarleyfin fyrir þeim aðilum sem hagsmuna eiga að gæta í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangengnu samþykki landeiganda. Ef frekari uppbygging á svæðinu eru áformuð skal liggja fyrir deiliskipulag fyrir svæðið.
Samþykkt samhljóða.
8. Gunnlaugsgata 4_lóðamörk_Fyrirspurn um skipulagsmál
2502053
Afgreiðslu vísað til skipulags- og byggingarnefndar af 50. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa.
Lögð er fram ósk lóðarhafa á Gunnlaugsgötu 4 um nákvæma merkingu á lóðamörkum milli þeirrar lóðar og Gunnlaugasgötu 6a. Einnig er óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins um breytingar á lóðamörkum milli lóðar 4 og 6.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í ósk lóðarhafa um færslu lóðamarka milli Gunnlaugsgötu 4 og 6 um 2 metra inn á lóð 6 eftir að undirrituðu samþykki beggja aðila hefur verið skilað inn til sveitarfélagsins.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að láta hnita upp nýjar lóðir og endurnýja lóðaleigusamninga við lóðarhafa Gunnlaugsgötu 4 og 6.
Samþykkt samhljóða.
9. Stóru-Skógaland og Stóra-Gröf_Umsókn um stofnun lóða
2502076
Afgreiðslu vísað til skipulags- og byggingarnefndar af 50. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa.
Lögð er fram ósk um staðfestingu landamerkja milli jarðanna Stóru-Skógalands (lnr. 201061) og Stóru-Grafar (lnr. 134940) í Borgarbyggð. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu. Merkin eru skv. þinglýstum landamerkjabréfum og afsölum og á skilgreindu landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að staðfesta fyrir sitt leyti ofangreind landamerki þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl
10. Eskiholtsskógur L229352_Deiliskipulag
2310297
Nýtt deiliskipulag Frístundabyggðar í Eskiholtsskógi hefur verið auglýst samkvæmt 41. gr. skiplagslaga nr. 123/2010. Kynningartími var frá 16.10.2024-27.11.2024 og óskað eftir umsögnum lögbundinna umsagnaraðila. Athugasemdir bárust frá umsagnaraðilum á kynningartíma.
Lagður er fram uppdráttur og greinargerð dags. 31.05.2024 br. 20.12.2024.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagt deiliskipulag skv. 42. gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl
11. Flesjustaðir_Umsókn um deiliskipulagsbreytingu
2502141
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sumarhúsasvæðis í landi Flesjustaða í Kolbeinsstaðahreppi frá árinu 1999. Breytingin tekur til skilmála en skipulagsuppdráttur helst óbreyttur. Byggingarmagn allra lóða er aukið úr 80fm í 150fm en þegar eru til staðar sumarhús á 3 lóðum. Breytingin er ekki í ósamræmi við þá byggð sem fyrir er 30,8-77,2fm. Hönnuður er á lista Skipulagsstofnunar um samþykkta ráðgjafa.
Greinagerð dags. 03.02.2025.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum sumarhúsanna Votiskógur 1, 2 og 4.
Sé frekari uppbygging fyrirhuguð telur nefndin að gera þurfi heildarendurskoðun á deiliskipulaginu þar sem það er unnið skv. eldri skipulagslögum.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl
Fundartíma miðað við reglur sveitarfélagsins um kjör kjörinna fulltrúa er lokið. Formaður leggur til að fundi sé fram haldið.
12. Stuttárbotnar - Húsafell 3 L134495 - Deiliskipulag
2301040
Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Stuttárbotna, frístundabyggð í Húsafelli. Tillagan tekur til um 102ha svæðis en innan þess er stærstur hluti frístundabyggð Húsfell 2 og 3 (F127) enda gamalgróið frístundasvæði og lítill hluti á landbúnaðarsvæði. Skipulagssvæðið afmarkast af Hvítá, þremur deiliskipulögðum svæðum og Hálsasveitarvegi (518).
Deiliskipulag þetta samræmist gildandi aðalskipulagi.
Lýsing deiliskipulags var kynnt frá 21. febrúar til og með 9. mars 2023 og óskað eftir umsögnum lögbundinna umsagnaraðila. Meðfylgjandi eru þær umsagnir og ábendingar sem bárust á kynningartíma.
Uppdráttur og greinagerð dags. 18.02.2025.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja til auglýsingar tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Stuttárbotna í Húsafelli. Lagður er fram uppdráttur dags. 18.02.2025. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl
13. Krumshólapartur 2_Umsókn um deiliskipulag
2502294
Lögð er fram lýsing að deiliskipulagi fyrir Krumshólapart 2 (lnr. 213625) í Borgarbyggð. Deiliskipulagssvæðið er 10ha að stærð og afmarkast að sunnan af Ferjubakkavegi, að vestan af landi Beigalda og norðan og austan af landi Krumshóla. Landið er landbúnaðaraland skv. aðalskipulagi. Markmið deiliskipulags er að skapa skýran ramma um uppbyggingu á svæðinu. Fyrirhugað er að byggja tvö íbúðarhús, skemmu/verkstæði, gróðurhús og útleiguhús. Jafnframt er fyrirhuguð minni háttar raforkuframleiðsla, uppbygging á vindrafstöð og sólarsellum ásamt aðstöðuhúsi til raforkuframleiðslu.
Aðkoma að svæðinu er um Ferjubakkaveg (530).
Hönnuður er á lista Skipulagsstofnunar um samþykkta ráðgjafa.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir lýsingu til auglýsingar fyrir Krumshólapart 2 skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl
14. Íþróttasvæðið í Borgarnesi - óveruleg breyting á deiliskipulagi
2503047
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir íþróttasvæði í Borgarnesi. Breytingin tekur til breytingar á byggingarreit fyrir knatthús. Byggingarreit er hliðrar örlítið til suð-vesturs sem og afmörkun breytt á suðurhlið. Heimilað byggingarmagnbreytist ekki. Einnig er gerð breyting á aðkomuveg fyrir viðbragðsaðila og bætt er við sveigju á aðkomuna til að auðvelda aðgengi. Ekki er talið að breytingin varði hagsmuni annarra en sveitarfélagsins. Hönnuður er á lista Skipulagsstofnunar um samþykkta ráðgjafa.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 42. gr. skipulagslaga 123/2010. Breytingin á við um svo óveruleg frávik að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
Málsmeðferð verður skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og 3. mgr. 44. gr. sömu laga.
Samþykkt samhljóða.
15. Fullnaðarafgreiðsla - Skipulagsfulltrúi og S&Bnefnd
2503044
Samantekt á hlutverki og verksviði skipulags- og byggingarnefndar og skipulagsfulltrúa Borgarbyggðar samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins.
Skipulags- og byggingarnefnd felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að koma með tillögur að breytingum á samþykktum sveitarfélagsins í samræmi við umræður á fundi. Í kjölfarið er samþykktum með áorðnum breytingum vísað til byggðarráðs til umfjöllunar.
Samþykkt samhljóða.
Kristinn Bjarnason lögmaður hjá Lagastoð, sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs og sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslusviðs sátu undir þessum lið.
16. Aðalskipulag - Endurskoðun - Vinnslutími
2301075
Lagðar eru fram umsagnir og ábendingar sem bárust á kynningartíma vinnslutillögu endurskoðunar aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037 og svör og viðbrögð við þeim.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja viðbrögð og svör við ábendingum og umsögnum sem bárust á kynningartíma vinnslutillögu endurskoðunar aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037.
Samþykkt DS og KRS.
2 sátu hjá EMJ og FA.
EMJ og FA bóka eftirfarandi: Því miður fór þessi liður fundarboðs framhjá okkur og gafst okkur því ekki nægur tími til að skoða gögnin nægilega vel til að taka afstöðu.
17. Vindorkugarður á Þorvaldsstöðum - Umsögn kynning matsáætlunar- SLS
2503043
Lögð er fram umsagnarbeiðni úr skipulagsgátt dags. 26.02.2025 þar sem óskað er eftir umsögn Borgarbyggðar um matsáætlun vindorkugarðs á Þorvaldsstöðu.
Zephyr Iceland áformar að reisa vindorkugarð í landi Þorvaldsstaða í sveitarfélaginu Borgarbyggð með um 50-70 MW heildarafl og mögulega yrði garðurinn reistur í áföngum. Gert er ráð fyrir að fjöldi vindmylla verði um 11-14 og að afl hverrar vindmyllu verði 5-7 MW. Miðað við um 50 MW afl verður árleg raforkuframleiðsla vindorkugarðsins um 180-190 GWst. Líklegast er að höfnin við Grundartanga verði nýtt fyrir aðflutning á vindmyllum til landsins.
Matsáætlun er lögð fyrir fundinn.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að fullvinna umsögn um kynningu á matsáætlun vegna vindorkugarðs á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð út frá þeim ábendingum og umræðum sem komu fram á fundinum og vísar til endanlegrar afgreiðslu hjá sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
18. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 50
2502013F
Lagt fram til kynningar
Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar 50 þann 18.02.2025.
18.1
2411092
Melaleiti - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 50
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga 123/2010. Lóðin verður skilgreind sem frístundarbyggð í endurskoðun aðalskipulagsins. Kynnt verður í gegnum skipulagsgátt fyrir eigendum landanna: Lundur, lundur 2 og Berg.
18.2
2501203
Borgarbraut 25A_Fyrirspurn um skipulagsmál
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 50
Skipulagsfulltrúi vísar málinu til skipulags- og byggingarnefndar.
18.3
2502057
Helgavatn - umsókn um stofnun lóða - 134724
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 50
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 2,1 ha lóð, Helgarvatn 2, úr upprunalandinu Helgarvatn (lnr. 134724) þar sem skiptingin er í samræmi við aðalskipulag og brýtur ekki í bága við ákvæði 6. gr. jarðalaga 81/2004, þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn íbúðarhúsalóð.
18.4
2502053
Gunnlaugsgata 4_lóðamörk_Fyrirspurn um skipulagsmál
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 50
Skipulagsfulltrúi vísar málinu til skipulags- og byggingarnefndar.
18.5
2502076
Stóru-Skógaland og Stóra-Gröf_Umsókn um stofnun lóða
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 50
Skipulagsfulltrúi vísar málinu til skipulags- og byggingarnefndar.
18.6
2412063
Munaðarnes Efra Umsókn um stofnun lóða
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 50
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 177 ha lóð, Munaðarnes Efra, úr upprunalandinu Munaðarnes (lnr. 134915) þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins.
18.7
2412064
Munaðarnesland BSRB Umsókn um stofnun lóða
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 50
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 38,9 ha lóð, Munaðarnesland BSRB, úr upprunalandinu Munaðarnes (lnr. 134915) þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins.
18.8
2412065
Munaðarnes neðra - Umsókn um stofnun lóða
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 50
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnaðar verði ofangreindar millispildur skv. framlagðri merkjalýsingu þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðirnar í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins.
19. Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 239
2502025F
Lagt fram til kynningar
Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 239 þann 28.2.2025.
19.1
2502104
Fremstumóar 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 239
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
19.2
2502078
Túngata 12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 239
Ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag af svæðinu. Erindið þarf að grenndarkynnaByggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
19.3
2502041
Snorrastaðir 136084 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 239
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:-Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
19.4
2501314
Vallarás 17 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 239
Erindinu er vísað til umsagnar skipulags og byggingarnefndar Borgarbyggðar.
19.5
2501308
Múlendi 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 239
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
19.6
2502296
Kvíaholt 1a - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 239
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum