Byggðarráð Borgarbyggðar

700. fundur

6. mars 2025 kl. 08:30 - 11:00

í Snorrastofu í Reykholti


Nefndarmenn

Davíð Sigurðsson - formaður
Guðveig Eyglóardóttir boðaði forföll og Eva Margrét Jónudóttir - varamaður sat fundinn í hans stað
Thelma Dögg Harðardóttir - áheyrnarfulltrúi
Sigurður Guðmundsson - aðalmaður
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir - áheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

Stefán Broddi Guðjónsson - sveitarstjóri
Lilja Björg Ágústsdóttir - Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Broddi Guðjónsson - sveitarstjóri

Dagskrá

1. Þjónustukönnun Borgarbyggðar
2502077

Farið yfir framkvæmd og helstu niðurstöður þjónustukönnunar sem framkvæmd var meðal notenda heimasíðu Borgarbyggðar í febrúar 2025.

Byggðarráð þakkar íbúum fyrir góða þátttöku og gagnlegar ábendingar sem fram komu í könnuninni. Samtals tóku 239 manns þátt í könnuninni sem var opin öllum þeim sem áhuga höfðu. Spurt var um hvernig íbúar sækja upplýsingar um starfsemi sveitarfélagsins, þjónustu og mat á gæðum hennar. Ljóst er að heimasíða sveitarfélagsins gegnir lykilhlutverki í miðlun upplýsinga, íbúar leita mikið til þjónustuvers og oftar en ekki fær fólk þær upplýsingar sem leitað er eftir. Hins vegar telur hluti notenda sig ekki hafa fengið nauðsynlegar upplýsingar. Byggðarráð felur sveitarstjóra að nýta þær upplýsingar sem könnunin veitir í aframhaldandi vinnu við að efla upplýsingamiðlun og þjónustu sveitarfélagsins.



Samþykkt samhljóða.



2. Innkaupareglur Borgarbyggðar
2012005

Yfirferð um innkaupareglur Borgarbyggðar og farið yfir breytingar orðið hafa í laga- og reglugerðarumhverfi. Þórunn Unnur Birgisdóttir verkefnastjóri hjá Borgarbyggð kemur til fundarins undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna úr þeim tillögum að uppfærslu á innkaupareglum Borgarbyggðar sem fram komu í umræðu á fundi og leggja fram drög að uppfærðum innkaupareglum fyrir byggðarráð.



Samþykkt samhljóða.



3. Heimild til frestunar á greiðslu gatnagerðargjalda
2503021

Framlögð drög að sérstökum greiðslusamningum við PJ byggingar ehf. og HIG húsasmíði ehf. vegna gatnagerðargjalda við lóðir á Hvanneyri í samræmi við heimild í 7. gr. reglna Borgarbyggðar um gatnagerðargjöld.

Gjaldskrá Borgarbyggðar um gatnagerðargjöld felur í sér að 50% gatnagerðargjalds sé greitt innan eins mánaðar frá lóðarveitingu og eftirstöðvar við veitingu byggingarleyfis (7. gr.).

Samkvæmt 7. gr. er byggðarráði heimilt að veita sérstakan greiðslufrest á gatnagerðargjaldi "þegar byggt er atvinnuhúsnæði eða húsnæði til endursölu, samkvæmt sérstökum greiðslusamningi sem kveður á um skilmála og greiðslukjör."

Með afgreiðslu 699. fundar byggðarráðs dags. 27. feb 2025 PJ byggingum og HIG húsasmíði úthlutað lóðum í Flatahverfi á Hvanneyri. Bæði fyrirtækin hafa óskað eftir á greiðslu gatnagerðargjöldum í samræmi við ofangreinda heimild.

Byggðarráð samþykkir að veita greiðslufrest í samræmi við eftirfarandi skilmála og greiðslukjör.

Í samræmi við gjaldskrá gatnagerðargjalda skulu 50% greiðast innan mánaðar frá lóðarveitingu. Eftirstöðvar skulu greiðast í síðasta lagi við endursölu en þó eigi síðar en innan 24 mánaða frá úthlutun lóðar. Eftirstöðvar skulu bundnar byggingarvísitölu. Borgarbyggð er heimilt að skilyrða lokaúttekt þess húsnæðis sem reist verður við að fullnaðaruppgjör á gatnagerðargjöldum hafi farið fram.



Samþykkt samhljóða.



4. Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu
2503027

Farið yfir helstu atriði samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og uppbyggingu hjúkrunarheimila.

Farið yfir samkomulagið sem taka mun gildi á yfirstandandi ári og lagt mat á fjárhagsleg áhrif á sveitarfélagið. Það fjallar um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga er varðar þjónustu við börn með fjölþættan vanda og kostnaðarþátttöku sveitarfélaga við uppbyggingu hjúkrunarheimila. Við núverandi aðstæður eru jákvæð áhrif af breytingunni afar lítil fyrir Borgarbyggð og vega lítt á móti kostnaðarhækkun vegna nýrra kjarasamninga. Byggðarráð felur sveitarstjóra að halda áfram vinnu við kostnaðarmat og hvort það kallar á viðauka við yfirstandandi fjárhagsáætlun.



Samþykkt samhljóða.



5. Aðalfundur SSV 2025
2502290

Framlagt fundarboð á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem fram fer 26. mars 2025.

Framlagt. Fulltrúar Borgarbyggðar á aðalfundinum eru Bjarney L. Bjarnadóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Eðvarð Ó. Traustason, Eva M. Jónudóttir og Brynja Þorsteinsdóttir.

Fylgiskjöl


6. Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2025
2501012

Framlögð fundargerð 970. fundar stjórnar Sambandsins frá 25. febrúar 2025.

Framlagt.

Fylgiskjöl


7. Leikskólinn Hraunborg - Varmaland - Flutningur
2312078

Farið yfir stöðu vinnu við uppgjör á framkvæmdum við húsnæði skólans á Varmalandi.

Farið yfir stöðu vinnu og byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram í samræmi við umræðu á fundi.



Samþykkt samhljóða.



8. Fyrirspurn frá FSRE um áhuga Borgarbyggðar á lóðum innan Kleppjárnsreykja
2311047

Farið yfir stöðu viðræðna við FSRE um möguleg kaup Borgarbyggðar á lóð á Kleppjárnsreykjum.

Um er að ræða landsvæði sem liggur frá knattspyrnuvelli grunnskólans að Snældubeinsstaðavegi. Í fyrirsjáanlegri framtíð sér sveitarfélagið fyrir sér að þar verði eingöngu starfsemi sem lýtur að kennslu og leik, lýðheilsu og almannaþjónustu. Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera FSRE tilboð í lóðina í samræmi við umræðu á fundi.



Samþykkt samhljóða.



9. Fjölnota íþróttahús - Knatthús
2303105

Framlagt minnisblað frá Eflu um flóðahættu við íþróttasvæðið i Borgarnesi.

Framlagt. Byggðarráð leggur til að hafinn verði undirbúningur að hönnun styrkingar og hækkunar á varnargarði utan um allt íþróttasvæðið í Borgarnesi og felur sveitarstjóra að leggja fram tillögu að áfangaskiptingu og kostnaðaráætlun þegar þeirri vinnu er lokið. Jafnframt er óskað eftir mati á því hvort og þá hvar flóðavörnum er ábótavant í sveitarfélaginu.



Samþykkt samhljóða.



Fundi slitið - kl. 11:00