Byggðarráð Borgarbyggðar

699. fundur

27. febrúar 2025 kl. 08:15 - 11:45

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Davíð Sigurðsson - formaður
Guðveig Eyglóardóttir - varaformaður
Thelma Dögg Harðardóttir - áheyrnarfulltrúi
Sigurður Guðmundsson - aðalmaður
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir - áheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

Stefán Broddi Guðjónsson - sveitarstjóri
Lilja Björg Ágústsdóttir - Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Broddi Guðjónsson - sveitarstjóri

Dagskrá

1. Umsókn um lóð - Ugluflöt 1-3
2502128

Framlögð umsókn um lóðina Ugluflöt 1-3 á Hvanneyri.

Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðunum Ugluflöt 1 - 3 til HIG húsasmíði ehf. á grundvelli framlagðrar umsóknar.



Samþykkt samhljóða.



2. Umsókn um lóð - Hrafnaflöt 2, 4 og 6
2502191

Framlögð umsókn um lóðirnar Hrafnaflöt 2, 4 og 6 á Hvanneyri.

Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðunum Hrafnaflöt 2,4 og 6 til PJ bygginga ehf. Byggðarráð tekur jákvætt í að byggingarskilmálum verði breytt í samræmi við umsókn.



Samþykkt samhljóða.



3. Uppbygging í Borgarbyggð - kynningar- og markaðsmál
2501129

Farið yfir tillögu að fyrirkomulagi við markaðssetningu nýs hverfis í Bjargslandi og næstu skref rædd.

Kynnt tillaga að gerð sérstakrar vefsíðu til markaðssetningar á nýju íbúðahverfi í Bjargslandi sem jafnframt yrði leiðarvísir við markaðssetningu íbúðalóða á Hvanneyri, atvinnusvæðis við Vallarás og fleiri lóða. Stefnt er að því að slík síða yrði tilbúin í loftið í vor. Byggðarráð tekur vel í framlagðar tillögur og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og vinna að samningsgerð á grundvelli þeirra.



Samþykkt samhljóða.



4. Verðfyrirspurn v. tjaldsvæða í Borgarnesi og Varmalandi
2411093

Framlögð viðbrögð við auglýsingu um rekstraraðila fyrir tjaldsvæðin í Borgarnesi og á Varmalandi.

Byggðarráð samþykkir að óska eftir viðræðum við Hótel Varmaland um að taka að sér rekstur tjaldsvæðisins á Varmalandi og Drop Inn um rekstur tjaldsvæðisins í Borgarnesi á grundvelli þeirra hugmynda sem fram koma í erindum þeirra.



Samþykkt samhljóða.



5. Samstarf um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Bjargslandi
1912083

Farið yfir stöðu vinnu við gatnagerð við Birkiklett í Borgarnesi.

Framlögð drög að viljayfirlýsingu milli Borgarbyggðar og Kaupfélags Borgfirðinga um lausn ágreinings um veglínu Birkikletts meðfram lóð kaupfélagsins við Egilsholt og skerðingu lóðarinnar vegna framkvæmdar við veglínuna. Í viljayfirlýsingunni felst að Borgarbyggð hyggst bæta KB skerðingu lóðarinnar með greiðslu kostnaðar vegna malbikunar á bílastæði vestanvert við húsnæði KB. Lausn ágreinings kemur í veg fyrir tafir við yfirstandandi framkvæmdir og stuðlar að því að umhverfi íbúðahverfisins verður íbúavænna.



Samþykkt samhljóða.



6. Húsnæði fyrir slökkvilið á Hvanneyri
2502140

Kynnt hugmynd að nýrri aðstöðu fyrir starfsemi Slökkviliðs Borgarbyggðar á Hvanneyri.

Byggðarráð þakkar kynningu á hugmyndinni. Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir nánari upplýsingum í samræmi við umræðu á fundi.



Samþykkt samhljóða.



7. Vegamál á Vesturlandi
2502268

Umræða um stöðu vegamála í Borgarbyggð og á Vesturlandi.

Ástand vegamála víða í Borgarbyggð og víðar á Vesturlandi er með þeim hætti að tvísýnt er orðið um öryggi vegfarenda. Brýn þörf er á átaki í viðhaldi vega á svæðinu til þess að draga úr slysahættu og tryggja að vegir í landshlutanum mæti eðlilegum þörfum íbúa og atvinnulífs. Borgarbyggð hefur ritað forsætisráðherra bréf, ásamt öðrum sveitarfélögum á Vesturlandi, þar sem óskað er eftir því að skipaður verði viðbragðshópur af hálfu stjórnarráðsins um aðgerðir hið fyrsta. Að mati byggðarráðs er ástandið þannig að fullt tilefni er fyrir ríkið að leita leiða til að tryggja fjármögnun hið fyrsta og hefur sveitarstjóri kynntar ýmsar hugmyndir í þá veruna fyrir þingmönnum og ráðherrum.



Samþykkt samhljóða.



Fylgiskjöl


8. Íþróttastefna Borgarbyggðar
2502286

Vinna við nýja íþróttastefnu Borgarbyggðar er að hefjast. Farið yfir starfið framundan og fyrirkomulag samráðs.

Kynnt vinna sem nú er nýhafin við gerð nýrrar íþróttastefnu fyrir Borgarbyggð. Framundan eru samráðsfundir við fulltrúa íþróttahreyfingarinnar og aðra íbúa sveitarfélagsins sem áætlað er að fram fari í mars.



Samþykkt samhljóða.



Sonja Lind Eyglóardóttir og Hlöðver Ingi Gunnarsson sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.



Að afloknun dagskrárliðnum var gert hlé á fundi kl. 10.30 og fór fram kynning á Áfanga- og markaðsstofu Vesturlands.



9. Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
2502230

Fundi framhaldið eftir hlé kl. 11.15.



Lögð fram til umsagnar drög að frumvarpi til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Framlagt og byggðarráð tekur jákvætt í þær breytingar sem gerðar hafa verið á frumvarpinu. Þær koma til móts við þau sveitarfélög sem eru landstór og dreifbýl, þar sem vaxandi þjónustuskylda er lögð á herðar sveitarfélaganna.



Samþykkt samhljóða.





10. Eigendafundur Orkuveitu Reykjavíkur í janúar 2025
2412240

Framlögð fundargerð eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur 10. janúar 2025.

Framlagt.



11. Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2025
2501012

Framlagðar fundargerðir 965., 966., 967., 968. og 969. fundar stjórnar Sambandsins frá 18., 19., 20., 21. og 24. febrúar 2025.

Framlagt.



12. Kjarasamningar við Kennarasamband Íslands 2025
2502295

Þann 25.febrúar 2025 var undirritaður kjarasamningur milli Kennarasambands Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkisins.

Byggðarráð Borgarbyggðar fagnar því að samningar hafa loks náðst milli Kennarasambands Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkisins. Byggðarráð felur sveitarstjóra leggja mat á fjárhagsleg áhrif samningsins.



Samþykkt samhljóða.



13. Félagsheimilið Þinghamar - Eignarsjóður
2203194

Framlögð beiðni frá leikdeild Ungmennafélags Stafholtstungna um kaup á ljósabúnaði fyrir Þinghamar.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að eiga samtal við Ungmennafélagið varðandi beiðnina sem er til komin vegna þeirra sýninga sem framundan. Búnaðarkaup af þessari stærðargráðu eru ekki innan fjárheimilda en byggðarráð er opið fyrir því að skoða aðrar leiðir til að mæta þörfinni.



Samþykkt samhljóða.



Fundi slitið - kl. 11:45