Byggðarráð Borgarbyggðar

698. fundur

19. febrúar 2025 kl. 08:15 - 10:30

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Davíð Sigurðsson - formaður
Guðveig Eyglóardóttir - varaformaður
Thelma Dögg Harðardóttir - áheyrnarfulltrúi
Sigurður Guðmundsson - aðalmaður
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir - áheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

Stefán Broddi Guðjónsson - sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Broddi Guðjónsson - sveitarstjóri

Dagskrá

1. Fjölskyldunefnd Borgarbyggðar
2409326

Afgreiðsla fundar sveitarstjórnar Borgarbyggðar nr. 258 :"Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að hefja breytingu á samþykktum sveitarfélagsins í því skyni stofna fjölskyldunefnd Borgarbyggðar sem verður nefnd sameinuð úr velferðarnefnd og fræðslunefnd. Horft verði til þeirra áherslna sem koma fram í drögum að erindisbréfi hinnar óstofnuðu nefndar við vinnuna.

Samþykkst samhljóða

Til máls tók: KÁM, GLE, SG, EÓT, SÓ, GLE og DS"



Hlöðver Ingi Gunnarsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, og Þórunn Unnur Birgisdóttir, verkefnastjóri sitja fundinn undir þessum lið.

Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti breytingar á samþykktum vegna stofnunar fjölskyldunefndar Borgarbyggðar og vísar þeim áfram til fyrri umræðu í sveitarstjórn.



Samþykkt samhljóða.





2. Upplýsingatækniumhverfi Borgarbyggðar - úttekt
2406235

Framlagður samningur vegna úttektar á upplýsingatæknimálum fyrir Borgarbyggð.



Hlöðver Ingi Gunnarsson, sviðsstjóri fjölskyldusvið, og Þórunn Unnur Birgisdóttir, verkefnastjóri sitja fundinn undir þessum lið.

Byggðarráð samþykkir samning við Delotte, dags. 12. febrúar 2025 fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að skrifa undir enda rúmast kostnaður vegna úttektarinnar innan fjárheimilda ársins.



Samþykkt samhljóða.



3. Afhendingaröryggi rafmagns í Borgarbyggð
2502096

Fulltrúar frá Rarik koma til fundar við byggðarráð að fara yfir afhendingaröryggi í Borgarbyggð.

Byggðarráð þakkar fulltrúum Rarik fyrir skjót viðbrögð við ósk um samtal og góða yfirferð. Til fundarins komu frá Rarik: Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Rarik (í gegnum fjarfundarbúnað) ,Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri veitukerfa, Kristín Soffía Jónsdóttir framkvæmdastjóri framtíðar og þróunar, Andri Viðar Kristmannsson sérfræðingur, Daníel Ali Kazmi verkefnastjóri (í gegnum fjarfundarbúnað) og Guðjón Bachmann verkstjóri.

Tíðni bilana hefur verið óvenju mikil síðustu misseri, sérstaklega á Mýralínu. Hluti þeirra hefur verið ófyrirsjáanlegur og tengist óveðri sem olli skemmdum á línum, þar sem bindingar losnuðu á köflum og staurar brotnuðu. Síðustu vikur hefur verið farið yfir bindingar á allri Mýralínu og þær endurnýjaðar eftir þörfum. Rarik bindur vonir við að endanlegri viðgerð sé lokið. Áframhaldandi endurnýjun er framundan til að bæta raforkuöryggi. Fyrirhugað er að fjölga rofastöðvum sem auðveldar bilanagreiningu og dregur úr umfangi áhrifa. Þá stendur til að plægja 40-50 kílómetra af streng í jörð í sveitarfélaginu í sumar og ljúka við lagningu varaleiðar inn í Borgarnes.

Fulltrúar Rarik fóru þær fjárfestingar sem eru á áætlun hjá Rarik innan sveitarfélagsins. Í framhaldi af viðamiklu rafmagnsleysi síðast liðinn vetur var ráðist í ítarlega greiningarvinnu og mótast fjárfestingaráætlun af þeirri vinnu. Til ársins 2030 eru áherslur Rarik í Borgarbyggð eftirfarandi:

1) Áframhaldandi endurnýjun í dreifbýli með strengvæðingu og þriggja fasa rafmagni.

2) Endurskipulagning og stækkun aðveitustöðvar á Vatnshömrum.

3) Undirbúningur og framkvæmdir við nýjar 33kv aðveitustöðvar í Borgarnesi og við Kljáfoss.

4) Styrking dreifikerfis vegna orkuskipta, t.d sterkari stofnstrengir frá Vatnshömrum í Borgarnes og að Kljáfossi.

5) Endurnýjun kerfa sem koma til af aukinni raforkuþörf við sumarhúsahverfi og uppbyggingu nýrra hverfa.



Farið var yfir framkvæmdavefsjá Rarik sem finna má á heimasíðu fyrirtækisins en þar má sjá sundurliðun framkvæmdaverkefna á komandi árum. Fram kom að Rarik áætlar að ljúka lagningu allra strengja í jörð að heimilum eigi síðar en árið 2030.



4. Gljúfurá, aðalfundur 2025.
2502074

Framlagt aðalfundarboð Veiðifélags Gljúfurár sem fram fer 22. febrúar 2025.

Fundarboð framlagt.



5. Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2025
2501012

Framlögð fundagerð 963.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31.janúar 2025.

Fundargerð framlögð.



Fundi slitið - kl. 10:30