Fundargerð
Byggðarráð Borgarbyggðar
698. fundur
19. febrúar 2025 kl. 08:15 - 10:30
í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
Starfsmenn
Dagskrá
1. Fjölskyldunefnd Borgarbyggðar
Samþykkst samhljóða
Til máls tók: KÁM, GLE, SG, EÓT, SÓ, GLE og DS"
Hlöðver Ingi Gunnarsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, og Þórunn Unnur Birgisdóttir, verkefnastjóri sitja fundinn undir þessum lið.
Samþykkt samhljóða.
2. Upplýsingatækniumhverfi Borgarbyggðar - úttekt
Hlöðver Ingi Gunnarsson, sviðsstjóri fjölskyldusvið, og Þórunn Unnur Birgisdóttir, verkefnastjóri sitja fundinn undir þessum lið.
Samþykkt samhljóða.
3. Afhendingaröryggi rafmagns í Borgarbyggð
Tíðni bilana hefur verið óvenju mikil síðustu misseri, sérstaklega á Mýralínu. Hluti þeirra hefur verið ófyrirsjáanlegur og tengist óveðri sem olli skemmdum á línum, þar sem bindingar losnuðu á köflum og staurar brotnuðu. Síðustu vikur hefur verið farið yfir bindingar á allri Mýralínu og þær endurnýjaðar eftir þörfum. Rarik bindur vonir við að endanlegri viðgerð sé lokið. Áframhaldandi endurnýjun er framundan til að bæta raforkuöryggi. Fyrirhugað er að fjölga rofastöðvum sem auðveldar bilanagreiningu og dregur úr umfangi áhrifa. Þá stendur til að plægja 40-50 kílómetra af streng í jörð í sveitarfélaginu í sumar og ljúka við lagningu varaleiðar inn í Borgarnes.
Fulltrúar Rarik fóru þær fjárfestingar sem eru á áætlun hjá Rarik innan sveitarfélagsins. Í framhaldi af viðamiklu rafmagnsleysi síðast liðinn vetur var ráðist í ítarlega greiningarvinnu og mótast fjárfestingaráætlun af þeirri vinnu. Til ársins 2030 eru áherslur Rarik í Borgarbyggð eftirfarandi:
1) Áframhaldandi endurnýjun í dreifbýli með strengvæðingu og þriggja fasa rafmagni.
2) Endurskipulagning og stækkun aðveitustöðvar á Vatnshömrum.
3) Undirbúningur og framkvæmdir við nýjar 33kv aðveitustöðvar í Borgarnesi og við Kljáfoss.
4) Styrking dreifikerfis vegna orkuskipta, t.d sterkari stofnstrengir frá Vatnshömrum í Borgarnes og að Kljáfossi.
5) Endurnýjun kerfa sem koma til af aukinni raforkuþörf við sumarhúsahverfi og uppbyggingu nýrra hverfa.
Farið var yfir framkvæmdavefsjá Rarik sem finna má á heimasíðu fyrirtækisins en þar má sjá sundurliðun framkvæmdaverkefna á komandi árum. Fram kom að Rarik áætlar að ljúka lagningu allra strengja í jörð að heimilum eigi síðar en árið 2030.