Dagskrá
1. Melaleiti - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2411092
Lögð er inn umsókn um byggingarleyfi fyrir 75,9 fm sumarbústað í landi Melaleitis L235421 í Lundareykjadal. Engin mannvirki eru til staðar á lóðinni. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin er á skilgreindu landbúnaðarlandi í aðalskipulagi og í flokki 3, sæmilegt ræktunarlandi, í flokkun landbúnaðarlands.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga 123/2010. Lóðin verður skilgreind sem frístundarbyggð í endurskoðun aðalskipulagsins. Kynnt verður í gegnum skipulagsgátt fyrir eigendum landanna: Lundur, lundur 2 og Berg.
Fylgiskjöl
2. Borgarbraut 25A_Fyrirspurn um skipulagsmál
2501203
Lögð er fram fyrirspurn lóðarhafa Borgarbrautar 25A í Borgarnesi. Óskað er eftir uppmælingu á lóð og lóðablaði fyrir lóðina undir húsið. Einnig biðja þau um afstöðu sveitarfélagsins um breytta lögun lóðar og stækkun.
Skipulagsfulltrúi vísar málinu til skipulags- og byggingarnefndar.
3. Helgavatn - umsókn um stofnun lóða - 134724
2502057
Lögð er fram ósk um stofnun nýrrar lóðar Helgavatn 2 úr landi Helgavatns (lnr. 134724) í Borgarbyggð. Mannvirki eru á lóðinni (2108841). Ekkert deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin er 2,1 ha að stærð og á skilgreindu landbúnaðarlandi í aðalskipulagi.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 2,1 ha lóð, Helgarvatn 2, úr upprunalandinu Helgarvatn (lnr. 134724) þar sem skiptingin er í samræmi við aðalskipulag og brýtur ekki í bága við ákvæði 6. gr. jarðalaga 81/2004, þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn íbúðarhúsalóð.
Fylgiskjöl
4. Gunnlaugsgata 4_lóðamörk_Fyrirspurn um skipulagsmál
2502053
Lögð er fram ósk lóðarhafa á Gunnlaugsgötu 4 um nákvæma merkingu á lóðamörkum milli þeirrar lóðar og Gunnlaugasgötu 6a. Einnig er óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins um breytingar á lóðamörkum þeirra lóða.
Skipulagsfulltrúi vísar málinu til skipulags- og byggingarnefndar.
5. Stóru-Skógaland og Stóra-Gröf_Umsókn um stofnun lóða
2502076
Lögð er fram ósk um staðfestingu landamerkja milli jarðanna Stóru-Skógalands (lnr. 201061) og Stóru-Grafar (lnr. 134940) í Borgarbyggð. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu. Merkin eru skv. þinglýstum landamerkjabréfum og afsölum og á skilgreindu landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi.
Skipulagsfulltrúi vísar málinu til skipulags- og byggingarnefndar.
Fylgiskjöl
6. Munaðarnes Efra Umsókn um stofnun lóða
2412063
Lögð er fram ósk um stofnun nýrrar lóðar Munaðarnes Efra úr landi Munðarness lnr.134915 í Borgarbyggð. Innan lóðar eru 79 sumarhúsalóðir skv. fylgiskjali. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin er 177 ha að stærð að frádregnum sumarhúsalóðum er 132,3 ha og er skilgreind sem frístundabyggð í Munaðarnesi (F62) í aðalskipulagi.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 177 ha lóð, Munaðarnes Efra, úr upprunalandinu Munaðarnes (lnr. 134915) þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins.
Fylgiskjöl
7. Munaðarnesland BSRB Umsókn um stofnun lóða
2412064
Lögð er fram ósk um stofnun nýrrar lóðar Munaðarnesland BSRB úr landi Munaðarness lnr. 134915 í Borgarbyggð. Stærð lóðarinnar með sumarhúsalóðum er 38,9 ha. Stærð án sumarhúsalóða er 28,5 ha. Heiti lóðarinnar er Munaðarnesland BSRB. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin er 38,9 ha að stærð og skilgreind sem Jörð í aðalskipulagi.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 38,9 ha lóð, Munaðarnesland BSRB, úr upprunalandinu Munaðarnes (lnr. 134915) þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins.
Fylgiskjöl
8. Munaðarnes neðra - Umsókn um stofnun lóða
2412065
Fyrirhugað er að stofna sjö millispildur úr fjórum löndum, Munaðarneslandi BSRB 1 (lnr. 220953), Munaðarnesi (lnr. 134915), Munaðarneslandi BSRB (lnr. 134984) og Munaðarnesi Birkihlíð (lnr. 194364) í Borgarbyggð. Sjá meðfylgjandi merkjalýsingu. Lögð er fram ósk um stofnun fimm þeirra úr landi Munaðarness (lnr. 134915). Mannvirki eru á sumum lóðum. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu. Svæðið er skilgreint sem Frístundabyggð Stóra-Gröf/Munaðarnes (F61) í aðalskipulagi.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnaðar verði ofangreindar millispildur skv. framlagðri merkjalýsingu þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðirnar í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins.
Fylgiskjöl