Sveitarstjórn Borgarbyggðar

261. fundur

13. febrúar 2025 kl. 16:50 - 18:00

Hjálmakletti


Nefndarmenn

Guðveig Eyglóardóttir - Forseti
Davíð Sigurðsson - aðalmaður
Eva Margrét Jónudóttir - 1. varaforseti
Eðvar Ólafur Traustason - aðalmaður
Thelma Dögg Harðardóttir - aðalmaður
Sigurður Guðmundsson - aðalmaður
Sigrún Ólafsdóttir - aðalmaður
Ragnhildur Eva Jónsdóttir - aðalmaður
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir - aðalmaður

Starfsmenn

Stefán Broddi Guðjónsson - sveitarstjóri
Lilja Björg Ágústsdóttir - Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Lilja Björg Ágústsdóttir - sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslu

Dagskrá

1. Sorpútboð 2024
2406059

Afgreiðsla frá fundi byggðarráðs nr. 695:"Í samræmi við afgreiðslu byggðarráðs frá fundi nr. 694 farið yfir áframhaldandi vinnu við yfirferð á innsendum tilboðum. Birgir Örn Birgisson framkvæmdastjóri Consensa sem er ráðgjafi sveitarfélagsins kemur til fundarins undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.



Mati á tilboðum er lokið í samræmi við afgreiðslu 694. fundar byggðarráðs. Niðurstaða matsins er að vísa skuli tilboði Terra hf. frá innkaupaferlinu þar sem það uppfyllir ekki skilmála útboðslýsingar. Byggðarráð felur sveitarstjóra að tilkynna Terra um ákvörðun um að vísa tilboði þeirra frá innkaupaferlinu. Byggðarráð felur sveitarstjóra jafnframt um að tilkynna bjóðendum ákvörðun um val tilboðs Íslenska gámafélagsins ehf. sem var með hagkvæmasta tilboðið samkvæmt valforsendum útboðslýsingar.

Samþykkt samhljóða."

Sveitarstjórn staðfestir að vísa skuli tilboði Terra hf. frá innkaupferlinu þar sem það uppfyllir ekki skilmála útboðslýsingar. Einnig að taka skuli tilboði Íslenska gámafélagsins ehf. sem var með hagkvæmasta tilboðið samkvæmt valforsenum útboðslýsingar.



Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


2. Brákarey-Skipulagsmál
2412005

Afgreiðsla frá fundi byggðarráðs Borgarbyggðar nr. 695: "Lögð fram tilboð í gerð skipulagsvinnu fyrir Brákarey en bæði er þar um að ræða breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar og vinnu við nýtt deiliskipulag. Drífa Gústafsdóttir skipulagsfulltrúi kemur til fundarins undir þessum lið.



Byggðarráð leggur til, að teknu tilliti til heildarupphæðar, tímafjölda og kostnaðar sem liggja að baki, umfangs og óvissu um umfang við skipulagsvinnu, að gengið verði að tilboði Landmótunar í skipulagsvinnu fyrir Brákarey. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við ofangreindan skipulagsráðgjafa.

Samþykkt samhljóða."

Sveitarstjórn staðfestir að gengið verði að tilboði Landmótunar sf. kt. 561204-2760 í skipulagsvinnu fyrir Brákarey og felur sveitarstjóra að ganga til samninga við skipulagsráðgjafa.



Samþykkt samhljóða



3. Útboð á skólaakstri 2022
2201118

Afgreiðsla frá fundi byggðarráðs nr. 696: "Fræðslunefnd gerir það að tillögu sinni að framlengja samningana um eitt ár og vísar málinu til Byggðarráðs. Samþykkt samhljóða.



Byggðarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar um að framlengja samninga um skólaakstur í Borgarbyggð um eitt ár og vísar til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórnar. Byggðarráð leggur til að hafinn verði undirbúningur útboðs á skólaakstri sem fer fram vorið 2026.

Samþykkt samhljóða."

Sveitarstjórn samþykkir samkvæmt tillögu fræðslunefndar að framlengja samningum um skólaakstur í eitt ár samkvæmt ákvæði 1.6.2 í samningi sem gerður var milli aðila á grundvelli útboðsgagna dags. 26. apríl 2022.



Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


4. Brákarbraut 25, gamla sláturhúsið - áætlun um niðurrif
2409047

Afgreiðsla frá fundi byggðarráðs nr. 697: 2409047

Útboðsgögn vegna niðurrifs í Brákarey lögð fram.



Byggðarráð samþykkir framkomin útboðsgögn vegna niðurrifs í Brákarey en áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

Samþykkt með tveimur atkvæðum (DS og GLE)

Einn situr hjá (REJ)"

Sveitarstjórn staðfestir framkomin útboðsgögn vegna niðurrifs í Brákarey en áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum.



Samþykkt með 8 atkvæðum (DS, EÓT, EMJ, SÓ, GE, REJ, BLB og SG) á móti (TDH)





Sigurður Guðmundsson lagði fram eftirfarandi bókun fyrir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins (D-lista) í sveitarstjórn: Það er að nálgast 20 ár frá því að Borgarbyggð eignaðist sláturhúsið í Brákarey og á þeim tíma hafa komið fram ýmsar hugmyndir um nýtingu á eyjunni, sem fæstar hafa gengið eftir. Stefna sveitarfélagsins hefur sjaldnast legið alveg skýr fyrir, allavega hefur sveitarfélagið ekki ákveðið á neinum tímapunkti að fylgja eftir þeim hugmyndum sem uppi hafa verið á hverjum tíma.

Á þessu kjörtímabili hefur verið unnin hugmyndavinnan af hálfu Festis, þessi hugmynd er framúrstefnuleg og mun breyta Brákarey í glæsilegan ferðamannastað ef áformin raungerast og geta orðið mikil lyftistöng fyrir sveitarfélagið. Festir héldu kynningarfund um mitt síðasta ár þar sem hugmyndi þeirra var kynnt, síðan þá hefur lítið eða ekkert heyrst af vinnu í tengslum við þetta verkefni.

Fasteignaeigendur og atvinnurekendur í Brákarey hafa lítið heyrt um fyrirætlanir sveitarfélagsins, annað en að unnið sé eftir hugmyndum Festis þ.e. að þeirra starfsemi muni víkja, en ekkert um það með hvaða hætti og á hvaða tímapunkti. Eftir kynningarfund Festis og sveitarfélagsins eru þessir aðilar skildir eftir í lausu lofti, eins og fram hefur komið í viðtölum við þessa aðila. Þetta er óviðunandi staða þessa aðila sem meirihluti sveitarstjórnar Borgarbyggðar ber ábyrgð á.

F.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokksins leggjum við fram eftirfarandi spurningar til meirihlutans:

Eru þessi áform Festis raunveruleg sem munu raungerast eða eru þetta skýjaborgir byggðar á draumórum?

Hvernig standa mál gagnvart Festi og sveitarfélaginu og hver eru raunveruleg plön meirihlutans um verkefnið?

Ef þetta eru trúverðug áform, hver er þá ástæðan fyrir því að ekki er farið að kaupa upp eignir sem hafa komið á sölu undnafarið í Brákarey?

Hver er sýn meirihlutans á Brákarey?



Til máls tóku: SG, DS, SG, GLE,



Fylgiskjöl


5. Húsnæðisáætlun Borgarbyggðar 2025
2411044

Afgreiðsla fundar byggðarráðs nr. 697:"Húsnæðisáætlun fyrir Borgarbyggð árin 2025 lögð fram.



Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leiti Húsnæðisáætlun Borgarbyggðar fyrir 2025 og vísar til sveitarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu

Samþykkt samhljóða"

Sveitarstjórn staðfestir Húsnæðisáætlun Borgarbyggðar 2025.



Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


6. Hamarsland Hótel_Umsókn um deiliskipulag
2412163

Afgreiðsla 73. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi óverulega breytingu á deiliskipulagi Hótellóð, Golfvöllurinn við Borgarnes frá árinu 2005 m.s.br. Breytingartillagan er sett fram í greinargerð og á uppdrætti dags. 19.12.2024. Málsmeðferð verður í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða."

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi óverulega breytingu á deiliskipulagi Hótellóð, Golfvöllurinn við Borgarnes frá árinu 2005 m.s.br. Breytingartillagan er sett fram í greinargerð og á uppdrætti dags. 19.12.2024. Málsmeðferð verður í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.





Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


7. Galtarholt 3_Umsókn um deiliskipulag
2412184

Afgreiðsla 73. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd telur skilmála í greinargerð í samræmi við lög og reglugerðir en telur að svæðið sem er nú þegar byggt sé ekki í samræmi við þá skilmála. Nefndin telur að ekki sé hægt að samþykkja deiliskipulag sem ekki er í samræmi við núverandi ástand svæðis. Til að tryggja öryggi er nauðsynlegt að setja fram áætlun um hvernig skal staðið að því að koma svæðinu í það ástand sem sett er fram í skilmálum og setja tímamörk á þá áætlun áður en tillagan er tekin fyrir til afgreiðslu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að framlögð tillaga verði ekki afgreidd fyrr en úrbætur í samræmi við deiliskipulagstillöguna hafi átt sér stað. Samþykkt samhljóða"

Sveitarstjórn tekur undir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar um að tillaga að deiliskipulagi verði ekki afgreidd fyrr en úrbætur í samræmi við deiliskipulagstillöguna hafi átt sér stað.





Samþykkt samhljóða



8. Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Mávaklettur 10
2407099

Afgreiðsla 73. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga 123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkominni athugasemd. Samþykkt samhljóða."

Sveitarstjórn heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að svara framkominni athugasemd.



Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


9. Deiliskipulag íbúðabyggðar að Varmalandi - Breyting á deiliskipulagi
2203146

Afgreiðsla 73. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar. Lagður var fram uppdráttur dags. 6.2.2025. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða."

Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar. Lagður var fram uppdráttur dags. 6.2.2025. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.





Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


10. Jarðlangsstaðaland - Langárbyrgi L177317 - Nýtt deiliskipulag
2402234

Afgreiðsla 73. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu að deiliskipulagi Langárbyrgis í landi Jarðlangsstaða samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010, sem auglýst hefur verið samkvæmt 41. gr skipulagslaga 123/2010. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að afla fullnægjandi gagna. Samþykkt samhljóða."

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Jarðlangsstaðaland - Langárbyrgi. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga 123/2010.



Samþykkt samhljóða



Til máls tók: DS

Fylgiskjöl


11. Borgarbraut 47_Fyrirspurn um skipulagsmál
2406009

Afgreiðsla 73. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að grenndarkynnt verði áætluð uppbygging og breytt nýting lóðar. Skipulagsfulltrúa er jafnframt falið að hefja vinnu við deiliskipulag á svæðinu. Málsmeðferð verður samkvæmt 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða."

Sveitarstjórn samþykkir að grenndarkynnt verði áætluð uppbygging og breytt nýting lóðar Borgarbrautar 47 (lnr. 135492) í Borgarnesi. Skipulagsfulltrúa sé jafnframt falið að hefja vinnu við deiliskipulag á svæðinu. Málsmeðferð verður samkvæmt 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010.



Samþykkt samhljóða



Til máls tók: SG

Fylgiskjöl


12. Sigmundarstaðir - Mælimastur á Grjóthálsi - umsókn um deiliskipulag - L134748
2402195

Afgreiðsla 73. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að afla fullnægjandi gagna og leggja málið fyrir sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða."

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Mælimastur á Grjóthálsi. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga 123/2010.



Samþykkt með 6 atkvæðum (DS, GLE, EMJ, SG, REJ og BB) á móti (TDH) og sátu hjá (EÓT og SÓ)



Til mál tók: DS



Fylgiskjöl


13. Langjökull norðvestur lóðastofnun
2502069

Lögð fram umsókn um stofnun fasteignar (þjóðlendu), ásamt Landspildublaði, sbr. 14. gr. laga um skráningu, merki og mat fasteigna, nr. 6/2001, með síðari breytingum. Beiðni forsætisráðuneytisins um að stofnuð verði þjóðlenda skv. úrskurði óbyggðarnefndar í máli nr. 4/2014, dags. 11. október 2016.



Um er að ræða svæðið Langjökull norðvestur sem er þjóðlenda (sá hluti sem er innan marka Borgarbyggðar) skv. úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 4/2014, dags. 11.10.2016. Um hana fer eftir ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta nr. 58/1998 með síðari breytingum. Landeigandi er íslenska ríkið skv. 2. gr. laga nr. 58/1998. Afmörkun þjóðlendunnar er sýnd á meðfylgjandi landspildublaði dags. 21.11.2024.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun þjóðlendunnar skv. fyrirliggjandi umsókn.





Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


14. Reglur á fjölskyldusviði
2405290

Lagðar fram uppfærðar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

Sveitarstjórn staðfestir reglur um sérstakan húsnæðisstuðning með áorðnum breytingum.





Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


15. Byggðarráð Borgarbyggðar - 695
2501014F

Fundargerð framlögð

15.1
2501092
Þjónustukönnun sveitarfélaga 2024
Byggðarráð Borgarbyggðar - 695

Af þeim 12 liðum sem spurt var um í könnuninni mælist aukin ánægja í átta liðum en lækkun í fjórum liðum. Ekki er um stórvægilegar breytingar að ræða milli ára. Heilt yfir er lítils háttar hækkun milli ára í ánægju með sveitarfélagið sem stað til að búa á. Samtals tóku 152 manns þátt í könnuninni. Í samanburði við önnur sveitarfélög mælist áberandi meiri ánægja í Borgarbyggð með þjónustu leikskóla og þjónustu við eldri borgara en áberandi minni ánægja með skipulagsmál og íþróttaaðstöðu í sveitarfélaginu. Það er mat byggðarráðs að könnunin sýni að heilt yfir virðist ánægja íbúa með þjónustu sveitarfélagsins aukast milli ára.Könnunin er gott veganesti fyrir kjörna fulltrúa, stjórnendur og starfsfólk við að leggja mat á þjónustu og stuðla að umbótum. Byggðarráð felur sveitarstjóra að kynna könnunina fyrir forstöðumönnum sveitarfélagsins en helstu niðurstöður eru einnig birtar með fundargerð þessari.

15.2
2412110
Ársfundur Brákar íbúðafélags hses 15. janúar 2025
Byggðarráð Borgarbyggðar - 695

Framlagt.

15.3
2402069
Fundargerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2024
Byggðarráð Borgarbyggðar - 695

Framlagt.

15.4
2401057
Fundargerðir Faxaflóahafna sf. 2024
Byggðarráð Borgarbyggðar - 695

Framlagt.

15.5
2406059
Sorpútboð 2024
Byggðarráð Borgarbyggðar - 695

Mati á tilboðum er lokið í samræmi við afgreiðslu 694. fundar byggðarráðs. Niðurstaða matsins er að vísa skuli tilboði Terra hf. frá innkaupaferlinu þar sem það uppfyllir ekki skilmála útboðslýsingar. Byggðarráð felur sveitarstjóra að tilkynna Terra um ákvörðun um að vísa tilboði þeirra frá innkaupaferlinu. Byggðarráð felur sveitarstjóra jafnframt um að tilkynna bjóðendum ákvörðun um val tilboðs Íslenska gámafélagsins ehf. sem var með hagkvæmasta tilboðið samkvæmt valforsendum útboðslýsingar.Samþykkt samhljóða.

15.6
2501129
Uppbygging í Borgarbyggð - kynningar- og markaðsmál
Byggðarráð Borgarbyggðar - 695

Kynntar fyrstu hugmyndir að kynningu og markaðssetningu á nýrri íbúðabyggð í Bjargslandi. Samtals má ætla að framboð á íbúðareiningum á svæðinu verði um 120-150 einingar, bæði í einbýli og fjölbýli. Byggðarráð tekur vel í framlagðar hugmyndir og felur sveitarstjóra að vinna áfram.Samþykkt samhljóða.

15.7
2501121
Umsókn um lóð - Þrastarflöt 7
Byggðarráð Borgarbyggðar - 695

Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Þrastarflöt 7 á Hvanneyri til Hafsteins Inga Gunnarssonar.Samþykkt samhljóða.

15.8
2409047
Brákarbraut 25, gamla sláturhúsið - áætlun um niðurrif
Byggðarráð Borgarbyggðar - 695

Byggðarráð felur sveitarstjóra að láta fullvinna útboðsgögnin og að niðurrifi á húsnæði gamla gúanósins verði bætt við.Samþykkt samhljóða.

15.9
2501124
Gjaldskrárbreyting 2025 - erindi
Byggðarráð Borgarbyggðar - 695

Byggðarráð þakkar erindið. Samkvæmt gjaldskrá íþróttamiðstöðva í Borgarbyggð sem tók gildi í byrjun árs kostar árskort í sund fyrir aldraða og öryrkja kr. 11.645 og kr. 16.535 ef keypt er árskort í sund og þreksal. Það samsvarar 70% afslætti af almennri gjaldskrá fullorðinna. Byggðarráð vonar að sá afsláttur dugi til þess að fastagestir muni ekki neita sér um sundferðir eða aðra líkamsrækt. Almennt hafa gjaldskrár í Borgabyggð hækkað minna en sem nemur þróun verðlags undanfarin ár. Svo var einnig í byrjun þessa árs. Einstaka gjaldskrár hafa hins vegar tekið talsverðum breytingum. Það á t.d. við um gjaldská íþróttamiðstöðva. Ein ástæða þess er að samkvæmt nýjum úrskurði er sveitarfélögum óheimilt að hafa mismundandi gjaldskrá eftir búsetu. Þannig verður sama gjaldskrá að gilda fyrir íbúa sveitarfélagsins og ferðamenn eða aðra gesti. Mikil fjárfesting liggur í íþróttamannvirkjum sem að langstærstu leyti hafa verið greidd með sköttum af íbúum. Að mati byggðarráðs er í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi boðið upp á mikla þjónustu. Innifalið í árskorti er fjöldi námskeiða ásamt því að íþróttafræðingur er starfandi sem veitir gestum fjölbreytta þjónustu án endurgjalds. Byggðarráð telur að Borgarbyggð standi almennt framarlega þegar kemur að þjónustu við eldri borgara og öryrkja. Sú þjónusta sem stendur til boða í íþróttamiðstöðvum er þar á meðal. Sem betur fer, fer sá hópur eldri borgara sífellt stækkandi sem ekki þarf á sérstökum fjárhagslegum stuðningi að halda umfram aðra íbúa. Byggðarráð tekur undir að mikilvægt er að halda vel utan um þá íbúa sem búa við þröngan fjárhagslegan kost. Enginn útgjaldaflokkur hefur hlutfallslega hækkað eins mikið síðustu þrjú ár og félagsþjónusta en þar er t.d. innifalin þjónusta við öryrkja og aldraða. Þau útgjöld hafa farið í að þétta félagslegt net sveitarfélagsins. Mikilvægt er að félagslegur stuðningur beinist til þeirra sem þurfa á honum að halda. Samþykkt samhljóða.

15.10
2501187
Umsóknir um stuðning á grundvelli samstarfssamninga við hátíðir 2025
Byggðarráð Borgarbyggðar - 695

Framlagðar fjórar umsóknir um samstarfssamning vegna hátíða 2025. Alls uppfylla þrjár þeirra reglur um samstarfssamninga vegna hátíða og felur byggðarráð sveitarstjóra að gera samning við umsækjendur vegna eftirfarandi hátíða og leggja fyrir byggðarráð: Reykholtshátíð, Brákarhátíð og Hvanneyrardagar. Samþykkt samhljóða.

15.11
2412005
Brákarey-Skipulagsmál
Byggðarráð Borgarbyggðar - 695

Byggðarráð leggur til, að teknu tilliti til heildarupphæðar, tímafjölda og kostnaðar sem liggja að baki, umfangs og óvissu um umfang við skipulagsvinnu, að gengið verði að tilboði Landmótunar í skipulagsvinnu fyrir Brákarey. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við ofangreindan skipulagsráðgjafa.Samþykkt samhljóða.

15.12
2501024
Jarðskjálftavirkni við Grjótárvatn
Byggðarráð Borgarbyggðar - 695

Sveitarstjóri kynnti helstu atriði sem komu fram á fundi Almannavarnanefndar Vesturlands 21. janúar, samskipti við Mílu, Veðurstofu, Veitur og fleiri aðila. Framundan er fundur Almannavarnanefndar með íbúum og sérfræðingum í náttúruvá. Þá er verið að vinna kostnaðarmat við uppsetningu á fjarskiptasendi í Fíflholtum sem næði inn Hítardal og myndi styrkja fjarskiptasamband á svæðinu. Lagt fram minnisblað frá Veitum um möguleg áhrif á innviði félagsins.



16. Byggðarráð Borgarbyggðar - 696
2501023F

Fundargerð framlögð

16.1
2411044
Húsnæðisáætlun Borgarbyggðar 2025
Byggðarráð Borgarbyggðar - 696

Húsnæðisáætlun Borgarbyggðar 2025 framlögð. Byggðarráð felur sveitarstjóra að uppfæra í samræmi við umræðu á fundi og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.Samþykkt samhljóða.

16.2
2404136
Fjármögnun framkvæmdaáætlunar
Byggðarráð Borgarbyggðar - 696

Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri og Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri kynntu hugmyndir að fyrirkomulagi fjármögnunar vegna fjárfestingaráætlunar sveitarfélagsins. Farið var yfir ýmsa valkosti og tímasetningar ræddar.

16.3
2401059
Mælaborð um rekstur Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar - 696

Farið yfir rekstur og sjóðstreymi Borgarbyggðar í desember 2024.

16.4
2312078
Leikskólinn Hraunborg - Varmaland - Flutningur
Byggðarráð Borgarbyggðar - 696

Sigurður Guðmundsson fulltrúi Sjálfstæðisflokks lagði fram eftirfarandi spurningar:"Hvernig er staðið að afstemmingu á verklegum framkvæmdum hjá sveitarfélaginu?Hvaða þjálfun fá starfsmenn og hvaða verkfæri fá starfsmenn til afstemmingu verkefna sem þeir sjá um?Hvaða kröfur eru af hálfu sveitarfélagsins um utanumhald verklegraframkvæmda þegar utanumhaldið með verkefnum er aðkeypt?Hvaða verkferlar eru til staðar hjá sveitarfélaginu í tengslum við verklegar framkvæmdir, yfirferð og samþykkt reikninga, afgreiðsla og samþykkt aukaverka, verkfundargerðir og samþykkt þeirra?"Framlagt og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræðu á fundinum.Samþykkt samhljóða.

16.5
2408149
Staða á framkvæmdum í Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 696

Verktaki hefur farið þess á leit við Borgarbyggð að frestun verði á áætluðum verklokum við endurbyggingu hluta húsnæðis GBF á Kleppjárnsreykjum. Unnið er í samstarfi við verktaka og skólastjórnendur að því að hluti byggingarinnar verði þó tekinn í notkun á tilsettum tíma fyrir skólasetningu haustið 2025. Ástæða seinkunar er að hluta til rakin til tafa á hönnun. Í lok febrúar er áætlað að uppfærð verkáætlun verði lögð fram. Það eru vonbrigði að áætlanir um verklok muni ekki standast. Nokkuð góður tími er til stefnu að útfæra breyttar forsendur m.t.t. skólastarfs. Byggðarráð bindur vonir við farsæla útfærslu í góðu samstarfi verktaka, umsjónaraðila og stjórnenda skólans.Byggðarráð felur sveitarstjóra að upplýsa nemendur, foreldra og starfsfólk. Þá felur byggðarráð sveitarstjóra að láta vinna mat á fjárhagslegum áhrifum ofangreindra breytinga.Samþykkt samhljóða.

16.6
2311308
Lýsing á leið milli hesthúsahverfis og Einkunna
Byggðarráð Borgarbyggðar - 696

Lagður fram tölvupóstur frá verktakafyrirtækinu VBT þar sem fyrirtækið segir sig frá verkinu. Byggðarráð leggur áherslu á að verkinu verði fundinn nýr farvegur og felur sveitarstjóra að vinna áfram.Samþykkt samhljóða.Hlynur Ólafsson fór af fundi.

16.7
2201118
Útboð á skólaakstri 2022
Byggðarráð Borgarbyggðar - 696

Byggðarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar um að framlengja samninga um skólaakstur í Borgarbyggð um eitt ár og vísar til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórnar. Byggðarráð leggur til að hafinn verði undirbúningur útboðs á skólaakstri sem fer fram vorið 2026.Samþykkt samhljóða.

16.8
2501222
Búnaðarkaup fyrir Grunnskólann í Borgarnesi vegna framkvæmda á húsnæði
Byggðarráð Borgarbyggðar - 696

Byggðarráð samþykkir að vísa til viðauka í fjárfestingaráætlun 2025 að hækka ramma vegna endurnýjunar á miðrými Grunnskólans í Borgarnesi um 16,2 m.kr. vegna kaupa á innanstokksbúnaði.Samþykkt samhljóða.Hlöðver Ingi Gunnarsson fór af fundi.

16.9
2501271
Umsókn um lóð - Vallarás 16e
Byggðarráð Borgarbyggðar - 696

Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Vallarás 16E til Kristins Óskars Sigmundssonar og M172 ehf. í samræmi við framlagða umsókn.Samþykkt samhljóða.

16.10
2409047
Brákarbraut 25, gamla sláturhúsið - áætlun um niðurrif
Byggðarráð Borgarbyggðar - 696

Sveitarstjóra falið að fullvinna í samræmi við umræðu á fundi og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.Samþykkt samhljóða.

16.11
1702129
Skipan fulltrúa í stjórn Handverkssjóðs Félags iðnaðarmanna
Byggðarráð Borgarbyggðar - 696

Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til stjórnarsetu fyrir hönd sveitarfélagsins.Samþykkt samhljóða.

16.12
2401060
Haukagilsgirðing 2024
Byggðarráð Borgarbyggðar - 696

Byggðarráð samþykkir að gerður verði viðauki við framkvæmdaáætlun 2025 að fjárhæð 5,0 m.kr. en í honum felst að endurnýja fjárheimild til Fjallskilanefndar Þverárréttar sem veitt var árið 2024, en ekki var notuð, til endurnýjunar á Haukagilsgirðingu á um 1,6 km. kafla.Samþykkt samhljóða.



17. Byggðarráð Borgarbyggðar - 697
2501028F

Fundargerð framlögð

17.1
2112004
Hitaveita Varmalands
Byggðarráð Borgarbyggðar - 697

Farið yfir stöðuna á samningaviðræðum. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundi. Samþykkt samhljóða

17.2
2501012
Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2025
Byggðarráð Borgarbyggðar - 697

Fundargerð framlögð

17.3
2502009
Hafnasamband Íslands - fundargerðir 2025
Byggðarráð Borgarbyggðar - 697

Fundargerð framlögð

17.4
2401300
Fundagerðir 2024 - Hafnasamband Íslands.
Byggðarráð Borgarbyggðar - 697

Fundargerð framlögð

17.5
2409047
Brákarbraut 25, gamla sláturhúsið - áætlun um niðurrif
Byggðarráð Borgarbyggðar - 697

Byggðarráð samþykkir framkomin útboðsgögn vegna niðurrifs í Brákarey en áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.Samþykkt með tveimur atkvæðum (DS og GLE)Einn situr hjá (REJ)

17.6
2406235
Kerfismál 2024
Byggðarráð Borgarbyggðar - 697

Byggðarráð tekur vel í þá nálgun að gerð verði úttekt og í framhaldinu mörkuð stefna um upplýsingatæknimál hjá sveitarfélaginu. Að í forgrunni verði höfð öryggismál, persónuvernd, hagkvæmni og góð notendaþjónusta. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.Samþykkt samhljóða

17.7
2411044
Húsnæðisáætlun Borgarbyggðar 2025
Byggðarráð Borgarbyggðar - 697

Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leiti Húsnæðisáætlun Borgarbyggðar fyrir 2025 og vísar til sveitarstjórnar til fullnaðarafgreiðsluSamþykkt samhljóða

17.8
2501307
Vegamál í Hvítársíðu - áskorun
Byggðarráð Borgarbyggðar - 697

Áskorun frá Kvenfélagi Hvítársíðu framlögð og tekur byggðarráð undir þær áhyggjur sem fram koma í erindinu. Mikilvægt er að gætt sé að umferðaröryggi, viðhaldi sinnt og að merkingar séu lagi á vegum í sveitarfélaginu.Samþykkt samhljóða

17.9
2501075
Bótakrafa - Gæða og eftirlitsstofnun
Byggðarráð Borgarbyggðar - 697

Byggðarráð upplýst um framkomna bótakröfu og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða

17.10
2408149
Staða á framkvæmdum í Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 697

Byggðarráð þakkar Orra Jónsyni og Fannari Þór Þorfinnssyni fyrir góða yfirferð yfir stöðu verklegra framkvæmda við Grunnskólann í Borgarnesi. Ljóst er að einhver seinkun er á verkinu vegna dráttar á afhendingu glugga og glerveggja. Þó verður mögulegt að opna á milli bygginga í gegnum rýmið á tilsettum tíma og verður það útfært í samráði við skólastjórnendur.Samþykkt samhljóða

17.11
2502014
Sýkisbrú - Áskorun vegna lagfæringar
Byggðarráð Borgarbyggðar - 697

Hvítárvallarvegur er mikilvæg tenging yfir Hvítá fyrir samgöngur í Borgarbyggð. Það er mikilvægt fyrir íbúa í Borgarbyggð að endurbygging sýkisbrúarinnar hefjist tafarlaust til að samgöngur á þessu svæði komist í samt lag á sem skemmstum tíma. Byggðarráð skorar á Innviðaráðherra að tryggja fjármagn til endurbyggingar brúarinnar og á Vegagerðina að hefja endurbyggingu brúarinnar sem allra fyrst. Sveitarstjóra falið að senda áskorunina á þingmenn kjördæmisins, Innviðaráðherra og Vegagerðina. Samþykkt samhljóða

17.12
2403248
Breyting á fundartíma byggðarráðs
Byggðarráð Borgarbyggðar - 697

Byggðarráð samþykkir að færa fund byggðarráðs sem ætti venju samkvæmt að fara fram fimmtudaginn 20. feb, til miðvikudagsins 19. feb. kl 8:15.Samþykkt samhljóða



18. Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 157
2502006F

Fundargerð framlögð.

18.1
2501057
Trúnaðarbók 2025
Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 157

Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustu starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.

18.2
2401084
Barnavernd - tölfræðilegar upplýsingar
Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 157

Lagt fram til kynningar. Áhyggjuefni er að sjá hversu mikill munur er á milli kynjanna og eru vísbendingar þess efnis að oftar sé tilkynnt vegna drengja. Velferðarnefnd leggur áherslu á reglulega fræðslu til barna og ungmenna, og þeirra sem starfa í þágu barna.

18.3
2306047
Janus heilsuefling
Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 157

Velferðarnefnd fagnar því hversu vel heilsueflingin hefur gengið í Borgarbyggð.

18.4
2003205
Notendaráð og samráðshópur í málefnum fatlaðs fólks
Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 157

Velferðarnefnd fagnar því að verið sé að leggja að drög að notendaráði í málefnum fatlaðs fólks. Nefndin leggur vonir til að á næstkomandi fundi verði komnar tilnefningar.



19. Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 73
2501030F

Fundargerð framlögð

19.1
2412163
Hamarsland Hótel_Umsókn um deiliskipulag
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 73

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi óverulega breytingu á deiliskipulagi Hótellóð, Golfvöllurinn við Borgarnes frá árinu 2005 m.s.br. Breytingartillagan er sett fram í greinargerð og á uppdrætti dags. 19.12.2024.Málsmeðferð verður í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Samþykkt samhljóða.

19.2
2501011F
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 49
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 73

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa nr. 49 þann 14. janúar 2024.

19.3
2501016F
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 237
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 73

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 237 þann 16. janúar 2024.

19.4
2501026F
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 238
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 73

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 238 þann 30. janúar 2024.

19.5
2412184
Galtarholt 3_Umsókn um deiliskipulag
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 73

Skipulags- og byggingarnefnd telur skilmála í greinargerð í samræmi við lög og reglugerðir en telur að svæðið sem er nú þegar byggt sé ekki í samræmi við þá skilmála. Nefndin telur að ekki sé hægt að samþykkja deiliskipulag sem ekki er í samræmi við núverandi ástand svæðis. Til að tryggja öryggi er nauðsynlegt að setja fram áætlun um hvernig skal staðið að því að koma svæðinu í það ástand sem sett er fram í skilmálum og setja tímamörk á þá áætlun áður en tillagan er tekin fyrir til afgreiðslu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að framlögð tillaga verði ekki afgreidd fyrr en úrbætur í samræmi við deiliskipulagstillöguna hafi átt sér stað.Samþykkt samhljóða

19.6
2501009
Grenndarkynning v. Mávaklettur 10 - beiðni um endurtekningu
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 73

Skipulags- og byggingarnefnd telur að fullnægjandi gögn hafi legið fyrir í grenndarkynningarferlinu og telur því ekki ástæðu til að endurtaka ferlið, þar sem allar upplýsingar hafi legið fyrir hagsmunaaðilum og grenndarkynningartímabilið hafi verið lengra en krafist er samkvæmt 44.gr. skipulagslaga.Samþykkt samhljóða.

19.7
2407099
Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Mávaklettur 10
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 73

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga 123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkominni athugasemd.Samþykkt samhljóða.

19.8
2203146
Deiliskipulag íbúðabyggðar að Varmalandi - Breyting á deiliskipulagi
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 73

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar. Lagður var fram uppdráttur dags. 6.2.2025. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Samþykkt samhljóða.

19.9
2402234
Jarðlangsstaðaland - Langárbyrgi L177317 - Nýtt deiliskipulag
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 73

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu að deiliskipulagi Langárbyrgis í landi Jarðlangsstaða samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010, sem auglýst hefur verið samkvæmt 41. gr skipulagslaga 123/2010. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að afla fullnægjandi gagna.Samþykkt samhljóða.

19.10
2501199
Lundur 3 (lnr. 179729) - Umsókn um framkvæmdarleyfi
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 73

Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar til afgreiðslu hjá skipulagsfulltrúa. Einnig óskar nefndin eftir því að skipulagsfulltrúi afli gagna frá umsækjanda samkvæmt umræðum á fundinum.Í vinnslutillögu endurskoðunar aðalskipulags Borgarbyggðar er farið fram á að svæði sem þessi séu skilgreind sem skógræktar- og landgræðslusvæði. Fer nefndin fram á að slíkt sé gert fyrir þetta svæði.Samþykkt samhljóða.

19.11
2402195
Sigmundarstaðir - Mælimastur á Grjóthálsi - umsókn um deiliskipulag - L134748
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 73

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að afla fullnægjandi gagna og leggja málið fyrir sveitarstjórn.Samþykkt samhljóða.

19.12
2406009
Borgarbraut 47_Fyrirspurn um skipulagsmál
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 73

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að grenndarkynnt verði áætluð uppbygging og breytt nýting lóðar. Skipulagsfulltrúa er jafnframt falið að hefja vinnu við deiliskipulag á svæðinu. Málsmeðferð verður samkvæmt 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010.Samþykkt samhljóða.



20. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 74
2501018F

Fundargerð framlögð

20.1
2401233
Snjómokstur í dreifbýli- Útboð 2025
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 74

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd fór yfir útboðsgögn varðandi snjómokstur í dreifbýli. Nefndin felur starfsmanni að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.Samþykkt samhljóða.

20.2
2412077
Snjómokstursreglur í dreifbýli
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 74

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsmanni nefndar að fullvinna reglur um snjómokstur í dreifbýli í samræmi við umræður á fundinum og verða staðfestar á næsta fundi nefndarinnar.Samþykkt samhljóða.

20.3
2412078
Samingar við refa- og minkaveiðimenn 2025
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 74

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsmanni nefndar að fullvinna samninga við refa- og minkaveiðimenn í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund.Samþykkt samhljóða.



21. Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 240
2502002F

Framlögð fundargerð

20.1
2501038
Staðan á framkvæmdum við grunnskóla Borgarbyggðar
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 240

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir stöðuna á framkvæmdum í Grunnskóla Borgarfjarðar og Grunnskólanum í Borgarnesi. Eftirfarandi bókun var gerð á 696. fundi Byggðarráðs:,, Verktaki hefur farið þess á leit við Borgarbyggð að frestun verði á áætluðum verklokum við endurbyggingu hluta húsnæðis GBF á Kleppjárnsreykjum. Unnið er í samstarfi við verktaka og skólastjórnendur að því að hluti byggingarinnar verði þó tekinn í notkun á tilsettum tíma fyrir skólasetningu haustið 2025. Ástæða seinkunar er að hluta til rakin til tafa á hönnun. Í lok febrúar er áætlað að uppfærð verkáætlun verði lögð fram. Það eru vonbrigði að áætlanir um verklok muni ekki standast. Nokkuð góður tími er til stefnu að útfæra breyttar forsendur m.t.t. skólastarfs. Byggðarráð bindur vonir við farsæla útfærslu í góðu samstarfi verktaka, umsjónaraðila og stjórnendur skólans. Byggðarráð felur sveitarstjóra að upplýsa nemendur, foreldra og starfsfólk. Þá felur byggðarráð sveitarstjóra að láta vinna mat á fjárhagslegum áhrifum ofangreindra breytinga. Því er ljóst að framkvæmdir munu frestast við Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum en eins og kemur fram þá er unnið að því að hægt verði að opna hluta af byggingunni áður en skólahald hefst á haustönn 2025. Varðandi framkvæmdir á Grunnskólanum í Borgarnesi þá var eftirfarandi bókun samþykkt á 670.fundi Byggðarráðs. ,, Byggðarráð þakkar Orra Jónsyni og Fannari Þór Þorfinnssyni fyrir góða yfirferð yfir stöðu verklegra framkvæmda við Grunnskólann í Borgarnesi. Ljóst er að einhver seinkun er á verkinu vegna dráttar á afhendingu glugga og glerveggja. Þó verður mögulegt að opna á milli bygginga í gegnum rýmið á tilsettum tíma og verður það útfært í samráði við skólastjórnendur. Fræðslunefnd tekur undir með Byggðarráði að það séu vonbrigði að það verklok séu ekki að standast í báðum þessum framkvæmdum. En fræðslunefnd fagnar því að það horfir til enda að á framkvæmdum við skólann í Borgarnesi. Það sé mikilvægt að gott samtal sé við skólastjórnendur á báðum stöðum um hvernig eigi að vinna úr stöðunni, þannig að röskun fyrir skólastarf sé lágmörkuð. Samþykkt samhljóða.

20.2
2412096
Úthlutun úr Námsgagnasjóði 2024
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 240

20.3
2501304
Dreifibréf mennta- og barnamálaráðuneytis - Framkvæmd sundkennslu á unglingastigi
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 240

20.4
2409322
UMSB - samstarfssamningur
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 240

Íþrótta og tómstundafulltrúi kemur til fundarins og fer yfir þá vinnu sem átt hefur sér stað á milli Borgarbyggðar og UMSB. Farið hefur verið yfir áhersluatriði í aðgerðaráætlun um áframhaldandi samtal. Ákveðið hefur verið að vinna að stefnumótun í íþróttamálum Borgarbyggðar. Það liggur fyrir að haldnir verða fundir með aðildafélögum og íbúum í byrjun mars.

20.5
2502021
Ályktun FÍÆT vegna sölu áfengis á íþróttaviðburðum.
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 240

Fræðslunefnd Borgarbyggðar tekur heilshugar undir bókun FÍÆT sem lýsir yfir þungum áhyggjum um sölu áfengis á íþróttaleikjum. Fræðslunefnd bendir á að sala áfengis er nú þegar bönnuð í íþróttamannvirkjum Borgarbyggðar. Það ætti að vera regla á öllum íþróttaviðburðum að áfengissala sé bönnuð þar sem börn eru viðstödd. Samþykkt samhljóða.

20.6
2501036
Starfsemi frístundar í Borgarbyggð
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 240

Íþrótta og tómstundafulltrúi og forstöðumaður frístundar koma til fundarsins og fara yfir starfsemi sumarfjörs fyrir næsta sumar.

20.7
2502023
Starfsemi mötuneyta á Vesturlandi
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 240

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir fund sem átt hefur sér stað á milli sveitarfélaga á Vesturlandi og Heilbrigðisstofnun Vesturlands um öryggismál í mötuneytum. Vilji er til þess að efla endurmenntun og koma upp sameiginlegu verklagi mötuneyta. Það geti verið stykur og hagræðing í því fyrir sveitarfélögin að sameinast um einn endurmenntunar dag á ári og er vilji hjá sveitarfélögunum að kanna hvort það sé ekki raunhæft. Heilbrigðisstofnun Vesturland hefur sýnt vilja til þess að vera þátttakandi í þannig degi. Fræðslunefnd fagnar því að samtal sé á milli sveitarfélagana.



Fundi slitið - kl. 18:00