Fræðslunefnd Borgarbyggðar

240. fundur

6. febrúar 2025 kl. 16:00 - 18:00

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Eðvar Ólafur Traustason - formaður
Ragnhildur Eva Jónsdóttir - aðalmaður
Guðveig Eyglóardóttir - aðalmaður
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir - aðalmaður
Bjarni Þór Traustason - aðalmaður

Starfsmenn

Hlöðver Ingi Gunnarsson - sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Hlöðver Ingi Gunnarsson - sviðsstjóri

Dagskrá

1. Staðan á framkvæmdum við grunnskóla Borgarbyggðar
2501038

Farið yfir stöðu framkvæmda við Grunnskólann í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir stöðuna á framkvæmdum í Grunnskóla Borgarfjarðar og Grunnskólanum í Borgarnesi.

Eftirfarandi bókun var gerð á 696. fundi Byggðarráðs:

,, Verktaki hefur farið þess á leit við Borgarbyggð að frestun verði á áætluðum verklokum við endurbyggingu hluta húsnæðis GBF á Kleppjárnsreykjum. Unnið er í samstarfi við verktaka og skólastjórnendur að því að hluti byggingarinnar verði þó tekinn í notkun á tilsettum tíma fyrir skólasetningu haustið 2025. Ástæða seinkunar er að hluta til rakin til tafa á hönnun. Í lok febrúar er áætlað að uppfærð verkáætlun verði lögð fram.

Það eru vonbrigði að áætlanir um verklok muni ekki standast. Nokkuð góður tími er til stefnu að útfæra breyttar forsendur m.t.t. skólastarfs. Byggðarráð bindur vonir við farsæla útfærslu í góðu samstarfi verktaka, umsjónaraðila og stjórnendur skólans.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að upplýsa nemendur, foreldra og starfsfólk. Þá felur byggðarráð sveitarstjóra að láta vinna mat á fjárhagslegum áhrifum ofangreindra breytinga.



Því er ljóst að framkvæmdir munu frestast við Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum en eins og kemur fram þá er unnið að því að hægt verði að opna hluta af byggingunni áður en skólahald hefst á haustönn 2025.



Varðandi framkvæmdir á Grunnskólanum í Borgarnesi þá var eftirfarandi bókun samþykkt á 670.fundi Byggðarráðs.



,, Byggðarráð þakkar Orra Jónsyni og Fannari Þór Þorfinnssyni fyrir góða yfirferð yfir stöðu verklegra framkvæmda við Grunnskólann í Borgarnesi. Ljóst er að einhver seinkun er á verkinu vegna dráttar á afhendingu glugga og glerveggja. Þó verður mögulegt að opna á milli bygginga í gegnum rýmið á tilsettum tíma og verður það útfært í samráði við skólastjórnendur.



Fræðslunefnd tekur undir með Byggðarráði að það séu vonbrigði að það verklok séu ekki að standast í báðum þessum framkvæmdum. En fræðslunefnd fagnar því að það horfir til enda að á framkvæmdum við skólann í Borgarnesi. Það sé mikilvægt að gott samtal sé við skólastjórnendur á báðum stöðum um hvernig eigi að vinna úr stöðunni, þannig að röskun fyrir skólastarf sé lágmörkuð.



Samþykkt samhljóða.



2. Úthlutun úr Námsgagnasjóði 2024
2412096

Lagt fram til kynningar.



3. Dreifibréf mennta- og barnamálaráðuneytis - Framkvæmd sundkennslu á unglingastigi
2501304

Lagt fram til kynningar.



4. UMSB - samstarfssamningur
2409322

Lagt fram til kynningar.

Íþrótta og tómstundafulltrúi kemur til fundarins og fer yfir þá vinnu sem átt hefur sér stað á milli Borgarbyggðar og UMSB. Farið hefur verið yfir áhersluatriði í aðgerðaráætlun um áframhaldandi samtal. Ákveðið hefur verið að vinna að stefnumótun í íþróttamálum Borgarbyggðar. Það liggur fyrir að haldnir verða fundir með aðildafélögum og íbúum í byrjun mars.



5. Ályktun FÍÆT vegna sölu áfengis á íþróttaviðburðum.
2502021

Lagt fram til kynningar.

Fræðslunefnd Borgarbyggðar tekur heilshugar undir bókun FÍÆT sem lýsir yfir þungum áhyggjum um sölu áfengis á íþróttaleikjum. Fræðslunefnd bendir á að sala áfengis er nú þegar bönnuð í íþróttamannvirkjum Borgarbyggðar. Það ætti að vera regla á öllum íþróttaviðburðum að áfengissala sé bönnuð þar sem börn eru viðstödd.



Samþykkt samhljóða.



6. Starfsemi frístundar í Borgarbyggð
2501036

Sigríður Dóra verkefnastjóri íþrótta- og tómstundamála kemur til fundarins og fer yfir starfsemi Sumarfjörs 2025.

Íþrótta og tómstundafulltrúi og forstöðumaður frístundar koma til fundarsins og fara yfir starfsemi sumarfjörs fyrir næsta sumar.



7. Starfsemi mötuneyta á Vesturlandi
2502023

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kemur til fundarins og segir frá fundi sem sveitarfélög á Vesturlandi héldu um mötuneyti í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Vesturlands.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir fund sem átt hefur sér stað á milli sveitarfélaga á Vesturlandi og Heilbrigðisstofnun Vesturlands um öryggismál í mötuneytum. Vilji er til þess að efla endurmenntun og koma upp sameiginlegu verklagi mötuneyta. Það geti verið stykur og hagræðing í því fyrir sveitarfélögin að sameinast um einn endurmenntunar dag á ári og er vilji hjá sveitarfélögunum að kanna hvort það sé ekki raunhæft. Heilbrigðisstofnun Vesturland hefur sýnt vilja til þess að vera þátttakandi í þannig degi.

Fræðslunefnd fagnar því að samtal sé á milli sveitarfélagana.



Fundi slitið - kl. 18:00