Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar

73. fundur

7. febrúar 2025 kl. 08:30 - 10:30

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Davíð Sigurðsson - formaður
Logi Sigurðsson - aðalmaður
Orri Jónsson boðaði forföll og Guðveig Eyglóardóttir - varamaður sat fundinn í hans stað
Friðrik Aspelund - aðalmaður
Eva Margrét Jónudóttir boðaði forföll og Eðvar Ólafur Traustason - varamaður sat fundinn í hans stað
Ragnhildur Eva Jónsdóttir - áheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

Drífa Gústafsdóttir - skipulagsfulltrúi
Guðný Elíasdóttir - Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðný Elíasdóttir - Sviðsstjóri

Dagskrá

1. Hamarsland Hótel_Umsókn um deiliskipulag
2412163

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulaginu Hótellóð, Golfvöllurinn við Borgarnes frá árinu 2005. Breytingin tekur til skilmálabreytinga er varðar byggingarreit b - tækni/aðstöðuhús þar sem heimilt verður að reisa tvö 20fm hús í stað eins. Einnig er bætt inn byggingarreit undir nýtt aðstöðuhús og lóðamörk lagfærð á uppdrætti. Aðrir skilmálar haldast óbreyttir.

Breytingin er ekki í ósamræmi við þá byggð sem fyrir er t.d. hvað varðar notkun, nýtingarhlutfall, útlit og form svæðis. Ekki er talið að breytingin varði hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda. Hönnuður er á lista Skipulagsstofnunar um samþykkta ráðgjafa.



Uppdráttur dags. 19.12.2024.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi óverulega breytingu á deiliskipulagi Hótellóð, Golfvöllurinn við Borgarnes frá árinu 2005 m.s.br. Breytingartillagan er sett fram í greinargerð og á uppdrætti dags. 19.12.2024.

Málsmeðferð verður í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Samþykkt samhljóða.



2. Galtarholt 3_Umsókn um deiliskipulag
2412184

Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir hjólhýsabyggð í Galtarholti 3. Deiliskipulagsbreyting varðar færslu á skipulagsmörkum þar sem hjólhýsa- og tjaldsvæði verður fellt niður. Samhliða þessari breytingu er lagt fram nýtt deiliskipulag fyrir hjólhýsabyggðina þar sem tekið er tillit til þeirra krafna sem gerðar eru til slíkra svæða er varðar brunavarnir o.fl. Deiliskipulag þetta samræmist gildandi aðalskipulagi. Lýsing deiliskipulags var kynnt frá 11.05.2023-25.05.2023 og óskað eftir umsögnum lögbundinna umsagnaraðila. Meðfylgjandi eru þær umsagnir og ábendingar sem bárust á kynningartíma.

Fyrri tillaga var tekin fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar nr. 62 í október 2023 og var niðurstaða send landeiganda og hönnuði þann 5.2.2024 og (hjálagt).

Skipulags- og byggingarnefnd telur skilmála í greinargerð í samræmi við lög og reglugerðir en telur að svæðið sem er nú þegar byggt sé ekki í samræmi við þá skilmála. Nefndin telur að ekki sé hægt að samþykkja deiliskipulag sem ekki er í samræmi við núverandi ástand svæðis. Til að tryggja öryggi er nauðsynlegt að setja fram áætlun um hvernig skal staðið að því að koma svæðinu í það ástand sem sett er fram í skilmálum og setja tímamörk á þá áætlun áður en tillagan er tekin fyrir til afgreiðslu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að framlögð tillaga verði ekki afgreidd fyrr en úrbætur í samræmi við deiliskipulagstillöguna hafi átt sér stað.



Samþykkt samhljóða



3. Grenndarkynning v. Mávaklettur 10 - beiðni um endurtekningu
2501009

Lögð er fram ósk hagsmunaaðila í grenndarkynningu á byggingarleyfi Mávaklettar 10 um að hefja aftur grenndarkynningarferli með betri og meir upplýsandi gögnum en fyrir lágu í fyrri kynningu. Grenndarkynnt var í 4 lögbundnar vikur í gegnum skipulagsgátt frá 28.11.2024-04.01.2025.

Meðfyljandi er bréf hagsmunaaðila dags. 27.12.2024.

Skipulags- og byggingarnefnd telur að fullnægjandi gögn hafi legið fyrir í grenndarkynningarferlinu og telur því ekki ástæðu til að endurtaka ferlið, þar sem allar upplýsingar hafi legið fyrir hagsmunaaðilum og grenndarkynningartímabilið hafi verið lengra en krafist er samkvæmt 44.gr. skipulagslaga.



Samþykkt samhljóða.



4. Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Mávaklettur 10
2407099

Á 45. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 20. nóvember 2024 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi á 22,5 fm bílskýli við íbúðarhús á lóðinni Mávaklettur 10 (lnr. 232652). Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og óskað eftir umsögnum í gegnum skipulagsgátt. Kynningartíminn var frá 28. nóvember 2024 til og með 4. janúar 2025.

Ein athugasemd barst á kynningartíma.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga 123/2010.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkominni athugasemd.



Samþykkt samhljóða.



5. Deiliskipulag íbúðabyggðar að Varmalandi - Breyting á deiliskipulagi
2203146

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarbyggðar að Varmalandi frá árinu 2006 m.s.br. Breytingin tekur til skipulags- og byggingarskilmála og skipulagsuppdráttar. Markmiðið er að skapa ramma utan um heildstæða fjölbreytta íbúðabyggð, að byggingar falli vel inn í umhverfið og að lóðir séu hagstæðar í uppbyggingu. Gildandi greinagerð og skipulagsuppdráttur er varðar íbúðabyggðina mun falla úr gildi með gildistöku þessarar breytingar á deiliskipulaginu. Lóðamörk og lega vegar eru færð til, íbúðum fjölgað og íbúðarsvæði aðalskipulagsins nýtt til fullnustu. Tillagan samræmist gildandi aðalskipulagi. Hönnuður er á lista Skipulagsstofnunar um samþykkta ráðgjafa.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar. Lagður var fram uppdráttur dags. 6.2.2025. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Samþykkt samhljóða.



6. Jarðlangsstaðaland - Langárbyrgi L177317 - Nýtt deiliskipulag
2402234

Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulag, Langárbyrgi í Borgarbyggð, Veiðihús við Langá. Tillagan tekur til lóðarinnar Langárbyrgi, veiðihús (L177317) við Langá í Borgarbyggð og nánasta umhverfi lóðarinnar. Stærð lóðar er 1,37 ha og var hún stofnuð úr jörðinni Jarðlangsstöðum. Á lóðinni er veiðihús á einni hæð sem byggt var 1998 og stækkað 2001 og er gert ráð fyrir stækkun á því. Deiliskipulag þetta samræmist gildandi aðalskipulagi.

Lagður er fram uppdráttur og greinargerð dags. 21.01.2024.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu að deiliskipulagi Langárbyrgis í landi Jarðlangsstaða samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010, sem auglýst hefur verið samkvæmt 41. gr skipulagslaga 123/2010.

Nefndin felur skipulagsfulltrúa að afla fullnægjandi gagna.



Samþykkt samhljóða.



7. Lundur 3 (lnr. 179729) - Umsókn um framkvæmdarleyfi
2501199

Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi Lunda 3 (lnr. 179729) er lagt fyrir til umræðu í skipulags- og byggingarnefnd. Svæðið er í hlíð Lundarháls sem snýr á móti suðvestri og afmarkast að sunnan af þjóðvegi og austan

af girðingu og lóð (L222995), frá landamerkjum Lundar 3 og Lundar 1. Landið liggur upp undir brúnir Lundarháls í norðri. Í vestri afmarkast svæðið af landamerkjum Arnþórsholt og Lundar 3 ásamt fjallsgirðingu.



Fyrirhugað er að planta 350.000 plöntum í 140 ha landbúnaðarsvæði sem er í nær allt í flokki 4 fyrir lélegt ræktunarland. Eiginleg ræktunaráæltun fyrir svæðið er ekki unnin fyrr en öll tilskilin leyfi fyrir skógrækt eru fengin.

Þær tegundir sem mest áhersla verður lögð á eru birki, stafafura, sitkagreni, ösp og elri. Almennt er miðað við 2.500 plöntur á hektara þéttleika nýgróðursett.

Gera má ráð fyrir að gróðursetning taki um 5 ár og verði lokið árið 2030 eða 2031, eftir því hvenær gróðursetning hefst. Til að auðvelda vinnu við gróðursetningu og gera svæðið aðgengilegra, er nauðsynlegt að útbúa slóða sem hægt er að keyra á traktorum/vel útbúnum jeppa yfir sumartíman.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar til afgreiðslu hjá skipulagsfulltrúa. Einnig óskar nefndin eftir því að skipulagsfulltrúi afli gagna frá umsækjanda samkvæmt umræðum á fundinum.

Í vinnslutillögu endurskoðunar aðalskipulags Borgarbyggðar er farið fram á að svæði sem þessi séu skilgreind sem skógræktar- og landgræðslusvæði. Fer nefndin fram á að slíkt sé gert fyrir þetta svæði.



Samþykkt samhljóða.



8. Sigmundarstaðir - Mælimastur á Grjóthálsi - umsókn um deiliskipulag - L134748
2402195

Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi, Mælimastur á Grjóthálsi, tímabundið mælimastur í landi Sigmundarstaða í Borgarbyggð. Deiliskipulag þetta tekur til uppsetningar á tímabundnu mælimastri til vindrannsókna. Tillagan samræmist gildandi aðalskipulagi.

Tillagan var áður auglýst frá 20.06.2024-18.08.2024 og óskað eftir umsögnum lögbundinna umsagnaraðila. Umsagnir bárust frá 34 aðilum. Tillagan var samþykkt í sveitarstjórn þann 9.10.2024 og send til Skipulagsstofnunar til varðveislu og yfirferðar í gegnum skipulagsgátt. Málið var tekið til yfirferðar af stofnuninni og bréf stofnunarinnar barst 20.12.2024 og er hjálagt.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að afla fullnægjandi gagna og leggja málið fyrir sveitarstjórn.



Samþykkt samhljóða.



9. Borgarbraut 47_Fyrirspurn um skipulagsmál
2406009

Lögð er fram að nýju fyrirspurn um skipulag á lóðinni Borgarbraut 47 lnr. 135492 í Borgarnesi. Á lóðinni er þegar 70,2fm einbýlishús frá árinu 2016.

Málið var áður tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 7. júní 2024 þar sem nefndin tók jákvætt í erindið og fól skipulagsfulltrúa að halda áfram með málið.

Skipulagsfulltrúa hefur nú borist álit Minjastofnunar varðandi mat á ástandi og verðmæti hússins á lóðinni, sérstaklega í menningarlegu tilliti.

Meðfylgjandi er tillaga að skipulagi lóðarinnar Borgarbraut 47, þrívíddarmyndir af fyrirhuguðum byggingum og umsögn Minjastofnunar varðandi hús á lóðinni.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að grenndarkynnt verði áætluð uppbygging og breytt nýting lóðar. Skipulagsfulltrúa er jafnframt falið að hefja vinnu við deiliskipulag á svæðinu. Málsmeðferð verður samkvæmt 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010.



Samþykkt samhljóða.



10. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 49
2501011F

Lagt fram til kynningar.

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa nr. 49 þann 14. janúar 2024.

10.1
2411061
Varmilækur (lnr. 133917)_Umsókn um skógrækt
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 49

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að taka til afgreiðslu framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á 82,5 ha svæði í landinu Varmilækur að undangenginni grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga 123/2010. Kynnt verður fyrir hagsmunaaðilum og óskað umsagna lögbundinna umsagnaraðila í gegnum skipulagsgátt. Kynnt verði fyrir landeigendum Fossatúns, Hellna og Múlakots og óskað eftir umsögnum Umhverfisstofnunar, Lands og Skógar, Náttúrufræðistofnun Íslands og Minjastofnunar Íslands. Útgáfa framkvæmdaleyfis verði í samræmi við bókun skipulags- og byggingarnefndar frá fundi nr. 71 þann 6. desember 2024.

10.2
2412101
Kársnes 134396 - umsókn um stofnun lóða
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 49

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 6661 fm lóð, Kársnes spilda, úr upprunalandinu Kársnes lnr. 134396 þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Í endurskoðun aðalskipulags verður lóðin skilgreind í landnotkunarflokki verslun og þjónusta.

10.3
2412093
Reiðstígur og lenging á velli_Fyrirspurn um skipulagsmál
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 49

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn sveitarstjórnar, telur að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki framkvæmdaleyfisskyld þar sem framkvæmdin er innan svæðis sem skilgreint er fyrir hestaíþróttir. Skipulagsfulltrúi bendir á að setja þurfi hindrun til þess að koma í veg fyrir slys þar sem kynbótabraut og heimreið að Vindási A mætast.

10.4
2410096
Birkilundur 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 49

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúi bendir á að deiliskipulag er í ferli fyrir svæðið.

10.5
2409332
Birkilundur 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 49

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúi bendir á að í ferli er deiliskipulag fyrir svæðið.

10.6
2412104
Helluskógar II lóð 1 - umsókn um deiliskipulag
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 49

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, hafnar umsókninni þar sem sýnt er að breytingin getur ekki talist óveruleg hvorki varðandi notkun, nýtingarhlutfall og staðsetningu bygginga. Einnig gætir ósamræmis í gögnum sem fylgdu málinu.

10.7
2412065
Munaðarnes neðra - Umsókn um stofnun lóða
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 49

Skipulagsfulltrúi óskar eftir uppfærðum gögnum.

10.8
2412062
Vindhæll Umsókn um stofnun lóða
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 49

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 11.464 fm lóð, Vindhæll, úr upprunalandinu Hæll lnr. 134412 þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Engar byggingarheimildir fylgja lóðinni.

10.9
2501070
Hæll_Umsókn um stofnun lóðar Heima
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 49

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 8406 fm lóð, Heima, úr upprunalandinu Hæll (lnr. 134412) þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins.

10.10
2003153
Snældubeinsstaðir - íbúabyggð
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 49

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 777 fm lóð, Árberg gata, úr upprunalandinu Snældumelur lnr. 134465 þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins.



11. Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 237
2501016F

Lagt fram til kynningar.

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 237 þann 16. janúar 2024.

11.1
2501081
Hreðavatn 1-10/21-32 1-10R - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 237

Ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag af svæðinu. Erindið þarf að grenndarkynna fyrir hagsmunaaðilumByggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:-Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.- Leyfisgjöld hafa verið greidd.

11.2
2501080
Hreðavatn 1-10/21-32 1-10R - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 237

Ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag af svæðinu. Erindið þarf að grenndarkynnaByggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.-Leyfisgjöld hafa verið greidd.

11.3
2501079
Hreðavatn 1-10/21-32 1-10R - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 237

Ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag af svæðinu. Erindið þarf að grenndarkynna fyrir hagsmunaaðilumByggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.- Leyfisgjöld hafa verið greidd.

11.4
2501077
Hreðavatn 1-10/21-32 1-10R - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 237

Ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag af svæðinu. Erindið þarf að grenndarkynna fyrir hagsmunaaðilumByggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.- Leyfisgjöld hafa verið greidd.

11.5
2201140
Draumaland L231301 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 237

Erindið hefur verið grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum.Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.

11.6
2501039
Hlíðabyggð 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 237

Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.Byggingarheimild verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.

11.7
2501062
Umsókn um stöðuleyfi - Brókarstígur 27
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 237

Samþykkt

11.8
2203021
Fjóluklettur 22 L215402 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 237

Gerð var óveruleg breytingu á deiliskipulagi fyrir Bjargsland 2, svæði 1, fyrir Fjóluklett 22. Afgreiðsla erindis byggir á þeirri breytingu.Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum

11.9
2501090
Pálstangi - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 237

Gera þarf breytingu á aðaluppdráttum.Fjarlægð húss frá Vatnshamravatni en innan marka samkv. skipulagsreglugerð 90/2013.(5.3.2.14.gr.: Skipulag við vötn, ár og sjó.)Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um leiðrétt hönnunargögn sbr. gr. 5.3.2.14.Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:- Undirritaðir, leiðréttir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn til leyfisveitanda.- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.- Leyfisgjöld hafa verið greidd.



12. Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 238
2501026F

Lagt fram til kynningar.

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 238 þann 30. janúar 2024.

12.1
2501295
Kotstekksás 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 238

Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum

12.2
2501269
Brákarsund 1-3 - Umsókn um stöðuleyfi_gámur
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 238

Samþykkt

12.3
2501262
Hátún - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 238

Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum

12.4
2501261
Melabyggð 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 238

Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.- Leyfisgjöld hafa verið greidd.

12.5
2501270
Borgarbraut 65 - Umsókn um stöðuleyfi_gámar
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 238

Erindið er samþykkt með fyrirvara um að staðfesting/samþykki liggi fyrir hjá lögreglu og slökkvuliði um aðkomu frá Borgarbraut.

12.6
2501188
Hamarsland-reiðhöll 203131 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 238

Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum

12.7
2411124
Borgarbraut 55 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 238

Deiliskipulag fyrir Borgarbraut 55 var uppfært og hefur verið sent til staðfestingar í B- deild stjórnartíðinda.Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að fyrir liggi staðfesting í B- deild stjórnartíðinda og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum



Fundi slitið - kl. 10:30