Dagskrá
1. Hitaveita Varmalands
2112004
Framlögð lokadrög að samningi vegna jarðhitaréttinda. Inn á fundinn kemur Sigurgeir Valsson, lögmaður.
Farið yfir stöðuna á samningaviðræðum. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundi.
Samþykkt samhljóða
2. Brákarbraut 25, gamla sláturhúsið - áætlun um niðurrif
2409047
Útboðsgögn vegna niðurrifs í Brákarey lögð fram.
Byggðarráð samþykkir framkomin útboðsgögn vegna niðurrifs í Brákarey en áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
Samþykkt með tveimur atkvæðum (DS og GLE)
Einn situr hjá (REJ)
Fylgiskjöl
3. Kerfismál 2024
2406235
Farið yfir stöðuna á vinnu vegna kerfismála hjá Borgarbyggð.
Byggðarráð tekur vel í þá nálgun að gerð verði úttekt og í framhaldinu mörkuð stefna um upplýsingatæknimál hjá sveitarfélaginu. Að í forgrunni verði höfð öryggismál, persónuvernd, hagkvæmni og góð notendaþjónusta. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða
4. Húsnæðisáætlun Borgarbyggðar 2025
2411044
Húsnæðisáætlun fyrir Borgarbyggð árin 2025 lögð fram.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leiti Húsnæðisáætlun Borgarbyggðar fyrir 2025 og vísar til sveitarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu
Samþykkt samhljóða
Fylgiskjöl
5. Vegamál í Hvítársíðu - áskorun
2501307
Lögð fram áskorun frá Kvenfélagi Hvítársíðu ástands og merkinga á Hvítársíðuvegi nr. 523.
Áskorun frá Kvenfélagi Hvítársíðu framlögð og tekur byggðarráð undir þær áhyggjur sem fram koma í erindinu. Mikilvægt er að gætt sé að umferðaröryggi, viðhaldi sinnt og að merkingar séu lagi á vegum í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða
Fylgiskjöl
6. Bótakrafa - Gæða og eftirlitsstofnun
2501075
Lögð fram bótakrafa á hendur sveitarfélaginu.
Byggðarráð upplýst um framkomna bótakröfu og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða
7. Staða á framkvæmdum í Borgarbyggð
2408149
Farið yfir stöðu á framkvæmdum við Grunnskólann í Borgarnesi. Til fundarins koma Fannar Þór Þorfinnsson og Orri Jónsson frá EFLU verkfræðistofu.
Byggðarráð þakkar Orra Jónsyni og Fannari Þór Þorfinnssyni fyrir góða yfirferð yfir stöðu verklegra framkvæmda við Grunnskólann í Borgarnesi. Ljóst er að einhver seinkun er á verkinu vegna dráttar á afhendingu glugga og glerveggja. Þó verður mögulegt að opna á milli bygginga í gegnum rýmið á tilsettum tíma og verður það útfært í samráði við skólastjórnendur.
Samþykkt samhljóða
8. Sýkisbrú - Áskorun vegna lagfæringar
2502014
Í kjölfar mikilla vatnavaxta síðustu mánaða stórskemmdist brúin yfir Ferjukotssýki þann 15. janúar sl. Ekki liggur enn fyrir hvenær viðgerð á brúnni mun fara fram eða hvort reist verði brú til bráðabirgða á meðan á viðgerðum stendur yfir.
Hvítárvallarvegur er mikilvæg tenging yfir Hvítá fyrir samgöngur í Borgarbyggð. Það er mikilvægt fyrir íbúa í Borgarbyggð að endurbygging sýkisbrúarinnar hefjist tafarlaust til að samgöngur á þessu svæði komist í samt lag á sem skemmstum tíma. Byggðarráð skorar á Innviðaráðherra að tryggja fjármagn til endurbyggingar brúarinnar og á Vegagerðina að hefja endurbyggingu brúarinnar sem allra fyrst. Sveitarstjóra falið að senda áskorunina á þingmenn kjördæmisins, Innviðaráðherra og Vegagerðina.
Samþykkt samhljóða
9. Breyting á fundartíma byggðarráðs
2403248
Breytingar á reglum fundartíma byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir að færa fund byggðarráðs sem ætti venju samkvæmt að fara fram fimmtudaginn 20. feb, til miðvikudagsins 19. feb. kl 8:15.
Samþykkt samhljóða
10. Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2025
2501012
Framlagðar fundargerðir 960., 961. og 962. fundar stjórnar Sambandsins frá 13. desember 2024, 17. og 22. janúar 2025.
Fundargerð framlögð
Fylgiskjöl
11. Hafnasamband Íslands - fundargerðir 2025
2502009
Framlögð fundargerð 469. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 24. janúar 2025.
Fundargerð framlögð
Fylgiskjöl
12. Fundagerðir 2024 - Hafnasamband Íslands.
2401300
Framlögð til kynningar fundargerð 468. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 6. desember 2024.
Fundargerð framlögð
Fylgiskjöl