Byggðarráð Borgarbyggðar

695. fundur

23. janúar 2025 kl. 08:15 - 11:45

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Davíð Sigurðsson - formaður
Guðveig Eyglóardóttir boðaði forföll og Eva Margrét Jónudóttir - varamaður sat fundinn í hans stað
Thelma Dögg Harðardóttir boðaði forföll og Brynja Þorsteinsdóttir - áheyrnarfulltrúi sat fundinn í hans stað
Sigurður Guðmundsson - aðalmaður
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir - áheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

Stefán Broddi Guðjónsson - sveitarstjóri
Lilja Björg Ágústsdóttir - Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Broddi Guðjónsson - sveitarstjóri

Dagskrá

1. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2024
2501092

Kynntar niðurstöður nýrrar íbúakönnunar á þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins sem framkvæmd er ár hvert af hálfu Gallup.

Af þeim 12 liðum sem spurt var um í könnuninni mælist aukin ánægja í átta liðum en lækkun í fjórum liðum. Ekki er um stórvægilegar breytingar að ræða milli ára. Heilt yfir er lítils háttar hækkun milli ára í ánægju með sveitarfélagið sem stað til að búa á. Samtals tóku 152 manns þátt í könnuninni.

Í samanburði við önnur sveitarfélög mælist áberandi meiri ánægja í Borgarbyggð með þjónustu leikskóla og þjónustu við eldri borgara en áberandi minni ánægja með skipulagsmál og íþróttaaðstöðu í sveitarfélaginu. Það er mat byggðarráðs að könnunin sýni að heilt yfir virðist ánægja íbúa með þjónustu sveitarfélagsins aukast milli ára.

Könnunin er gott veganesti fyrir kjörna fulltrúa, stjórnendur og starfsfólk við að leggja mat á þjónustu og stuðla að umbótum. Byggðarráð felur sveitarstjóra að kynna könnunina fyrir forstöðumönnum sveitarfélagsins en helstu niðurstöður eru einnig birtar með fundargerð þessari.

Fylgiskjöl


2. Sorpútboð 2024
2406059

Í samræmi við afgreiðslu byggðarráðs frá fundi nr. 694 farið yfir áframhaldandi vinnu við yfirferð á innsendum tilboðum. Birgir Örn Birgisson framkvæmdastjóri Consensa sem er ráðgjafi sveitarfélagsins kemur til fundarins undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

Mati á tilboðum er lokið í samræmi við afgreiðslu 694. fundar byggðarráðs. Niðurstaða matsins er að vísa skuli tilboði Terra hf. frá innkaupaferlinu þar sem það uppfyllir ekki skilmála útboðslýsingar. Byggðarráð felur sveitarstjóra að tilkynna Terra um ákvörðun um að vísa tilboði þeirra frá innkaupaferlinu. Byggðarráð felur sveitarstjóra jafnframt um að tilkynna bjóðendum ákvörðun um val tilboðs Íslenska gámafélagsins ehf. sem var með hagkvæmasta tilboðið samkvæmt valforsendum útboðslýsingar.



Samþykkt samhljóða.



3. Uppbygging í Borgarbyggð - kynningar- og markaðsmál
2501129

Rætt um markaðs- og kynningarmál vegna uppbyggingar á nýrri ibúðabyggð í Bjargslandi.

Kynntar fyrstu hugmyndir að kynningu og markaðssetningu á nýrri íbúðabyggð í Bjargslandi. Samtals má ætla að framboð á íbúðareiningum á svæðinu verði um 120-150 einingar, bæði í einbýli og fjölbýli. Byggðarráð tekur vel í framlagðar hugmyndir og felur sveitarstjóra að vinna áfram.



Samþykkt samhljóða.



4. Umsókn um lóð - Þrastarflöt 7
2501121

Framlögð umsókn um lóðina Þrastarflöt 7 á Hvanneyri.

Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Þrastarflöt 7 á Hvanneyri til Hafsteins Inga Gunnarssonar.



Samþykkt samhljóða.



5. Brákarbraut 25, gamla sláturhúsið - áætlun um niðurrif
2409047

Farið yfir vinnu við gerð útboðsgagna vegna fyrirhugaðs niðurrifs á hluta gamla sláturhússins við Brákarbraut 25. Sæmundur Óskarsson byggingarfulltrúi kemur til fundarins undir þessum lið.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að láta fullvinna útboðsgögnin og að niðurrifi á húsnæði gamla gúanósins verði bætt við.



Samþykkt samhljóða.



6. Gjaldskrárbreyting 2025 - erindi
2501124

Framlagt erindi frá Félagið eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni þar sem skorað er á Borgarbyggð að endurskoða ákvörðun um að hefja gjaldtöku af eldri borgurum og öryrkjum í sundlaug og þreksal. Óskað er eftir upplýsingum um fjárhagslegan ávinning sveitarfélagsins af gjaldtökunni.

Byggðarráð þakkar erindið. Samkvæmt gjaldskrá íþróttamiðstöðva í Borgarbyggð sem tók gildi í byrjun árs kostar árskort í sund fyrir aldraða og öryrkja kr. 11.645 og kr. 16.535 ef keypt er árskort í sund og þreksal. Það samsvarar 70% afslætti af almennri gjaldskrá fullorðinna. Byggðarráð vonar að sá afsláttur dugi til þess að fastagestir muni ekki neita sér um sundferðir eða aðra líkamsrækt.

Almennt hafa gjaldskrár í Borgabyggð hækkað minna en sem nemur þróun verðlags undanfarin ár. Svo var einnig í byrjun þessa árs. Einstaka gjaldskrár hafa hins vegar tekið talsverðum breytingum. Það á t.d. við um gjaldská íþróttamiðstöðva. Ein ástæða þess er að samkvæmt nýjum úrskurði er sveitarfélögum óheimilt að hafa mismundandi gjaldskrá eftir búsetu. Þannig verður sama gjaldskrá að gilda fyrir íbúa sveitarfélagsins og ferðamenn eða aðra gesti. Mikil fjárfesting liggur í íþróttamannvirkjum sem að langstærstu leyti hafa verið greidd með sköttum af íbúum.

Að mati byggðarráðs er í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi boðið upp á mikla þjónustu. Innifalið í árskorti er fjöldi námskeiða ásamt því að íþróttafræðingur er starfandi sem veitir gestum fjölbreytta þjónustu án endurgjalds. Byggðarráð telur að Borgarbyggð standi almennt framarlega þegar kemur að þjónustu við eldri borgara og öryrkja. Sú þjónusta sem stendur til boða í íþróttamiðstöðvum er þar á meðal.

Sem betur fer, fer sá hópur eldri borgara sífellt stækkandi sem ekki þarf á sérstökum fjárhagslegum stuðningi að halda umfram aðra íbúa. Byggðarráð tekur undir að mikilvægt er að halda vel utan um þá íbúa sem búa við þröngan fjárhagslegan kost. Enginn útgjaldaflokkur hefur hlutfallslega hækkað eins mikið síðustu þrjú ár og félagsþjónusta en þar er t.d. innifalin þjónusta við öryrkja og aldraða. Þau útgjöld hafa farið í að þétta félagslegt net sveitarfélagsins. Mikilvægt er að félagslegur stuðningur beinist til þeirra sem þurfa á honum að halda.



Samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl


7. Umsóknir um stuðning á grundvelli samstarfssamninga við hátíðir 2025
2501187

Framlagðar umsóknir um stuðning á grundvelli reglna samstarfssamninga við hátíðir í Borgarbyggð 2025. Til fundarins kemur Þórunn Kjartansdóttir deildarstjóri menningarmála hjá Borgarbyggð.

Framlagðar fjórar umsóknir um samstarfssamning vegna hátíða 2025. Alls uppfylla þrjár þeirra reglur um samstarfssamninga vegna hátíða og felur byggðarráð sveitarstjóra að gera samning við umsækjendur vegna eftirfarandi hátíða og leggja fyrir byggðarráð: Reykholtshátíð, Brákarhátíð og Hvanneyrardagar.



Samþykkt samhljóða.



8. Brákarey-Skipulagsmál
2412005

Lögð fram tilboð í gerð skipulagsvinnu fyrir Brákarey en bæði er þar um að ræða breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar og vinnu við nýtt deiliskipulag. Drífa Gústafsdóttir skipulagsfulltrúi kemur til fundarins undir þessum lið.

Byggðarráð leggur til, að teknu tilliti til heildarupphæðar, tímafjölda og kostnaðar sem liggja að baki, umfangs og óvissu um umfang við skipulagsvinnu, að gengið verði að tilboði Landmótunar í skipulagsvinnu fyrir Brákarey. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við ofangreindan skipulagsráðgjafa.



Samþykkt samhljóða.



9. Jarðskjálftavirkni við Grjótárvatn
2501024

Farið yfir stöðu mála í framhaldi af fundi Almannavarnanefndar Vesturlands og samskipti við innviðafyrirtæki og Veðurstofu.

Sveitarstjóri kynnti helstu atriði sem komu fram á fundi Almannavarnanefndar Vesturlands 21. janúar, samskipti við Mílu, Veðurstofu, Veitur og fleiri aðila. Framundan er fundur Almannavarnanefndar með íbúum og sérfræðingum í náttúruvá. Þá er verið að vinna kostnaðarmat við uppsetningu á fjarskiptasendi í Fíflholtum sem næði inn Hítardal og myndi styrkja fjarskiptasamband á svæðinu. Lagt fram minnisblað frá Veitum um möguleg áhrif á innviði félagsins.

Fylgiskjöl


10. Ársfundur Brákar íbúðafélags hses 15. janúar 2025
2412110

Framlögð fundargerð Brákar íbúðafélags hses fyrir árið 2023 dags. 15. jan 2025.

Framlagt.



11. Fundargerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2024
2402069

Framlagðar fundargerðir stjórnarfunda OR nr. 358, dags. 25.11.2024 og nr. 359 dags. 16.12.2024

Framlagt.



12. Fundargerðir Faxaflóahafna sf. 2024
2401057

Framlagðar fundargerðir Faxaflóahafna sf. frá 22. nóvember og 20. desember 2024.

Framlagt.



Fundi slitið - kl. 11:45