Sveitarstjórn Borgarbyggðar

260. fundur

16. janúar 2025 kl. 16:00 - 19:00

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Guðveig Eyglóardóttir - Forseti
Davíð Sigurðsson - aðalmaður
Eva Margrét Jónudóttir - 1. varaforseti
Eðvar Ólafur Traustason boðaði forföll og Þorsteinn Eyþórsson - varamaður sat fundinn í hans stað
Thelma Dögg Harðardóttir boðaði forföll og Brynja Þorsteinsdóttir - varamaður sat fundinn í hans stað
Sigurður Guðmundsson - aðalmaður
Sigrún Ólafsdóttir - aðalmaður
Ragnhildur Eva Jónsdóttir - aðalmaður
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir - aðalmaður

Starfsmenn

Stefán Broddi Guðjónsson - sveitarstjóri
Lilja Björg Ágústsdóttir - Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Lilja Björg Ágústsdóttir - sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslusviðs

Dagskrá

1. Skýrsla sveitarstjóra
2102062

Sveitarstjóri flytur skýrslu sveitarstjóra

Sveitarstjóri flytur skýrslu sveitarstjóra.



2. Skjalastefna Borgarbyggðar
2412050

Afgreiðsla frá 692. fundi byggðarráðs Borgarbyggðar: "Byggðarráð samþykkir framlagða skjalastefnu og leggur fyrir sveitarstjórn til fullnaðarafgreiðslu. Byggðarráð fagnar þessu mikilvæga skrefi í átt að rafrænum skilum en Borgarbyggð er meðal fyrstu sveitarfélaga sem skilar rafrænum gögnum til Miðstöðvar héraðsskjalasafna um rafræna stjórnsýslu. Samþykkt samhljóða."

Sveitarstjórn samþykkir framlagða skjalastefnu og felur sveitarstjóra að birta stefnuna.



Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


3. Hraunsás - umsókn um deiliskipulag - 204514
2411033

Afgreiðsla 71. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi til auglýsingar með þeim fyrivara að sveitarstjórn samþykki aðalskipulagsbreytingu sem liggur deiliskipulaginu til grundvallar til auglýsingar. Lagður var fram uppdráttur og skýringaruppdráttur dags. 15.10.2024 ásamt drögum að eldvarnar- og rýmingarkorti. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að málsaðili leggi fram tillögu að áfangaskiptingu framkvæmda í greinagerð deiliskipulagsins. Samþykkt samhljóða."

Lagt fyrir sveitarstjórn sbr. 6. gr. viðauka 1.1. samþykktar um stjórn Borgarbyggðar 1213/2022 m.s.br.

Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi til auglýsingar. Lagður var fram uppdráttur og skýringaruppdráttur dags. 15.10.2024 ásamt drögum að eldvarnar- og rýmingarkorti. Aðalskipulagsbreyting er gerð samhliða. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga 123/2010. Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulags- og byggingarnefndar um að áfangaskipting framkvæmda verði lögð fram í greinagerð deiliskipulags.



Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


4. Vindorkugarður á Hælsheiði_Kynning matsáætlunar
2412233

Afgreiðsla 72. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að fullvinna umsögn um kynningu á matsáætlun vegna vindorkugarðs á Hælsheiði í Flókadal út frá þeim ábendingum og umræðum sem komu fram á fundinum og vísar til endanlegrar afgreiðslu hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða."

Sveitarstjórn staðfestir umsögn skipulags- og byggingarnefndar um kynningu á matsáætlun vegna vindorkugarðs á Hælsheiði í Flókadal.



Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


5. Verkfallslistar 2025
2412011

Afgreiðsla byggðarráðs Borgarbyggðar frá fundi nr.692: "Lögð fram skrá yfir störf hjá Borgarbyggð sem sveitarfélagið telur að falli undir 5.-8. tl. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna.



Framlögð skrá yfir störf hjá Borgarbyggð sem undanþegin eru verkfallsheimild. Sveitarstjóra falið að láta birta hana með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða."

Sveitarstjórn staðfestir framlagða skrá yfir störf hjá Borgarbyggð sem falla undir 5.-8. tl. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna.



Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


6. Beiðni um umsögn - Beiðni um skipan raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.
2404256

Afgreiðsla byggðaráðs Borgarbyggðar frá fundi nr. 692:" Framlagt erindi frá Innviðaráðuneytinu þar sem óskað er eftir umsögn Borgarbyggðar um nýja beiðni Landsnets um skipan í raflínunefnd vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.



Byggðarráð Borgarbyggðar tók á fundi nr. 669 dags. 2. maí 2024 fyrir fyrir sams konar beiðni Landsnets. Afstaða byggðarráðs hefur ekki breyst og er því lögð til eftirfarandi nær óbreytt afgreiðsla á beiðninni: Fyrirhuguð Holtavörðuheiðarlína 1 mun liggja um fjögur sveitarfélög. Enginn ágreiningur er uppi um þjóðhagslegt mikilvægi línunnar og mikilvægi hennar til að auka raforkuöryggi í landinu. Fyrir samfélagið í heild er því til mikils að vinna ef hægt er að auka skilvirkni skipulagsferlisins án þess að það bitni á gæðum skipulagsvinnunnar.

Innan sveitarfélaga eru skiptar skoðanir um æskilegt línustæði og ekki loku fyrir það skotið að ágreiningur muni vakna milli sveitarfélaga sömuleiðis. Því er æskilegt að skapaður sé farvegur til að ávarpa og greiða úr slíkum ágreiningi og tryggja sameiginlegan skilning. Fulltrúar sveitarfélaga í nefndinni fylgja enda stefnu sinna sveitarfélaga og gæti hagsmuna þeirra.

Ekki er komin reynsla á skipan raflínunefnda. Það er von byggðarráðs að ef til þess kemur muni nefndin verða til þess að styrkja samtal Landsnets, ráðuneytis og sveitarfélaga sem vega muni fyllilega upp á móti þeim breytta farvegi skipulagsferlisins.

Skipan raflínunefndar felur í sér eftirgjöf skipulagsvalds. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á raforkulögum síðustu ár hafa rýrt skipulagsvald sveitarfélaga gagnvart kerfisáætlun Landsnets. Skipan raflínunefndar mun að mati byggðarráðs í framkvæmd hvorki rýra frekar né endurheimta það skipulagsvald sem frá sveitarfélögum hefur verið tekið með áorðnum breytingum á skipulagslögum.

Samþykkt samhljóða."

Ragnhildur Eva Jónsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd sveitarstjórnarfulltrúa Sjálfstæðisflokks (D-lista): Landsnet hefur farið fram á að skipuð verði raflínunefnd vegna fyrirhugaðra framkvæmda við lagningu Holtavörðuheiðarlínu. Beiðnin byggir á 1. mgr. 9. gr. a. Skipulagslaga nr. 123/2010 sem fjallar um raflínunefnd. Meginregla skipulagslaga er að sveitarfélög, hvert á sínu svæði, fari með skipulagsvald og er sú framkvæmd sem hér um ræðir háð framkvæmdarleyfi sveitarfélagsins samanber 13. og 14. gr. skipulagslaga og reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdarleyfi.

Þrátt fyrir að skipulagsvald sveitarfélaga gangvart raflínum hafi verið skert, eins og kemur fram í bókun Byggðaráðs Borgarbyggðar mun eftir sem áður skipan raflínunefndar leiða til þess að vegið verði að skipulagsvaldi sveitarfélaga og það vald falið nefndinni, þar af leiðandi er um undantekningu að ræða frá meginreglunni.

Ekki hafa hingað til komið upp ágreiningsmál milli sveitarfélaga um fyrirhugaða framkvæmd og hefur sveitarfélagið Borgarbyggð sýnt mikinn vilja til samstarfs. Æskilegt væri að frekari viðræður ættu sér stað milli Landsnets og sveitarfélaganna.

Áfom Landsnets um línuleið Holtavöruðheiðarlínu byggir á að leggja yfir mikinn fjölda jarða í Borgarbyggð sem mun hafa áhrif á nýtingarmöguleika þeirra jarða sem línunni er ætlað að liggja um. Á þeim fundum sem haldnir hafa verið af hálfu Landsnets og við lestur þeirra athugasemda, sem hafa verið gerðar við matsáætlun Holtavörðuheiðarlínu, hafa komið fram töluverður fjöldi athugasemda frá landeigendum. Þessar athugasemdir varpa ljósi á þá miklu vinnu sem eftir er hjá Landsneti við að ná meiri sátt og samningum um línuleiðina við landeigendur áður en Landsnet getur lagt línuleið Holtavörðuheiðarlínu fyrir sveitarfélögin eða Raflínunefndina, ef niðurstaðan verður að nefndin verði skipuð.

Það ætti að vera mikilvægasta verkefni Landsnets í tengslum við framgang Holtavörðuheiðarlínu að klára samninga við landeigendur. Skipun raflínunefndar á þessum tíma skiptir litlu máli um framgang verkefnisins eins og er.

Í rökstuðningi með beiðni Landsnets eru hagræði helstu rökin fyrir skipan raflínunefndar. Skipulagsmál krefjast þess að unnið sé faglega og að sem flest sjónarmið séu tekin til skoðunar við þá vinnu. Skipan raflínunefndar má ekki koma í veg fyrir samráð við sveitarfélögin og samfélagið um jafn veigamikla framkvæmd og lagning Holtavörðuheiðarlínu mun koma til með að vera. Það er ekkert sem bendir til þess að aðildarsveitarfélög geti ekki unnið rösklega að málinu ásamt því að vanda vel til verka. Því til viðbótar hefur Borgarbyggð ekki borist formleg beiðni um að setja nýja línu á skipulag, þar af leiðandi er hún er ekki í drögum að nýju aðalskipulagi. Beiðni Landsnets um skipun raflínunefndar virðist því fyrst og síðast byggjast á því sjónarmiði Landsnets að það sé mögulegt fyrir Landsnet að stytta sér leið í þeirri vinnu sem liggur ljóst fyrir að Landsnet verði að klára óháð því hvort raflínunefd verði skipuð eða ekki.



Í ljósi þessa þá leggjum við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að Sveitarstjórn Borgarbyggðar leggi fram eftirfarandi bókun, sem viðauka, við bókun Byggðarráðs frá fundi nr. 692:



Lagt er til að eftirfarandi texta verði bætt við bókunina: Sveitarstjórn Borgarbyggðar vekur athygli á því að línustæði Holtavörðuheiðarlínu hefur ekki endanlega verið ákveðið né staðfest og ekki lokið við samninga við landeigendur, auk þess hefur ekki verið til staðar ágreiningur milli sveitarfélaga, sem fyrirhuguð lína kemur til með að fara í gegnum eða milli sveitarfélaga og Landsnets. Af þeim ástæðum telur Sveitarstjórn Borgarbyggðar ekki tímabært að skipa raflínunefnd að svo stöddu.



Forseti ber upp tillögu sveitarstjórnarfulltrúa REJ. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.



Forseti leggur fram eftirfarandi uppfærða bókun þar sem búið er að bæta við bókun byggðarráðs.



Fyrirhuguð Holtavörðuheiðarlína 1 mun liggja um fjögur sveitarfélög. Enginn ágreiningur er uppi um þjóðhagslegt mikilvægi línunnar og mikilvægi hennar til að auka raforkuöryggi í landinu. Fyrir samfélagið í heild er því til mikils að vinna ef hægt er að auka skilvirkni skipulagsferlisins án þess að það bitni á gæðum skipulagsvinnunnar.

Innan sveitarfélaga eru skiptar skoðanir um æskilegt línustæði og ekki loku fyrir það skotið að ágreiningur muni vakna milli sveitarfélaga sömuleiðis. Því er æskilegt að skapaður sé farvegur til að ávarpa og greiða úr slíkum ágreiningi og tryggja sameiginlegan skilning. Fulltrúar sveitarfélaga í nefndinni fylgja enda stefnu sinna sveitarfélaga og gæti hagsmuna þeirra.

Ekki er komin reynsla á skipan raflínunefnda. Það er von sveitarstjórnar að ef til þess kemur muni nefndin verða til þess að styrkja samtal Landsnets, ráðuneytis og sveitarfélaga sem vega muni fyllilega upp á móti þeim breytta farvegi skipulagsferlisins.

Skipan raflínunefndar felur í sér eftirgjöf skipulagsvalds. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á raforkulögum síðustu ár hafa rýrt skipulagsvald sveitarfélaga gagnvart kerfisáætlun Landsnets.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar vekur athygli á því að línustæði Holtavörðuheiðarlínu hefur ekki endanlega verið ákveðið né staðfest og ekki lokið við samninga við landeigendur, auk þess hefur ekki verið til staðar ágreiningur milli sveitarfélaga, sem fyrirhuguð lína kemur til með að fara í gegnum eða milli sveitarfélaga og Landsnets. Af þeim ástæðum telur Sveitarstjórn Borgarbyggðar ekki tímabært að skipa raflínunefnd að svo stöddu.





Samþykkt samhljóða





Til máls tóku: REJ og DS

Fylgiskjöl


7. Húsnæðisáætlun Borgarbyggðar 2025
2411044

Afgreiðsla fundar byggðarráðs Borgarbyggðar frá fundi nr. 693:Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Borgarbyggðar 2025.



Framlagt og sveitarstjóra falið að vinna áfram og leggja fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn staðfestir framlögð drög að húsnæðisáætlun Borgarbyggðar 2025 og felur sveitarstjóra að fullvinna áætlunina.



Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


8. Eigendafundur Orkuveitu Reykjavíkur í janúar 2025
2412240

Afgreiðsla frá fundi byggðarráðs Borgarbyggðar nr. 693: Framlögð dagskrá og fundargögn vegna eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur.



Framlagt og hefur sveitarstjóra verið falið að mæta á fundinn fyrir hönd Borgarbyggðar.

Samþykkt samhljóða."

Dagskrá og fundargögn lögð fram og staðfest að sveitarstjóri mæti á fundinn fyrir hönd Borgarbyggðar.



Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


9. Ársfundur Brákar íbúðafélags hses 15. janúar 2025
2412110

Afgreiðsla frá fundi byggðarráðs Borgarbyggðar nr. 693: "Framlagt fundarboð á ársfund Brákar íbúðafélags hses sem fram fer 15. janúar 2025.

"Framlagt og sveitarstjóra falið að mæta á fundinn fyrir hönd Borgarbyggðar.

Samþykkt samhljóða.

Framlagt fundarboð á ársfund Brákar íbúðafélags og staðfest að sveitarstjóri skuli mæta á fundinn fyrir hönd Borgarbyggðar.



Samþykkt samhljóða



10. Tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti
2501021

Afgreiðsla frá fundi byggðarráðs Borgarbyggðar nr. 693: "Lögð fram tillaga að tekjumörkum vegna afsláttar fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega í Borgarbyggð.



Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem eiga lögheimili í Borgarbyggð eiga rétt á afslætti af fasteignaskatti skv. reglum og ákvörðun sveitarstjórnar hvert ár, sbr. heimild í 5. gr. laga 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Hjá hjónum og sambýlisfólki ræður aldur þess er fyrr verður 67 ára. Afsláttur nær einungis til íbúðarhúsnæðis sem viðkomandi býr sjálfur í.

Afsláttur ræðst af tekjum undanfarandi árs. Afslátturinn er reiknaður til bráðabirgða við álagningu út frá öllum skattskyldum tekjum einstaklings eða hjóna/sambúðarfólks, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjum samkvæmt síðasta skattframtali, en þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna síðasta árs er afsláttur endurskoðaður og leiðréttur.

Tekjumörk eru ákveðin af byggðarráði Borgarbyggðar í desember á hverju ári og eru nú:

Fyrir einstaklinga, (tekjur á árinu 2024):

með tekjur allt að kr. 5.065.000 er veittur 100% afsláttur

með tekjur á bilinu kr. 5.065.001 - 5.864.000 er veittur 75% afsláttur

með tekjur á bilinu kr. 5.864.001 - 6.654.000 er veittur 50% afsláttur

Fyrir hjón (tekjur á árinu 2024):

með tekjur allt að kr. 8.375.000 er veittur 100% afsláttur

með tekjur á bilinu kr. 8.375.001 - 9.364.000 er veittur 75% afsláttur

með tekjur á bilinu kr. 9.364.001 - 10.464.000 er veittur 50% afsláttur

Byggðarráð samþykkir að fyrirkomulag afsláttar á fasteignskatt elli- og örorkulífeyrisþega í Borgarbyggð verði með óbreyttum hætti en hækkun verði 5,6% frá fyrra ári sem er í takt við breytingu á launavísitölu á milli ára og hækkun ellilífeyris hjá Tryggingastofnun ríkisins á milli ára.

Samþykkt samhljóða."

Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi tillögu að tekjumörkum vegna afsláttar fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega í Borgarbyggð:



Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem eiga lögheimili í Borgarbyggð eiga rétt á afslætti af fasteignaskatti skv. reglum og ákvörðun sveitarstjórnar hvert ár, sbr. heimild í 5. gr. laga 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Hjá hjónum og sambýlisfólki ræður aldur þess er fyrr verður 67 ára. Afsláttur nær einungis til íbúðarhúsnæðis sem viðkomandi býr sjálfur í.

Afsláttur ræðst af tekjum undanfarandi árs. Afslátturinn er reiknaður til bráðabirgða við álagningu út frá öllum skattskyldum tekjum einstaklings eða hjóna/sambúðarfólks, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjum samkvæmt síðasta skattframtali, en þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna síðasta árs er afsláttur endurskoðaður og leiðréttur.

Tekjumörk eru ákveðin af byggðarráði Borgarbyggðar í desember á hverju ári og eru nú:

Fyrir einstaklinga, (tekjur á árinu 2024):

með tekjur allt að kr. 5.065.000 er veittur 100% afsláttur

með tekjur á bilinu kr. 5.065.001 - 5.864.000 er veittur 75% afsláttur

með tekjur á bilinu kr. 5.864.001 - 6.654.000 er veittur 50% afsláttur

Fyrir hjón (tekjur á árinu 2024):

með tekjur allt að kr. 8.375.000 er veittur 100% afsláttur

með tekjur á bilinu kr. 8.375.001 - 9.364.000 er veittur 75% afsláttur

með tekjur á bilinu kr. 9.364.001 - 10.464.000 er veittur 50% afsláttur

Byggðarráð samþykkir að fyrirkomulag afsláttar á fasteignskatt elli- og örorkulífeyrisþega í Borgarbyggð verði með óbreyttum hætti en hækkun verði 5,6% frá fyrra ári sem er í takt við breytingu á launavísitölu á milli ára og hækkun ellilífeyris hjá Tryggingastofnun ríkisins á milli ára.





Samþykkt samhljóða



11. Sorpútboð 2024
2406059

Afgreiðsla fundar byggðarráðs Borgarbyggðar frá fundi nr. 692: "Framlögð opnunarskýrsla vegna útboðs fyrir úrgangsþjónustu fyrir Borgarbyggð en opnunarfundur fór fram 18. desember 2024.



Framlögð opnunarskýrsla og sveitarstjóra falið að láta fara fram mat á tilboðum í samstarfi við ráðgjafa.

Samþykkt samhljóða."

Opnunarskýrsla vegna útboðs um úrgangsþjónustu fyrir Borgarbyggð, dags. 18.12.2024 framlögð.



Samþykkt samhljóða



12. Verðfyrirspurn v. tjaldsvæða í Borgarnesi og Varmalandi
2411093

Afgreiðsla byggðarráðs Borgarbyggðar frá fundi nr. 693: "Rætt um fyrirkomulag rekstrar tjaldsvæða í Borgarbyggð en samningar um rekstur þeirra eru lausir.



Tjaldsvæðin í Borgarnesi og á Varmalandi eru í eigu sveitarfélagsins. Byggðarráð leggur til, að fenginni umsögn Umhverfis- og landbúnaðarnefndar, að sveitarstjóra verði falið að auglýsa eftir áhugasömum aðilum um að taka við rekstri hvors tjaldsvæðis um sig. Að mati byggðarráðs er vannýtt tækifæri í sveitarfélaginu til að laða að ferðamenn sem kjósa að dvelja á tjaldsvæðum til lengri eða skemmri tíma og að tjaldsvæðin styðji við aðra ferðaþjónustu á svæðinu. Við val á samningsaðilum verði því horft til þátta á borð við beinar leigutekjur sveitarfélagsins, leigutíma, áform rekstraraðila um uppbyggingu, markaðssetningu, sjálfbærni o.s.frv. Einnig hvernig rekstraraðili sjái fyrir sér að starfsemin styðji ferðaþjónustu í sveitarfélaginu almennt og fjárhagslegar forsendur séu til staðar. Byggðarráð óskar eftir því að sveitarstjóri vinni auglýsingu á þeim grunni.

Samþykkt samhljóða."

Sveitarstjórn staðfestir að auglýst verði eftir áhugasömum aðilum um að taka við rekstri tjaldsvæðanna í Borgarnesi og á Varmalandi. Við val á samningsaðilum verði horft til þátta á borð við beinar leigutekjur sveitarfélagsins, leigutíma, áform rekstraraðila um uppbyggingu, markaðssetningu, sjálfbærni o.s.frv. Einnig hvernig rekstraraðili sjái fyrir sér að starfsemin styðji ferðaþjónustu í sveitarfélaginu almennt og fjárhagslegar forsendur séu til staðar.



Samþykkt samhljóða



13. Reglur á fjölskyldusviði
2405290

Afgreiðsla velferðarnefndar frá fundi nefndarinnar nr. 155:" KPMG hefur unnið að breytingum á regluverki í velferðarþjónustu Borgarbyggðar. Lagðar eru fram reglur um fjárhagsaðstoð, reglur um sérstakan húsnæðisstuðningi og reglur um félagslegt leiguhúsnæði. Einnig eru lagðar fram nýjar reglur er snúa að akstursþjónustu fyrir bæði aldraða og fatlaða.



KPMG hefur unnið að breytingum á regluverki í velferðarþjónustu Borgarbyggðar. Lagðar eru fram reglur um fjárhagsaðstoð, reglur um sérstakan húsnæðisstuðningi og reglur um félagslegt leiguhúsnæði. Einnig eru lagðar fram nýjar reglur er snúa að akstursþjónustu fyrir bæði aldraða og fatlaða. Velferðarnefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja uppfærðar reglur. Samþykkt samhljóða."

Sveitarstjórn staðfestir reglur um fjárhagsaðstoð

Samþykkt samhljóða



Sveitarstjórn staðfestir reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

Samþykkt samhljóða



Sveitarstjórn staðfestir reglur um félagslegt leiguhúsnæði

Samþykkt samhljóða



Sveitarstjórn staðfestir reglur um akstursþjónustu fatlaðs fólks

Samþykkt samhljóða



Sveitarstjórn staðfestir reglur um akstursþjónustu fyrir aldraða

Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


14. Íþróttasvæði Borgarnesi - Deiliskipulag
2311071

Afgreiðsla 69. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu með þeim fyrirvara að sveitarstjórn samþykki aðalskipulagsbreytingu sem gerð er samhliða, samkvæmt 42. gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum umsagnaraðila. Samþykkt samhljóða".

Lagt fyrir sveitarstjórn sbr. 6. gr. viðauka 1.1. samþykktar um stjórn Borgarbyggðar 1213/2022 m.s.br.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 13.12.2024 og svör við athugasemdum stofnunarinnar ásamt uppfærðum gögnum, uppdráttur er dags. 03.10.2024 br. 15.01.2025 og greinagerð dags. október 2024, lagfært í desember 2024 og í janúar 2025.

Í samræmi við 41. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir sveitarstjórn framlagt deiliskipulag með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á auglýstri deiliskipulagstillögu með tilliti til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma og athugasemda Skipulagsstofnunar. Umræddar breytingar breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum og skal því samþykkt deiliskipulagsins auglýst í B. deild Stjórnartíðinda í samræmi við lokamálslið 1.mgr. 42. gr. skipulagslaga.



Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


15. Tilboð í landskika að Búrfelli
2203134

Afgreiðsla frá 692. fundi byggðarráðs: "Lagt er fyrir byggðarráð að taka afstöðu til tilboðs sem barst sveitarfélaginu vorið 2022. Það er óheppilegt að það hafi ekki verið fullafgreitt þá þegar. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að fallið verði frá þeirri fyrirætlan að selja 50% hlut Borgarbyggðar í landinu Búrfelli. Að mati byggðarráðs mæla ýmis formsatriði gegn sölu að svo komnu máli, svo sem fyrirkomulag eignarhalds, endurnýja þyrfti verðmat og uppmælingu. Framundan er að leggja heildstætt mat á eignir Borgarbyggðar m.a. til þess að móta afstöðu um hvaða eignir megi setja á sölu. Samþykkt samhljóða."

Sveitarstjórn fellur frá sölu á 50% hlut Borgarbyggðar í landinu Búrfelli Fjalllendi landnúmer 196014 og fastanúmer eignarhluta 233-4680.



Samþykkt samhljóða



16. Kosningar í ráð og nefndir 2022-2026
2205140

Hafdís Lára Halldórsdóttir hefur beðist lausnar sem varamaður fyrir Framsóknarflokkinn (B lista) í sveitarstjórn.



Næsti fulltrúi inn sem varamaður í sveitarstjórn er Sonja Lind Eyglóardóttir Estrajher skv. uppröðun á framboðslista Framsóknarflokksins (B lista).

Sveitarstjórn veitir Hafdísi Láru Halldórsdóttur lausn frá störfum sínum sem varamaður í sveitarstjórn og þakkar henni fyrir góð störf í þágu sveitarfélagsins. Sveitarstjórn staðfestir að næsti fullrúi sem kemur inn sem varamaður í sveitarstjórn skv. uppröðun á framboðslista Framsóknarflokksins (B-lista) sé Sonja Lind Eyglóardóttir Estrajher.





Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


17. Borgarbraut 55_Breyting á deiliskipulagi
2408235

Afgreiðsla 46. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa: "Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 42. gr. skipulagslaga 123/2010.".

Breyting á deiliskipulagi fyrir Borgarbraut 55, 57 og 59 er á við um Borgarbraut 55 hefur verið auglýst samkvæmt 41. gr. skiplagslaga 123/2010. Kynningartími var frá 16.10.2024-27.11.2024 og óskað eftir umsögnum lögbundinna umsagnaraðila. Engar athugasemdir bárust frá hagsmunaaðilum á kynningartíma. Lagður er fram uppdráttur og greinargerð dags. 28.8.2024 br. 2.12.2024."

Lagt fyrir sveitarstjórn sbr. 6. gr. viðauka 1.1. samþykktar um stjórn Borgarbyggðar 1213/2022 m.s.br.

Í samræmi við 41. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir sveitarstjórn framlagt deiliskipulag með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á auglýstri deiliskipulagstillögu með tilliti til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma. Umræddar breytingar breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum og skal því samþykkt deiliskipulagsins auglýst í B. deild Stjórnartíðinda í samræmi við lokamálslið 1.mgr. 42. gr. skipulagslaga.





Samþykkt samhljóða



18. Vatnsveita Hraunhrepps_ fundagerð 9.12.2024
2412045

Framlögð fundargerð stjórnar Vatnsveitu Hraunhrepps dags. 9.12.2024.

Fundargerð framlögð.

Fylgiskjöl


19. Byggðarráð Borgarbyggðar - 692
2412009F

Fundargerð framlögð

19.1
2412011
Verkfallslistar 2025
Byggðarráð Borgarbyggðar - 692

Framlögð skrá yfir störf hjá Borgarbyggð sem undanþegin eru verkfallsheimild. Sveitarstjóra falið að láta birta hana með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.Samþykkt samhljóða.

19.2
2412054
Umsókn um lóð - Vallarás 4a og 6
Byggðarráð Borgarbyggðar - 692

Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðunum við Vallarás 4a og 6 til Geirs Geirssonar og Brákarpolls.Samþykkt samhljóða.

19.3
2311091
Vallarás - hönnun og framkvæmdir
Byggðarráð Borgarbyggðar - 692

Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að skoða í samhengi við þá vinnu sem nú stendur yfir við gatnagerð við Vallarás. Það liggur þó nær ljóst fyrir að þeirri gatnagerð verður ekki lokið fyrir Fjórðungsmót Vesturlands 2025 eins og ávarpað er í erindinu.Samþykkt samhljóða.

19.4
2406016
Uppbygging nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar
Byggðarráð Borgarbyggðar - 692

Framlagt og er sveitarstjóra falið að mæta á stofnfundinn fyrir hönd sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.

19.5
2401059
Mælaborð um rekstur Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar - 692

Farið yfir rekstur og stöðu framkvæmda Borgarbyggðar m.v. nóvember 2024. Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

19.6
2406059
Sorpútboð 2024
Byggðarráð Borgarbyggðar - 692

Framlögð opnunarskýrsla og sveitarstjóra falið að láta fara fram mat á tilboðum í samstarfi við ráðgjafa.Samþykkt samhljóða.

19.7
2401226
Samband ísl.sveitarfélaga - fundagerðir 2024.
Byggðarráð Borgarbyggðar - 692

19.8
2412050
Skjalastefna Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar - 692

Byggðarráð samþykkir framlagða skjalastefnu og leggur fyrir sveitarstjórn til fullnaðarafgreiðslu. Byggðarráð fagnar þessu mikilvæga skrefi í átt að rafrænum skilum en Borgarbyggð er meðal fyrstu sveitarfélaga sem skilar rafrænum gögnum til Miðstöðvar héraðsskjalasafna um rafræna stjórnsýslu.Samþykkt samhljóða.Samþykkt

19.9
2406143
Tillaga að nýjum sameignarfélagssamningi Faxaflóahafna
Byggðarráð Borgarbyggðar - 692

Framlagt. Borgarbyggð á 4,14% hlut í Faxaflóahöfnum en félagið starfrækir hafnir í Reykjavík, Akranesi, Grundartanga og Borgarnesi. Eignir Faxaflóahafna voru í árslok 2023 bókfærðar á tæplega 19 ma.kr. og var félagið skuldlaust en átti 4 ma.kr. í handbært fé. Verðmætustu eignir Faxaflóahafna eru lóðir sem voru um áramót 2024 að fasteignamati 45 ma.kr. og heildareignir því að fasteignamati 52 ma.kr. Hagnaður Faxaflóahafna 2023 var 1,5 ma.kr. og handbært fé frá rekstri 2,0 ma.kr. Arðgreiðslur til eigenda voru 84 m.kr. og þar af 3,5 m.kr. til Borgarbyggðar en arðgreiðslur voru í samræmi við arðgreiðslustefnu. Að mati byggðarráðs Borgarbyggðar er full ástæða til að skoða með hvaða hætti gera megi breytingar á rekstri, fjármagnsskipan og þar með skuldum og eignum Faxaflóahafna þannig að beinn ávinningur eigenda verði meiri. Byggðarráð felur sveitarstjóra að skoða nánar hvort og þá hvaða tillögur megi gera á drögum að sameignarfélagssamningnum þannig að það markmið náist. Samþykkt samhljóða.

19.10
2409001
Vinnuhópur um eigendastefnu, sameignarsamning og lög um Orkuveituna
Byggðarráð Borgarbyggðar - 692

Fundarboð framlagt og sveitarstjóra falið að mæta á eigendafundinn fyrir hönd Borgarbyggðar.Samþykkt samhljóða.

19.11
2404256
Beiðni um umsögn - Beiðni um skipan raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.
Byggðarráð Borgarbyggðar - 692

Byggðarráð Borgarbyggðar tók á fundi nr. 669 dags. 2. maí 2024 fyrir fyrir sams konar beiðni Landsnets. Afstaða byggðarráðs hefur ekki breyst og er því lögð til eftirfarandi nær óbreytt afgreiðsla á beiðninni: Fyrirhuguð Holtavörðuheiðarlína 1 mun liggja um fjögur sveitarfélög. Enginn ágreiningur er uppi um þjóðhagslegt mikilvægi línunnar og mikilvægi hennar til að auka raforkuöryggi í landinu. Fyrir samfélagið í heild er því til mikils að vinna ef hægt er að auka skilvirkni skipulagsferlisins án þess að það bitni á gæðum skipulagsvinnunnar.Innan sveitarfélaga eru skiptar skoðanir um æskilegt línustæði og ekki loku fyrir það skotið að ágreiningur muni vakna milli sveitarfélaga sömuleiðis. Því er æskilegt að skapaður sé farvegur til að ávarpa og greiða úr slíkum ágreiningi og tryggja sameiginlegan skilning. Fulltrúar sveitarfélaga í nefndinni fylgja enda stefnu sinna sveitarfélaga og gæti hagsmuna þeirra.Ekki er komin reynsla á skipan raflínunefnda. Það er von byggðarráðs að ef til þess kemur muni nefndin verða til þess að styrkja samtal Landsnets, ráðuneytis og sveitarfélaga sem vega muni fyllilega upp á móti þeim breytta farvegi skipulagsferlisins.Skipan raflínunefndar felur í sér eftirgjöf skipulagsvalds. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á raforkulögum síðustu ár hafa rýrt skipulagsvald sveitarfélaga gagnvart kerfisáætlun Landsnets. Skipan raflínunefndar mun að mati byggðarráðs í framkvæmd hvorki rýra frekar né endurheimta það skipulagsvald sem frá sveitarfélögum hefur verið tekið með áorðnum breytingum á skipulagslögum.Samþykkt samhljóða.

19.12
2408149
Staða á framkvæmdum í Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 692

Farið yfir stöðu framkvæmda með verkeftirlitsmönnum.

19.13
2410279
Ósk um fjárstuðning til Stígamóta 2025
Byggðarráð Borgarbyggðar - 692

Byggðarráð samþykkir að fjárstuðningur Borgarbyggðar til Stígamóta verði kr. 100.000 og þannig með svipuðum hætti og undanfarin ár.Samþykkt samhljóða.

19.14
1907035
Erindi frá Heilsu Hofi
Byggðarráð Borgarbyggðar - 692

Sveitarfélagið tekur ekki þátt í kostnaði einkaaðila vegna nauðsynlegs tækjabúnaðar vegna starfsemi. Erindinu er því hafnað.Samþykkt samhljóða.

19.15
2203134
Tilboð í landskika að Búrfelli
Byggðarráð Borgarbyggðar - 692

Lagt er fyrir byggðarráð að taka afstöðu til tilboðs sem barst sveitarfélaginu vorið 2022. Það er óheppilegt að það hafi ekki verið fullafgreitt þá þegar. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að fallið verði frá þeirri fyrirætlan að selja 50% hlut Borgarbyggðar í landinu Búrfelli. Að mati byggðarráðs mæla ýmis formsatriði gegn sölu að svo komnu máli, svo sem fyrirkomulag eignarhalds, endurnýja þyrfti verðmat og uppmælingu. Framundan er að leggja heildstætt mat á eignir Borgarbyggðar m.a. til þess að móta afstöðu um hvaða eignir megi setja á sölu.Samþykkt samhljóða.



20. Byggðarráð Borgarbyggðar - 693
2412021F

Fundargerð framlögð

20.1
2412224
Umsókn um lóð - Vallarás 14 A.
Byggðarráð Borgarbyggðar - 693

Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Vallarási 14 A til Sindri sjálfur slf. í samræmi við umsókn. Þess í stað er móttekin lóðin Vallarás 14 sem áður hafði verið úthlutað til Sindri sjálfur slf. og verður hún auglýst laus til úthlutunar í framhaldinu.Samþykkt samhljóða.

20.2
2411044
Húsnæðisáætlun Borgarbyggðar 2025
Byggðarráð Borgarbyggðar - 693

Framlagt og sveitarstjóra falið að vinna áfram og leggja fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn.Samþykkt samhljóða.

20.3
2401329
Samskipti við fasteignaeigendur í Brákarey vegna lóða við Vallarás
Byggðarráð Borgarbyggðar - 693

Framlagt og byggðarráð samþykkir að þau sjónarmið sem þarna koma fram verði grunnur að samkomulagi við þá fasteignaeigendur og atvinnurekendur í Brákarey sem óskað hafa eftir að fá úthlutaða atvinnulóð í nýju hverfi við Vallarás.Samþykkt samhljóða.

20.4
2412240
Eigendafundur Orkuveitu Reykjavíkur í janúar 2025
Byggðarráð Borgarbyggðar - 693

Framlagt og hefur sveitarstjóra verið falið að mæta á fundinn fyrir hönd Borgarbyggðar.Samþykkt samhljóða.

20.5
2412092
Ársreikningur Menningarsjóðs Borgarbyggðar 2023
Byggðarráð Borgarbyggðar - 693

Framlagt.

20.6
2412231
Stöðuskýrsla um innleiðingu Árósarsamningsins
Byggðarráð Borgarbyggðar - 693

Framlagt.

20.7
2412110
Ársfundur Brákar íbúðafélags hses 15. janúar 2025
Byggðarráð Borgarbyggðar - 693

Framlagt og sveitarstjóra falið að mæta á fundinn fyrir hönd Borgarbyggðar.Samþykkt samhljóða.

20.8
2403092
Fundagerðir 2024 - Heilbrigðisnefnd Vesturlands.
Byggðarráð Borgarbyggðar - 693

Framlagt.

20.9
2403003
Fundargerðir stjórnar SSV 2024.
Byggðarráð Borgarbyggðar - 693

Framlagt.



21. Byggðarráð Borgarbyggðar - 694
2501002F

Fundargerð framlögð

21.1
2501024
Jarðskjálftavirkni við Grjótárvatn
Byggðarráð Borgarbyggðar - 694

Byggðarráð Borgarbyggðar fylgist grannt með þróun skjálftavirkni við Grjótárvatn. Miðja yfirstandandi skjálftavirkni er utan alfaraleiðar en þó óþægilega nærri efstu bæjum og frístundabyggð þar sem dvalið er allan ársins hring. Svæðið er mjög vinsælt útivistarsvæði og afréttur. Byggðarráð leggur áherslu á að fjarskiptaöryggi á svæðinu verði aukið og fagnar áformum Veðurstofu um aukna vöktun Ljósufjallakerfisins. Framundan er fundur í Almannavarnanefnd Vesturlands til að fara yfir stöðuna og fundir með Veðurstofu og fjarskiptafélögum.

21.2
2501030
Starfsemi Slökkviliðs Borgarbyggðar 2024
Byggðarráð Borgarbyggðar - 694

Framlagt. Byggðarráð þakkar gott yfirlit yfir starfsemi ársins.

21.3
2501021
Tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti
Byggðarráð Borgarbyggðar - 694

Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem eiga lögheimili í Borgarbyggð eiga rétt á afslætti af fasteignaskatti skv. reglum og ákvörðun sveitarstjórnar hvert ár, sbr. heimild í 5. gr. laga 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Hjá hjónum og sambýlisfólki ræður aldur þess er fyrr verður 67 ára. Afsláttur nær einungis til íbúðarhúsnæðis sem viðkomandi býr sjálfur í.Afsláttur ræðst af tekjum undanfarandi árs. Afslátturinn er reiknaður til bráðabirgða við álagningu út frá öllum skattskyldum tekjum einstaklings eða hjóna/sambúðarfólks, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjum samkvæmt síðasta skattframtali, en þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna síðasta árs er afsláttur endurskoðaður og leiðréttur. Tekjumörk eru ákveðin af byggðarráði Borgarbyggðar í desember á hverju ári og eru nú:Fyrir einstaklinga, (tekjur á árinu 2024):með tekjur allt að kr. 5.065.000 er veittur 100% afslátturmeð tekjur á bilinu kr. 5.065.001 - 5.864.000 er veittur 75% afslátturmeð tekjur á bilinu kr. 5.864.001 - 6.654.000 er veittur 50% afslátturFyrir hjón (tekjur á árinu 2024):með tekjur allt að kr. 8.375.000 er veittur 100% afslátturmeð tekjur á bilinu kr. 8.375.001 - 9.364.000 er veittur 75% afslátturmeð tekjur á bilinu kr. 9.364.001 - 10.464.000 er veittur 50% afslátturByggðarráð samþykkir að fyrirkomulag afsláttar á fasteignskatt elli- og örorkulífeyrisþega í Borgarbyggð verði með óbreyttum hætti en hækkun verði 5,6% frá fyrra ári sem er í takt við breytingu á launavísitölu á milli ára og hækkun ellilífeyris hjá Tryggingastofnun ríkisins á milli ára.Samþykkt samhljóða.

21.4
2411093
Verðfyrirspurn v. tjaldsvæða í Borgarnesi og Varmalandi
Byggðarráð Borgarbyggðar - 694

Tjaldsvæðin í Borgarnesi og á Varmalandi eru í eigu sveitarfélagsins. Byggðarráð leggur til, að fenginni umsögn Umhverfis- og landbúnaðarnefndar, að sveitarstjóra verði falið að auglýsa eftir áhugasömum aðilum um að taka við rekstri hvors tjaldsvæðis um sig. Að mati byggðarráðs er vannýtt tækifæri í sveitarfélaginu til að laða að ferðamenn sem kjósa að dvelja á tjaldsvæðum til lengri eða skemmri tíma og að tjaldsvæðin styðji við aðra ferðaþjónustu á svæðinu. Við val á samningsaðilum verði því horft til þátta á borð við beinar leigutekjur sveitarfélagsins, leigutíma, áform rekstraraðila um uppbyggingu, markaðssetningu, sjálfbærni o.s.frv. Einnig hvernig rekstraraðili sjái fyrir sér að starfsemin styðji ferðaþjónustu í sveitarfélaginu almennt og fjárhagslegar forsendur séu til staðar. Byggðarráð óskar eftir því að sveitarstjóri vinni auglýsingu á þeim grunni.Samþykkt samhljóða.

21.5
2406059
Sorpútboð 2024
Byggðarráð Borgarbyggðar - 694

Farið yfir innsend tilboð og þau rædd. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samráði við ráðgjafa og taka fyrir á næsta fundi byggðarráðs.Samþykkt samhljóða.

21.6
2410217
Girðing á Lambatungur
Byggðarráð Borgarbyggðar - 694

Fulltrúar í fjallskilanefnd ræddu mikilvægi þess að tryggja aðskilnað milli svæða. Fjallskilanefnd Þverárréttar leggur ríka áherslu á að hafist verði handa við endurbætur á girðingu í Lambatungum. Jafnframt rætt mikilvægi girðingar milli landshluta og að henni verði viðhaldið. Jafnframt rætt ástand leitarmannaskála, réttar og fleira en alls staðar hefur byggst upp viðhaldsþörf. Fram kom ríkur vilji til að samstarf milli fjallskiladeilda verði aukið og sameining deilda gæti verið framfaraskref. Byggðarráð tekur undir mikilvægi girðingar í Lambatungum enda forsenda t.d. hagræðingar í smalamennsku. Byggðarráð telur mikilvægt að aðliggjandi fjallskilanefndir eigi samtal um verkefnið og lagðar verði tillögur á borð byggðarráðs um kostnað, tímalínu og fleira.

21.7
2409047
Brákarbraut 25, gamla sláturhúsið - áætlun um niðurrif
Byggðarráð Borgarbyggðar - 694

Farið yfir fyrstu drög að útboðsgögnum fyrir niðurrif á hluta húsnæðis í Brákarey sbr. minnisblað sem framlagt var á fundi byggðarráðs nr. 682, afgreiðslu fundar byggðarráðs nr. 688 og sveitarstjórnar nr. 258 dags 15. nóvember 2024. Byggðarráð felur sveitarstjóra að rýna gögnin og óskað er eftir fullunnum útboðsgögnum á næsta fundi byggðarráðs.Samþykkt samhljóða.



22. Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 239
2501003F

Fundargerð framlögð

22.1
2501033
Skóladagatöl fyrir leik-, grunn- og listaskóla Borgarbyggðar
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 239

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir minnisblað um skóladagatöl. Sviðsstjóri og skólastjórar leik-, grunn- og Listaskóla koma með tillögur fyrir næsta funda fræðslunefndar að skólagatölum fyrir alla skólanna. Einnig á að kanna hugmynd um eitt langt vetrarfrí fyrir eða eftir jól í grunnskólum.

22.2
2412008
Gjaldskrár 2025
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 239

22.3
2501029
Bréf frá MMS og leiðbeiningar vegna innleiðingar á Frigg - nemendagrunni
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 239

22.4
2501035
Umgjörð leikskóla hjá Borgarbyggð
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 239

Unnið er áfram með málið. Lagt er upp með að nokkrar hugmyndir að útfræslum liggi fyrir á marsfundi fræðslunefndar.

22.5
2201118
Útboð á skólaakstri 2022
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 239

Fræðslunefnd gerir það að tillögu sinni að framlengja samningana um eitt ár og vísar málinu til Byggðarráðs.Samþykkt samhljóða.

22.6
2501038
Staðan á framkvæmdum við grunnskóla Borgarbyggðar
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 239

Stefán Broddi sveitarstjóri kemur til fundarins og fer yfir stöðu á framkvæmdum við Grunnskólann í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar Kleppjárnsreykjadeild. Fræðslunefnd verður upplýst betur á næsta fundi nefndarinnar um stöðu mála. Fræðslunefnd leggur áherslu á að þeir tímarammar sem er búið að ákveða um framkvæmdirnar standi. Það er miklvægt að skólastofnanir séu upplýstar reglulega um stöðu mála og það er ljóst að samstarf við skólastjórnendur þarf að vera mikið og reglulegt þegar horfir fyrir endann á framkvæmdatímanum.

22.7
2501019
Sund- og íþróttakort Borgarbyggðar
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 239

Sigríður Dóra verkefnastjóri íþrótta og tómstunda kemur til fundarins og kynnir heilsukort Borgarbyggðar fyrir börn og ungmenni. Með heilsukortinu fá börn í Borgarbyggð frítt í sund og 13-18 ára frítt í tækjasal. Sigríður og Íris Grönfeldt mun fara í skólastofnanir og afhenda kortin og kynna fyrir nemendum.

22.8
2501015
Vinnuskóli Borgarbyggðar sumar 2025
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 239

Sigríður Dóra og Svala kynna hugmyndir fyrir vinnuskólann í sumar. Fræðslunefnd tekur vel í hugmyndirnar og biður um nánari úfærslu á næsta fundi.

22.9
2501036
Starfsemi frístundar í Borgarbyggð
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 239

Sigríður Dóra og Hugrún kynna starfsemina í frístund í vetur. Fræðslunefnd þakkar fyrir góða kynningu og metnaðarfullt starf.



23. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 73
2412013F

Fundargerð framlögð



24. Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 72
2412014F

Fundargerð framlögð

24.1
2412233
Vindorkugarður á Hælsheiði_Kynning matsáætlunar
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 72

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að fullvinna umsögn um kynningu á matsáætlun vegna vindorkugarðs á Hælsheiði í Flókadal út frá þeim ábendingum og umræðum sem komu fram á fundinum og vísar til endanlegrar afgreiðslu hjá sveitarstjórn.Samþykkt samhljóða.

24.2
2412025
Seleyrarland - Fyrirspurn um skipulagsmál
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 72

Skipulags- og byggingarnefnd telur að meðfylgjandi gögn séu ekki fullnægjandi til að taka afstöðu til málsins og felur skipulagsfulltrúa að leiðbeina málsaðila varðandi mögulega breytingu á landnotkun svæðis.Samþykkt samhljóða.

24.3
2411045
Birkilundur 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 72

Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, synjar erindinu með vísun í gr. 5.3.2.12 skipulagsreglugerðar 90/2013 þar sem kemur fram að ekki skal byggja nær lóðamörkum en 10 metra. Nefndin bendir einnig á að í vinnslu er deiliskipulag fyrir svæðið.Samþykkt samhljóða.

24.4
2411172
Umsókn um stofnun lóða - Deildartunga 2
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 72

Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið en óskar eftir því að landeigendur skili inn mati ráðunautar þar sem landið flokkast sem mjög gott ræktanlegt land í aðalskipulagi áður en nefndin tekur afstöðu til breyttrar landnotkunar.Samþykkt samhljóða.

24.5
1902055
Álfabrekka 11, sameinaðar landeignir
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 72

Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 42. gr. skipulagslaga 123/2010. Breytingin á við um svo óveruleg frávik að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.Málsmeðferð verður skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og 3. mgr. 44. gr. sömu laga.Samþykkt samhljóða.

24.6
2411024F
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 46
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 72

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar 46 þann 10.12.2024.

24.7
2412012F
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 47
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 72

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar 76 þann 16.12.2024.

24.8
2412017F
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 48
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 72

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar 48 þann 23.12.2024.

24.9
2412015F
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 236
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 72

Lögð er fram fundargerð byggingarfulltrúa 236 þann 19.12.2024.



25. Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 156
2501008F

Fundargerð framlögð

25.1
2501057
Trúnaðarbók 2025
Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 156

Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustu starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.

25.2
1401005
Reglur um fjárhagsaðstoð
Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 156

Lagt fram til kynningar.

25.3
2311278
Gott að eldast
Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 156

Velferðarnefnd felur félagsmálastjóra að vinna áfram að kostnaðaráætlun með það að markmiði að áætla framlag sveitarfélagsins til verkefnisins.

25.4
2501058
Skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni
Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 156

Velferðarnefnd felur félagsmálastjóra að vinna málið áfram með hópi stjórnenda í velferðarþjónustu á Vesturlandi.



Fundi slitið - kl. 19:00