Dagskrá
1. Varmilækur (lnr. 133917)_Umsókn um skógrækt
2411061
Lögð er fram umsókn fh. landeiganda, Heartwood Afforested Land ehf., dags. 18.12.2024 um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á 82,5 ha svæðis innan jarðarinnar Varmilækur (lnr. 133917). Markmiðið er að gróðursetja bakkaplöntur fengnar frá gróðrarstöðvum hér á landi. Áætluð er notkun fjögurra trjátegunda sem sýnt hafa góðan vöxt hér á landi sem eru Alaskaösp, Sitkagreni, Lerki og Birki. Svæðinu er skipt upp í tvo reiti. Á reit 1 sem er aðallega malarkambur en á reiti 2 er tiltölulega vel gróin fjallshlíð. Autt svæði verður á milli reita þar sem vegslóði er, nærri lækjarfarvegi og í gili. Samtals verði settar niður tæplega 200.000 plöntur og gróðursetningarþéttleiki á bilinu 2100-2500 tré á hektara. Gróðursetningartími er áætlaður haustið 2025.
Fyrirhugað svæði er skv. aðalskipulagi á landbúnaðarlandi en ekkert deiliskipulag er á svæðinu.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að taka til afgreiðslu framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á 82,5 ha svæði í landinu Varmilækur að undangenginni grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga 123/2010. Kynnt verður fyrir hagsmunaaðilum og óskað umsagna lögbundinna umsagnaraðila í gegnum skipulagsgátt. Kynnt verði fyrir landeigendum Fossatúns, Hellna og Múlakots og óskað eftir umsögnum Umhverfisstofnunar, Lands og Skógar, Náttúrufræðistofnun Íslands og Minjastofnunar Íslands. Útgáfa framkvæmdaleyfis verði í samræmi við bókun skipulags- og byggingarnefndar frá fundi nr. 71 þann 6. desember 2024.
Fylgiskjöl
2. Reiðstígur og lenging á velli_Fyrirspurn um skipulagsmál
2412093
Lögð er fram fyrirspurn fh. Hestamannafélagsins Borgfirðingur, um hvort fyrirhuguð lenging á kynbótabraut og lagning á reiðstíg sé framkvæmdaleyfisskyld.
Reiðstígurinn lægi frá botnlanga efri götu við Selása 15 og norð-austur fyrir kynbótabrautina eða um 200 m að lengd. Lenging brautarinnar væri um 20 m og næði norður fyrir vegslóða að lóðinni Vindás A (L135828) en vegurinn að því húsi liggur frá þjóðvegi. Reiðstígurinn verður lagður ofan á land og látinn fylgja landslagi. Lenging kynbótabrautar verður ofan á núverandi veg.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn sveitarstjórnar, telur að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki framkvæmdaleyfisskyld þar sem framkvæmdin er innan svæðis sem skilgreint er fyrir hestaíþróttir. Skipulagsfulltrúi bendir á að setja þurfi hindrun til þess að koma í veg fyrir slys þar sem kynbótabraut og heimreið að Vindási A mætast.
3. Birkilundur 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2410096
Á 44. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 4. nóvember 2024 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi á 54,4 fm stækkun á þegar byggðum sumarbústað á lóðinni Birkilundur 2 (lnr. 134546). Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og óskað eftir umsögnum í gegnum skipulagsgátt. Kynningartíminn var frá 21. nóvember til og með 19. desember 2024. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúi bendir á að deiliskipulag er í ferli fyrir svæðið.
Fylgiskjöl
4. Birkilundur 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2409332
Á 44. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 4. nóvember 2024 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi á 123,1 fm sumarbústað á einni hæð á lóðinni Birkilundur 8 (lnr. 192049). Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og óskað eftir umsögnum í gegnum skipulagsgátt. Kynningartíminn var frá 21. nóvember til og með 20. desember. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúi bendir á að í ferli er deiliskipulag fyrir svæðið.
Fylgiskjöl
5. Helluskógar II lóð 1 - umsókn um deiliskipulag
2412104
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Jarðlangsstaði, sumarbústaðaland frá árinu 1989 m.s.br. Breytingin tekur til aukningar á byggingarmagni, nýtingarhlutfalli og hækkunar á vegghæð lóðarinnar Helluskógar II lóð 1 (lnr. 177522). Byggingarmagn er aukið úr 200fm í 240fm en við það eykst nýtingarhlutfall úr 0,015 í 0,018 og vegghæð hækkuð úr 2,5 m í 2,9 m.
Lóðin er 12900 fm að stærð og fyrir er 87,1 fm sumarbústaður og 12,6 fm geymsla sem verður fjarlægð.
Breytingin er ekki í samræmi við þá byggð sem fyrir er t.d. hvað varðar notkun, nýtingarhlutfall, útlit og form svæðis. Hönnuður er á lista Skipulagsstofnunar um samþykkta ráðgjafa.
Uppdráttur dags. 12.12.2024.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, hafnar umsókninni þar sem sýnt er að breytingin getur ekki talist óveruleg hvorki varðandi notkun, nýtingarhlutfall og staðsetningu bygginga. Einnig gætir ósamræmis í gögnum sem fylgdu málinu.
Fylgiskjöl
6. Munaðarnes neðra - Umsókn um stofnun lóða
2412065
Fyrirhugað er að stofna sjö millispildur úr fjórum löndum, Munaðarneslandi BSRB 1 (lnr. 220953), Munaðarnesi (lnr. 134915), Munaðarneslandi BSRB (lnr. 134984) og Munaðarnesi Birkihlíð (lnr. 194364) í Borgarbyggð. Sjá meðfylgjandi merkjalýsingu. Lögð er fram ósk um stofnun fimm þeirra úr landi Munaðarness (lnr. 134915). Mannvirki eru á sumum lóðum. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu. Svæðið er skilgreint sem Frístundabyggð Stóra-Gröf/Munaðarnes (F61) í aðalskipulagi.
Skipulagsfulltrúi óskar eftir uppfærðum gögnum.
Fylgiskjöl
7. Vindhæll Umsókn um stofnun lóða
2412062
Lögð er fram ósk um stofnun nýrrar lóðar Vindhæll úr landi Hæls (lnr. 134412) í Borgarbyggð. Engin mannvirki eru á lóðinni. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin er 11.464 fm að stærð og skilgreint sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi. Samkvæmt flokkun landbúnaðarlands er landið í flokki 2 sem er gott ræktunarland.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 11.464 fm lóð, Vindhæll, úr upprunalandinu Hæll lnr. 134412 þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Engar byggingarheimildir fylgja lóðinni.
Fylgiskjöl
8. Hæll_Umsókn um stofnun lóðar Heima
2501070
Lögð er fram ósk um stofnun nýrrar lóðar Heima úr landi Hæls (lnr. 134412) í Borgarbyggð. Mannvirki eru á lóðinni. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin er 8406 fm að stærð og skilgreind sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 8406 fm lóð, Heima, úr upprunalandinu Hæll (lnr. 134412) þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins.
Fylgiskjöl
9. Snældubeinsstaðir - íbúabyggð
2003153
Lögð er fram ósk um stofnun nýrrar lóðar Árberg gata úr landi Snældumels lnr. 134465 í Borgarbyggð. Lóðin nær yfir götu. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin er 777 fm að stærð og skilgreind sem íbúðabyggð í aðalskipulagi.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 777 fm lóð, Árberg gata, úr upprunalandinu Snældumelur lnr. 134465 þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins.
Fylgiskjöl
10. Kársnes 134396 - umsókn um stofnun lóða
2412101
Lögð er fram ósk um stofnun nýrrar lóðar Kársnes spilda úr landi Kársness (lnr. 134396) í Borgarbyggð. Engin mannvirki eru á lóðinni. Tvö deiliskipulög eru á svæðinu til hliðar við lóðina sem á að stofna. Lóðin er 6661 fm að stærð og skilgreind sem landbúnaðarland, verslun og þjónusta og athafnasvæði í núgildandi aðalskipulagi. Í vinnslutillögu nýs aðalskipulags er gert ráð fyrir að lóðin sé í flokki verslunar og þjónustu. Fyrirhugað er að lóðin renni saman við lóðina Deildartunga 3 (lnr. 222999) sem er skráð íbúðarhúsalóð á verslunar- og þjónustusvæði.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 6661 fm lóð, Kársnes spilda, úr upprunalandinu Kársnes lnr. 134396 þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Í endurskoðun aðalskipulags verður lóðin skilgreind í landnotkunarflokki verslun og þjónusta.
Fylgiskjöl