Velferðarnefnd Borgarbyggðar

156. fundur

14. janúar 2025 kl. 09:30 - 10:45

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Guðveig Eyglóardóttir - formaður
Kristín Erla Guðmundsdóttir - aðalmaður
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir - aðalmaður
Kristján Ágúst Magnússon - aðalmaður
Sigrún Ólafsdóttir - varamaður

Starfsmenn

Erla Björg Kristjánsdóttir - félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Erla Björg Kristjánsdóttir - félagsmálastjóri

Dagskrá

1. Trúnaðarbók 2025
2501057

Lagðar fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi og afgreiddar umsóknir um fjárhagsstyrk.

Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustu starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.



2. Reglur um fjárhagsaðstoð
1401005

Uppfærð hefur verið upphæð fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2025 miða við launavísitölu í nóvember 2024. Því hækkar grunnviðmið fjárhagsaðstoðar í 274.364 kr.

Lagt fram til kynningar.



3. Gott að eldast
2311278

Þróunarverkefnið Gott að eldast hefur það markmið að finna góðar lausnir á samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk og flétta vandlega saman þá þætti sem ríkið annars vegar sér um og svo hins vegar sveitarfélögin. Svo að áframhaldandi samtal geti átt sér stað er óskað eftir að Borgarbyggð komi með drög að fjárhæð sem sveitarfélagið er tilbúið að leggja til verkefnisins, verði því útvistað til annarra aðila.

Velferðarnefnd felur félagsmálastjóra að vinna áfram að kostnaðaráætlun með það að markmiði að áætla framlag sveitarfélagsins til verkefnisins.



4. Þjónandi leiðsögn
2501055

Mörg sveitarfélög hafa verið að innleiða Þjónandi leiðsögn inn í mismunandi stofnanir og hefur það reynst áhrifarík nálgun í vinnu með öðrum einstaklingum. Búið er að halda eitt slíkt námskeið í Borgarbyggð sem lið í því að kynna fyrir starfsfólki hvað þjónandi leiðsögn snýst um og var mikil ánægja með þá kynningu. Áhugi er fyrir því að koma að frekari innleiðingu í sveitarfélaginu og er lagt til að hún fari af stað á þessu ári. Þær stofnanir sem myndu taka þátt í fyrsta fasa innleiðingar yrðu þá Búsetuþjónustan, Aldan og frístund. Meðfylgjandi er kostnaðaráætlun.

Velferðarnefnd veitir samþykki sitt fyrir því að hugmyndafræðin Þjónandi leiðsögn verði innleidd inn í þær stofnanir sem lagðar eru til. Með þjónandi leiðsögn er byggt á einstaklingsmiðaðri nálgun þar sem samskipti á milli starfsfólk og notanda eru þungamiðjan. Mannleg gildi, vinátta, umhyggja, tengsl og hvatning eru grundvallaratriði í öllum samskiptum. Velferðarnefnd telur að með því að innleiða Þjónandi leiðsögn er verið að styrkja grunnstoðir stofnana og vonast er eftir því að árangur í þjónustu verði meiri og líðan notanda sömuleiðis. Með því að hefja innleiðingarferlið i Búsetuþjónustu Borgarbyggðar, í Öldunni og frístund er tekið mikilvægt skref sem síðar mætti nýta til frekari innleiðingar inn í aðrar stofnanir Borgarbyggðar.



5. Skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni
2501058

Samráðshópur stjórnenda í velferðarþjónustu á Vesturlandi hafa rætt möguleika á sameiginlegri uppbyggingu á skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni. Lagt er til að fenginn verði verkefnastjóri til að greina þörf, áætla kostnað og skoða rekstrarform vegna skammtímadvalar á Vesturlandi. Óskað er eftir afstöðu nefndarinnar.

Velferðarnefnd felur félagsmálastjóra að vinna málið áfram með hópi stjórnenda í velferðarþjónustu á Vesturlandi.



Fundi slitið - kl. 10:45