Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

73. fundur

13. janúar 2025 kl. 09:00 - 11:30

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Sigrún Ólafsdóttir - formaður
Þórður Brynjarsson - varaformaður
Þorsteinn Eyþórsson - aðalmaður
Kristján Ágúst Magnússon - aðalmaður
Thelma Dögg Harðardóttir - aðalmaður
Logi Sigurðsson - áheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

Sóley Birna Baldursdóttir - deildarstjóri
Stefán Broddi Guðjónsson - sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sóley Birna Baldursdóttir - Deildarstjóri umhverfis- og landbúnaðarmála

Dagskrá

1. Snjómokstur í dreifbýli- Útboð 2025
2401233

Farið yfir verðfyrirspurn og gögn.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til að fram fari útboð eða verðfyrirspurn sem tryggir sambærilega vetrarþjónustu af hálfu sveitarfélagsins og tryggt er í þeim samningum sem nú eru í gildi. Þó leggur umhverfis- og landbúnaðarnefnd til að gerð verði sú krafa til verktaka að þeir verði búnir til hálkuvarna. Þá leggur nefndin til að samningar í dreifbýli miðist við tímabilið frá 1. nóvember til 15.apríl. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur áherslu á að veita íbúum góða vetrarþjónustu. Traust vetrarþjónusta er lykill að því að íbúar í Borgarbyggð geti sótt atvinnu, menntun og þjónustu um allt sveitarfélagið og milli sveitarfélaga. Búsetufrelsi er hagsmunamál allra landsmanna. Vetrarþjónusta er samstarfsverkefni sveitarfélaga og Vegagerðar. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur ríka áherslu á gott samstarf við Vegagerðina. Nefndin hefur verulegar áhyggjur af því að kostnaðaraðhald í vetrarþjónustu af hálfu Vegagerðarinnar bitni á þjónustu við íbúa í sveitarfélaginu. Það er tilefni til að efla enn frekar samstarf sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar, þannig að búnaður nýtist sem best, og þjónusta beggja aðila endurspegli mikilvægi búsetufrelsis fyrir samfélagið í heild.



Samþykkt samhljóða.



2. Snjómokstursreglur í dreifbýli
2412077

Lögð fram drög að snjómokstursreglum í dreifbýli.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur að starfsmanni að vinna reglurnar áfram og vísar til næsta fundar nefndarinnar.



Samþykkt samhljóða.



3. Verðfyrirspurn v. tjaldsvæða í Borgarnesi og Varmlandi
2411093

Afgreiðsla 694. fundar byggðarráðs: Tjaldsvæðin í Borgarnesi og á Varmalandi eru í eigu sveitarfélagsins. Byggðarráð leggur til, að fenginni umsögn Umhverfis- og landbúnaðarnefndar, að sveitarstjóra verði falið að auglýsa eftir áhugasömum aðilum um að taka við rekstri hvors tjaldsvæðis um sig. Að mati byggðarráðs er vannýtt tækifæri í sveitarfélaginu til að laða að ferðamenn sem kjósa að dvelja á tjaldsvæðum til lengri eða skemmri tíma og að tjaldsvæðin styðji við aðra ferðaþjónustu á svæðinu. Við val á samningsaðilum verði því horft til þátta á borð við beinar leigutekjur sveitarfélagsins, leigutíma, áform rekstraraðila um uppbyggingu, markaðssetningu, sjálfbærni o.s.frv. Einnig hvernig rekstraraðili sjái fyrir sér að starfsemin styðji ferðaþjónustu í sveitarfélaginu almennt og fjárhagslegar forsendur séu til staðar. Byggðarráð óskar eftir því að sveitarstjóri vinni auglýsingu á þeim grunni.



Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd tekur undir afgreiðslu frá 694. fundi byggðarráðs en þar er sveitarstjóra falið að auglýsa eftir áhugasömum aðilum um að taka við rekstri hvors tjaldsvæðis um sig; í Borgarnesi og á Varmalandi. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd tekur undir að tækifæri tjaldsvæðanna eru vannýtt og er sammála þeim sjónarmiðum sem fram koma í afgreiðslu byggðarráðs um að við val á rekstrarðilum verði horft til fleiri þátta en beinna tekna sveitarfélagsins, svo sem leigutíma, áform rekstraraðila um uppbyggingu, markaðssetningu, sjálfbærni o.s.frv. Einnig hvernig rekstraraðili sjái fyrir sér að starfsemin styðji ferðaþjónustu í sveitarfélaginu almennt og fjárhagslegar forsendur séu til staðar.



Samþykkt samhljóða.



4. Drög að nýrri gæludýrasamþykkt fyrir Vesturland og Kjósarhrepp
2501004

Farið yfir drög að nýrri gæludýrasamþykkt.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að koma athugasemdum til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi.



Samþykkt samhljóða.



5. Sorphirðudagatöl 2025
2412075

Framlögð tillaga að sorphirðudagatali fyrir árið 2022

Umhverfis-og landbúnaðarnefnd samþykkir framlögð sorphirðudagatöl.



6. Umsókn um bæjarskilti - Bjarnastaðir 2
2412084

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd tekur fyrir umsókn um bæjarskilti.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir umsókn um bæjarskilti. Samþykkt samhljóða.



7. Jarðskjálftavirkni við Grjótárvatn
2501024

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd ræðir jarðhræringar við Grjótárvatn.

Afgreiðsla 694. fundar byggðarráðs: "Byggðarráð Borgarbyggðar fylgist grannt með þróun skjálftavirkni við Grjótárvatn. Miðja yfirstandandi skjálftavirkni er utan alfaraleiðar en þó óþægilega nærri efstu bæjum og frístundabyggð þar sem dvalið er allan ársins hring. Svæðið er mjög vinsælt útivistarsvæði og afréttur. Byggðarráð leggur áherslu á að fjarskiptaöryggi á svæðinu verði aukið og fagnar áformum Veðurstofu um aukna vöktun Ljósufjallakerfisins. Framundan er fundur í Almannavarnanefnd Vesturlands til að fara yfir stöðuna og fundir með Veðurstofu og fjarskiptafélögum."

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd tekur undir bókun byggðarráðs og ítrekar mikilvægi þess að fjarskipti og aðrir innviðir séu í lagi.



Samþykkt samhljóða.


SBG fór af fundi fyrir þennan fundarlið.

Fundi slitið - kl. 11:30