Fræðslunefnd Borgarbyggðar
239. fundur
9. janúar 2025 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
Eðvar Ólafur Traustason - formaður
Ragnhildur Eva Jónsdóttir - aðalmaður
Guðveig Eyglóardóttir - aðalmaður
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir - aðalmaður
Bjarni Þór Traustason - aðalmaður
Starfsmenn
Hlöðver Ingi Gunnarsson - sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Hlöðver Ingi Gunnarsson - sviðsstjóri
Dagskrá
1. Skóladagatöl fyrir leik-, grunn- og listaskóla Borgarbyggðar
2501033
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir minnisblað um skóladagatöl.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir minnisblað um skóladagatöl. Sviðsstjóri og skólastjórar leik-, grunn- og Listaskóla koma með tillögur fyrir næsta funda fræðslunefndar að skólagatölum fyrir alla skólanna.
Einnig á að kanna hugmynd um eitt langt vetrarfrí fyrir eða eftir jól í grunnskólum.
2. Bréf frá MMS og leiðbeiningar vegna innleiðingar á Frigg - nemendagrunni
2501029
Lagt fram til kynningar
3. Umgjörð leikskóla hjá Borgarbyggð
2501035
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir minnisblað.
Unnið er áfram með málið. Lagt er upp með að nokkrar hugmyndir að útfræslum liggi fyrir á marsfundi fræðslunefndar.
4. Útboð á skólaakstri 2022
2201118
Sviðsstjóri fer yfir útboð á akstri frá 2022. Ljóst er að heimild er til þess að framlengja við verktaka tvisvar sinnum, eitt ár í senn.
Fræðslunefnd gerir það að tillögu sinni að framlengja samningana um eitt ár og vísar málinu til Byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
5. Staðan á framkvæmdum við grunnskóla Borgarbyggðar
2501038
Farið yfir stöðu framkvæmda við Grunnskólann í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar.
Stefán Broddi sveitarstjóri kemur til fundarins og fer yfir stöðu á framkvæmdum við Grunnskólann í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar Kleppjárnsreykjadeild. Fræðslunefnd verður upplýst betur á næsta fundi nefndarinnar um stöðu mála. Fræðslunefnd leggur áherslu á að þeir tímarammar sem er búið að ákveða um framkvæmdirnar standi. Það er miklvægt að skólastofnanir séu upplýstar reglulega um stöðu mála og það er ljóst að samstarf við skólastjórnendur þarf að vera mikið og reglulegt þegar horfir fyrir endann á framkvæmdatímanum.
6. ÍSAT kennsla
2412080
Búið er að stofna sameiginlegt ÍSAT teymi fyrir báða grunnskólana og setja niður markmið og áherslur fyrir veturinn. Hugmyndin er að bjóða Menntaskólanum og leikskólanum að eiga líka fulltrúa í ÍSAT teyminu.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs leggur fram minnisblað um ÍSAT teymi í grunnskólum Borgarbyggðar. Verkefnastjóri á fjölskyldusviði hefur stofnað teymið og heldur utan um vinnu þessu. Teymið er hugsað til þess að styrkja kennslu við nemendur með annað móðumálsbakgrunn en íslensku. Vinna í teyminu hefur farið vel af stað og liggur fyrir að bjóða öðrum skólastigum með í teymið.
7. Sund- og íþróttakort Borgarbyggðar
2501019
Lagt fram til kynningar.
Sigríður Dóra verkefnastjóri íþrótta og tómstunda kemur til fundarins og kynnir heilsukort Borgarbyggðar fyrir börn og ungmenni. Með heilsukortinu fá börn í Borgarbyggð frítt í sund og 13-18 ára frítt í tækjasal. Sigríður og Íris Grönfeldt mun fara í skólastofnanir og afhenda kortin og kynna fyrir nemendum.
8. Vinnuskóli Borgarbyggðar sumar 2025
2501015
Sigríður Dóra verkefnastjóri íþrótta- og tómstundamála og Svala forstöðumaður í Óðal koma til fundarins og fara yfir starfsemi vinnuskólans 2025.
Sigríður Dóra og Svala kynna hugmyndir fyrir vinnuskólann í sumar. Fræðslunefnd tekur vel í hugmyndirnar og biður um nánari úfærslu á næsta fundi.
9. Starfsemi frístundar í Borgarbyggð
2501036
Sigríður Dóra verkefnastjóri íþrótta- og tómstunda og Hugrún forstöðumaður frístundar koma til fundarins og fara yfir starfsemina í vetur.
Sigríður Dóra og Hugrún kynna starfsemina í frístund í vetur. Fræðslunefnd þakkar fyrir góða kynningu og metnaðarfullt starf.
10. Gjaldskrár 2025
2412008
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir nýja gjaldskrá fyrir íþróttamiðstöðvarnar.
Fundi slitið - kl. 18:00